Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 1
212. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR19. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS HROSSAREKSTUR Á LANDMANNALEIÐ Morgunblaðið/Kristinn Flotadeildir taka sér stöðu undan ströndum Austur-Tímor Friðargæslu- sveitum hótað heilögu stríði Darwin, Atambua, Surabaya. Reuters, AFP. AP Austur-Tímorbúar í Darwin í Astralíu kveðja ástralska friðargæsiu- liða er héldu áleiðis til A-Tímor í dögun í gær. NÍU herskip, með hundruðum her- manna innanborðs, héldu í gær frá Darwin í Norður-AstraMu áleiðis til Austur-Tímor þar sem þau munu taka sér stöðu undan ströndum landsins uns hersveitum sem um borð eru verða gefín fyrirmæli um að halda til lands og hefja friðargæslu- störf undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Eru þetta umfangsmestu herflutningar í Asíu síðan á dögum Víetnam-stríðsins. Fyrirhugað er að yfirmaður friðargæslusveitanna, Pet- er Cosgrove hershöfðingi, haldi til Dili, höfuðstaðar A-Tímor, í dag til að undirbúa komu hersveitanna. Tugir þúsunda Indónesíubúa hafa ritað nöfn sín undir yfirlýsingu þess efnis að þeir muni há heilagt stríð gegn friðargæsluliði SÞ á A-Tímor, að sögn trúarleiðtoga í Indónesíu í gær. Sögðu þeir við Reuters að fólk þetta væri albúið til að fórna lífi sínu fyrir málstað Indónesíustjórnar og er talið að Þjóðvakningarflokkurinn, einn stærsti þingflokkur í Indónesíu, sé viðriðinn undirskrift- irnar. Lýstu leiðtogarnir því yfir að alls hafi 107.000 manns undirritað yfirlýsinguna og sögðu þeir jafn- framt að reiði Indónesíubúa beindist ekki einvörðungu gegn Astrah'u heldur einnig Bandaríkjunum. Guterres, háttsettur maður innan vígahópa sem styðja áframhaldandi samband A-Tímor við Indónesíu, sagði í gær að hann hefði lýst því yf- ir við lögreglu- og hermálayfirvöld að þau mættu fjarlægja vopn víga- manna. Hins vegar sagði hann við fréttamenn á Vestur-Tímor, þar sem tugþúsundir flóttamanna eru saman komnar, að A-Tímorbúar væru þyrstir í blóð hvítra manna eftir að Indónesíustjórn gaf SÞ leyfi til að senda friðargæslusveitir til landsins. Guterres gaf svipaðar yfirlýsingar stuttu áður en tilkynnt var um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar örlaga- ríku fyrir stuttu. kynnt að hún hafi slakað á viðskipta- hömlum á Norður-Kóreu sem hafa verið í gildi í 50 ár gegn skuldbind- ingum N-Kóreustjómar að hún muni ekki gera tilraunir með lang- drægar eldflaugar. Markar ákvörð- un stjórnarinnar tímamót hvað al- þjóðasamskipti hinnar einangruðu stjórnar N-Kóreu varðar. Samkvæmt stefnu Bandaríkja- Lífshættu- legur fóta- búnaður The Daily Telegraph. NOTKUN ungra kvenna á skóm með mjög háum hælum eða þykk- um botnum hefur valdið áhyggj- um eftir að 25 ára gömul japönsk kona í slíkum fótabúnaði hrasaði og dó fyrir skömmu. Misayo Shimizu fannst látin í bfl sínum 26. ágúst og við krufningu kom í ljós að hún hafði höfuð- kúpubrotnað. Þótti allt benda til að hún hefði dottið vegna þykkra botnanna á skónum, sem voru um 13 sm háir. Þykkir botnar eru í tísku í Jap- an og ekki er óalgengt að sjá stúlkur tipla um á allt að 25 sm háum skóm. Hafa margar þeirra leitað læknis vegna smávægilegra óhappa af þessum sökum, en þetta er fyrsta dauðsfallið af völdum þykkra botna sem vitað er um. stjómar era nú viðskipti með flestar neysluvörur leyfð. Þá er gert ráð fyrir óheftu ferðafrelsi til og frá N- Kóreu og frjálsu flæði fjármagns. Stjórnvöld í Washington munu hins vegar viðhalda ströngu eftirliti með fyrirætlunum N-Kóreu á sviði ger- eyðingarvopna og hafa varað við því að brot á alþjóðlegum sáttmálum muni leiða til þess að viðskiptahöml- unum verði aftur komið á. Fornar veirur geta herjað á mannkyn í KJÖLFAR hækkandi hitastigs yfirborðs jarðar og aukinnar bráðnunar á íshellum heimskaut- anna eykst hættan á því að lífs- hættulegar veirusýkingar herji á jarðarbúa að mati vísindamanna við Syracuse-háskóla í New York. Varnaðarorð þeirra eru byggð á fundi fornrar veiru djúpt undir íshellu Grænlandsjökuls fyrir skömmu. Að mati vísindamann- anna geta veirusýkingar líkt og fornar gerðir inflúensu, mænu- sóttar og bólusóttar - sem nú- tímamaðurinn getur illa varist - verið leystar úr læðingi og herjað á mannkyn. Þrátt fyrir að vera þúsunda ára gamlar séu veirur þessar enn virkar og líklega smit- andi og er það mat manna að að- eins lítils háttar hitastigsbreyting geti hrint af stað slíku ferli. Alvin Smith, veirufræðingur við Oregonháskól, sagði nýverið í við- tali við New Scientist, að er veir- ur þessar hafa legið í ísnum í ár- þúsundir án þess að ónæmiskerfi manna hafi þurft að vinna bug á þeim skapi það hættu á hugsan- legum smitfaraldri. Tímamótaákvörðun í málefnum N-Kóreu Washington, Seoul. AFP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur til- I keppni við sjálfan siff 10 Ætlum að standa okkur í samkeppninni Útsendingar á annarri sjnnvarpsrás RUV í athugun 28 í . * *» AHUGAMALÍD VARD ATVINNA B PARADÍS <ARIMENNSKUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.