Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá í Neskirkju Sunnudagur 19. september Kl. 14. Hátíðarmessa. Organisti safnaðarins, Reynir Jónasson, flytur nýtt verk eft- ir Jón Asgeirsson, sem samið var fyrir orgelið og Peter Sykes organisti mun kynna orgelið og möguleika þess í lok messunnar. Kl. 20.30: Há- tíðartónleikar: Sænski org- anistinn Anders Bondeman leikur á orgelið, verk eftir J.S. Bach, César Frank og Otto Olsson. Bondeman er þekktur organisti í Svíþjóð, hefur unn- ið til alþjóðlegra verðlauna og verið dómari við alþjóðlegar orgelkeppnir. Hann er org- anisti við St. Jakobs-kirkjuna í Stokkhólmi og kennari við Konunglega tónlistarháskól- ann. Mánudagur 20. september Kl. 18: Arni Arinbjarnar- son, organisti í Grensáskirkju. Þriðjudagur 21. september Kl. 18: Lenka Mátéová, org- anisti í Fella- og Hólakirkju. Miðvikudagur 22. septem- ber Kl. 18: Jónas Þórir, org- anisti í Lágafellskirkju. Fimmtudagur 23. septem- ber Kl. 18: Steingrímur Þór- hallsson, orgelnemi í Róm. Föstudagur 24. september Kjartan Sigurjónsson, org- anisti í Digraneskirkju. Miðvikudagur 29. septem- ber Kl. 20: Reynir Jónasson heldur tónleika í kirkjunni. Á dagskrá verða verk eftir Jón Ásgeirsson, J.S.Bach, Marel Dupré, og C. Widor. LISTIR „ÞAÐ er engu líkara en kirkjan hafí stækkað við þetta,“ segir Reynir Jónasson, organisti Neskirkju, sem nú sér sinn langþráða draum rætast að fá nýtt og glæsilegt orgel í kirkj- una. Reyndar er það ekki alfarið huglægt atriði að kirkjan hafi stækkað því breytingar sem gerðar hafa verið á innviðum hennar vegna orgelsins hafa vissulega haft í för með sér að rýmið hefur aukist og opnast. Reynir bendir á að kórinn og þar með altarið hafí verið hækkað um tvö þrep og allt svæðið flísalagt. „Gömlu svalimar þar sem kórinn og orgelið voru áður hafa verið fjar- lægðar og orgelhúsið byggt inn í rýmið. Þetta hefur að mínum dómi heppnast einstaklega vel og er í góðu samræmi við byggingarstíl kirkjunnar. Hljómburðurinn í kirkj- unni hefur stórbatnað og ég tel að hljóðfærið og breytingamar á kirkj- unni ásamt bættum hljómburði hafí farið fram úr björtustu vonum. Þetta hljóðfæri hefur einstaklega mikla raddfegurð og hentar sér- staklega vel til að flytja rómantíska orgeltónlist en einnig er fínt að spila Bach og hina gömlu meistarana á það. Eins og vafalaust hefur komið fram þá er þetta orgel afskaplega ólíkt Langholtskirkjuorgelinu að út- liti og innræti ef svo má segja. Þetta er meira alhliða hljóðfæri sem býð- ur á vissan hátt upp á fjölbreyttari möguleika. Hljómborðin eru tvö í stað þriggja í Langholtskirkjuorgel- inu, en á móti kemur að þetta orgel er útbúið með rafstýrðar radd- breytingar en barok-orgel Lang- holtskirkju er algjörlega mekanískt. Með rafstýringunum er hægt að byggja upp raddval, forrita radd- breytingamar sem hentar einkar vel við flutning á rómantískri org- eltónlist og 20. aldar tónlist.“ Reynir segir að hann hafí haft augastað á orgelsmiðju Fritz Noack í ein 17 ár. „Eg var búinn að skoða fjölmörg orgel, bæði í Evrópu og Hafði hug- boð um hljóðfærið MorgunblaÆið/Kristinn „Hljóðfærið hefur einstaklega mikla raddfegurð," segir Reynir Jónasson, organisti Neskirkju. Bandaríkjunum, og sannfærast um að Noack er einn af bestu orgel- smiðum heimsins í dag og sameinar það besta í evrópskri og amerískri orgelsmíði. Fyrir sjö ámm var ég staddur í Davenport í Ohio þar sem ég skoðaði orgel smíðað af Noack. Þá sannfærðist ég um að hann væri rétti maðurinn til að smíða orgelið í Neskirkju. Lengi vel var nú ekki ljáð máls á því að fá nýtt orgel í kirkjuna en ég hafði eins konar hugboð um hvað koma skyldi. Á ein- um fundi með sóknarnefndinni sagði ég einfaldlega: „Mér er alveg sama hvað þið segið. Eg veit að ég fæ svona orgel.“ Og nú er það komið upp hér í kirkjunni og allir eru ánægðir.“ Að sögn Reynis veitir nýja orgelið nýju blóði í tónlistariðkun Nes- kirkju. „Það verður t.d. spennandi að leika með Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna sem hefur haft aðstöðu til æf- inga hér í kirkjunni. Þetta er einnig mjög gott konserthljóðfæri og nú gefst tækifæri til að halda hér reglu- lega orgeltónleika með innlendum og erlendum organleikurum." Við vígslu orgelsins í dag mun Peter Sykes leika á hljóðfærið nokkur verk en í kvöld heldur sænski organleik- arinn Anders Bondemann einleiks- tónleika (sjá dagskrá orgeltónleika í Neskirkju) og alla næstu viku verða daglegir tónleikar í Neskirkju. Sjálfur ætlar Reynir Jónasson að halda einleikstónleika miðvikudags- kvöldið 29. september og á efnis- skránni eru verk eftir ýmsa helstu meistara orgelsins. „Eg ætla að spila verk eftir J.S. Bach, Marcel Dupré, Charles Widor og verk eftir Jón Ásgeirsson sem hann hefur samið sérstaklega af þessu tilefni." Reynir ætlar þó að taka svolítið for- skot á sæluna og leyfa gestum við orgelvígsluna að njóta verks Jóns. „Eg ætla að leika hluta af verkinu í dag en frumflutningur á því heild verður ekki fyrr en á tónleikunum,11 segir hann. Einstakt tækifæri Morgunblaðið/Kristinn Fritz Noack orgelsmiður koniinn upp á „aðra hæð“ orgelsins í Neskirkju. „í MÖRG ár hef ég átt mjög ánægjuleg samskipti við organista, presta og sóknarnefndir Langholtskirkju og Neskirkju," segir Fritz Noack orgelsmiður sem smíðað hefur bæði orgelin sem vígð verða í dag í kirkjunum tveimur. „í dag er ég afskaplega spenntur og ánægður. Islendingar hafa gefið mér einstakt tækifæri sem fáum veitist, að smiða tvö svo gjörólík hljóðfæri samtímis. Tilviljun réði því reyndar að hljóðfærin tvö urðu samferða í gegnum smiðina, en þegar ljóst var að svo yrði, varð sú hugmynd ofan á að vígja þau samtímis og gera úr þessu orgelhátíð með tónleikum í báðum kirkjum. Samstarfið við alla aðila í báðum kirkjunum hefur verið sérstaklega ánægjulegt, organistarnir báðir, þeir Jón Stefánsson og Reynir Jónasson, hafa verið frábærir, prestarnir stutt við verkefnið heilshugar og loks langar mig að nefna til sögunnar tvo menn, þá Hauk Guðlaugsson, söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, og Hörð Áskelsson, organista Hallgrímskirkju. Stuðningur þeirra hefur verið ómetanlegur. Allir sem tóku þátt í þessu tvíþætta verkefni lærðu mikið hver af öðrum, ólíkar hugmyndir voru ræddar ítarlega og allir lögðu sitt að mörkum. Eg er sannfærður um það að okkur tókst að lokum að smíða orgel fyrir þessar tvær kirkjur sem munu, hvort á sinn sérstæða hátt, auðga trúarlíf safnaðanna, hvort sem um verður að ræða undirspil með safnaðar- eða kórsöng eða tónleika með fjölbreytilegum einleiksverkum fyrir orgel," segpr Fritz Noack. Orgel Langholtskirkju „Langholtskirkja á sér langa tónlistarhefð sem fyrst og fremst ber að þakka Jóni Stefánssyni organista og frábæru starfí hans með kórum kirkjunnar. Við urðum fljótt sammála um það að orgel í norður-evrópskum barokstíl mundi best henta kirkjunni, ekki síst með hliðsjón af glæstri tónlistarhefð kirkjunnar og lútherskri arfleifð hennar. Orgelverk J.S. Bachs munu svo sannarlega eiga heima hér en orgelið hæfir einnig hvers kyns einleiksverkum fyrir orgel og líka sem með- eða undirleikur með annarri tónlist. Ef til vill er það ekki tilviljun að þetta orgel var smiðað í Nýja- Englandi í Bandaríkjunum, þar sem kórsöngshefð er sterk og þar sem ítarlegar rannsóknir hafa farið fram á evrópskri tónlistarsögu. Hið háa orgelhús, sem smíðað er úr aski, á ættir að rekja til sígildra norður-evrópskra orgela. Gljáandi tin-pípurnar fremst í orgelinu og hinn vandaði útskurður eftir James Lohmann gefa hljóðfærinu hátíðlegt og sígilt yfírbragð. Saman mynda orgelið og nýju steindu gluggarnir virðulegan bakgrunn fyrir helgi guðsþjónustunnar." Orgelið í Neskirkju Noack segir að hugmyndin að útliti orgelsins hafí breyst mjög frá því sem var í upphafi. „Það hafa verið gerðar talsverðar breytingar á útliti kórs kirkjunnar og þær framkvæmdir hafa óneitanlega seinkað smiði orgelsins. En ég tel hiklaust að þessar breytingar hafi allar verið til mikilla bóta. Upphaflega var ætlað að orgelið yrði uppi á svölunum sem þá voru vinstra megin fyrir enda kórsins. Þar var gamla orgelið og kórinn var staðsettur þar. Þessu var breytt og í stað þess ákveðið að fjarlægja svalirnar og byggja orgelið inn í rýmið sem skapaðist og staðsetja hljómborðið framan við. Þetta hefur tekist að mínu mati mjög vel og aðrar breytingar sem gerðar hafa verið hafa bætt hljómburð kirkjunnar til muna.“ Orgel Neskirkju er 31 raddar, með tveimur hljómborðum og rafstýrðri röddun. „Þessi tvö orgel eru gjörólík, bæði hvað varðar útlit og hljóm. í báðum tilfellum hef ég reynt að fínna þann hljóm sem best ætti við kirkjurnar og smiða hljóðfæri sem hentaði sem best. „Neskirkjuorgelið hentar sérstaklega vel til flutnings rómantískrar tónlistar og 20. aldar tónsmiða en er að sjálfsögðu mjög vel fallið til flutnings annarrar orgeltónlistar. Það má segja að ]>au orgel sem til eru hér á Islandi séu ekki mjög afgerandi hljóðfæri. Þau henta ágætlega til flutnings allrar orgeltónlistar en eru jafnframt ekki sérhæfð fyrir neina tegund. Með þessum tveimur hljóðfærum þótti mér tækifæri til að stækka sjóndeildarhring hins íslenska orgelheims. I Neskirkjuorgelinu hef ég reynt að leggja áherslu á Ijóðrænan þátt hljómsins, bæta við hlýju og mýkt sem mér fínnst nokkuð skorta í þeim hljóðfærum sem ég hef skoðað hér,“ segir Fritz Noack, orgelsmiður frá Boston í Nýja- Englandi í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.