Morgunblaðið - 19.09.1999, Side 12

Morgunblaðið - 19.09.1999, Side 12
12 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Samskipti Taívans og Kína hafa verið stirð að undanförnu James Soong nýtur mikilla vinsælda samkvæmt skoðanakönnunum um þessar mundir. Hann býður sig fram í forsetakosningunum á Taívan sem óháður frambjóðandi. Togstreita taí- vanskra stj órn- málamanna flækir stöðuna Samskipti Taívans og Alþýðulýðveldisins Kína hafa verið á viðkvæmu stigi undan- farið. Tómas Orri Ragnarsson fjallar um tengsl ríkjanna í gegnum tíðina og hvernig þau kunni að þróast í framtíðinni í ljósi stjórnmálaþróunarinnar á Taívan. MIKIÐ hefur verið um það fjallað að undan- fömu að samskipti Taí- vans og Kína hafi farið versnandi vegna ummæla forseta Taívans, Lee Teng-hui, um að líta bæri á samningaviðræður milli Kína og Taívans um frekari samskipti og hugsanlega sameiningu sem við- ræður tveggja jafnrétthárra ríkja. Það liggur því í orðum Lees að ekki eigi að líta á þessar viðræður sem innanríkismál í Kína eins og venja hefur verið heldur sem samskipti tveggja aðskildra ríkja. Ekki er hægt að segja að sam- skipti Alþýðulýðveldisins og Taí- vans hafi verið góð fyrir en fram að yfirlýsingu Lees hafði virst að samningaviðræður væru að komast á skrið og viðræður voru aftur tekn- ar upp eftir að Kínastjórn sleit þeim eftir heimsókn forsetans til Banda- ríkjanna 1995. Þessi ummæli Lees komu því mörgum í opna skjöldu, ekki síst vegna þess að flokkur Lees, Kuomingtang, hefur ekki áð- ur haldið þessari skoðun fram. Yfir- lýsingin hefur því kallað á hörð við- brögð Kínverja sem eftir sem áður halda fram að Taívan sé óaðskiljan- legur hluti Kína. Samskipti Taívans og Kína Saga samskipta Kína og Taívans nær aftur til 1949 þegar þjóðemis- sinnar með Chiang Kai-shek í broddi fylkingar hertóku Taívan eftir að kommúnistar náðu undir- tökunum í Kína í borgarastyrjöld- inni. I augum Chiang átti þessi flutningur aðeins að vera tímabund- inn meðan safnað væri liði til að geta innan skamms ráðist tO atlögu að kommúnistum og náð aftur yfir- ráðum yfir meginlandinu. Þessi staða er enn í stórum dráttum óbreytt. Kommúnistar og þjóðemis- sinnar em enn opinberlega óvinir og hvorugir virðast tilbúnir að hliðra til svo finna megi lausn á vandanum. Samningaviðræður Kína og Taí- vans hafa fram að þessu skilað litlu. Arangur hefur þó náðst í einstökum málum svo sem varðandi ferðaleyfi milli Taívans og Kína, framsal glæpamanna, flóttamannamál og fiskveiðiréttindi. Taívanstjórn hefur til að byrja með viljað leggja áherslu á að ræða minni mál eins og samgöngur, fjárfestingar og þess háttar málaflokka á meðan Kína hefur fyrst og fremst viljað ræða hugsanlega sameiningu. Til að varpa ljósi á hversu lítill árangur hefur náðst þá eru ekki enn beinar samgöngur frá Taívan til Kína. All- ur póstur, vöruflutningar og fólk verður að fara í gegnum þriðja ríki þó svo að miklu hagkvæmara sé að vera með beina tengingu á milli meginlandsins og Taívans. Stjórnmál á Taívan Líklegt er að yfirlýsing Lees miði að því að styrkja stöðu Lien Chens, núverandi varaforseta Taívans, sem verður frambjóðandi Kuomingtang- flokksins í forsetakosningum í mars á næsta ári. Staða Liens hefur verið veik í skoðanakönnunum undanfarið og nokkuð þykir skorta á persónu- leika hans og framkomu. Sennilegt er að með þessari yfirlýsingu sé Lee að reyna að veikja þann frambjóð- anda sem nýtur mestra vinsælda þessa stundina, sem er fyrrverandi landstjóri á Taívan, James Soong. Hann er meðlimur Kuomingtang en fer ekki fram undir merkjum þess flokks, heldur sem sjálfstæður frambjóðandi. Soong var mjög vin- sæll sem landstjóri og hefur mikið persónufylgi. Lee vill öragglega koma þeim skilaboðum til kjósenda að öruggast sé að halda sig við Ku- omingtang, flokkinn sem hefur gert Taívan að frjálsu lýðræðisríki þar sem kjör fólks hafa stórbatnað á síðustu áratugum. Annar frambjóðandi í kosningun- um er fyrrverandi borgarstjóri í Taipei, Chen Shui-bien, frambjóð- andi Lýðræðislega framfaraflokks- ins (DPP), næststærsta flokks Taí- vans. Hann tapaði borgarstjómar- kosningum á síðasta ári gegn fram- bjóðanda Kuomingtang en sækist nú eftir forsetaembættinu. Hann þótti mjög sköruglegur borgarstjóri en átti í erfiðleikum með að skýra stefnu DPP gagnvart meginlandinu. Stefna DPP gagnvart stjóminni í Peking hefur meira verið í átt til sjálfstæðis en sameiningar. En erfitt hefur verið að fá kjósendur til að fallast á stefnu flokksins, sér- staklega undir ítrekuðum hótunum frá kommúnistum um innrás verði lýst yfir sjálfstæði. Að undanförnu hafa skoðana- kannanir stöðugt sýnt sterka stöðu hins óháða frambjóðanda Soong. Chen, frambjóðandi DDP, er í öðru sæti og frainbjóðandi Kuomingtang, varaforsetinn Lien, sem forsetaefni og Vincent Siew, fyrmm forsætis- ráðherra, sem varaforsetaefni er í þriðja sæti. Yfirlýsing Lees verður því að skoðast með tilliti tii stjóm- mála í Taívan þar sem Kuoming- tang á það á hættu að tapa forseta- embættinu í fyrsta skipti. Lee er að setja pressu á hina frambjóðend- uma og reyna að fá þá til að skýra stefnu sína gagnvart Kína og hugs- anlegum framtíðarsamskiptum ríkj- anna og jafnframt að koma þeim skilaboðum til kjósenda að ömggast sé að kjósa frambjóðanda þjóðernis- sinna, þar sem þeim einum sé treystandi að fara með samskiptin við Kína. Hugtakið „eitt ríki, tvö kerfi“ hef- ur mikið verið í umræðunni þegar fjallað er um Kína. Menn era ekki á eitt sáttir um hvort mögulegt sé að vera með tvö alveg gjörólík kerfi innan sama ríkisins. Þó að yfirtaka Kínverja á Hong Kong hafi gengið vel fyrir sig og íbúunum lofað að ekkert muni breytast frá því sem nú er næstu fimmtíu árin er samt erfitt að sjá að í framtíðinni verði landinu skipt upp í svæði eins og Taívan og Hong Kong sem tilheyra Kína en búa samt sem áður við allt öðmvísi kerfi en meginlandið. Sú þversögn að þessi svæði tilheyri sama ríkinu en hafi mismunandi stjórn- og efna- hagskerfi er nokkuð sem ekki hefur reynt á áður og verður spennandi að sjá hvort stenst til lengri tíma lit- ið. Hong Kong komst aftur undir yf- irráð Kína árið 1997 eftir að hafa verið nýlenda Breta frá því í ópíum- stríðinu. Samtals vora gerðir þrír samningar milli Breta og Kínverja um yfirráð Breta yfir Hong Kong- eyju og nálægum svæðum. Síðasti samningurinn var gerður tii 99 ára og rann út 1997. Snemma á níunda áratugnum setti Deng Xiao-ping fram hugmyndafræðina sem kennd hefur verið við „eitt land, tvö kerfi“. Hugtakið átti uppranalega að nota til að gera Taívan kleift að samein- ast Kína. Það var síðan notað til að gera Hong Kong mögulegt að vera undir yfirráðum Kína án þess að veraleg breyting ætti sér stað á því einstaka kerfi sem ríkti í Hong Kong þegar Bretar skiluðu nýlend- unni til Kína. Og nú í desember þegar portúgölsku nýlendunni Macau verður skilað er það einnig gert undir formerkjum þessa kerfis. Samningaviðræður Breta og Kín- verja um yfirtökuna á Hong Kong vora langir og erfiðir. Staða Taívans og hugsanleg sameining þess við Kína er mun flóknara mál. Nokkur atriði er vert að nefna í því sam- bandi. í fyrsta lagi er Taívan ekki nýlenda neinnar þjóðar eins og Hong Kong og Macau, það er ekki í gildi neinn samningur um skil á Taí- van tii Kína eins og í tilviki þessara tveggja nýlendna. Taívan var tekið yfir af þjóðernissinnum 1949 og ríki þeirra, sem þeir stofnuðu 1912 á meginlandi Kína, lýðveldið Kína, hélt áfram að vera til á Taívan. For- seti Taívans sagði í margumræddu viðtali við útvarpsstöðina Voice of Germany að hugmyndin um „eitt ríki, tvö kerfi“ væri óviðunandi fyrir Taívan vegna þess að það væru miklar þversagnir í kenningunni, hún liti framhjá lýðræði og ekki er gert ráð fyrir að til sé ríki þjóðern- issinria, Lýðveldið Kína á Taívan. Forseti Taívans er með yfirlýs- ingu sinni að freista þess að biðja stjórnina í Peking um einhvers kon- ar endurskoðun á hugmyndafræð- inni sem hefur verið óbreytt frá upphafi níunda áratugarins þó svo að margt hafi breyst í millitíðinni. Ljóst er að sameining Kína og Taí- vans mun ekki geta gengið að óbreyttu. Frá 1949 til 1989 þegar fyrstu frjálsu kosningamar voru haldnar í Taívan var landið undir jámhæl Kuomingtangflokksins sem réð öllu á eyjunni. Ailt fram til 1987 vora herlög í gildi. En með lýðræð- isþróun undanfarins áratugar er valdið ekki lengur í höndum flokks- ins heldur fólksins. Undir þeim kringumstæðum sem ríkja í dag er ljóst að það er ekki nema mjög lítill minnihluti íbúa Taívans sem kýs að sameina Taívan Kína. Meirihluti íbúanna vill ekki fóma því nýfengna pólitíska frelsi og þeim réttindum sem þeir hafa framyfir íbúa megin- landsins svo sem öryggi í dómsmál- um, prentfrelsi, málfrelsi og lýð- ræði. Það má því segja að stefna stjóm- arinnar í Peking verði að breytast ef þeim á að takast að vinna traust fólksins á Taívan og snúa því til þeirrar trúai’ að sameining við móð- urlandið sé góður kostur. Núver- andi harðlínustefna stjómai’innar í Peking er ekki til þess fallin að auka traust íbúa Taívans gagnvart sam- einingu við Kína. Sem stendur er einungis mjög lítill minnihluti Taí- vana hlynntur sameiningu. Kína- stjóm hefur allt frá árinu 1949 hót- að að knýja fram sameiningu með hervaldi. Lee er í raun að lýsa raun- veraleikanum með yfírlýsingu sinni. Taívan er fyrsta lýðræðisríkið í um 5000 ára sögu Kína. Kommúnistar hafa aldrei ráðið Taívan og þó svo að fólk af sama þjóðflokki búi hvað sínum megin við Taívan-sund er Taívan allt öðruvísi en ríki komm- únista með eigið dómskerfi, lýðræði og mikið efnahagslegt frelsi og er ekki upp á Kína komið að neinu leyti. Því má segja að yfirlýsing Lees geri ekki annað en að lýsa þeim raunveruleika að Taívan sé í raun sjálfstætt ríki og beri að taka tillit til þess í samningaviðræðum. Áhrif á öryggismál í Asíu og íhlutun Bandaríkjamanna Tengsl Kína og Taívans eru margvísleg þó að þau séu ekki mjög sýnileg syo sem hvað varðar fjár- festingar og fjölskyldutengsl. Af þessum sökum hefur verið nefnt að frekar litlar líkur séu á stríði þar sem miklir gagnkvæmir hagsmunir eru í húfi. En fleira kemur tO. Bandaríkjamenn hafa löngum stutt Taívan og þó svo að opinberlega sé stefna stjómarinnar í Washington að viðurkenna einungis ríki komm- únista þá eru mikil óopinber tengsl, einkum á sviði viðskipta og her- mála. Samskiptum Bandaríkjanna og Taívans er stjómað með lögum sem Bandaríkjaþing samþykkti árið 1979 (Taiwan Relations Act). Hlutverk laganna er að viðhalda friði, öryggi og stöðugleika á Vest- ur-Kyn-ahafi og vinna að áfram- haldandi viðskipta-, menningar- og öðram tengslum milli Bandaríkj- anna og Taívans. Þessi lög hafa reynst vel bæði fyrir Taívan og Bandaríkin. Ljóst er að Bandaríkin munu ekki láta það óátalið ef kommúnistar ráðast á Taívan. Bandaríkin munu líta á það sem mikla ógn við frið og öryggi í Aust- ur-Asíu. Saga utanríkisstefnu Bandaríkjanna sýnir að erfitt yrði fyrir Bandaríkin að standa utan við slík átök. Nú era uppi áætlanir um að setja upp eldflaugavarnarkerfi í Japan með hjálp Bandaríkjamanna. Kín- verskir kommúnistar hafa harðlega mótmælt þessum fyrirætlunum sem eru til komnar vegna þeirrar ógnar sem stafar frá Norður- Kóreu. Miklar umræður era um hvort Taívan muni taka þátt í þessu varnarkerfi. Stjórnin í Peking hef- ur harðlega mótmælt slíkum áform- um og sakað Bandaríkjamenn um að vera með grófa íhlutun í innan- ríkismál Kína. Umræðan um hvort Taívan tekur þátt í kerfinu veltur á tvennu: Annars vegar hvort Banda- ríkjamenn leyfa þeim að vera með og hins vegar hvort stjórnmála- menn á Taívan telji þátttöku svara kostnaði í ljósi þess að hún myndi leiða til versnandi samskipta við meginlandið. Þótt eldflaugatilraun Norður-Kóreu hafi uppranalega komið þessari umræðu af stað telja sérfræðingar að Japanir hafi einnig nokkrar áhyggjur af vaxandi vægi Kínverja í Austur-Asíu, ekki síst vegna þess að utanríkisstefna Kín- verja hefur tekið nokkram breyt- ingum og virðist bera meiri merki útþenslu en áður var. Af þessu hafa Japanir miklar áhyggjur, ekki síst í ljósi sögunnar, því löngum hefur verið stirt á milli Japans og Kína. Höfundur er viðskiptafræðingur og hefur stundað nnm i Taivan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.