Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 38

Morgunblaðið - 19.09.1999, Page 38
38 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN JASONARSON Sunnudaginn 19. september er bóndinn, félagsmálafrömuðurinn og íþróttakappinn Stef- án Jasonarson í Vorsa- bæ orðinn áttatíu og fimm ára að aldri. Stef- án ber aldurinn vel þótt elli kerling beiti hann brögðum sínum sem aðra. Stefán hefur ævi- langt setið á föðurleifð sinni, Vorsabæ í Flóa, þar sem hann rak bú- skap um hálfrar aldar skeið og veitti forstöðu ungmennafélagi sveitarinnar og bún- aðarmálum bænda á Suðurlandi af fádæma dugnaði og ósérhlífni. Stefán vald- ist ungur til forystu í Umf. Samhygð og hefur þar eflaust valdið mestu áhugi hans og hæfileik- ar. Stefán krafðist mik- ils af öðrum og vildi að allir legðu hönd á plóg- inn. Það hversu vel hon- um varð ágengt við að fá unga fólkið í sveitinni til að skipa sér undir merki félagsins hefur vafalaust valdið miklu að allir fundu að hann krafðist mest af sjálfum sér og lagðist þyngst á árina þegar átaka var þörf. Það væri langt mál Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur óskar hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Styrkurinn er að upphæð kr. 900.000.- og veitist þegar á þessu ári þremur ungum, efnilegum myndlistarmönnum. Eftirfarandi upplýsingar og gögn þurfa að fylgja umsókn- um: Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang og síman- úmer, þrjár til fimm ljósmyndir eða litskyggnur af verkum umsækjanda ásamt ítarlegum náms- og listferli. Umsóknir merktar Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur sendist fyrir 15. október til Listasafns fslands, P.O. Box 668, 121 Reykjavík. í dómnefnd sitja: Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns fslands, s. 562 1000, Björg Atla, SÍM, s. 551 7706 og Halldór Bjöm Runólfsson, LHÍ, s. 551 0131. að telja fram öll störf Stefáns innan Bæjarhrepps og utan sem öll voru mannlífi til heilla og hagsbóta. Því mátti fremur undrast það að hann skyldi gefa sér tíma til að reka ágætt og arðsamt bú, ekki stórt en yfir meðallagi. Maður sem hefur jafn víðfeðmt áhugasvið og Stefán þarf að skipu- leggja sinn tíma vel og nýta hann til að koma hlutverkum í verk. Eg var nágranni hans í tvo áratugi, frá bamsaldri og sá oft hversu vel hon- um tókst þar til. Mér er minnisstætt þegar sást til Stefáns koma akandi á jeppanum ofan veg, að koma úr kaupstaðarferð frá Selfossi eða öðr- um erindum. Stefán ók í hlað, snar- aðist inn í bæ og var jafnsnemma kominn út aftur í hversdagsklæðum og farinn að hamast í einhverju verki sem þurfti að vinna. Þrátt fyrir þessa kappsemi við vinnu er Stefán með öllu laus við þann kvilla sem heitir stress eða streita. Það var sið- ur hans í hádeginu að leggja sig litla stund og lesa Tímann. Eftir andar- tak breiddi hann blaðið yfir andlitið og var steinsofnaður. Reis svo upp af miklu fjöri eftir 5-10 mínútur og var þá sem nýr maður. Þetta streituleysi held ég að eigi ekki lítinn þátt í góðri heilsu hans og léttleika sem lítið hef- ur látið á sjá. Stefán lagði mikla áherslu á að fólk ætti að gefa sér tíma til að líta upp úr brautstritinu. Hann átti það til að fara í skemmtiferðir með sitt fólk, jafnvel um hásláttinn, við furðu betri bænda sem aldrei litu upp frá verkunum. Þó var það svo að oftast var Stefán fyrri til en þeir sömu menn að ljúka heyskap og öðrum hefðbundnum búskaparönnum. En Stefán var ekki einn að verki. Það var hans happadagur þegar hann kvæntist Guðfinnu Guðmunds- dóttur frá Túni og þau settust að í Vorsabæ. Guðfinna hefur verið hans stoð og stytta og oft komu búverkin í hennar hlut í meira mæli þegar bóndinn var að heiman. Guðfinna er afskaplega heilsteypt kona sem læt- ur lítið yfir sér en hefur þess meira til að bera af manngæsku og hóg- værð sem eru hennar aðalsmerki. Fimm börn þeirra eru í mörgu lík foreldrunum og held ég það megi teljast meðmæli. Það er leitun á jafn samrýndum hjónum og Stefáni og Guðfinnu, og nú þegar ellin sækir að bæta þau hvort annað upp með sinni gagnkvæmu hlýju og umhyggju. Og enn þá halda þau heimili í gamla bænum í Vorsabæ þar sem þau hafa búið allan sinn búskap. Stefán var allra manna kvikastur og röskvastur til vinnu og áhuga- maðui’ við hvað sem hann tók sér fýrir hendur. íþróttamaður góður á yngri árum og léttstígur hlaupari, æfður í að stikla á mýrasundum og móaflákum Flóans. Ungur maður sigraði hann í víðavangshlaupi á Landsmóti UMFÍ í Haukadal 1940 og nýlega tók han þátt í árlegu víða- vangshlaupi Samhygðar, lang elstur keppenda. Landsmenn minnast þess þegar hann, áttræður, gekk langleið- ina hringinn í kringum Island á ári aldraðra og mættu margir yngri menn þakka fyrir það atgervi sem honum er gefið. Stefán er föðurbróðir minn og þar sem ég er fæddur og uppalinn á næsta bæ, Vorsabæjarhóli, voru samskipti okkar margvísleg í upp- vexti mínum. Þegar ég fór að full- orðnast komst sá háttur á að við Stefán fórum saman á vorin og lag- færðum girðingar á landamerkjum jarðanna. Þá var Stefán um fimm- tugt en ég nálægt tvítugu og þjálfað- ur þolhlaupari. Stefán var svo hrað- fær á göngu að ég þurfti jafnan að hlaupa við fót öðru hvoru til að hafa við honum. Þannig hefur Stefán jafn- an verið í starfi og áhugamálum að fáir hafa gengið hann uppi. Hann er ræðinn og málglaður og það er aldrei lognmolla þar sem hann er nærri. Þessi lifandi áhugi hans á öllu sem lifir og hrærist og mannlífi horfir til bóta er bráðsmitandi og skemmtileg- ur. Hjálpsemi hans er við brugðið og ekki var hann dýrseldur á vinnu sína þegar hann var yfirsmiður við íbúð- arhús foreldra minna er byggt var árið 1960. Þar unnu margir sveitung- ar og tóku flestir lítið eða ekki neitt fyrir vinnu sína nema þakklæti. Stefán var lengi formaður Búnað- arsambands Suðurlands og vann þar stórvirki við að byggja upp nýja til- raunastöð sambandsins að Stóra-Ár- móti. Þó varð hann frægastur fyrir að sigra Jónas Kristjánsson, rit- stjóra Dagblaðsins, í víðavangs- hlaupi sem efnt var til sérstaklega milli þeirra tveggja á landbúnaðar- sýningu á Selfossi 1978..Stefán kom í mark löngu á undan Jónasi. Þá var Jónas 35 ára en Stefán 64 ára og blés vart úr nös. Það var ekki meiningin að rekja hér ævisögu Stefáns. Ævisagan; Alltaf glaðbeittur, kom út árið 1991. Þar segir hann frá ævidögum sínum á hispurslausan hátt. Menn í farar- broddi, eins og Stefán, hljóta stund- um andbyr, og lesið hef ég ósann- gjörn ummæli öfundarmanna hans á prenti sem ekki áttu við rök að styðjast. Þess meir dáði ég Stefán þegar hann á þessum vettvangi lét ógert að svara fyrir sig þó hann vissi betur. Slíkt eru drengskapar- menn. Stefán hefur enda gert meira af því að líta glaður til framtíðar en horfa reiður um öxl. Það er efalaust lykillinn að farsælu lífshlaupi þessa aldna en síunga heiðursmanns sem lifað hefur hálfan níunda áratug á sléttunni grænu og unir glaður við sitt. Heill þér, Stefán. Jón M. Ivarsson. Dagbók t wl ^áskólsL fslands DAGBÓK HÍ 19.-25. september. Allt áhugafólk er velkomið á fyrir- lestra í boði Háskóla íslands. Dag- bókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Mánudagur 20. september: Mánudaginn 20. september flyt- ur Stefán Snævarr, heimspeking- ur, fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Fyrir- lesturinn ber heitið „Sálin í Hrafn- kötlu. Bókmenntir, túlkanir og efa- hyggja". Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 101 í Odda og hefst kl. 20.00. Allt áhugafólk um heim- speki er velkomið og er aðgangur ókeypis. Miðvikudagur 22. september: Miðvikudaginn 22. september, kl. 16:15 flytur Axel Hall, Hagfræði- stofnun, erindi í málstofu viðskipta- og hagfræðideildar, sem hann nefn- ir: „Testing a CGE Model“. Mál- stofur viðskipta- og hagfræðideild- ar eru haldnar á kaffistofu á 3. hæð í Odda og eru öllum opnar. Fimmtudagur 23. september: Fimmtudaginn 23. september flytja nemendur í MS-námi í tölv- unarfræðiskor fyrirlestur um „Hönnun tölva“. Fimmtudaginn 23. september heldur Hólmfríður Þorgeirsdóttir matvælafræðingur og meistara- námsstúdent í næringarfræði MS- fyrirlestur um verkefnið: Fæðu- framboð á íslandi 1956-1995 og þróun ofþyngdar og offitu meðal Tilboð óskast í Bens 220C eleg., árgerð 1996(7), ekinn 21 þús. km. Grænsanseraður, sjálfskiptur, ABS bremsur, fjarstýrð samlæsing, sóllúga, 2xlíknarbelgur, álfelgur, litað gler, úti hitamælir, rafmagn í rúðum og loftneti, höfuðpúðar afturí o.fl. Glæsilegur bíll. UPPLÝSINGAR í SÍMA 896 0747 Fréttagetraun á Netinu vq>mbl.is \LLTAf= EITTH\SA£> HÝn~ 45-64 ára Reykvíkinga 1975-1994. Fyrirlesturinn er á vegum mat- vælafræðiskorar í raunvísindadeild Háskóla Islands og verður haldinn í VRII við Hjarðarhaga í stofu 158 kl. 16:15. Námskeið á vegum Endurmennt- unarstofnunar HÍ vikuna 20.-25. sept.: 20. sept. kl. 9.00-16.00. íslenski þroskalistinn. Kennarar: Einar Guðmundsson sálfræðingur, for- stöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, og Sig- urður J. Grétarsson sálfræðingur, dósent við Háskóla Islands. 22. sept. kl. 8.30-12.30. Að skapa sérstöðu á markaði (Positioning) - mótun markaðsstefnu. Kennari: Þórður Sverrisson rekstrarhag- fræðingur og ráðgjafi hjá Forskoti. 22.-23. sept. kl. 9:00-17:00 og 24. sept. kl. 9:00-13:00. Sjálfsmynd, Veður og færð á Netinu <f> mbUs _/KLLTA/= EITTH\SA£> MÝTT Vagnhöfða 17 ■ 112 Reykjavík 3 Sími: 587 2222 h Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Jm Tölvupústur: sala@hellusteypa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.