Morgunblaðið - 19.09.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 19.09.1999, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Auður Kristinsdóttir: „Ég reyni að finna hvar hjartað slær, hvað það er sem koma skal.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson AHUGAMALIÐ VARÐ A TVINNA VIÐSKIFTIAJVINNUIÍF Á SUIMIMUDEGI ► Auður Kristinsdóttir er fædd á Patreksfírði 17. ág’úst 1946 og ólst þar upp. Eftir grunnskólanám fór hún á Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði þar sem hún lærði í tvö ár, en hélt síðan til Noregs þar sem hún stundaði nám í eitt ár við Ringsaker-lýð- háskólanu. Leiðin lá síðan í Kennaraskóla fslands og útskrifað- ist hún þaðan árið 1969 með handmennt sem sérgrein. Auður var skólastjóri og kennari í Flatey á Breiðafírði í eitt ár en hóf síðan störf við Víðistaðaskóla í Hafnarfírði þar sem hún kenndi bæði bókleg fög og handmennt í tíu ár. Hún stofnaði Garnbúð- ina Tinnu 22. október 1981 og árið 1988 hóf hún útgáfu Prjónablaðsins Ýrar. Frá 1990 hefur hún rekið Heildverslunina Tinnu og séð jafnframt um útgáfu prjónablaðsins. Hún á þrjú börn, Huga 29 ára, Boga 25 ára og Auði Magndísi 17 ára. íslensk hönnun. Bergrós Kjartansdóttir og Auður í peysum sem sú fyrrnefnda hefur hannað, en dóttir Auðar, Áuður Magndís, sem situr á milli þeirra, klæðist eigin hönnun. eftir Kristínu Marju Baldursdóttur UÐUR var kennari í Víðistaðaskóla í Hafnar- firði þegar hún fékk þá hugmynd að stofna hannyrðaverslun. „Ég var síprjón- andi og vegna áhugans á handa- vinnu og prjónaskap fór ég í hand- menntadeild Kennaraskólans. Ég var kennari í tíu ár og líkaði starf- ið vel, en ég saknaði þess að hafa ekki meiri félagsleg tengsl við full- orðið fólk. Þá datt mér í hug að fara að vinna að einhverju sem mér þætti skemmtilegt og sem sameinaði áhugamál og hinn fé- lagslega þátt.“ Auður fékk ársleyfi frá kennsl- unni, tók á leigu 35 fermetra hús- næði við Miðvang og setti Garn- búðina Tinnu á laggirnar. Ég lagði í hann með viljann að vopni, átti engan höfuðstól ef frá voru talin tveggja mánaða kenn- aralaun. Fyrstu fimm árin einbeitti ég mér að því að safna ekki skuld- um, og svo mikil var sparsemin að ég nýtti reiknirúlluna báðum meg- in. Ég var bæði aðhaldssöm og kauplaus og svo mikið var mér í mun að geta greitt alla reikninga, að það hvarflaði aldrei að mér að ég ætti kannski eftir að hagnast á versluninni." I því sambandi minnist hún lítils atviks frá fyrstu árunum. „Ég fór ætíð hjólandi með bak- poka milli vinnustaðar og heimilis, og eitt sinn þegar ég var að loka versluninni að kvöldi dags lagði ég bakpokann með dagssölunni frá mér og gleymdi honum svo við verslunardyrnar. Ég var komin langt í matseldinni heima þegar ég uppgötvaði að mig vantaði pokann. Það er skemmst frá því að segja að ég hjólaði tilbaka og fann bakpok- ann ósnertan við dyr verslunarinn- ar. En það sem greyptist í huga mér var það hversu sallaróleg ég varð þegar ég uppgötvaði að af- rakstur dagsins lá á glámbekk. Það var góð tilfinning að verða ekki skelfd." Seldi garn á litlu stöðunum Fyrstu tvö árin keypti Auður gam af innlendum aðilum en fór svo sjálf að huga að innflutningi. „Ég hafði verið á lýðháskóla í Noregi og hafði prjónað mikið úr norsku garni, svo það lá beinast við að snúa sér til norskra framleið- enda. Ég fékk umboð fyrir Sand- nesgam, en betra gam þekkti ég ekki hvað framleiðslu og gæði snerti. Ég sá fljótlega að ég gæti ekki selt allt þetta garn í verslun minni, svo ég ákvað að fara í sölu- ferð út á land. Ég fór á litlu stað- ina, enda sjálf dreifbýlisbarn, og ég virtist hafa komið á réttum tíma því þessa vöru vantaði á landsbyggðina. Ég fór allan hring- inn og nú era útsölustaðir Tinnug- arns orðnir sextíu. Ætli það megi ekki líkja þessu við japanska markaðsfræði, menn byrja úti á landi og enda svo í höfuðborginni! Núna em helstu sölustaðir garns- ins í Reykjavík." Garnið rataði réttu leiðina til við- skiptavinanna en til að prjóna fal- legar flíkur nægir ekki hráefnið eitt._ „Ég sá fljótt að fólk sái-vantaði íslenskar uppskriftir. Ég tók mig því til og í nánu samstarfi við norsku framleiðendurna þýddi ég uppskriftir úr prjónablöðum þeima. Fyrir ellefu ámm kom svo út fyrsta eintak Prjónablaðsins Ýr- ar. Fyrstu blöðin þýddi ég, en svo kom að því að ég leitaði til ís- lenskra hönnuða. Eg hef tO dæmis átt mjög gott samstarf við þær Höllu Einarsdóttur frá Akureyri og Bergrós Kjai-tansdóttur.“ Prjónablaðið Ýr kemur nú út tvisvar á ári í 6.000 eintökum og era áskrifendur 2.300. Auk þess gefur Auður út Ungbarnablaðið Tinnu einu sinni á ári. „Það er mikið nákvæmnisverk að þýða prjónauppskriftir. Ég vel uppskriftimar og sé um útlitsgerð, en hef fólk mér til aðstoðar þegar að hönnun, ljósmyndun og próf- arkalestri kemur. Sonur minn Hugi Hreiðarsson markaðsfræð- ingur hefur veitt mér dyggan stuðnjrjg í blaðaútgáfunni. Raunar hef ég. ætíð notið aðstoðar fjöl- skyldunnar við rekstur fyrirtækis- ins og tel að án hennar hjálpar hefði dæmið tæpast gengið upp.“ Heildsalan í bflskúrnum Fyrirtækið dafnaði og eftir sjö ár stækkaði Auður við sig. „Húsnæðið á Miðvangi rúmaði aðeins verslunina. Ég var með heildsöluna í bílskúrnum og prent- aði út reikninga í svefnherþerginu. Ég fór að svipast um eftir stærra leiguhúsnæði og fann það á Reykjavíkurvegi 68. Þar setti ég upp verslunina og fór jafnframt á fulla ferð með heildsöluna. Þá fóru hjólin að snúast. Verslunin varð sýnOegri þar sem hún var við mikla umferðargötu og viðskiptavinir fóru að koma víða að.“ Eftir tæp þrjú ár á Reykjavíkur- vegi keypti Auður húsnæði í Hjallahrauni 4. Hún keypti það í þrem áföngum og er nú með skrif- stofur og lager í 680 fermetra stóm húsnæði. Starfsmenn eru í tveim til þrem stöðuígOdum en auk þess kallar Auður tO fólk í ákveðin verk- efni þegar svo ber undir. „Það skiptir öllu máli að hafa gott samstarfsfólk. Fyrstu tvö árin var ég ein í versluninni en þegar ég fór að ferðast um landið réð ég Katrínu Markúsdóttur tO mín og hún var hjá mér í 14 ár. Katrín, sem er mikO fagmanneskja, tók þátt í að skapa þá sterku þjónustuí- mynd sem fyrirtækið býr við enn þann dag í dag.“ Smásölunni hætti Auður fyrir þrem árum, en þó ekki fyrr en Fjarðarkaup^ hafði opnað nýja garndeOd. „Ábyrgð og samvisku- semi kennarans sagði tO sín. Ég gat ekki hætt smásölunni fyrr en ég hafði tryggt að „Stína og Sigga“ fengju gamið sitt.“ íslensk hönnun til útlanda Lykdlinn að garnsölunni er prjónablaðið, segir Auður, en segja má að blaðið hafi að sumu leyti ver- ið lykOl íslenskra hönnuða að er- lendum markaði. „Ég hef komið íslenskum hönn- uðum á framfæri erlendis og er mjög stolt af því. Það er ekki bara þorskurinn sem við flytjum út, heldur hugvitið líka. Sandnesgam í Noregi hefur á undanfömum ámm keypt íslensku hönnunina og peys- urnar hafa verið markaðssettar víða um Evrópu. Ég tel að íslensk peysuhönnun eigi framtíð fyrir sér en það þarf að fínna henni farveg. Efniviðurinn er fyrir hendi, það vantar aðeins vett- vang þar sem konur geta komið hugmyndum sínum og framleiðslu á framfæri. Árið 1997 efndum við tO hönnun- arsamkeppni í þeim tOgangi að örva hugvitið enn meira. Alls bár- ust 440 peysur frá 354 hönnuðum svo það er óhætt að segja að undir- tektir hafi verið góðar. Verðlaun vora veitt og svo birtist hönnunin og uppskriftirnar í næsta tölublaði pijónablaðsins. Fjölmiðlar sýndu keppninni mikinn áhuga og 1.300 manns sóttu sýninguna á peysun- um sem stóð yfir í viku í stað nokk- urra daga eins og upphaflega var gert ráð fyrir.“ Fyrirtæki Auðar hefur verið með ýmislegt á prjónunum um dagana til að örva áhuga einstak- linga á hannyrðunum. Sonur henn- ar Hugi átti hugmyndina að gull- prjónunum. Þeir eru veittir ein- staklingum sem hafa skarað fram úr í prjónaskap. „Okkur langaði að verðlauna hvunndagshetjurnar og ég get nefnt að fyrir tveim árum fékk blind kona, Birna Bjömsdóttir, gullprjónana. Hún tók þátt í félags- stai-fi aldraðra á Seltjarnarnesi og var svo flink í handverkinu að hún var fengin tO að leiðbeina öðrum. í eitt skiptið fékk karlmaður á Akra- nesi gullprjónana. Hann var gjald- keri í banka en hefur nú opnað eig- in hannyrðaverslun.“ Fyrir tæpum fjómm áram setti Auður á stofn Prjónaskólann Tinnu þar sem nemendur lærðu prjón og hekl. „Þetta voru stutt námskeið sem á annað hundrað manns sóttu árlega. Ég var með mjög góða kennara og nemendur vora á öllum aldri. Konur sem voru að byrja bú- skap og konur sem höfðu prjónað lengi en vantað tækni og leikni í út- færslu mynsturs. En það var gríð- arleg vinna að reka skólann og loks sá ég mér ekki fært að sinna hon- um með öðru. Eftir þá reynslu sem ég fékk við rekstur skólans fór ég að hugsa hvað ég gæti gert í stöðunni, mað- ur hættir ekki bara sisona á ein- hverju sem maður hefur byrjað á, og hringdi því í skólastjóra Náms- flokka Hafnarfjarðar. Hann var mjög jákvæður gagnvart faginu og svo fór að hann ákvað að láta kenna það í Námsflokkunum núna í haust. Það verður Bergrós Kjart- ansdóttir hönnuður sem kennir á námskeiðinu, en hún kenndi áður í Prjónaskólanum Tinnu. Það var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.