Morgunblaðið - 19.09.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.09.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999 21 Septembertónleik ar í Selfosskirkju Réttvísinni þjónað TÓNLEIKARÖÐ Selfosskirkju heldur áfram þriðjudaginn 21. sept- ember kl. 20.30. Flytjendur eru Margrét Bóasdóttir sópran og Bjöm Steinar Sólbergsson orgel. Þau Margrét og Bjöm hafa starf- að saman allt frá árinu 1987 er þau stofnuðu Sumartónleika í kirkjum á Norðurlandi. Þau hafa lagt áherslu á flutning íslenskrar kirkjutónlistar og einnig kynnt hana á tónleikum erlendis. Um þessar mundir er Islensk tónverkamiðstöð að gefa út geisla- plötu þar sem Margrét og Bjöm flytja perlur íslenskrar kirkjutón- listar fyrir söngrödd og orgel og einnig orgelverk íslenskra höfunda. A efnisskrá þeirra í Selfosskirkju er m.a. flutt verldð Faðir vor eftir Jón Leifs og Chacona Páls ísólfs- sonar íyrir orgel. Einnig flytja þau útsetningar Hróðmars Inga Sigur- björnssonar á sálmum úr fomum handritum, útsetningar Þorkels Sigurbjömssonar og sálmaforleiki og útsetningar Ragnars Björnsson- ar og Jóns Þórarinssonar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. KVIKMYIVÐIR Laugarásbfó/Bfóhullin INSPECTOR GADGET Leikstjóri: David Kellogg. Handrit: Dana Olsen, Kerry Ehrin og Audrey Wells. Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Rupert Everett, Joely Fis- her og Michelle Trachtenberg. Walt Disney 1999. JOHN Brown er öryggisvörður sem dreymir um að vera lögreglu- þjónn sem bjargar samborgurum sínum á hættustundum og drýgir marga hetjudáðina. Til þess að sá draumur rætist þarf John fyrst að lenda í allsvaðalegu bílslysi og lenda í höndunum á vísindakonunni Brendu Bradford sem breytir kauða í mannlegt vélmenni sem er vel útbúið til að takast á við starf sitt sem Gadget rannsóknarlögga. Það er margt skemmtilega gert í þessari Disney-mynd um góða en misheppnaða náungann sem verður hetja að lokum og vinnur hug og hjarta draumadísarinnar. Eg hef ekki séð teiknimyndirnar sem kvik- myndin er unnin út frá, en mér þykja persónurnar skemmtilegar og leikur almennt góður. Gaman að sjá Rupert Everett í hlutverki vonda mannsins, og Matthew Broderick (sem annars er ekki hátt á vinsældalistanum) er fullkominn í hlutverk Gadgets. Allt útlit mynd- arinnar er ævintýralegt og glað- legt, brellurnar góðar og tónlist John Debney gerir mikið fyrir myndina; skapar skemmtilega stemmningu auk þess að vera oft brandari í sjálfri sér. Litlu börnin ættu að geta skemmt sér vel yfir þessum furðu- heimi með sínum furðulegheitum. Sagan sjálf er hins vegar ósköp þunn fyrir utan hugmyndina að persónu Johns Brown. Boðskapur- inn til barnanna er sá að maður eigi alltaf að láta hjartað ráða för, það muni koma manni til bjargar á lífs- ins mestu hættustundum. Hiidur Loftsdóttir Alþjóðlegi ljóðaúrval í þýsku riti ÞÝSKA tímaritið Text (1. hefti 1998- 99) er komið út. I ritinu sem gefíð er út í Stuttgart og Sergiu Stefanescu ritstýrir, birtist efni eftir fjölda höf- unda frá ýmsum löndum og er al- þjóðlegt svipmót á ritinu. Einkum setur ljóðlist svip sinn á þetta hefti. I heftinu birtist ljóð eftir Matthías Johannessen úr Sálmum á atómöld í þýðingu Wilhelms Friese en bókin í heild kom nýlega út í Þýskalandi í þýðingu hans. Meðal annarra skálda sem eiga ljóð í Text eru Duncan Bush, Steph- en Knight, Bastian Böttcher, Aioker- anjan Dasgupta og José F. A. Oliver. Text er gefið út af Ithaka Verlag, ritið má panta hjá Buch Julis, Charlottenstrasse 12, 70182 Stutt- gart. ihici SOKKABUXUR SIMI557 7650 Stálvaskar Intra stálvaskarnir fást í mörgum stærðum og gerðum. Þessi vaskur ber nafnið Eurora og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun. TCHGIehf. Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1083 Fást í byggingavöruverslurwm um land allt á öllum notuðum vinnuvélum, lyfturum, dráttarvélum og landbúnaðartækjum hjá Ingvari Helgasyni hf. Sýnishorn af útsöluvélum Allt að afsláttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.