Morgunblaðið - 26.09.1999, Page 24
24 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
*
I ágústmánuði var haldinn á Akureyri alþjóðlegur eðlisfræðiskóli þar sem þekktir fyrir-
lesarar brydduðu m.a. upp á svartholum og slembiflötum. Geir Svansson tyllti sér á
skólabekk og ræddi við aðstandendur skólans og bandaríska strengjafræðinga.
ISÍÐASTA mánuði vai- heldur
óvenjulegt skólahald á Akureyri
sem stóð yfir í hálfan mánuð.
Um var að ræða eðlisfræðiskóla
sem kenndur var við „skammta-
rúmfræði“. Hann var ætlaður eðlis-
fræðinemum á lokaspretti doktors-
náms og einnig stai-fandi eðlisfræð-
ingum til að gefa þeim kost á að
ræða rannsóknir sínar og fá nýj-
ustu fréttir af þessum meiði fræði-
greinar sinnar sem kölluð er kenni-
leg eðlisfræði. Eftir miklu var að
slægjast því að meðal fyrirlesara
voru margir þekktir vísindamenn
sem standa í eldlínunni við nýjar
kenningasmíðar í fræðum sem
kenndar eru við strengi.
Þetta mun í fyrsta sinn sem skóli,
eða ráðstefna, í nákvæmlega þess-
um fræðum er haldinn hérlendis.
Hugmyndina að skólhaldinu áttu
þeir Þórður Jónsson og Lárus
Thorlacius, prófessorar í eðlisfræði
við Háskóla Islands. „Við höfðum
gælt við hugmyndina um nokkurt
skeið þegar við sáum möguleikann
á því að gera hana að veruleika með
styrk frá NATO,“ segir Þórður.
Vel heppnað skólahald í MA
Auk aðalbakhjarlsins, „Fram-
haldsrannsóknarstofnunar
NATO“, stóðu að skólanum á
Akureyri NORDITA (Norræna
stofnunin í kennilegri eðlisfræði)
og NorFA (Norræna rannsókn-
arakademían). Aðrir skipuleggj-
endur skólans voru þeir Paolo di
Vecchia frá NORDITA og Andrew
Morgunblaðiö/Kristján Kristjánsson
Varla tími til að líta upp en ánægjan leyndi sér ekki.
Strominger frá Harvard-háskóla.
Skólahaldið fór fram i Mennta-
skólanum á Akureyri en nemendur
voru 60 talsins, þar af fjórir ís-
lendingar. Tólf fyrirlesarar, allir í
fremstu röð, sáu þeim fyrir and-
legum æfingum með fyrirlestrum
á sal. Auk fyrirlestra á daginn
fengu stúdentar tækifæri til að
kynna rannsóknarverkefni sín ut-
an dagskrár, t.d. á kvöldin.
„NATO ætlast til þess að ákveðinn
fjöldi þátttakenda á svona ráð-
stefnum eða skóla sem þeir standa
fyrir, komi frá samstarfsríkjunum
í Austur-Evrópu. Það komust ekki
allir sem ætluðu en þó mættu tíu
frá þeim slóðum í skólann," segir
Þórður.
Þórður kvaðst ánægður með
skólahaldið, fyrirlestrana og að-
stöðu alla á Akureyri. „Þetta hefur
tekist mjög vel. Við höfum komist
að raun um að Akureyri hentar
mjög vel fyrir svona skóla eða ráð-
stefnu. Heimamenn eru gestrisnir
og hjálplegir og hér er mjög góð
þjónusta á öllum sviðum, góð gisti-
aðstaða, kaffihús, krár og veitinga-
staðir, bflaleigur - allt sem til
þarf,“ segir Þórður.
Sjálfur hélt Þórður fyrir-
lestra og fjallaði um sitt
fy sérsvið, sem kennt er
við „slembifleti".
/ .... „Þetta er ein
grein í
J . . þessum
iræðum ( . . .
sem ég hef
fengist við í 15 ár
með samstarfsmönn-
um, aðallega í Kaup-
mannahöfn en líka í
Englandi, Frakklandi og Pól-
landi. Það eru reyndar margir af
þeim samstarfsmönnum hingað
komnir. Hinir fyrirlesaramir eru
meira á línu Lárusar, að fást við lík
verkefni en frá öðru sjónarhomi.
Þeir menn em margir frá Banda-
ríkjunum," segir Þórður.
Strengir mynda
slembifleti
En er hægt að gera grein fyrir
slembiflötum í stuttu máli? „Það
sem er nú á bak við mikið af þessu
er að menn vilja smíða kenningar
sem gera þeim kleift að skilja eins
mikið af eðlisfræðinni og hægt er,
út frá eins litlu og hægt er. Og þetta
tengist rannsóknum í öreindafræði
en jafníramt rannsóknum í
stjarneðlisfræði þar sem koma við
sögu fyrirbæri sem era mjög langt
utan við það sem við skynjum hér á
jörðu niðri og þarf mjög „framand-
lega“ eðlisfræði til að skýra.
Um þessar mundii- virðist sú til-
gáta einföldust að mismunandi ör-
eindir séu ólíkar sveiflur á örsmá-
um streng. Þegar strengurinn
hreyfist myndast flötur, slembiflöt-
ur, því að gerð hans getur verið
margvísleg.
En slembifletimir hafa hagnýtt
gfldi á ýmsum öðram sviðum, s.s. í
stærðfræði og í jarðbundnari eðlis-
fræði. Við þurfum ekki að líta
lengra en á frumuhimnm’ sem era
eins konar fletir sem geta
sveiflast fram og til baka.
Einfóld stærðfræðileg
líkön af himnum, t.d.
\ / , framuhimnum,
era rannsök-
fy-.N uð og þar
4
4
koma
upp ýmsar \ (
spumingar \ / \
tengdar þeim sem í /—
við eram að fást við. I
Þótt þær spumingar komi
fyrst og fremst úr öreindafræð-
inni,“ segir Þórður.
En verður framhald á alþjóðlegu
skólahaldi í framandlegum eðlis-
fræðum á fslandi? „Það er erfitt að
segja til um það. Við voram nú að
tala um það um daginn að það væri
gaman að gera svona aftur en helst
ekki alveg strax. Eg tók þátt í að
skipuleggja svipaðan skóla á Laug-
arvatni fyrir níu áram en þá var
einmitt Láras, meðskipuleggjandi
minn nú, nemandi. En það er ekki
grundvöllur fyrir árlegu skólahaldi
hér á íslandi," segir Þórður að lok-
um.
Fegurðin skipt
ir líka máli
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
Lárus Thorlacius, prófessor í kennilegri eðlisfræði við HÍ.
LÁRUS Thorlacius er
prófessor í kennflegri
eðlisfræði við Háskóla
íslands. Hann varði doktors-
verkefni sitt við Princeton-há-
skóla í Bandaríkjunum 1989
og vann við rannsóknir og
kennslu við sumar framsækn-
ustu stofnanir í eðlisfræði þar
í landi, m.a. við háskólana í St-
anford, Santa Barbara og Pr-
inceton, þar tfl hann flutti
heim 1998.
Sérsvið Lárasar innan
kennilegu eðlisfræðinnar er
strengjafræði og þar koma ókenni-
leg svarthol mikið við sögu. „Já, það
er töluvert notast við stærðfræði-
legar lýsingar á svartholum til að
spyrja fræðilegra spuminga. Þær
spumingar era sjaldnast af
„praktískum" toga, eins og
stjarneðlisfræðingar hafa áhuga á.
En það má nota svarthol til að
setja upp vandamál og spyrjast fyr-
ir um grandvallargerð tiltekinnar
kenningar, sérflagi um það sem
þetta snýst nú allt saman um: sam-
þættingu afstæðiskenningar Ein-
steins og skammtafræðinnar.
Osamrýmanleiki þessara megin
sviða hefur lengi valdið eðlisfræð-
ingum heilabrotum en margt bendir
tfl þess að strengjafræðin geti leyst
þennan vanda og að auki gert það í
samræmi við hinar hefðbundnu
reiknireglur s kam m tafræ ðin n ar, “
segir Lárus.
Af tvennu óskiljanlegu hefur
blaðamaður óneitanlega heldur
meiri áhuga á svartholum en reikni-
reglum og spyr hvort þau geti verið
dyr að tímaflakki? Svarið lætur ekki
á sér standa. „Það era til lausnir á
jöfnum afstæðiskenningarinnar
sem lýsa svartholum sem bera raf-
hleðslu. Færi maður inn í slíkt
svarthol og kæmist hugsanlega út
aftur þá væri ekki sama veröld fyrir
og þegar lagt var af stað. Heimur-
inn væri annar og maður ætti ekki
afturkvæmt í þann gamla. Og það
er spuming hvort það væri eftir-
sóknarvert.
Gerð tímarúmsins í þessum
lausnum er þannig að maður getur
aldrei komist aftur á þann stað sem
maður lagði upp frá. Nema þá með
því að ferðast hraðar en ljósið. Hins
vegar vil ég nú bæta því við að þótt
tfl séu slíkar lausnir á jöfnum af-
stæðiskenningarinnar þá er margt
sem bendir til þess að þær séu bara
áhugaverðar stærðfræðilega; það er
harla ólíklegt að farartæki sem
kæmust klakklaust í gegn um raf-
hlaðin svarthol verði nokkra sinni
smíðuð.
Ef við síðan teygjum okkur í átt-
ina að vísindaskáldskap má einnig
finna lausnir er lýsa svonefndum
„ormagöngum" sem mætti ef til vill
nota til að gera sér tímavél, en þess-
ar lausnir uppfylla ekki öll þau skil-
yrði sem gera verður kröfu um í
skynsamlegri kenningu," segir Lár-
us.
Nú verður ekki hjá því komist að
spyija hvort vísindamaðurínn hafi
gaman af vísindaskáldskap?
„Já já. Það er gaman að því þegar
þessi skáldskapur slær um sig með
orðum sem maður kannast við úr
fræðunum. Ég hef alltaf haft gaman
af vísindaskáldskap þó að fræðin
sem byggt er á séu á stundum held-
ur sérkennfleg. Ég held mikið upp á
Wflliam Gibson (sem sló í gegn með
ný-vísindaskáldsögunni Neurom-
ancer) og hef náttúrlega lesið þessa
klassísku, eins og Isaac Asimov,
Arthur C. Clarke, Fred Hoyle og
John Wyndham.
Þessir gömlu kunnu þá list að
gefa sér aðeins rýmri forsendur
heldur en við höfum í vísindunum
og halda sig síðan við þær. Þannig
er vísindaskáldskapurinn oft
skemmtilegastur, þegar hann er
ekki alveg niðri á jörðinni en lýtur
þó ákveðnum reglum sem era ekki
alltof mikið út í hött.“
Hver er skýringin á því að nú má
sjá í nýrri tegund vísindaskáld-
sagna, svokölluðum „cyberpönk"
sögum, eins og hjá Gibson, að menn
eru komnir aftur til jarðarinnar og
farnii* að ferðast inn á við, inn í
„tölvugeim “ (e. cyberspace).
„Þetta kannski helst í hendur við
það að vísindaskáldsögumar hér áð-
ur fyrr vora skrifaðar á tíma þegar
ríkti mikfl bjartsýni í sambandi við
könnun geimsins. Svo hafa menn
aðeins komist niður á jörðina, ef svo
má segja. Tölvubyltinginn hefllar
menn líka núna tfl að fjalla um
innri-geim, eða tölvugeim."
Er hægt að sjá einhverja sam-
bærilega þróun í eðlisfræði?
„Eðlisfræðin hefur haldið sínu