Morgunblaðið - 26.09.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 26.09.1999, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ í FRÉTTUM hefur komið fram að forráðamenn Hafnarfjarðar hafi boð- ið stjórnvöldum húsnæði undir starf- semi Listaháskóla Islands á besta stað við Hafnarfjarðarhöfn. Hús- næðið sem um ræðir er fyrrverandi fiskiðjuver Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar sem selt var fyrirtækinu Hvaleyri hf. 1985, sem sett var á stofn að undirlagi Samherjamanna á Akureyri og nokkurra annarra sjálf- stæðismanna til að yfírtaka eignir Bæjarútgerðarinnar svo sem togara- flota hennar, fíystihús, kvóta og ann- að henni tilheyrandi. Fyrir skömmu eignaðist Hafnar- fjarðarbær umrædda húseign á ný. Það gladdi marga Hafnfírðinga því það var hald margra að ætlun ráða- manna Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar, sem að völdum sitja nú í bænum, væri að hafa forystu um að komið yrði í gang öflugri atvinnu- starfsemi í þessu stóra og glæsilega gamla fískiðjuveri við norðurbakka Hafnarfjarðarhafnar. Fleiri og þeim sem betur þekktu til var þó ljóst að ekkert slíkt gæti verið á dagskrá hjá íhaldinu. Það var nefnilega það, 1985, sem fékk því ráðið að Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar var seld og skip- in fóru úr bænum og kvótinn með til Akureyrar. Fyrir síðustu jól kom út viðtalsbók undir nafninu ,Af kunnum æskuslóð- um“ þar sem Jón Kr. Gunnarsson ræðir við fímm Hafnfirðinga, þar á meðai við þann sem þetta ritar. Á þessa bók var ekki minnst til eins eða neins í landsmálablöðunum eftir því sem ég best veit. Undimtaður drepur þar m.a. á þátt útgerðar, sjávarútvegs og hafnarinnar í iífí bæjarbúa í gegnum tíðina. Af því sem á undan hefur verið rakið fer hér á eftir kafli úr umræddu viðtali um það efni. Litrík saga og umsvifamikil „Svo sem alkunna er hefur útgerð og verslun verið helstu atvinnugrein- arnar í Hafnarfirði um aldir. Auðvit- Auðvitað mundu Hafnfirðingar gleðjast yfír því og fagna, að ✓ Listaháskóli Islands kæmi með starfsemi sína til Hafnarfjarðar, segir Stefán Gunn- laugsson. En setja hann niður í húsnæði á bezta stað við höfnina er fáránlegt. að voru það hafnarskilyrðin sem skiptu sköpum. Það er fróðlegt nú á dögum að hugsa til þess hve alþjóð- legt mannlíf og umhverfi hlýtur að hafa verið hér í bænum um aldir. Þegar sögur hefjast stunduðu Eng- lendingar hér verslun og fiskveiðar lengi vel. Þýskir Hansakaupmenn komu í kjölfarið og voru hér allsráð- andi á aðra öld eftir að í brýnu sló við Englendinga. Deilum lauk með talsverðu mannfalli. Miklir hags- munir hafa verið í húfí þó engar sagnir séu um að íslendingar hafí hagnast verulega á viðskiptum við þessa útlendinga. Fátæktin var fylgikona flestra. Danska einokunin kom mjög við sögu Hafnfirðinga og danskir kaup- menn réðu jafnvel miklu eftir að verslunin var gefín frjáls 1787. Við minnumst jafnvel ágætra manna af dönskum uppruna um miðja þessa öld. Það má nefna nöfn eins og Kampmann apótekara og Ferdinand Hansen kaupmann. Þessir menn settu svip á bæjarbraginn og voru enda af öðrum toga en kaupmenn einokunarinnar. Upphaf innlendrar verslunar hér í bænum var þegar Bjarni Sívertsen settist hér að og hóf verslun, skipasmíðar og útgerð 1793. Hann er reyndar kallaður faðir Hafnarfjarðar vegna þessa. Þetta er okkur hollt að hafa í huga nú á dögum. Þess má geta að fyrsti togari íslend- inga, Coot, var gerður út frá Hafnarfírði 1905 og fyrsta hafskipa- bryggjan sem stóð und- ir nafni var formlega tekin í notkun 16. febr- úar 1913. Þáttaskil urðu fyrr í sögu bæjarins þegar þilskipin komu fyrir al- vöru til sögunnar um 1870 og leystu árabátana af hólmi að nokkru leyti. Fiskveiðar jukust en verslunin fluttist að hluta til Reykja- víkur. Byggðarlagið efldist hröðum skrefum. Allar götur síðan og fram til ársins 1985 má segja að Hafnar- fjörður hafi verið útgerðarbær. í kringum þá starfsemi snérist flest í bænum. Én eins og oft vill verða þá skiptust á skin og skúrir og hörmu- leg fiskleysisár og þar með atvinnu- leysisár komu inn á milli. Um nokkurt árabil þegar ég hafði afskipti af stjórnunarmálum í bæn- um þá snérist pólitíkin að verulegu leyti í kringum þá starfsemi og þann rekstur sem bærinn varð að stofna til á sínum tíma til að forða kreppuá- standi og atvinnuleysi sem hrjáði stóran hóp fólks hér í bænum um skeið. Það sem um ræðir var upp- bygging Bæjarútgerðarinnar. Segja má að Alþýðuflokkurinn hafí staðið í stanslausu stríði við ýmsa Sjálfstæðismenn út af þeim rekstri. Þeir fundu Bæjarútgerðinni allt til foráttu. Eitt af því sem ég gjarnan hæli mér af er að hafa átt þátt í því, ásamt með mínum flokks- systkinum og öðrum samstarfs- mönnum í bæjarstjórn, að byggja frystihús Bæjarútgerðarinnar við Norðurhöfnina. Einnig að láta gera þá miklu uppfyllingu og hafnarbakka þar fram- an við. Þessi uppbygg- ing skipti miklu máli á sínum tíma. Jafnframt vil ég minnast á þá miklu hafnarframkvæmd sem staðið var að í syðri höfninni þegar stórt steinsteypt ker var dregið yfir hafið frá Normandí í Frakklandi til Hafnarfjarðar. Þessu keri var komið fyrir og er nú nyrsti hluti hafn- argarðsins. Það má geta þess að það var Oskar Halldórsson, sá kunni athafnamaður og síldar- spekulant, sem var milligöngumaður þegar kerið var keypt. Þetta ker var eitt af mörgum kerum sem var notað til að gera bráðabirgðahafnarað- stöðu í innrás Bandamanna í Norm- andí. Gróska og athafnir Á þessum árum sem ég var í póli- tíkinni voru starfandi mörg útgerð- arfyrirtæki auk Bæjarútgerðarinn- ai’. Þar voru fremstir í flokki útgerð- armenn og fiskverkendur eins og Einar Þorgilsson, Ingólfur Flygenring með sína báta og íshús Hafnarfjarðar, Loftur Bjarnason og Vilhjálmur Árnason með sína Venusarútgerð og verkun, og Jón Gíslason með sína mörgu báta og frystihús, saltfísk- og skreiðarverk- un. Öll þessi starfsemi er nú liðin undh- lok illu heilli nema Venusarút- gerðin. Að vísu hafa ný fyrirtæki komið í staðinn en samt er svo komið í okkar bæjarfélagi að útgerðin skip- ar ekki sama sess og áður. En svo skeður það á sama tíma að Akureyri sem ætíð hefur verið bæj- arfélag svipað að stærð og Hafnar- fjörður en frekar kunnur sem iðnað- arbær, er nú orðinn blómlegur út- gerðarbær. Áður voru engir togarar gerðir þar út en nú er togaraútgerð- in orðin þar í öndvegi. Þróunin hefur orðið hvað örust eftir 1985. En þá skeði mikið slys í atvinnusögu Hafn- arfjarðai' að mínum dómi. Ég vitna til ágætrar greinar í bæj- arblaðinu Nýtt viðhorf. Þar er rakin sú sorgarsaga sem henti þegar tog- arar og fiskiðjuver Bæjarútgerðar- innar var selt 1985. Þá var undirrit- aður sölusamningur af þáverandi bæjarstjóra í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar að selja togarann Maí til Hvaleyrar hf. Þar með talinn kvóti en kvótakerfinu var komið á árið áður. I öðru lagi var togarinn Apríl seldur til Hvaleyrar með til- heyrandi kvóta. Hann hlaut nafnið Víðir. Maí hlaut hins vegar nafnið Margrét. I þriðja lagi var Fiskiðjuverið, Vesturgötu 9-13, selt þessum sömu aðilum. Nú er þessi eign að mestu notuð sem leikhús og skrifstofur. Það sem máli skiptir er það sem seg- ir í 6. grein sölusamninganna sem vitnað er til en þar stendur: ■ „Kaupandi lýsir því yfir að hann muni nota hina seldu eign til starf- rækslu útgerðar og fiskvinnslu í Hafnarfirði og er honum kunnugt um að slíkt er forsenda fyrir sölu þessari af hálfu seljanda." Svo segir ennfremur í þessari grein í þessu ágæta bæjarblaði: „Þessi viðskipti virtust ganga eðli- lega fyrh’ sig til að byrja með og skipin lönduðu í Hafnarfirði eins og ráð var fyrir gert. En svo tók að draga úr löndunum togaranna ekki síst eftir að halla tók undan fæti hjá fiskiðjuveri Hvaleyrar sem endan- lega var lokað á árinu 1991. En tog- ararnir höfðu fengið skráningarnúm- er á Akureyri sem Samherjaskip." En 6. greinin sem hér á undan er vitnað til er gjörsamlega gleymd. Þetta er allt ein sorgarsaga. Það verður að viðurkennast að Sjálfstæð- isflokknum tókst með þessari aðgerð að koma því stóra áhugamáli flokks- ins í kring að drepa Bæjarútgerðina. Þannig að nú í dag er ekki nóg að Bæjarútgerðin sé aflögð heldur eru flest þau fyrirtæki sem ég nefndi áð- ur hætt rekstri, eins og útgerðarfyr- irtæki Jóns Gíslasonar, Ingólfs Flygenring, Einars Þorgilssonar og útgerð og fiskverkun Óskars Jóns- sonar og Guðmundar Jónassonar á Langeyrarmölum. Eina eldra fyrir- tækið er Venusarútgerðin. Þó önnur fyrirtæki hafi komið í stað þeirra gömlu þá eru umsvifin miklu minni og vart er því lengur hægt að kalla Hafnarfjörð útgerðarbæ. Hins vegar er nú hægt að kenna Akureyri við útgerð á sama tíma og mest af útgerðinni hefur verið rústað í okkar byggðarlagi. En það verður hins vegar að viðurkennast að á sama tíma hefur orðið mikil þróun í hvers konar iðnaðarrekstri og marg- háttaðri þjónustu hér í bænum. Það bjargar til dæmis miklu að álverið var reist innan bæjai-markanna. Þannig að það hefur ekki allt lagst í dróma þó að útgerðarbærinn Hafn- arfjörður standi ekki lengur undir nafni. Iðnaðurinn bjargar því miklu í atvinnulífinu. Á þessum tæplega fimmtíu árum sem liðin eru síðan ég hóf afskipti af stjórnmálum hafa lífskjör fólks í landinu gjörbreyst til batnaðar á flestum sviðum. Þetta hefur verið stöðug en hæg framþróun. Þegar lit- ið er til baka og borið er saman við lífskjör fólks í dag er ólíku saman að jafna. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því. Svipað er um þróunina í bæjarfé- lagi okkar í Hafnarfirði að segja. Þar hafa átt sér stað miklar framfarir á flestum sviðum. Þó ekki á öllum svið- um. Eins og hér á undan hefur verið rakið. Þá ósk á ég bæjarfélaginu til handa að allt mannlíf hér megi blómgast og dafna til gæfu og gengis öllum Hafnfirðingum." Svo mörg eru þau orð. Auðvitað mundu Hafnfirðingar gleðjast yfir því og fagna að Listahá- skóli Islands kæmi með starfsemi sína til Hafnarfjarðar. En setja hann niður í húsnæði á besta stað við höfnina er fáránlegt. Þar á að vera öflug atvinnustarfsemi tengd útgerð og sjávarútvegi. Ég skora á bæjar- stjórn Hafnarfjarðar að sjá til þess að svo geti orðið. Annað er óviðun- andi. Múroror STEIIMIIMGARLÍM Margir litir FLOTMUR 5 tegundir ÚTIPÚSSIMIIMG Margir litir - 3 tegundir IIMIMIPÚSSIMIIMG - RAPPLÖGUIM ut, og mni LETTIÐ uinnuna og MARGFALDIÐ afköstin með notkun ELGO múrdælunnar! Leitið tilboða! !l steinprýði Stangarhyl 7 - P.O. Box 12072 - 132 Reykjavík Sími 567 2777 - Fax 567 2718 FARANLEGAR FYRIRÆTL- ANIR UM STAÐSETNINGU LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS Stefán Gunnlaugsson Höfundur er fv. bæjarstjóri og aIþm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.