Morgunblaðið - 26.09.1999, Page 40

Morgunblaðið - 26.09.1999, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ ^40 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR p ELÍN BALDVINSDÓTTIR + Elín Baldvins- dóttir fæddist í Reykjavík 8. júní 1926. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 20. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Baldvin Jó- hannesson, bóndi á Lambastöðum í Alftaneshrepjji, og kona hans, Osk Jón- asdóttir. Systur Elinar eru Anna, f. 1934 á Ölvaldsstöð- um, og Ragnheiður, f. 1945 í Reykjavík, d. 1996. Eiginmaður Elínar var Axel Hallgrímsson, f. 1895, d. 1992. Þau bjuggu fyrstu árin á Lamba- stöðum, en árið 1956 fluttust þau í Borgames og bjuggu þar siðan. Böm Elínar og Ax- els era: 1) Sigríður Steinunn, f. 1946, maki Jóhann Hin- riksson, f. 1945, böm þeirra: Elín, f. 1969, Axel, f. 1971, Hinrik, f. 1974, og Judith Amalía, f. 1980. 2) Ósk, f. 1949, d. 1995, dætur henn- ar: Judith Amalía, f. 1972, og Solveig, f. 1975, Guðmunds- dætur. 3) Dóra, f. 1952, maki Rúnar Ragnarsson, f. 1949, synir þeirra Ragnar Lúðvík, f. 1973, og Axel, f. 1980. Utför Elínar verður gerð frá Borgameskirkju á morgun, mánudaginn 27. september, og hefst athöfnin klukkan 14. Mánudagurinn 20. september rann upp, sólin skein og sjórinn var spegilsléttur, loksins hafði stytt upp. Síminn hringdi og okkur barst sú frétt að Ellý væri dáin. Ellýsína, eins og við kölluðum hana oft, var búin að berjast við erfiðan sjúkdóm síðustu ■. mánuði og því komu þessi tíðindi okkur ekki á óvart, en alltaf var þó haldið í þá von að allt yrði gott aftur. Árið 1962 fluttust foreldrar okkar í Borgames og frá þeim tíma hafa haldist órjúfanleg tengsl við fjöl- skylduna í Sölku. Salkan var eins og okkar annað heimili og þaðan eiga sum okkar sínar fyrstu minningar. Margt var nú brallað hjá Ellýsínu og Axel afa og ýmsar minningar koma upp í hugann. Þar áttum við lítið bú í klettunum fyrir neðan hús- ið og í fjörunni fleyttum við oft kerl- ingar. Þegar ekki viðraði til útiveru var búið einfaldlega flutt inn og það Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svem'r Olsen, Svem'r Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Simi 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ var nú ekki verra því þá máttum við fara í skó og föt af Ellý eða að fara upp á loft þar sem allt virtist svo spennandi. Hvað þá að hlusta á „lok lok og læs og allt í stáli“ á grammó- fóninum. Það var meira að segja setið langtímum saman og dundað við að negla röð af nöglum í þrösk- uldinn inn í „skítuga búrið“, sem var sko allt annað en skítugt. I Sölku var ekkert bannað nema kannski að fara inn í borðstofu, þar sem allt fmasta puntið var geymt, og vorum við ansi forvitin að vita hvað væri þar inni. Oft fóru foreldrar okkar niður á Mýrar með Ellý og Axel á þeirra æskuslóðir. Þá fengum við tvö elstu oft að fara með, það voru miklar ævintýraferðir í okkar augum. Stundum var farið að Miðhúsum þar sem keyrt var á blómunum og fullorðna fólkið spilaði vist á meðan við krakkamir sátum sem dáleidd og horfðum á stóru kolaeldavélina sem var í eldhúsinu, annað eins tæki höfðum við aldrei séð. Að ógleymdum heimsóknum að Lambastöðum þar sem fjaran er ævintýri líkust. Kynslóðabil var ekki til í augum Ellýjar. Gott dæmi um það var eitt sinn þegar Rafn, sonur Björgvins, týndist og var leitað að honum á öll- um helstu leiksvæðum bæjarins en ekki fannst hann. Um síðir kom hann heim og skildi ekkert í þessum látum, hann hafði bara farið í heim- sók til hennar Ellýjar. í Sölku hefur alltaf verið tekið á móti fólki eins og þar séu höfðingjar á ferð, alveg sama á hvaða aldri fólkið er. Við verðum líka að minnast á hvað allt var snyrtilegt hjá Ellý og haganlega úr garði gert, smákök- LEGSTEINAR ' Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista , MOSAIK Hamarshöföi 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Þegar andlót ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuíborgarsvæSinu. Þarstarfa nú 15 manns vi8 útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúBleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð2-Fossvogi-Sími 551 1266 w umar hennar voru listaverk, krukk- umar skreyttar með rauðum slauf- um og allt svo fallega fram borið. Ogleymanleg em boðin að kvöldi þrettándans þegar ættingjar og vin- ir hittust niður í Sölku eftir brennu og áttu saman góða kvöldstund. Ellý var alltaf kát og glöð, átti mörg hnyttin tilsvör og gerði óspart grín að sjálfri sér. Nefndi hún marga með sínum eigin nöfnum, t.d. kallaði hún okkur yngri bræðuma: Poppar- ann og Púllarann. Hún var í okkar augum sannur húmoristi. Hjálpsem- in var aðalsmerki Ellýjar og það verður skrýtin sláturgerðin í haust þegar engin Ellýsína kemur til að hjálpa okkur að sauma, gefa góð ráð og segja skemmtilegar sögur. Nú ertu farin frá okkur, hlýhug- ur, lífsgleði og nægjusemi þín er okkar fyrirmynd. Elsku besta Ellýsína, ástarþakkir fyrir ógleym- anlegar stundir. fris, Jóhann, Björgvin, Skúli, Guðný og fjölskyldur. Það er vandasamt verk að minn- ast látinna vina. Af svo mörgu er að taka að aldrei verður stiklað á nema hluta af því sem nefna mætti. í dag langar mig til að setja á blað nokkur orð um merkiskonu, Elínu Baldvinsdóttur, sem alltaf var kölluð Ellí, sem giftist inn í fjöl- skyldu mína fyrir fimmtíu og tveim- ur árum. Hún varð eiginkona uppá- halds föðurbróður míns, Axels Hall- grímssonar frá Grímsstöðum á Mýrum. Það varð mikið lán fjöl- skyldunni allri, en þá allra mest fyr- ir elskulegan frænda minn, enda varð lífíð þeim hamingjusamt. Þau eignuðust svo þrjár dætur eins og ofan greinir, sem allar urðu þeim til mikillar ánægju. Ellí var lagleg kona, ljós yfirlit- um. Hún var kona föst fyrir, með sterkan persónuleika, greind með ákeðnar skoðanir, sem hún aldrei þrengdi upp á aðra. Skólaganga í sveitum landsins á æskuárum Ellíar var ekki löng. Aðeins farskóli í tak- markaðan tíma á ári. Hún dvaldi við nám í Húsmæðraskólanum á Stað- arfelli veturinn 1945-46. Þrátt fyrir stutta skólagöngu álít ég Ellí hafa verið töluvert vel menntaða konu. Hún las mikið, unni ljóðlist og rit- hönd hafði hún sérlega fallega. Ellí hafði vaxið upp í íslenskri sveita- menningu og naut því alls hins besta sem hún hafði upp á að bjóða. Það hefír verið haft á orði að íslensk sveitamenning og myndarbú í sveit- um landsins hafi verið aðall Islands og má það til sanns vegar færa. Annan aðal átti landið ekki. Sú sem þetta ritar var oft gestur á heimili Axels og Ellíar í Borgar- nesi, en þar bjuggu þau mest allan sinn búskap. Þangað var ávallt sér- lega gott að koma. Þar ríkti einlæg hlýja og frábær gestrisni. Manni tekið opnum örmum, óvíða annars staðar fannst manni maður vera jafn hjartanlega velkominn. Þannig var andrúmsloft heimilisins. Axel var mikill hestamaður og ferðaðist með okkur mörgum frændsystkin- um í nokkrum löngum hestaferðum í nokkur sumur. Var farið um í af- rétt Mýrasýslu og fjalllendið um- hverfís. I þessar ferðir var alltaf lagt upp frá Borgamesi. Tilhlökk- unin var ávallt mikil og þar var þáttur Ellíar stór. Tók hún á móti okkur með kræsingum á borðum fyrir allan hópinn. Þar var gleði á lofti á lifandi heimili þar sem öllum leið vel. Þannig andrúmsloft skap- aði Ellí á sinn hægláta og smekk- vísa hátt. Axel lést árið 1992, 96 ára að aldri, og eftir það var Ellí ein, en í sama húsi bjó dóttir hennar, Dóra. Ellí varð fyrir þeirri þungu sorg að missa Ósk, dóttur sína, árið 1995 eftir langa sjúkdómsbaráttu. Eg veit að mér er óhætt að segja fyrir hönd allrar fjölskyldu Axels, manns Ellíar, að við munum öll sakna mætrar konu á skilnaðar- stundu. Dætrum Ellíar báðum og fjöl- skyldum þeirra votta ég djúpa sam- úð. Ástríður H. Andersen. Snemma morguns síðastliðinn mánudag fengum við á Hringbraut- inni þær fréttir að að Elín Baldvins- dóttir hefði látist þá um nóttina og horfið okkur sjónum inn í eilífðina. Hún sem var miðpunktur okkar allra í fjölskyldunni. Það voru hlýjar móttökurnar sem ung og feimin stúlka fékk í Borgar- nesi haustið 1992 en þá var ég kynnt fyrir ömmu Ellý og öllum í Dóruhúsi. Það rann fljótt af mér feimnin, enda Ellý þannig gerð að manni fór strax að líða vel í návist hennar. Síðan höfum við Axel verið tíðir gestir í Borgamesi, hvort held- ur til að stoppa yfir nótt eða bara til að kíkja inn, kannski á leiðinni í ferðalag. Og alltaf ríkari þegar við fórum aftur, vel nestuð. Eg man í vor, ég og Axel sátum í Sölku yfir kræsingum eins og alltaf í því húsi, amma Ellý, Dóra og Ella Billa við borðið. Þær Ellý og Ella voru að rifja upp körfuböllin á Mýr- unum. Þær höfðu fengið pappír og borða frá Reykjavík til að gera nú matarpakkann sem best úr garði svo að þær hrepptu nú sætustu borðfélagana á ballinu. Frásögnin full af kímni og þannig að fólkið stóð okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Ég man að ég hugsaði hvað þær myndu vel, myndu smáatriðin sem gera frásagnir og minningar svo dýrmætar. Ég spurði: Og þú manst kannski líka hvemig borðamir vora á litinn? Og ekki stóð á svarinu: Já, minn var bleikur og Ellu lillaður. Ég á ótal margar slíkar minning- ar um Ellý, sem að eðlislagi var svo yndisleg kona og lagði þessa alúð sem gæddi frásagnir hennar lífi í allt sem hún tók sér fyrir hendur. Tengdamóðir mín, Sigga Steina, orðaði þetta vel þegar við voram að tala um Ellý: Hún var eins og blóm sem bara vex og blómgast og er al- gjörlega óafvitandi um hversu fal- legt það er og vekur með manni mikla ánægju. Þessir síðustu dagar, dagamir áður en við kveðjum hana hinstu kveðju, hafa verið þeir fegurstu haustdagar sem ég hef upplifað. Hógværir í kyrrð sinni, litríkir og fylltir sól og hlýju eins og Elín Baldvinsdóttir. Ég kveð hana með söknuði en þakklátum huga. Ingibjörg Jónsdóttir. Nú er Ellý „amma“ í Borgamesi dáin. Við sáum hana síðast í sumar- byrjun á fallega heimilinu hennar við sjóinn í Borgarfirðinum. I hugann streyma minningamar um kynni okkar síðastliðin fimmtán ár og þá er eins og alltaf hafi verið logn og sólskin enda þótt vestanátt- in hér á ísafirði og brimið í Borgar- nesi hafi sjálfsagt geisað þegar við hittumst. Én það var eins og yfii-- vegunin, glaðværðin og þetta fum- leysi sem einkenndi hana hefðu þessi áhrif. Ellý var sterkur per- sónuleiki, skemmtileg i viðræðum og ákveðin í skoðunum. Hún var fal- leg kona sem fegraði umhverfi sitt af stakri smekkvísi og snyrtileg var hún með eindæmum. Ég minnist eftirmiðdags um sum- ar þar sem Axel maðurinn hennar og faðir minn sátu og ræddu lands- málin, dreypandi á koníaki, en Ellý gekk með okkur hinum um fjörana að líta á „Bjössaróló“ svo sonur minn gæti leikið sér. A leiðinni gengum við fram á vírrúllu í hlut- verki borðs klædda fallegum og vel straujuðum dúk. „Þetta er fyrir blessaða útlendingana þegar þeir borða nestið sitt hér í fjöranni," sagði Ellý. Hún hugsaði fyrir öllu, smáu sem stóra, að dótakassanum gengu bömin vísum, svo var það þröskuldurinn sem mátti negla í, fallegar kveðjur og gjafir um hver jól og núna síðast sjalið sem hún prjónaði og sendi mér í lok júlí. Ellý var hæversk og lét lítið yfir sér en vann öll sín störf fyrirhafnar- laust og án þess að nokkur yrði þess var. I mínum huga var hún stór, hún bjó yfir mikilli reisn og kvaddi þenn- an heim af þeirri reisn og æðruleysi sem einkenndu allt hennar líf. Ég og fjölskyldan mín á Isafírði viljum, um leið og við vottum að- standendum Ellýar samúð okkar, þakka fyrir þær höfðinglegu mót- tökur sem við nutum ávallt á ferð- um okkar um Borgames. Margrét. UNNUR FJÓLA JÓHANNESDÓTTIR + Unnur Fjóla Jóhannesdóttir fæddist í Hrísey í Eyjafirði 11. desember 1922. Hún lést í Landspítalanum 11. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 17. september. Elsku Fjóla. Mikið er það erfitt að horfast í augu við að nú sért þú farin frá okk- ur. Það vora erfiðar stundir þegar við fengum fréttirnar til Danmerk- ur að þú hefðir veikst aftur og værir komin á spítala. Þegar ég kom við hjá þér áður en við fóram út varst þú hin hressasta og á leiðinni heim af spítalanum. Efst í huga þér var þá skipulagning á næstu ferð þinni til Kanada. Alltaf varst þú boðin og búin til þess að aðstoða okkur í einu og öllu, hvort sem það var að passa eða eitt- hvað annað. Ekki þurfti hann Ey- þór Logi að biðja þig oft um að koma inn í rúm til að lesa fyrir sig. Þegar það var gert var ekki lesin ein bók heldur var rúmið fyllt af bókum sem þið lásuð svo saman. Ég minnist þess eitt skipti þegar þú varst með Eyþór Loga og hann vildi ekki hlýða þér. Þá hleyptir þú í brýmar og þóttist vera reið. En það þýddi ekki því hann sagði þér strax að ömmur yrðu aldrei reiðar og þar var þér rétt lýst. Það verður erfitt að geta ekki komið við í vesturbænum til að fá sér kaffisopa og spjalla en erfiðara verður það hjá honum Steina mínum að geta ekki hringt seint á kvöldin til að spjalla og bjóða góða nótt. Það er mikill missir hjá okkur að þú sért farinn en hann Eyþór Logi er viss um að nú sért þú hjá Guði, hætt að vera veik og búin að hitta langafa. Ég er þakklát fyrir síðustu minn- inguna þegar við töluðum saman í síma áður en þú fórst í þessa erfiðu aðgerð, það samtal geymi ég í hjarta mínu. Blessuð sé minning þín. Kristín Björk. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF. Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is ÍSSL Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri_________________útfararstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.