Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 1

Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 1
219. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ilona Staller Njósnir, klám og þing- mennska Búdapest. Reuters. ÍTALSKA klámdrottningin og síðar þingkonan Ilona Staller, Cicciolina eins og hún nefndi sig, hefur viðurkennt að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu kommúnista í Ungveijalandi á áttunda áratugnum. Staller, sem er ungversk að ætt og uppruna, sagði í viðtali við sjónvarpsstöð í Búdapest, að er hún var 19 ára hefði hún unnið á stóru hóteli í borginni og þá hefðu menn frá leyni- þjónustunni fengið sig til að njósna um erlenda gesti, eink- um karlmenn. Voru henni fengin tæki til að taka upp allt, sem henni og þeim fór á milli. Fékk hún 6.000 til 8.000 ísl. kr. fyrir hvern mann en það var mikið fé í Ungverjalandi á þessum tíma. Staller komst úr landi skömmu fyrir 1980 og gat sér mikla frægð sem klám- stjarna á ítaliu áður en hún var kjörin á ítalska þingið. Tugir manna farast í loftárásum Rússa á Tsjetsjníu Mikill flóttamanna- straumur frá landinu Grosm', Moskvu. AFP, AP, Reuters. RÚSSNESKAR herþotur héldu áfram loftárásum á Tsjetsjníu í gær, fímmta daginn í röð. Sam- kvæmt upplýsingum yfirvalda féllu fimmtíu Tsjetsjenar í árásunum í gær. Aslan Maskhadov, forseti Tsjetsjníu, ítrekaði í gær ósk um að Borís Jeltsín Rússlandsforseti féllist á að eiga viðræður við hann. Rússar gerðu árásir á höfuðborg- ina Grosní og á olíuvinnslustöðvar og iðnaðarsvæði í Tsjetsjníu. Eldur logaði í nokkrum olíulindum í gær. Innanríkisráðherra Rússlands, Igor Sergejev, lýsti því yfír að árásunum yrði haldið áfram þar til íslömskum skæruliðum, sem gert hafa innrásir í Dagestan frá Tsjetsjniu, yrði út- rýmt. Kvaðst hann á sunnudag ekki geta útilokað að rússneski herinn gerði innrás í landið. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, reyndi þó að kveða niður orðróm um að innrás í Tsjetsjníu væri í bígerð í viðtali sem birtist í dagblaðinu Vremyu MN í gær. Sagði hann að Rússar myndu beita loftárásum til að útrýma skærulið- unum „af þolinmæði og á kerfis- bundinn hátt“. Fundur haldinn þegar Jeltsín hentar Pútín sagði eftir viðræður við Jeltsín í gær að stefnt væri að því að halda fund með Maskhadov, en að það yrði gert þegar Jeltsín hent- aði. Lagði hann áherslu á, að af fundinum yrði ekki fyrr en Mask- hadov hefði fordæmt starfsemi hryðjuverkamanna í ríkinu og rúss- nesk stjómvöld væm fullviss um að skæruliðar gætu ekki nýtt tækifær- ið sér í hag. Reuters Tsjetsjensk stúlka situr innan um eigur fjölskyldunnar meðan beðið er eftir leyfi til að halda inn í Ingú- setíu. Tugir þúsunda manna hafa flúið frá Tsjetsjníu síðustu daga. Maskhadov sagði í samtali við In teríax-fréttastofu na í gær að hann myndi beita öllum mögulegum ráðum tU að forðast styrjöld. Full- yrti hann að um 380 óbreyttir borg- arar hefðu fallið í árásum Rússa síð- ustu fimm daga. Maskhadov hefur ávallt neitað tengslum við skærulið- ana og taka stjómmálaskýrendur orð hans trúanleg þar sem leiðtogi þeirra, Shamil Basajev, hefur verið svarinn andstæðingur forsetans um nokkurt skeið. Tsjetsjenar flýja árásir Ibúar Tsjetsjníu héldu í gær áfram að flýja loftárásir Rússa. Talið er að um 40 þúsund manns hafi hald- ið tU nágrannahéraðsins Ingúsetíu en Ingúsar bragðust við straumnum með því að loka landamæram sínum á sunnudag. Yfirvöld hafa komið upp tjöldum fyrir flóttafólk Tsjetsjníu- megin við landamærin. Yfirvöld í Moskvu tilkynntu í gær að lífeyrir yrði ekki greiddur tU íbúa Tsjetsjníu fyrr en ástandið væri aftur orðið eðlilegt. Þá til- kynnti Anatóli Tsjúbaís, yfirmaður orkumála í Rússlandi, að hann hygðist óska eftir því við stjórnvöld að hætt yrði að veita Tsjetsjenum raforku vegna ógreiddra reikninga. Mannréttindanefnd SÞ hvetur til rannsóknar á hryðjuverkunum á A-Timor Gæsluliðið hrekur burt vígasveitir Dili. Reuters, AP. SVEITIR Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor gerðu skyndiárás í gær á einar bækistöðvar vígasveit- anna á landsbyggðinni og neyddu liðsmenn þeirra til að flýja til fjalla. Kaþólskur prestur skýrði frá því í gær, að indónesískir hermenn hefðu myrt sjö starfsmenn kaþólsku kirkj- unnar, þar af tvær nunnur og prest. Mannréttindanefnd SÞ hefur hvatt til alþjóðlegrar rannsóknar á hryðjuverkunum á A-Tímor. Arásin í gær var í samræmi við þá áætlun friðargæslusveitanna að koma vígasveitunum, sem enn er víða að finna utan Dili, höfuðstaðar- ins, sem mest á óvart. Komu SÞ- hermennirnir til bæjarins Liquica á þyrlum og á hæla þeim nokkur sveit á brynvörðum bílum. Girtu þeir bæ- inn af meðan leitað var í þeim hús- um, sem enn standa uppi. Liðsmenn dauðasveitanna flúðu til fjalla án þess að hleypa af skoti. í apríl sl. drápu dauðasveitirnar tugi manna, er leitað höfðu skjóls í kirkju í bæn- um. Var fólkið hrakið út úr henni með táragassprengjum og síðan höggvið með sveðjum. Portúgalskir fjölmiðlai- sögðu í gær, að sjö starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hefðu verið drepnir á sunnudag og höfðu eftir presti, foð- ur Martins, að indónesískir her- menn hefðu framið ódæðið. Yfirmaður indónesíska hersins á A-Tímor sagði í gær, að hann hefði afhent Peter Cosgrove hershöfð- Reuters Ástralskir hermenn handtaka mann fyrir vopnaburð í bænum Liquica en hann er þriðji bær- inn, sem friðargæsluliðar hafa lagt undir sig. ingja og yfirmanni SÞ-liðsins alla stjórn öryggismála í landinu en Cos- grove vísaði því á bug og sagði, að hann hefði ekki umboð til að taka við henni fyrr en Indónesíustjórn hefði viðurkennt sjálfstæði A-Tímor form- lega. Indónesíuher hafnaði því í gær, að hann bæri enn ábyrgð á öryggismál- um á A-Tímor og sagði, að vildi SÞ- liðið ekki axla ábyrgðina, yrði að endurskoða allt starfssvið þess. Portúgalska dagblaðið Publico sagði í gær, að Manuel Gusmao, fað- ir a-tímorska andspyrnuleiðtogans Xanana Gusmao, væri á lífi en talið var, að hann hefði verið drepinn. Er hann ásamt konu sinni og fleira fólki í felum í fjöllunum. Hefur hann beð- ið son sinn um hjálp við að komast til Ástralíu en þar hafa margir A- Tímorbúar leitað hælis. Asíuríki gegn rannsókn Mannréttindanefnd SÞ, sem 53 ríki eiga aðild að, samþykkti í gær tillögu Evrópusambandsríkjanna um alþjóðlega rannsókn á hryðju- verkunum á A-Tímor með 32 at- kvæðum gegn 12. Er samþykktin ekki bindandi og Hassan Wirajuda, fulltrúi Indónesíu, gaf í skyn, að stjórn sín myndi ekki taka þótt í neinni rannsókn. Sama sinnis eru ýmis Asíuríki, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni. Rússum hót- að vegna spillingar Washington. Daily Telegraph. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR helstu iðnríkjanna settu alvarlega ofan í við rússnesk stjórnvöld á fundi sínum í Washington um helgina og hótuðu að koma í veg fyrir frekari lánveitingar ef þau tækju ekki á spillingunni í Rússlandi. Ofanígjöf fjármálaráðherranna, frá Bandaríkjunum, Japan, Þýska- landi, Frakklandi, BretJandi, Italíu og Kanada, er einsdæmi en þeir sögðu, að engin ný lán stæðu Rúss- um til boða fyrr en þeir hefðu sýnt fram á, að lánsfé frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, IMF, hefði verið varið eins og til stóð. Yfirlýsingin endurspeglai- þá reiði, sem ríkir vegna peningaþvættis Rússa í New York, en IMF vill ekki við það kannast, að misfarið hafi verið með fé frá honum. Stanley Fischer, aðstoðarframkvæmdastjóri hans, við- urkennir þó, að Rússar hafi lagt fram rangar töíur fyrir ári til að fá IMF til að láta af hendi 350 milljarða ísl. kr. lán. „Þeir lugu upp í opið geðið á okk- ur,“ segir Fischer.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.