Morgunblaðið - 28.09.1999, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Úr felum
eftir 57 ár
Kænugarði. AP.
MAÐUR nokkur í tíkraínu birtist
skyndilega í gamla þorpinu sínu
fyrir um viku og heilsaði upp á
gamla féiaga, flesta gráa fyrir
hærum. Þá hafði hann ekki séð í
57 ár eða siðan hann faldi sig
uppi á háaloftinu hjá móður sinni
til að lenda ekki í klónum á þýsk-
um hermönnum í síðari heims-
styrjöld.
I þorpinu Monchintsi töldu aliir
að Stepan Kovalchuk, sem nú er
76 ára, hefði fallið í stríðinu og
ætluðu varla að trúa því að hann
hefði í raun verið með þeim allan
tímann. Sagan hófst árið 1942 en
þá fór móðir hans í heimsókn í
klaustur, sem er nokkuð fjarri
þorpinu. Á leiðinni sá hún margar
grafír og var sagt að Þjóðveijar
tækju unga menn og sendu í
þrælabúðir í Þýskalandi.
Þau mæðginin ákváðu að
Kovalchuk kæmi sér fyrir á háa-
loftinu en hún sagði öllum að
hann hefði sest að í klaustrinu.
Þegar stríðinu lauk og Þjóðveijar
voru farnir ákvað Kovalchuk að
vera áfram í kytrunni sinni til að
komast hjá því að vera kallaður í
Rauða herinn. Þegar móðir hans
lést tók systir hans, Melanka, við
umönnuninni. Það vekur nokkra
furðu hvað Kovalchuk er vel á sig
kominn. Hann er við hestaheilsu
þótt hann hafi ekki komið út und-
ir bert loft eða reynt neitt veru-
lega á sig í næstum 60 ár.
SPD verður fyrir enn meiri
kosnins'askakkaföllum
terlín. AFP. ^
Lafontaine lætur aftur í sér heyra
GERHARD Schröder, kanzlari
Þýzkalands, þarf nú að fást við enn
meiri innanflokksdeilur í Jafnaðar-
mannaflokknum (SPD), eftir að
flokkurinn tapaði í borgarstjórnar-
kosningum í nokkrum vestur-þýzk-
um borgum um helgina og fyrrver-
andi flokksformaðurinn Oskar
Lafontaine „stimplaði sig aftur
inn“ í opinbera umræðu með gagn-
rýni á stefnu Schröder-stjórnar-
innar í blaðaviðtali.
En það var jafnaðarmönnum
nokkur huggun hanni gegn að
borgarstjórar SPD héldu velli í
nokkrum borgum sambandslands-
ins Nordrhein-Westphalen, þar á
meðal Bonn. Ennfremur svöruðu
margir frammámenn SPD gagn-
rýni Lafontaines fullum hálsi í gær.
Sú hrina kosninga til sambands-
landsþinga og sveitarstjórna sem
nú stendur yfir í Þýzkalandi lýkur í
Berlín í október. Að henni lokinni
gefst Schröder átta mánaða hlé áð-
ur en aftur kemur tO mikilvægra
héraðskosninga. Þá kjósa íbúar
Nordrhein-Westphalen, fjölmenn-
asta sambandslandsins, nýtt lands-
þing, en héraðið hefur lengi verið
eitt helzta vígi Jafnaðarmanna-
flokksins.
Deilur innan SPD hafa verið
taldar mjög afgerandi þáttur í því
að flokkurinn skyldi tapa fimm
sambandslandskosningum á árinu;
þar af hafa fjórar farið fram í þess-
um mánuði. Þessar ófarir hafa
valdið því að flokkurinn hefur tap-
að öllum möguleikum á að tryggja
stjórnarfrumvörpum meirihluta-
fylgi í Sambandsráðinu, efri deOd
þýzka þingsins sem fuUtrúar
stjórna sambandslandanna 16
skipa.
Von á bók Lafontaines
Lafontaine rauf á sunnudag
þögnina eftir að hann sagði af sér
flokksformennsku og ráðherra-
dómi í marz sl. með því að segja í
viðtali við Welt am Sonntag að
flokkurinn hefði getað afstýrt þess-
um kosningaósigrum með því að
halda sig við þá velferðarútgjalda-
stefnu sem hann hefði staðið fyrir í
fjármálaráðherratíð sinni.
Schröder berst nú fyrir því að
koma í lög viðamiklum sparnaðará-
formum með miklum niðurskurði
ríkisútgjalda og lækkun skatta og
annars kostnaðar fyrirtækja, en
þessi áform miða að því að hleypa
nýjum krafti í efnahagslífið og ýta
með því undir aukna atvinnusköp-
un. ^
„Ég sagði af mér öllum embætt-
um vegna þess að milli mín og
Schröders var grundvallarágrein-
ingur um pólitískan stfl og stefnu,“
sagði Lafontaine í viðtalinu, en
þetta var í fyrsta sinn frá því
flokksleiðtoginn fyrrverandi dró
sig skyndilega í hlé fyrir sjö mán-
uðum sem hann tjáir sig opinber-
lega um ástæður afsagnarinnar.
Um næstu helgi mun Welt am
Sonntag hefja birtingu valinna
kafla úr nýrri bók Lafontaines,
„Hjartað slær vinstra megin,“ sem
verður kynnt á bókastefnunni í
Frankfurt 13. október.
Forsetakosningar í Egyptalandi
Mubarak kjörinn
fjórða kjörtíma-
bilið
Kaíró. AFP, Reuters.
HOSNI Mubarak var kjörinn for-
seti Egyptalands fjórða sex ára
kjörtímabflið í röð, í forsetakosning-
unum sem fram fóru á sunnudag.
Hlaut Mubarak nær 94% atkvæða,
en hann var einn í kjöri.
Innanríkisráðherrann Habib el-
Adli tilkynnti úrslit kosninganna í
gær og fagnaði sigri Mubaraks.
„Þjóðin hefur lýst yfir stuðningi við
Mubarak, sem hefur leitt hana í
gegnum ýmsa erfiðleika til að við-
halda efnahagsvexti og traustri
stjórn,“ sagði Adli. Mubarak til-
kynnti í gær að ríkisstjóm Kamals
Gazouris myndi segja af sér, en
starfa þar til ný stjórn hefði verið
i roð
mynduð. Ekki þykir líklegt að mik-
0 uppstokkun verði gerð á stjórn-
inni, en stjórnmálaskýrendur
spáðu því að Mubarak myndi skipa
nýjan varaforseta, sem hann sæi
fyrir sér sem eftirmann sinn á for-
setastóli.
Forsetakosningar í Egyptalandi
fara þannig fram að þingið velur
einn frambjóðanda og geta kjósend-
ur aðeins samþykkt hann eða hafn-
að. Er þetta í fyrsta sinn sem fram-
bjóðandinn fær minna en 95% at-
kvæða. Kjörsóknin var 79%, en
sektir liggja við því að mæta ekki á
kjörstað.
Mubarak, sem er 71 árs gamall,
Reuters
Hosni Mubarak og eiginkona hans, Suzanne, á kjörstað í Kaíró eftir
að hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum í Egyptalandi.
var fyrst kjörinn forseti 1981, eftir
að forveri hans, Anwar Sadat, var
myrtur af íslömskum öfgamönnum. I
valdatíð sinni hefur hann verið lofað-
ur fyrir að standa fyrir efnahagsum-
bótum og sýna öfgahópum múslima
fulla hörku. I tíð hans hafa erlendar
skuldir tfl dæmis minnkað verulega,
fjárlög eru nú yfirleitt hallalaus og
verðbólga er komin niður í um 3%.
Reuters
Mannskæð-
ar spreng-
ingar í
Mexíkó
AÐ minnsta kosti 56 biðu bana og
348 særðust í fjórum sprengingum
sem urðu í ólöglegri flugelda-
geymslu á útimarkaði í iðnaðar-
borginni Celaya í Mexikó á sunnu-
dag. Björgunarsveitir leituðu enn í
rústunum í gær og sögðust ekki
hafa séð nein merki um að fleiri
væru þar á lifí.
títimarkaðurinn líktist vígvelli.
Bflar eyðilögðust og mörg tonn af
braki dreifðust um göturnar.
Ekki var vitað um orsök spreng-
inganna í gær. Siökkviliðsmaður
sprautar hér vatni á rústir geymsl-
unnar.
----------------
Julius Nyer-
ere þungt
haldinn af
hvítblæði
Dar-Es-Salaam. Rcuters.
FORSETI Tansaníu, Benjamin
Mkapa, hefur beðið landa sína að
biðja fyrir fyrsta forseta og leiðtoga
landsins, Juliusi Ny-
erere, sem liggur
þungt haldinn af hvít-
blæði á sjúkrahúsi í
London.
Nyerere greindist
með hvítblæði í ágúst
í fyrra og hefur legið
á sjúkrahúsi í Lond-
on. Á föstudag versn-
aði ástand hans
skyndilega og er hann sagður hafa
misst málið.
Nyerere er oft nefndur faðii-
tansanísku þjóðarinnar en hann lét aí
völdum 1985 eftir að hafa stýrt land-
inu í anda sósíalisma í 24 ár. Stjórnar-
skráin frá 1965 kom á alræði eins
flokks í landinu og skömmu síðar
hófst framkvæmd pólitískrar stefnu
sem miðaði að því að koma á sósíal-
isma með þjóðnýtingu framleiðslu-
tækja og fjármálastofnana. Hin síðari
ár hefur hann einkum beitt sér sem
sáttasemjari í deilum milli ríkja Af-
ríku.