Morgunblaðið - 28.09.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.09.1999, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Úr felum eftir 57 ár Kænugarði. AP. MAÐUR nokkur í tíkraínu birtist skyndilega í gamla þorpinu sínu fyrir um viku og heilsaði upp á gamla féiaga, flesta gráa fyrir hærum. Þá hafði hann ekki séð í 57 ár eða siðan hann faldi sig uppi á háaloftinu hjá móður sinni til að lenda ekki í klónum á þýsk- um hermönnum í síðari heims- styrjöld. I þorpinu Monchintsi töldu aliir að Stepan Kovalchuk, sem nú er 76 ára, hefði fallið í stríðinu og ætluðu varla að trúa því að hann hefði í raun verið með þeim allan tímann. Sagan hófst árið 1942 en þá fór móðir hans í heimsókn í klaustur, sem er nokkuð fjarri þorpinu. Á leiðinni sá hún margar grafír og var sagt að Þjóðveijar tækju unga menn og sendu í þrælabúðir í Þýskalandi. Þau mæðginin ákváðu að Kovalchuk kæmi sér fyrir á háa- loftinu en hún sagði öllum að hann hefði sest að í klaustrinu. Þegar stríðinu lauk og Þjóðveijar voru farnir ákvað Kovalchuk að vera áfram í kytrunni sinni til að komast hjá því að vera kallaður í Rauða herinn. Þegar móðir hans lést tók systir hans, Melanka, við umönnuninni. Það vekur nokkra furðu hvað Kovalchuk er vel á sig kominn. Hann er við hestaheilsu þótt hann hafi ekki komið út und- ir bert loft eða reynt neitt veru- lega á sig í næstum 60 ár. SPD verður fyrir enn meiri kosnins'askakkaföllum terlín. AFP. ^ Lafontaine lætur aftur í sér heyra GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, þarf nú að fást við enn meiri innanflokksdeilur í Jafnaðar- mannaflokknum (SPD), eftir að flokkurinn tapaði í borgarstjórnar- kosningum í nokkrum vestur-þýzk- um borgum um helgina og fyrrver- andi flokksformaðurinn Oskar Lafontaine „stimplaði sig aftur inn“ í opinbera umræðu með gagn- rýni á stefnu Schröder-stjórnar- innar í blaðaviðtali. En það var jafnaðarmönnum nokkur huggun hanni gegn að borgarstjórar SPD héldu velli í nokkrum borgum sambandslands- ins Nordrhein-Westphalen, þar á meðal Bonn. Ennfremur svöruðu margir frammámenn SPD gagn- rýni Lafontaines fullum hálsi í gær. Sú hrina kosninga til sambands- landsþinga og sveitarstjórna sem nú stendur yfir í Þýzkalandi lýkur í Berlín í október. Að henni lokinni gefst Schröder átta mánaða hlé áð- ur en aftur kemur tO mikilvægra héraðskosninga. Þá kjósa íbúar Nordrhein-Westphalen, fjölmenn- asta sambandslandsins, nýtt lands- þing, en héraðið hefur lengi verið eitt helzta vígi Jafnaðarmanna- flokksins. Deilur innan SPD hafa verið taldar mjög afgerandi þáttur í því að flokkurinn skyldi tapa fimm sambandslandskosningum á árinu; þar af hafa fjórar farið fram í þess- um mánuði. Þessar ófarir hafa valdið því að flokkurinn hefur tap- að öllum möguleikum á að tryggja stjórnarfrumvörpum meirihluta- fylgi í Sambandsráðinu, efri deOd þýzka þingsins sem fuUtrúar stjórna sambandslandanna 16 skipa. Von á bók Lafontaines Lafontaine rauf á sunnudag þögnina eftir að hann sagði af sér flokksformennsku og ráðherra- dómi í marz sl. með því að segja í viðtali við Welt am Sonntag að flokkurinn hefði getað afstýrt þess- um kosningaósigrum með því að halda sig við þá velferðarútgjalda- stefnu sem hann hefði staðið fyrir í fjármálaráðherratíð sinni. Schröder berst nú fyrir því að koma í lög viðamiklum sparnaðará- formum með miklum niðurskurði ríkisútgjalda og lækkun skatta og annars kostnaðar fyrirtækja, en þessi áform miða að því að hleypa nýjum krafti í efnahagslífið og ýta með því undir aukna atvinnusköp- un. ^ „Ég sagði af mér öllum embætt- um vegna þess að milli mín og Schröders var grundvallarágrein- ingur um pólitískan stfl og stefnu,“ sagði Lafontaine í viðtalinu, en þetta var í fyrsta sinn frá því flokksleiðtoginn fyrrverandi dró sig skyndilega í hlé fyrir sjö mán- uðum sem hann tjáir sig opinber- lega um ástæður afsagnarinnar. Um næstu helgi mun Welt am Sonntag hefja birtingu valinna kafla úr nýrri bók Lafontaines, „Hjartað slær vinstra megin,“ sem verður kynnt á bókastefnunni í Frankfurt 13. október. Forsetakosningar í Egyptalandi Mubarak kjörinn fjórða kjörtíma- bilið Kaíró. AFP, Reuters. HOSNI Mubarak var kjörinn for- seti Egyptalands fjórða sex ára kjörtímabflið í röð, í forsetakosning- unum sem fram fóru á sunnudag. Hlaut Mubarak nær 94% atkvæða, en hann var einn í kjöri. Innanríkisráðherrann Habib el- Adli tilkynnti úrslit kosninganna í gær og fagnaði sigri Mubaraks. „Þjóðin hefur lýst yfir stuðningi við Mubarak, sem hefur leitt hana í gegnum ýmsa erfiðleika til að við- halda efnahagsvexti og traustri stjórn,“ sagði Adli. Mubarak til- kynnti í gær að ríkisstjóm Kamals Gazouris myndi segja af sér, en starfa þar til ný stjórn hefði verið i roð mynduð. Ekki þykir líklegt að mik- 0 uppstokkun verði gerð á stjórn- inni, en stjórnmálaskýrendur spáðu því að Mubarak myndi skipa nýjan varaforseta, sem hann sæi fyrir sér sem eftirmann sinn á for- setastóli. Forsetakosningar í Egyptalandi fara þannig fram að þingið velur einn frambjóðanda og geta kjósend- ur aðeins samþykkt hann eða hafn- að. Er þetta í fyrsta sinn sem fram- bjóðandinn fær minna en 95% at- kvæða. Kjörsóknin var 79%, en sektir liggja við því að mæta ekki á kjörstað. Mubarak, sem er 71 árs gamall, Reuters Hosni Mubarak og eiginkona hans, Suzanne, á kjörstað í Kaíró eftir að hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum í Egyptalandi. var fyrst kjörinn forseti 1981, eftir að forveri hans, Anwar Sadat, var myrtur af íslömskum öfgamönnum. I valdatíð sinni hefur hann verið lofað- ur fyrir að standa fyrir efnahagsum- bótum og sýna öfgahópum múslima fulla hörku. I tíð hans hafa erlendar skuldir tfl dæmis minnkað verulega, fjárlög eru nú yfirleitt hallalaus og verðbólga er komin niður í um 3%. Reuters Mannskæð- ar spreng- ingar í Mexíkó AÐ minnsta kosti 56 biðu bana og 348 særðust í fjórum sprengingum sem urðu í ólöglegri flugelda- geymslu á útimarkaði í iðnaðar- borginni Celaya í Mexikó á sunnu- dag. Björgunarsveitir leituðu enn í rústunum í gær og sögðust ekki hafa séð nein merki um að fleiri væru þar á lifí. títimarkaðurinn líktist vígvelli. Bflar eyðilögðust og mörg tonn af braki dreifðust um göturnar. Ekki var vitað um orsök spreng- inganna í gær. Siökkviliðsmaður sprautar hér vatni á rústir geymsl- unnar. ---------------- Julius Nyer- ere þungt haldinn af hvítblæði Dar-Es-Salaam. Rcuters. FORSETI Tansaníu, Benjamin Mkapa, hefur beðið landa sína að biðja fyrir fyrsta forseta og leiðtoga landsins, Juliusi Ny- erere, sem liggur þungt haldinn af hvít- blæði á sjúkrahúsi í London. Nyerere greindist með hvítblæði í ágúst í fyrra og hefur legið á sjúkrahúsi í Lond- on. Á föstudag versn- aði ástand hans skyndilega og er hann sagður hafa misst málið. Nyerere er oft nefndur faðii- tansanísku þjóðarinnar en hann lét aí völdum 1985 eftir að hafa stýrt land- inu í anda sósíalisma í 24 ár. Stjórnar- skráin frá 1965 kom á alræði eins flokks í landinu og skömmu síðar hófst framkvæmd pólitískrar stefnu sem miðaði að því að koma á sósíal- isma með þjóðnýtingu framleiðslu- tækja og fjármálastofnana. Hin síðari ár hefur hann einkum beitt sér sem sáttasemjari í deilum milli ríkja Af- ríku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.