Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 29 Stjórnvöld í Ekvador vilja semja um skuldbreytingar Standa ekki í skilum með vaxtagreiðslur Quito. Reuters. STJÓRNVÖLD í Ekvador tU- kynntu á sunnudag að þau hefðu ákveðið að standa ekki í skilum með greiðslur vaxta af ákveðnum Brady- skuldabréfum sem gjaldfalla í dag. Þessi ákvörðun gerir Ekvador kleift að greiða aðeins tæpan helming þeirra vaxta, 94 milljónir dala, and- virði 6,8 milljarða króna, sem landið skuldar fjárfestum. Brady-skuldabréf eru kennd við Nicholas Brady, fyrrverandi fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, og voru tekin upp árið 1989 til að létta skuldabyrði þróunarlanda sem voru að komast á legg efnahagslega en áttu við fjármálavanda að stríða á þessum tíma. Jamil Mahuad, forseti Ekvadors, sagði í útvarps- og sjónvarpsávarpi að landið myndi aðeins gi'eiða vexti af óveðtryggðum Brady-skulda- bréfum sem kölluð eru PDI-bréf (PDI: áður gjaldfallnir vextir). Landið hygðist hins vegar ekki gi-eiða um 50 milljóna dala (3,6 milljarða króna) vexti af veð- tryggðum afsláttarskuldabréfum. Skuldabréfm voru gefm út árið 1995 og afsláttarbréfin eru ti'yggð með bandarískum ríkisskuldabréf- um. Forsetinn sagði að þessi ákvörð- un væri fyrsta skrefið í þá átt að semja um breytingar á skuldum landsins vegna Brady-bréfanna sem nema sex milljörðum dala, 432 millj- örðum ki-óna. Erlendar skuldir landsins nema alls 13,3 milljörðum dala, 958 milljörðum króna. Efnahagsráðherrann segir af sér Mahuad tilkynnti ennfremur að hann hefði fallist á afsagnarbeiðni Guillermos Lassos efnahagsráð- herra, sem gekk úr stjóminni vegna ágreinings um hvernig leysa ætti skuldavanda landsins. „Lasso taldi að ef til vill væri til betri lausn á vandamálinu," sagði forsetinn. „Flestir í efnahagsliðinu töldu þetta vera bestu lausnina." Aðm- en ákvörðunin vai' tilkynnt höfðu hagfræðingar varað við því að ef Ekvador stæði ekki í skilum eða semdi um skuldbreytingar gæti það orðið til þess að lánardrottnar ki'efð- ust hæmi vaxta af nýjum lánum til ííkjanna í Rómönsku Ameríku sem hafa ekki enn rétt úr kútnum eftir fjármálakreppuna í mörgum ríkjum heims á síðasta ári. Embættismenn í öðrum löndum Rómönsku Ameríku sögðu þó í gær að þeir teldu að ákvörðun stjómarinnar í Ekvador myndi hafa lítil áhrif á lántökur þeirra þar sem fjármálamarkaðh' hefðu þegar búist við henni. Pablo Better, seðlabankastjóri Ekvadors, sagði að landið myndi þegar í stað hefja viðræður við skuldabréfahafana með það að markmiði að breyta Brady-skuldun- um til samræmis við greiðslugetu landsins. Seðlabankastjórinn kvaðst enn- fremur vona að ákvörðunin myndi ekki torvelda Ekvador að fá nýtt lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) að andvirði 400 milljóna dala, 28,8 milljarða króna. „Eg tel þó að þetta auðveldi það ekki heldur," bætti hann við. Ekvador á við mikinn efnahags- vanda að stríða vegna lágs verðs á helstu útflutningsvöram landsins, olíu og banönum, auk þess sem það varð fyrir miklum skakkaföllum vegna náttúruhamfara á síðasta ári. AP Stuðningsmenn Pinochets veifuðu fánuni utan við dómhúsið í London í gær þegar réttarhöld í máli hans hófust. Réttarhöldin yíh' Pinochet hefjast London. AP, ATP, Reuters. RÉTTARHÖLD í máli Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðis- herra Chile, hófust í London í gær og munu standa í alls fimm daga. Þau snúast um hvort Pinochet skuli framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyr- ir gróf mannréttindabrot gegn spænskum þegnum á þeim 17 árum sem hann var einræðisherra í Chile. Breskir saksóknarar fluttu málið fyrir hönd spænska ákæru- valdsins og reifuðu 34 mál þar sem pyndingar höfðu átt sér stað á tímabilinu frá því í desember 1988 til sama mánaðar 1989, skömmu áður en Pinochet lét formlega af völdum. Astæða þess að ákæruat- riðin eru bundin við þetta tímabil er sú að Bretland fékk ekki aðild að sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum fyrr en í septem- ber 1988. Stuðningsmenn í meirihluta Fjöldi mótmælenda hafði stillt sér upp utan við dómshúsið í London og er talið að stuðnings- menn Pinochets hafi verið þai' í meirihluta, 200 á móti 30 andstæð- ingum hans. Fólkið hélt á skiltum með slagorðum og myndum af ein- ræðisherranum og stuðningsmenn veifuðu chileska fánanum. „Pinochet bjargaði landi okkar, efnahagslífi, menningu og lifnaðar- háttum," sagði kona í hópi stuðn- ingsmanna og bætti við. „Við vorum tilneydd að verja okkur fyrir sósíal- ismanum." Christina Navarette, sem var námsmaður þegar Pinochet komst til valda, segist hafa sætt pynding- um í heilt ár. „Ég er eitt fórnar- lambanna, nú er kominn tími fyrir réttlæti. Það yrðu mér sár von- brigði ef hann verður ekki fram- seldur," sagði hún. Juan Garces, spænskur lögfræð- ingur sem hefur barist fyrir fram- sali Pinochets, sagðist þess fullviss að dómararnir kæmust að þeirri niðurstöðu að hann bæri að fram- selja til Spánai'. Pinochet var handtekinn í októ- ber á síðasta ári en hann hafði kom- ið til Lundúna til að gangast undir uppskurð. A valdatíma hans er talið að yfir 3000 manns hafi verið drepin eða horfið sporlaust í Chile. Naína Jeltsín ver bónda sinn The Daily Telegraph. NAINA, eiginkona Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, varði heiður fjölskyldu sinnar um helgina og kvaðst vera „hneyksluð“ á ásökunum um spillingu á hendur bónda sínum og dóttur. Naína hefur hingað til haldið sig utan við kastljós fjölmiðla, en um helgina breytti hún frá þeirri venju og kom fram í sjón- varpsviðtali, þar sem hún lýsti þeim þjáningum sem ásakanirn- ar hefðu valdið börnum sínum og barnabörnum. Rússneskir fjölmiðlar hafa undanfarið birt ítrekaðar fréttir þess efnis að Jeltsín-fjölskyldan ætti glæsi- hús í Frakklandi, Þýskalandi og Sviss. Þá hefur Tatjana, yngri dóttir Jeltsín-hjónanna, verið sökuð um að taka við mútum frá svissnesku fyrirtæki, ásamt fleiri áhrifamönnum í Kreml. Forsetinn hefur meðal annars verið sakaður um að eiga tvo reikninga í útibúi Bank of New York á Cayman-eyjum, en bankinn er nú undir rannsókn vegna ásakana um peninga- þvætti á vegum Rússa. Stjórn- völd í Moskvu hafa vísað spill- ingarásökununum á hendur Jeltsín og nánustu samstarfs- mönnum hans á bug sem „ósvífnum uppspuna" sem ætlað væri að „sverta ímynd Rúss- lands“. „Ykkur er fullkunnugt um að við eigum hvorki glæsihús í út- löndum, kastala né lystisnekkj- ur,“ sagði Naína Jeltsín í viðtal- inu, og bætti við að fjölskylda Naína Jeltsín hennar hefði verið dregin niður í svaðið af fjölmiðlum. Jeltsín nýtur lítils trausts Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem birtar voru um helgina, telja 65% Rússa að landinu væri fyrir bestu að Jeltsín segði af sér taf- arlaust og að kosningar yrðu haldnar í kjölfarið. Þá töldu 53% úrtaksins að sækja ætti forset- ann til saka fyrir embættisglöp eftir að hann hefði látið af völd- um. Einungis 5% töldu að Jeltsín ætti að sitja í embætti með óskert völd þar til kjör- tímabil hans rennur út næsta sumar. Viðbótargisting á 30. janúar og 6. febrúar frá kr. 54>955 Kanaríeyjaferðir Heimsferða hafa fengið frábærar undirtektir í vetur og nú þegar er uppselt á marga vin- sælustu gististaðina. Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á hreir um kjörum í 2 ferðir í vetur, hinn 30. janúar og 6. febrúar og bjóð- um nú 15 viðbótareiningar á hinum vinsælu gististöðum, Paraiso Maspalomas og Tanife á einstöku verði. Þú getur valið um 2, 3 eða fleiri vikur og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu farar- stjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 54.955 Verð kr. 69.990 M.v. hjón mcð 2 börn, 2-14 ára, M.v. 2 í íbúð, Tanife og Paraiso 6. febrúar, 2 vikur, Tanife og Paraiso Maspalomas, 6. febrúar, 2 vikur. Maspalomas. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Aðeins 15 fbúðir á þessu irábæra verði : frábær-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.