Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 42

Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Nýting auðlinda og Eyjabakkar ÉG ER einn af þeim sem stutt hafa virkjun- aráform í Jökulsá í Fljótsdal og haldið því fram að þá fóm verði að færa að virkja ána með uppistöðulóni á Eyjabökkum. I mínum huga snýst 'þetta mál um nýtingu auðlinda. Þetta er ekki einkamál Austfírðinga, heldur mál sem snertir alla landsmenn, með hverjum hætti við vilj- um byggja upp at- vinnulífíð í framtíðinni. Auðlindir Islend- Jón Kristjánsson inga eru fískimiðin, landið og nátt- úran, orkan og hugvit og mannauð- ur. Nýting þessara orkulinda er takmörkunum háð. Harðvítugar deilur eru um nýtingu fiskistofn- anna, deilur hafa einnig staðið um hve langt á að ganga í að nýta landið til búskapar. Ferðaþjónusta bygg- ist m.a. á fagurri náttúm, en óta- ^kmarkaður ágangur ferðamanna gengur nærri henni. Nýting orkul- inda er háð umhverfisáhrifum. Margir horfa með mikilli bjartsýni til þekkingar, og hugvits og há- tækni, og vissulega eru þar miklir möguleikar. Hins vegar vil ég vara við þeirri bjartsýni að sá atvinnu- vegur taki yfir og leysi algjörlega af hefðbundna nýtingu auðlinda. Staðreyndin er sú að störfum fækkar í landinu með aukinni hag- ræðingu. Atvinnulífíð þarfnast öfl- ugrar kjölfestu við hliðina á sjávar- r '’Titvegi, ferðaþjónustu, hugbúnaðargerð og hátækni og smáiðnaði. Stóriðjan hefur skapað mikla atvinnu og umsvif, en þau hafa eingöngu verið bundin við eitt landshom og átt sinn þátt í þeirri þjóðhagslega óhagkvæmu þróun að þurfa að byggja sem svarar einum kaupstað á borð við Höfn í Homa- firði eða Neskaupstað á höfuðborg- arsvæðinu. Stóriðjan kemur ekki með neinum hætti í stað þessara at- vinnugreina, og ég er þeirrar skoð- unar að hún styrki þá atvinnustarf- semi í sessi sem fyrir er. Orkulindirnar Ég minnist á þetta hér vegna þess að sá skilningur hefur verið uppi hingað til meðal Austfirðinga og ann- arra landsmanna að ein af auðlindum ís- lands sé ónýtt orka. Stóran hluta hennar er að fá á Austurlandi. Þar hefur umræða staðið í aldarfjórðung um orkunýtingu í stærri stfl, og miklar áætlanir hafa litið dagsins ljós á þeim tíma um nýtinguna. Það er fullljóst að endurskoða verður þær áætlanir í ljósi umræðunnar um umhverfis- mál, en það er langt í frá að fylgi sé við það að þurrka út öll áform um auðlindanýtingu í stærri stíl, eins og undirliggjandi hefur verið í þeirri miklu virkjunaramræðu sem farið hefur fram. Rannsóknir á Snæfellssvæðinu Ég fullyrði að svæðið austan Snæfells er það svæði sem mest hefur verið rannsakað á seinni ár- um, og sú rannsóknarsaga er orðin Virkjanir Stóryrði og persónulegt hnútukast um stóriðju hafa verið allt of áberandi. Jón Kristjáns- son hvetur til málefna- legrar umræðu um Eyjabakkamálið. löng. Rannsóknir voru hafnar 1980 og stóðu allt til ársins 1991, og vora mjög víðtækar. Árið 1991 var auglýst formlega til kynningar 210 megavatta virkjun með 500 giga- lítra miðlun á Eyjabökkum. Þessi virkjun var boðin út, og fram- kvæmdir hófust í kjölfarið við sprengingu aðveituganga við Hól í Fljótsdal. Ætlunin var að leiða ork- una frá virkjuninni í háspennulínum sem byggð væri á stálturnum suður á Keilisnes og nýta hana þar í risa- álbræðslu. Þau áform fóra út um þúfur. Athyglisvert er að um þetta mál var lítil umræða, þrátt fyrir að umræður um umhverfismál á nú- tímavísu eiga rætur sínar að rekja allt til áttunda áratugarins. I ágúst 1998 var ákveðið að vinna að viðbótarrannsóknum á þessu svæði og sérfræðingar vora fengnir til þess að vinna og leggja til álits- gerðir á tuttugu mismunandi svið- um. Ætlunin er að afraksturinn birtist í skýrslu Landsvirkjunar um málið sem ætlunin er að ljúka á haustmánuðum. A yfirstandandi ári hefur síðan verið unnið á 10 mis- munandi sviðum til viðbótar. Skýrslan verður mikilvægt grand- vallarplagg þegar málið kemur til kasta Alþingis og mun fá þar þing- lega meðferð. Skýrslan er í raun mikilvægasti hluti umhverfismats- ins og sambærileg við framma- tsskýrslu framkvæmdaraðila sam- kvæmt lögum um umhverfismat, en munurinn verður sá að framhaldið verður í höndum Alþingis. A nótum tilfínninganna Umræðan um Eyjabakkana hef- ur einkennst af heitum tilfinning- um, og nú hefur hreyfing stuðnings- manna virkjunarframkvæmda verið stofnuð á Austúrlandi. Því fólki finnst miður hve atvinnu- og byggðasjónarmið era lítils metin í umræðunni. Fólkið á Austurlandi hefur horft upp á það að stóriðja og virkjanir hafa farið tiltölulega hljóð- lega í gegn á suðvesturhomi lands- ins og vilja illa sætta sig við það ef slík umsvif eiga eingöngu að vera hér á þessu landshorni, en þeir séu afgreiddir með yfírlýsingum um að það eigi að hjálpa Austfirðingum til þess að fást við „eitthvað annað“, eins og það er orðað. Hvert stefnir Alþýðubandalagið? ENN á ný stendur vinstrihreyfingin á ísl- andi á krossgötum. Nú er rætt um að flýta eins og kostur er stofnun nýs stjórn- málaflokks sem byggður skuli á grunni Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Kvennalista. Þegar menn taka ákvörðun um svo afdrifaríkt skref, eins og flokks- stofnun er, getur verið hollt að huga að reynslunni, kapp er jú Árni Þór best með forsjá. Sigurðsson A aukalandsfundi Alþýðubandalagsins sem haldinn var í júlí 1998 var samþykkt að veita forystu flokksins umboð tíl að ganga frá sameiginlegu framboði Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista fyrir Alþingiskosning- amar 1999. Það átti að vera kosn- ingabandalag og var litið svo á að um væri að ræða tilraun til fjögurra ára en að þeim tíma loknum yrði ár- angur metinn og ákvörðun tekin um framhaldið. Ennfremur var ein af meginforsendum fyrir sameigin- legu framboði að með því tækist að sameina krafta allra vinstrimanna í landinu í einu framboði og mynda þannig raunveralegt mótvægi við [iiq til útLanda -duövelt dð muíid SÍMINN www.simi.ls Sjálfstæðisflokkinn. Þegar að loknum landsfundinum var ljóst að Alþýðubanda- lagið gengi ekki til þessara kosninga í einu lagi og það var vissulega miður að það skyldi ekki lánast. Fjölmargir félagar í flokknum kusu að yfir- gefa hann og margir þeirra tóku þátt í stofnun Vinstri hreyf- ingarinnar - græns framboðs, aðrir hættu afskiptum af stjórn- málum. Þessi þróun veikti óneitanlega stöðu Alþýðubandalagsins innan Samfylkingarinnar, hins sameigin- lega framboðs A-flokkanna og Kvennalista, og þýddi í raun að eitt af meginmarkmiðum með sameig- inlegu framboði náðist ekki. Auka- landsfundurinn veitti forystu flokksins umboð til að vinna að sameiginlegu framboði, sem yrði tilraun til fjögurra ára. I aðdrag- anda landsfundar, á honum sjálfum og eins eftir hann kepptust forystu- menn flokksins við að leggja áherslu á að ekki væri verið að leggja Alþýðubandalagið niður þótt farið yrði í sameiginlegt framboð. Kosningarnar voru þó varla um garð gengnar þegar sömu forystu- menn snera við blaðinu og töluðu um mikilvægi þess að stofna hið fyrsta nýjan stjómmálaflokk á grandvelli Samfylkingarframboðs- ins. Þessu var haldið á lofti þrátt fyrir að engar umræður hefðu átt sér stað innan flokkanna, a.m.k. ekki Alþýðubandalagsins, um Sam- fylkinguna, um kosningaúrslitin eða málefnasamninginn. Var ef til vill aldrei ætíunin að taka sam- þykkt og skilyrði aukalandsfundar Alþýðubandalagsins alvarlega? í mínum huga hefur forysta Alþýðu- bandalagsins ekki umboð til að fjalla um málið á þeim grandvelli sem hún hefur gert, hvað sem líður persónulegum sjónarmiðum ein- stakra forystumanna. Landsfundur flokksins fer með æðsta vald í má- lefnum hans og hann þarf að taka Samfylkingin Samfylkingunni hefur ekki tekist að ná flugi eftir að hafa hlekkst á í kosningunum í vor. Árni Þór Signrðsson telur líklegt að forystuleysi og skortur á skýrri hug- myndafræði ráði þar mestu um. afstöðu til þess hvert stefna beri, þ.e. hvort stefna beri að stofnun nýs stjórnmálaflokks, hver stefnumál hans ættu að vera og hver aðkoma Alþýðubandalagsins sem stjóm- málaflokks gæti verið að nýjum flokki. A vegum forystumanna flokkanna hafa verið unnin drög að skipulagi nýrra stjórnmálasamtaka þótt Landsfundur Alþýðubandalag- sins hafi enga ákvörðun tekið um aðild að nýjum stjómmálaflokki eða veitt umboð til að vinna að því að leggja flokkinn niður. Ekki hvort heldur hvernig! Þessi aðferðafræði er að mínu vití í grandvallaratriðum röng. Þeg- ar fjalla á um stöðu og framtíð AI- þýðubandalagsins ber að gera það í ljósi: • samþykktar aukalandsfund- arins frá því í júlí 1998. í því efni þarf að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að endurmeta það um- boð sem flokkurinn veitti foryst- unni þá og takmarkaðist við kosn- ingabandalag til fjögurra ára. • málefnavinnu og málefnanið- urstöðu fyrir kosningamar sl. vor. Það þarf m.ö.o. að fjalla um að- ferðafræði málefnavinnunnar og einnig hvort málefnaniðurstaðan, sem var málamiðlun kosninga- bandalags, geti myndað grundvöll að stefnu nýs stjórnmálaflokks. • kosningaúrslita og þróunar mála í kjölfar þeirra. Þannig þarf að Útflutningur afurða frá stóriðju eru tveir þriðju af útflutningi lands- manna á iðnaðarvöram árið 1998. Það sem af er árinu 1999 hefur út- flutningsverðmæti stóriðju vaxið um 13,5% á móti 10,8% vexti í öðr- um iðnaðarvöram og 7,5% vexti í sjávarútvegi. Umsvifin sem fylgja stóriðjunni eru eingöngu á svæðinu frá norðurströnd Hvalfjarðar og suður að Straumi, og era einn þátt- urinn í því hve mikið hallar á lands- byggðina. Útflutningstekjur frá 120 þúsund tonna álveri á Reyðarfirði mundu nema 10-13 milljörðum króna, en það er álíka upphæð og allur útflutningur iðnaðarvara að stóriðju frátaldri gefur. Ómálefnaleg umræða Ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur að þróun umræðunnar í landinu um þetta mál. Stói-yrði og persónulegt hnútukast hefur verið allt of áberandi. Ég vil hvetja til málefnalegrar umræðu um Eyjabakkamálið. Nú hefur hafist vinna við endurmat virkjunarkosta á Islandi undir yfir- skriftinni „maður, nýting, náttúra". Verkefnið er í samvinnu iðnaðar- og umhverfisráðuneytisins með þátt- töku þeirra stofnana sem vinna að náttúrvernd hér á landi, og fjöl- margra fleiri aðOa sem láta sig þetta mál varða. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og tel að hún geti fært virkjunarumræðuna úr því fari sem hún er í núna, og sé grandvöllur að skynsamlegri áætl- un um nýtingu orku í framtíðinni. Höfundur er alþingismaður. ræða hvort kosningaúrslitin hvetji eða letji til samrana flokkanna í nýja stjórnmálahreyfingu og hvaða áhrif þróun mála innan Samfylking- arinnar í kjöifar kosninganna hefur á afstöðu Alþýðubandalagsins til framtíðarsamvinnu eða -samruna. Því miður er fátt sem bendir til þess að forysta Alþýðubandalag- sins vilji mæta til landsfundar á þessum eðlilegu og efnislegu for- sendum. Þvert á móti vill hún fyrst og fremst ræða hvernig flokkurinn á að ganga inn í hina nýju hreyf- ingu, en ekki hvort. Þannig er í raun lokað á málefnalega og lýð- ræðislega umræðu um þann lær- dóm sem við getum dregið af Sam- fylkingunni. Ekki kann það góðri lukku að stýra en undirstrikar e.t.v. vanmátt Alþýðubandalagsins og veika stöðu þess innan Samfylking- arinnar. Brostnar vonir? Er nema von að ýmsir flokks- menn séu hugsi yfir gangi mála? Er að furða þótt margir horfi upp á vonina um breiða vinstrihreyfingu bresta? Þegar í upphafi var ljóst að það yrði erfitt fyrir flokkana sem standa að Samfylkingunni að ná samstöðu í veigamiklum þjóðfé- lagsmálum. Þótt við í Alþýðubanda- laginu legðum mikið á okkur til að ná sátt um kosningastefnuskrá í vor virðist mér nú m.a. orðið ljóst að: a) Samfylkingin getur ekki orðið samnefnari vinstrimanna um stefn- una í utanríkismálum, b) Samfylkingin getur ekki orðið samnefnari vinstrimanna í um- hverfismálum, c) Samfylkingin getur ekki orðið samnefnari vinstrimanna varðandi afstöðuna til einkavæðingar opin- berrar þjónustu og fyrirtækja. Þetta þrennt, ásamt ýmsum öðr- um veigamiklum málefnum, mun ráða úrslitum um afstöðu mína og margra félaga minna í Alþýðu- bandalaginu um það hvort og þá hvar við kjósum að starfa á hinu pólitíska sviði. Því miður hefur Samfylkingunni ekki tekist að ná flugi eftir að hafa hlekkst á í kosningunum í vor. Lík- legt er að forystuleysi og skortur á skýrri hugmyndafræði ráði þar mestu um en til allrar ólukku hafa menn til þessa einmitt forðast um- ræðu um þetta tvennt. Höfundur er varaþingmaður Sam- fylkingarinnar og formaður AI- þýðubandalagsins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.