Morgunblaðið - 28.09.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 28.09.1999, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ ^ 58 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 KIRKJUSTARF í DAG Kletturinn Hafnarfírði. Safnaðarstarf Kletturinn - vetrarstarf KLETTURINN, kristið samfélag hefur hafið vetrarstarf sitt í Bæjar- hrauni 2, Hafnarfirði. I vetur verða haldin tvö Alfanámskeið þar sem kennd verða grundvallaratriði krist- innar trúar og fólki boðið að taka ^ þátt í umræðum. Á sunnudögum kl. 11 er svo KKK sem stendur fyrir Krakkakiúbb Kiettsins, síðan eru almennar samkomur á sunnudags- kvöldum kl. 20. Á miðvikudags- kvöldum kl. 20 eru svo bænastundir og á fóstudagskvöldum kl. 20 er unglingastarf og er þar mikið líf og fjör. Dagana 28.-30. september verða samkomur öll kvöld kl. 20 með prédikaranum og tónlistar- manninum Wynn Goss. Barnakór KFUM og KFUK BARNAKÓR KFUM og KFUK hefur hafið æfingar og er nú að ganga inn í sinn fjórða starfsvetur. Pláss er fyrir fleiri böm í kór- starfinu og eru öll böm 7-12 ára velkomin að koma á æfingu og kynna sér starfsemi kórsins. Æfing- ar era á miðvikudögum kl. 17 fyrir 7-9 ára böm og kl. 18 fyrir 10-12 ára börn. Stjómandi bamakórs KFUM og KFUK er Helga Vilborg Sigurjóns- * dóttir tónlistarkennari. Hefur hún m.a. langa reynslu úr æskulýðs- starfi KFUM og KFUK og hefur starfað sem forstöðukona í sumar- búðum KFUK í Vindáshlíð undan- farin sumur. Ekkert þátttökugjald er í barna- kór KFUM og KFUK. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Mömmu- og pabbastund í safn- aðarheimilinu kl. 14-16. Bústaðakirkja. Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk í kvöld kl. 19.30 í félagsmiðstöðinni Bústöð- um. Dómkirkja. Bamastarf í safnaðar- - ,í.heimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára börn og kl. 17 fyrir 10-12 ára böm. Æskulýðsfélag Dómkirkju og Neskirkju. Sameigin- legur fundur í safnaðarheimili Nes- kirkju kl. 19.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Ath.: í stað safnaðarfræðslu- kvölds er bent á fræðsluþing Biblíu- skólans við Holtaveg kl. 17 og fjall- ar um unglinga, borg, tísku, fíkn og trú. Skráning í síma 588-8899. Aug- lýst dagskrá frestast. „Þriðjudagur með Þorvaldi“ kl. 21. Lofgjörðar- stund. Neskirkja. Æskulýðsfélag Nes- kirkju og Dómkirkju. Sameiginleg- ur fundur í safnaðarheimili Nes- kirkju kl. 19.30. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30 í umsjón Ingu J. Backmann og Reynis Jónas- sonar. Nýir félagar velkomnir. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi, léttur málsverður, helgistund og samvera. Kl. 17 TTT 10-12 ára starf á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Kl. 20 æsku- lýðsstarf á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stund kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-17. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Opið hús. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára böm í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfírði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Foreldramorgunn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þuríður. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar (7-9 ára böm) era komin á fullt skrið. Söng- ur, leikir, bænir, spunasmiðja. Allir kirkjuprakkarar eyjanna velkomn- ir. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetr- inu. ^via/^VxV Brúðhjón Allur borðbiinaður Glæsileg gjaíavdra - Briiðhjdnalislar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 5f>2 4244. VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn í FRÉTTUM undanfarið hefur komið fram að ríkið gerir upptækar eignir sem tengjast fíkniefna- málinu. Finnst mér að það ætti að nota þessar eignir og peninga til að hjálpa eiturlyfjaneytend- um. Það vantar alltaf pen- inga í það málefni og væri það gott ráð að nota eitur- lyfjagróðann til að hjálpa þeim sem eiturlyfjasalarn- ir hafa komið í svaðið. A.H. Gæsaskítur á Klambratúni Á RÁS 1 sl. föstudag var kona að hneykslast á því að Klambratún væri fullt af hundskít. Hún sagði að vart hafi verið hægt að ganga um fyrir hundaskít og var mjög hneyksluð. En ég vil benda henni og öðr- um á að þetta er gæsaskít- ur en ekki hundskítur sem er á túninu. Martha Björnsson. Þakka gott orð BÍLSTJÓRARNIR á Hóp- bflum þakka fyrir gott orð í Velvakanda sl. föstudag. Þeir era sammála bréfrit- ara um að öryggi í rútubfl- um sé það sem skiptir öllu máli. Þetta er eini bflaflot- inn sem er með alla sína bfla með öryggisbeltum. Tapað/fundið Heilsufarsbók týndist HEILSUFARSBÓK barns týndist 13. september lík- lega frá Bræðraborgarstíg að Heilsugæslunni við Vesturgötu. Þeir sem hafa fundið bókina hafi samband í síma 562 0672. Koksgrátt fjalla- hjól týndist AÐFARANÓTT fóstu- dagsins 17. september sl. týndist frá Laugarásvegi 9, Reykjavík, Mongoos Tres- hold 26“ fjallahjól (bretta- laust), koksgi’átt að lit. Skilvís finnandi vinsamleg- ast hafi samband í síma 553 6793. Fundarlaun. Gyllt hálsmen með perlu týndist GYLLT hálsmen með perlu týndist 20. september sl. á leiðinni frá Hjarta- vernd í Ármúla, vestur í bæ. Finnandi hafi vinsam- legast samband í síma 562 0993 eða 552 5989. Prins Leó er týndur PRINS Leó týndist frá Birkihvammi 12, Kópavogi, mánudaginn 20. september. Prins Leó er einlitur, dökk- grár fressköttur. Hann er með bláa ól með endur- skinsmerki og er eyma- merktur R8H183. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband við Sólrúnu Lilju í síma 5542868 eða í Katt- holtsími 567 2909. Amor er týndur AMOR, ástargaukurinn minn, flaug út um glugg- ann í Grundarhúsum í Grafarvogi. Hans er sárt saknað. Þeir sem hafa orð- ið hans varir hafi samband í síma 587 1767. Högni týndist í Garðabæ GULBRÖNDÓTTUR loð- inn högni týndist frá Hlíð- arbyggð í Garðabæ. Ef einhver veit um ferðir hans vinsamlega látið vita í síma 565 6333 eða 861 9968. Svartur fress- köttur í óskilum HÁLFSTÁLPAÐUR 5-6 mánaða svartur fresskött- ur hefur verið hjá okkur síðan þriðjudaginn 14. sept. í Eskiholti í Garða- bæ. Þetta er mjög gæfur og gælinn köttur sem er áreiðanlega sárt saknað. Uppl. í síma 565 9331 eða 895 8854. SKAK llmsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á opnu móti í Castellaneta á Italíu í haust. Heima- maðurinn G. Lagumina (2.280) var með hvítt en Rúmeninn O. Foisor (2.470) hafði svart og átti leik. 25. - Rb3+! 26. axb3 - Hc2 og hvítur gafst upp, því hann getur ekki forðast mát. Svartur leikur og vinnur. Yíkverji skrifar... ENSK áhrif í íslensku máli era mörgum áhyggjuefni. Sumir býsnast yfir enskum orðum sem ungmenni taka að nota, en flest hverfa þau reyndar með tímanum, verða eins konar tískufyrirbæri. Verra er þó þegar ensk áhrif skila sér í breytingum á áherslum í ís- lensku máli, sem heyrist gjaman í máli þeirra sem hlusta mikið á ensku, til að mynda fréttamanna ljósvakamiðla, en einnig er fram- burður á sémöfnum oft enskuskot- inn. Dæmi um það era fréttir af vargöldinni á Austur-Tímor, en í fréttatíma nýverið nefndi frétta- maður eyna Java sem hefur verið fram borin svo. I munni frétta- mannsins hét eyjan aftur á móti Djava, upp á ensku, og ekki batnaði þegar hann ræddi um að múslímsk- ir menn á eynni hefðu lýst yfir heilögu stríði, eða djíhad, en ekki jí- had, eins og mönnum hefur verið tamt að segja hingað til. Vankunnátta verður oft til að menn taka ambögur sér í munn, og má nefna framburð á heiti íþrótta- vöraframleiðandans Nike, sem er, eins og ýmsir vita, heiti á grískri gyðju. Margir vilja bera það fram „næk“ og halda væntanlega að svo sé það upp á ensku, en því er öðra nær, þar segja menn „nækí“, en best er vitanlega að nefna hana með ís- lenskum framburði og áherslum, eða hverjum dytti í hug að tala um „aritsottl" en ekki Aritóteles? xxx ÍKVERJA hefur borist eftir- farandi bréf frá forstöðumanni upplýsinga- og kynningarmála Landssíma Islands, Ólafi Þ. Steph- ensen. „Víkverji fjallar 14. september sl. um kunningja sinn, sem varð fyrir því að við lagningu breiðbands Landssímans inn í fjölbýlishúsið, sem hann býr í, skemmdist málning á húsinu. Víkverji rekur hversu langan tíma hafi tekið að fá húsið málað á nýjan leik og að enn sé bíl- skúrshurð kunningjans í röngum lit. Dregur skrifari síðan þá ályktun af þessari dapurlegu sögu að enn eigi ímynd hins þunglamalega ríkis- bákns Pósts og síma, fyrirrennara Landssímans, við nokkur rök að stypjast. Án þess að umrætt mál verði rakið hér of nákvæmlega, er nauðsynlegt að fram komi að verktaki annaðist framkvæmdimar við breiðbands- lögnina og jafnframt að bæta úr því, sem aflaga fór, þótt Landssíminn hafi að sjálfsögðu tekið við kvörtun- um viðkomandi íbúa og komið þeim á framfæri við verktakann ásamt ósk- um um skjót viðbrögð. Fjöldamargir verktakar vinna á vegum Landssímans og eiga þeir samkvæmt samningum að sjá sjálf- ir til þess að umhverfi og íbúum sé sýnd full tillitssemi við fram- kvæmdir. Illa tókst til í þessu máli og getur Landssíminn ekki annað en beðizt afsökunar á því að svona fór. Samkvæmt upplýsingum frá verktakanum lagði hann sig þó fram um að bæta skaðann og aflaði sér m.a. upplýsinga hjá málara- meistaranum, sem hafði málað hús- ið, um rétta litinn á margumræddri bílskúrshurð. Landssíminn fylgir þeirri stefnu að bjóða út allar stærri fram- kvæmdir, t.d. við breiðbandslagnir, og nýta þannig kosti einkafram- taksins. Því miður fylgja slíku fyrir- komulagi stundum hnökrar af þessu tagi. Undirritaður getur þó upplýst að í samræmi við stefnu Landssímans í umhverfismálum eru nú í smíðum umhverfisreglur, sem bæði starfs- mönnum Símans og verktökum, sem starfa á hans vegum, mun bera að fara eftir við allar framkvæmdir. Slíkum reglum er m.a. ætlað að tryggja að mistök á borð við þau, sem Víkverji lýsti, endurtaki sig ekki.“ Ólafur Þ. Stephensen forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Landssíma Islands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.