Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 6
FOLK I FRÉTTUM
Úrslit í Rokkstokkkeppninni voru kynnt á föstudag
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Strákarnir í Brain Police eru sælir með sigurinn; Hörður Stefánsson,
Vagn Leví, Jón Björn Ríkharðsson og Gunnlaugur Lárusson.
Sigurinn
kom á óvart
Jón Þór Birgisson söngvari Sig-
ur Rósar með skreyttan gítar
og fíðluboga í hendi.
HLJÓMSVEITAKEPPNIN Rokk-
stokk, sem haldin er í Keflavík, er
orðin árlegur viðburður í tónlistarlífi
landsmanna. Keppnin fór fram í
þriðja sinn nú í september og lauk
henni með glæsilegu úrslitakvöldi
föstudaginn var í Bæjarbíói í Kefla-
vík. Á keppniskvöldunum tveimur
kepptu 24 hljómsveitir og á loka-
kvöldinu leiddu sex þær bestu saman
hesta sína. Auk þeirra kom fjöldi
gestahljómsveita fram, þar á meðal
Klamedía X sem vann keppnina í
fyrra og gaf í kjölfarið út diskinn
Pilsner fyrir kónginn nú í sumar.
Einnig mættu strákarnir í Sigur Rós,
Hringir & Magga Stína og Norðlend-
ingarnir í 200.000 naglbítum.
Breiðskífa með vorinu?
Gítarleikari hljóm-
sveitarinnar Vei var
einbeittur á sviðinu.
VINSÆLUSTU
MYNDBÖNDIN
A ISLANDI
Nr. vor vikur Mynd Útgefandi Tegund
1. 1. 2 Payback Worner myndir Spenna
2. 2. 3 Patch Adams CIC myndbönd Gaman
3. NÝ 1 She's all that Skífnn Gaman
4. 13. 2 Festen Hóskólabíó Drama
5. 4. 3 Facuhy Skífan Spenna
6. NÝ 1 Lolita Sam myndbönd Drama
7. 3. 4 Corruptor Myndform Spenna
8. 7. 8 Blast From the Past Myndform Gaman
9. 6. 6 Baseketball CIC myndbönd Gaman
10. 5. 6 You’ve Got Mail Warner myndir Gaman
11. NY 1 One Tough Cop Myndform Spenna
12. 8. 7 Night at the Roxbury CIC myndbönd Gaman
13. 10. 6 Thin Red Line Skífan Drama
14. 9. 3 Rushmore Sam myndbönd Gaman
15. 15. 2 Little Voice Skífan Gaman
16. 14. 5 1 Still Know What You Did Lost Summer Skífan Spenna
17. 11. 3 Free Money Myndform Gaman
18. Al 4 Permonent Midnight Sam myndbönd Drama
19. NY 1 Earthly Posession Bergvík Drama
20. 17. 3 How Stella Got Her Groove Back Skífan Gaman
BIMI II11I II TTI I I I1111■»■I»111fl»IIM I
Gibson situr sem fastast ”
MEL Gibson er vinsæll, hvort sem
hann leikur vonda karlinn eða góð-
mennið. Mynd hans Payback, eða
Hefnd heldur toppsætinu á Mynd-
bandalistanum aðra vikuna í röð og
sömuleiðis heldur Robin Williams
öðru sætinu með myndinni Patch
Adams. Fimm nýjar myndir eru á
lista vikunnar og sú sem stekkur
hæst er She’s All That og hafnar í
þriðja sæti. Hún er nokkurs konar
Óskubuskusaga um feimna snót sem
fær uppreisn æru þegar aðalgæinn í
skólanum fer í veðmál við vini sina.
Danska dogma-myndin Festen, eða
Veislan var ný á lista í 13. sæti í síð-
ustu viku en gerir sér lítið fyrir
þessa vikuna og hoppar upp í það
fjórða enda albragðs góð og vel leik-
in mynd á ferð sem lætur engan
ósnortinn. Hin umdeilda Lolita er ný
á lista vikunnar og hafnaði í sjötta
sæti listans. Hún fjallar um ást mið-
aldra karlmanns til barnungrar
stúlku en myndin hefur vakið hörðy
viðbrögð áhorfenda um heim allan.
Hljómsveitin Brain Police bar sig-
ur úr býtum þetta árið og fá þeir
Hörður Stefánsson bassaleikari,
Vagn Leví söngvari og gítarleikari,
Jón Bjöm Ríkharðsson trommuleik-
ari og Gunnlaugur Lárusson gítar-
leikari 150 hljóðverstíma í Hljóðveri
60b og útgáfu á breiðskífu frá Gjorby
Records. Auk þess verður gefinn út
safndiskur með þeim hljómsveitum
sem lengst náðu í keppninni eins og
gert hefur verið undanfarin tvö ár.
„Við erum mjög ánægðir, við
bjuggumst ekki við því að vinna,“
sagði Vagn Leví og var greinilega
hrærður. „Það voru nokkrar mjög
góðar hljómsveitir þarna svo að það
kom okkur á óvart að vinna.“
-Hvenær var hljómsveitin stofn-
uð?
„Hún byrjaði að starfa í fyrra og
ég var með þeim í rúman mánuð en
varð þá að hætta. Þeir reyndu síðan
að finna sér annan söngvara en í lok
júní hafði það ekki enn gengið upp
þannig að þeir töluðu aftur við mig
og ég ákvað að slá til og vera með.“
Brain Police á tvö lög á safnplöt-
unni MSK sem kom út nú í ágúst og
fékk sveitin ágæta dóma fyrir fram-
lag sitt þai’ auk þess sem gagn-
rýnendur fóru lofsamlegum orðum
um sveitina er hún kom fram á einu
af Stefnumótum Undirtóna.
- Hvernig tónlist eruð þið að
spila?
„Hún flokkast sennilega undir
svokallað „Stone Air“-rokk. Það eru
samt aðallega hinir meðlimir sveitar-
innar sem hlusta á þannig tónlist að
staðaldri," segir Vagn og hlær. „En
þetta gengur vel hjá okkur, gekk
upp.“
- Hvaðan eruð þið?
„Við búum allir í Reykjavík en eig-
um rætur okkar að rekja út á land.
Ég er frá ísafirði, Jón Björn frá Dal-
Elvar Jónsson, Marinó Gunnars-
son, Bryndís Erlingsdóttir, Lilja
Gunnarsdóttir, Emma Hanna
Einarsdóttir og Eyjólfur Gíslason
mættu á Rokkstokk-keppnina.
vík, Hörður er frá Húsavík og Gunn-
laugur er frá Akureyri."
- Hvað með verðlaunin ?
„Við fengum 150 stúdíótíma og við
ætlum að fara í hljóðver sem fyrst að
taka upp. Þessir timar eiga að nægja
til að taka upp breiðskífu og við eig-
um nokkur lög en fórum örugglega
núna að semja meira. Þannig að það
má jafnvel búast við breiðskífu frá
okkur næsta vor.“
Fjölbreytt tónlist
Dómnefnd skipuðu Júlíus Guð-
mundsson, Þráinn Árni Baldvinsson
gítarleikari Klamediu X og Börkur
Hrafn Birgisson gítarleikari Jagúar.
„Það voru ólíkar hljómsveitir og
mikil fjölbreytni í tónlistinni á Rokk-
stokk í ár,“ segir Þráinn. „Það
kepptu t.d. krakkar sem voru á aldr-
inum 11-13 ára sem var alveg frá-
bært og það hefði verið gaman að
geta gefið þeim einhver hvatningar-
verðlaun. Þau stóðu sig svo vel.“
Auk þess að velja sigurveitina
verðlaunaði dómnefndin einstaka
hljóðfæraleikara. Tvær sveitir stóðu
uppi sem sigurvegarar í því vali er
þrír hljóðfæraleikarar úr hljómsveit-
inni Bris og tveir úr Ópi tóku til sín
öll verðlaunin. Guðmundur Þorvalds-
son var valinn besti gítarleikarinn,
Jón Geir Jóhannsson besti trommu-
leikarinn og Snorri Pedersen besti
söngvai’inn en þeir eru allir í Bris.
Besti bassaleikarinn var Arnar
Hreiðarsson og besti hljómborðs-
leikarinn, sem lék reyndar á Hamm-
ond, var Þráinn Óskarsson en þeir
félagar eru báðir í Ópi.
í nýju starfi - HausUitir i garðinum - Nýr still
Sjávarréttagratín og nautasteik - „Spariskornir léku mig grátt“
Pósturinn Umburðariynói - Litii prinsinn