Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 62

Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM , Sýndar- mennskan áhugaverð A Leikarann Reine Brynolfsson hefur maður séð í mörgum og misjöfnum mynd- ------------7---------- um og nú seinast í Ungfrúnni góðu og húsinu. Reine sagði Hildi Loftsdóttur frá -------------7--------- ævintýrum sínum á Islandi og víðar. Hans búðarmaður fer einförum og er áhorfandi. > .. ISÖGUNNI um Ungfrúna góðu og húsið finnst mér mjög áhugavert það andlit sem fólk verður að halda, þessi siðferðilega rétta hegðun, þessi sýnda- rmennska sem er við lýði í þorpinu og hvernig fólk getur svo þjáðst á bakvið það upplit sem það gefur út við. Sagan tekur mjög vel á þessu og mér finnst hún einstaklega góð,“ segir Reine þegar hann er inntur eftir því hvað hafi heillað hann við lestur handritsins að myndinni. Skrýtinn á mannlegan hátt Reine leikur búðarlokuna Hans, einfarann í þorpinu. „Hans er sér- lundaður, heldur sig útaf fyrir sig, en veit allt um fólkið í þorpinu og hvað er að gerast. Hann ber sterk- ar tilfinningar til Rannveigar, sem Ragnhildur Gísladóttir leikur, en hann myndi aldrei gera neitt í því og lifir áfram sínu einmanalega lífi,“ segir Reine um persónuna sína. - Var þetta erfítt hlutverk? „Þetta er mjög vel skrifuð pers- óna, bæði í smásögunni og í hand- ritinu, og mér fannst þetta mjög skemmtilegt hlutverk, en ekki vandkvæðalaust. Við Guðný spjöll- uðum mikið um það ná honum rétt, því hann er skrítinn en samt á mjög mannlegan hátt; skrýtinn en með hjarta og það var mjög áríðandi að ná honum þannig. Svo er hann líka mjög þögul persóna. Hann er áhorfandi; sér allt og geymir það >með sér.“ - Þú segir ekki margt í mynd- inni, en það litla sem þú segir er á íslensku. „Já, ég reyni að tala íslensku. Mér finnst íslenska yndislegt tung- umál sem mig langar mikið til að kunna, en ég hef ekki haft tækifæri til að læra það. Ég lék í annarri Reine fannst yndisleg lífsreynsla að dvelja þrjár vikur í Flatey. Rannveig vekur sterkar tilfinningar hjá Hans. mynd á íslandi, í skugga hrafnsins, og þá reyndi ég líka að tala íslensku, - en ég læri bara línurnar rnínar." Gott andrúmsloft í hvívetna - Hvað heillaði þig mest við að vinna að þessari mynd? „Fyrir utan það hversu góð sagan er fannst mér frábært að hún skyldi vera tekin í Flatey. Að fá að dvelja þar með góðu fólki og takast á við það verk- efni að skapa þetta sérstaka and- rúmsloft, sem ríkir þar sem allt er svona einangrað. Mér fannst mjög gott að vinna með Guðnýju sem leikari. Hún er mjög örugg, veit ná- kvæmlega hvað hún vill og skapaði sérlega gott og þægilegt andrúms- loft á vinnustaðnum." - Hvernig var að dvelja á eyjunni íþrjárvikur? „Það var mjög ánægjulegur tími. Mér finnst ísland yndislegt og ég hafði ekki komið til íslands síðan ég vann við í skugga hrafnsins. Mig hefur alltaf langað að koma aftur og varð mjög glaður þegar ég fékk tækifæri til þess. Það var líka mjög gaman að þekkja Tinnu og Egil, sem ég vann einnig með í hinni myndinni og vinna með þeim STEIIMIIXIGARLIM Margir irtir FLOTMÚR 5 tegundir UTIPUSSNING Margir litir - 3 tegundir INNIPÚSSNING - RAPPLÖGUN Úti og ,nn, Síðan 1972 m LÉTTiÐ uinnuna og ARGFALDIÐ afköstin með notkun ELGO múrdælunnar! Leitið tilboða! ■■ ■I steinprýði Stangarhyl 7 - P.O. Box 12072 - 132 Reykjavík Sími 567 2777 - Fax 567 2718 jbf Hans veit allt um fólkið í þorpinu, og geymir það með sér. aftur. Svo er bara landslagið og andrúmsloftið á Islandi alveg ynd- islegt.“ - Var það ólík reynsla frá tökun- um á „I skugga hrafnsins"? „Já, „Skugginn" var mjög sér- stök lífsreynsla, eiginlega hálfgert ævintýri og eins nálægt kúreka- mynd og við getum komist," segir Reine og hlær. „Það er svo gaman að ríða hesti, vera í bardögum og allt hvað eina, frekar eins og að leika sér. Já, þetta er allt búið að vera mjög gaman og ég myndi hve- nær sem er leika aftur í íslenskri bíómynd ef ég fengi tækifæri til þess.“ Reynslumikill leikari Ríkharður III hans Shakespear- es er hlutverkið sem Reine er að æfa þessa dagana fyrir leikhúsið. Honum finnst það spennandi að því leyti að hann segist aðallega hafa leikið í samtímaverkum hingað til. Reine var mikið í sænskum dags- blöðum á seinasta ári, þegar hann tók þátt í mjög sérstæðri uppsetn- ingu á verki helsta leikritahöfundar og leikstjóra Svía um þessar mund- ir, Lars Lorén. Tveir sænskir fang- ar sögðust hafa sérlega mikinn áhuga á leiklist og Lars var fenginn til að skrifa leikrit og fjallaði það um blaðamann sem fór í fangelsi að heimsækja tvo fanga. Reine fékk hlutverk blaðamannsins og verkið var sett upp í fangelsinu. Þegar góðar sögur fóru af verkinu átti að leika það utan fangelsisins. En þeg- ar að sýningunni kom, fundust fangarnir hvergi, heldur höfðu þeir stolið vopnum, rænt banka og drepið tvo lögregluþjóna. Og eftir- málinn varð að sjálfsögðu mikill. „Þetta var mjög sérstök og öfga- full lífsreynsla á margan hátt, með öllu því sem gerðist,“ segir Reine. „Uppsetningin sjálf var mjög skemmtileg og áhugaverð leikhús- reynsla og þá sérstaklega að vinna með Lars sem er besta leikrita- skáld sem við höfum átt í mjög langan tíma. En endirinn á þessu var náttúrulega hræðilegur." Reine er stöðugt að leika í kvik- myndum og á eftir „Ungfrúnni" lék hann í myndinni „Knock Out“ undir leikstjórn Agnetu Fageström, sem ætti að koma í bíóhúsin næsta vor. - Hvernig var að leika í „Les Misérables“ eftir Bille August? „Það var eitt ævintýrið í viðbót. Alveg ný og mjög sérstök lífs- reynsla að vinna við svona stóra Hollywood-framleiðslu, með alla þessa peninga og öllu þessu fólki,“ segir geðþekki leikarinn Reine Brynolfsson. „Annað ævintýri sem ég væri til í að endurtaka." Síðustu hraðlestrarnámskeiðin.... á öldinni hefjast 11. og 26. október. Ef þú vilt bæta árangur í námi og starfi skaltu skrá þig strax. Margfaldaðu afköstin! HRAÐLESTRARSKÓLINN Sími: 565-9500 Fax: 565-9501 www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.