Morgunblaðið - 13.10.1999, Page 16

Morgunblaðið - 13.10.1999, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Grasagarðurinn hlýtur viðurkenningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Flóra lands- ins orðin fjölbreyttari Laugardalur GRASAGARÐURINN í Laugardal hlaut á dögunum viðurkenningu Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæð- inu fyrir merkt framlag til um- hverfis-, útivistar- og skipu- lagsmála. Viðurkenningin er veitt árlega og hafa yfir 20 ein- staklingar, stofnanir og sveit- arfélög hlotið þessa viður- kenningu. I garðinum er að finna yfir 4.000 tegundir er- lendra gróðurtegunda auk þess sem garðurinn geymir um 350 íslenskar tegundir. Eitt meginmarkmiðið með starfseminni er að kanna hvaða gróðurtegundir geta þrifist hér á landi og hafa fjöl- margar vinsælar garðplöntur og trjágróður í íslenskum görðum komið upphaflega úr Grasagarðinum. Upphaf garðsins má rekja til ársins 1961 þegar hjónin Katrín Viðar og Jón Sigurðs- son skólastjóri gáfu borginni 200 lifandi íslenskar plöntur sem þau höfðu safnað víðs vegar um landið og plantað við sumarbústað sinn við Þing- vallavatn. Þótti eðlilegast að varðveita safnið í Laugardal og fól Hafliði Jónsson, þáver- andi garðyrkjustjóri, Sigurði Albert Jónssyni safnið til varðveislu með þeim orðum að í framtíðinni ætti hann að auka við safnið og byggja utan um það grasagarð. Sigurður, sem verður sjötugur 25. októ- ber nk., hefur síðan þá verið forstöðumaður garðsins en lætur nú af störfum um næstu áramót. I upphafi fékk Sigurður til umráða 700 fermetra skika en í dag er garðurinn um tveir og hálfur hektari að stærð. Garð- urinn gegnir margþættu hlut- verki í dag. Þangað er safnað íslenskum jurtum og þær hafðar til sýnis. í safninu eru nú um 300-350 tegundir af u.þ.b. 485 háplöntum sem telj- ast til íslensku flórunnar. Eitt af meginmarkmiðum er síðan að kanna hvaða erlendar plöntur og tré geta þrifist við íslenskar aðstæður. Sigurður segir starfsfólkið sífellt vera að gera tilraunir með hvaða plöntur lifi hér á landi. Arang- urinn sjáist vel núna þegar komnar séu á legg yfir 4.000 erlendar tegundir í garðinum. Morgunblaðið/Eiríkur P. Grasagarðurinn í Laugardal er sannkallaður sælureitur fyrir unnendur útivistar og gróðurs. Sigurður Albert Jónsson hefur verið forstöðumaður Grasagarðsins frá upphafi. Garðurinn hlaut nýlega viður- kenningu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og fékk af því tilefni verðlaunagrip sem listamennirnir Kolbrún Björgúlfsdóttir (Kogga) og Magnús Kjartansson hönnuðu. Gripurinn sést á myndinni og á að tákna samspil mannsins við umhverfi sitt og náttúru. Hann segir að fáliðuð íslensk flóran sýni fyrst og fremst hve landið sé einangrað, en ís- lenskar tegundir eru innan við 500 með grösum og arfateg- undum. Margir leggja leið sína í garðinn Sigurður segir að garðurinn fái fræ víða að, enda fara fram fræskipti við rúmlega 400 að- ila erlendis, grasagarða, skóg- ræktarstofnanir og aðra sem vinna að ræktun víðs vegar í heiminum. Gerðar hafa verið tilraunir með yfir 10.000 plönt- ur og segist Sigurður hafa upplifað ýmislegt í þeim efn- um. Margar jurtirnar drepast fljótt, en Sigurður segir að hver planta sem lifir sé viss sigur í þeirri viðleitni að auka plöntulífið hérlendis. Óhætt er að segja að Grasa- garðurinn sé gott athvarf fyrir þá sem vilja njóta útivistar innan um fjölbreyttan gróður í kyrrlátu umhverfi. Að sögn Sigurðar er mikil aðsókn að garðinum og þá sérstaklega yfir sumartímann. A veturna koma einnig margir og hafa með sér nesti til að snæða í garðskálanum sem er opinn allt árið. í skálanum eru rúm- lega 100 plöntutegundir, aðal- lega tré, runnar og klifur- plöntur sem eiga það sameig- inlegt að þola ekki íslenskan vetur. í dag starfa við Grasagarð- inn, auk Sigurðar, Jóhanna Þormar, Ingunn Óskarsdóttir, Jakobína Kristjánsdóttir og Auður Óskarsdóttir garð- yrkjufræðingar ásamt Dóru Jakobsdóttur líffræðingi. Nú er starfsfólkið að safna fræj- um, bæði innan og utan garðs- ins, sem síðan eru þurrkuð og sett í geymslu. Þá er útbúin skrá yfir fræin sem aðiir grasagarðar panta úr. Grasa- garðurinn fær sams konar skrár erlendis frá og pantar starfsfólkið fræ víðs vegar að, sem sáð verður í Grasagarðinn á næsta ári. Þá reynir á hvort að plantan lifu- af íslenskt veð- urfar. Skipt um gras á KR-velli Vesturbær VERIÐ er að skipta um gras á KR-vellinum þessa dagana. Lúðvík Jónsson vallarstjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að grasið á vellinum hefði verið orðið lélegt og tími hefði verið kominn til að skipta. Gamla grasið var því tætt upp með jarðvegstætara og nýtt gras á rúllum fengið til að selja á í staðinn. Lúðv/k segir að það þurfi stöðugt að vera að dytta að knattspymuvöllum en það sé þó ekki oft sem skipt sé um allt grasið á þennan hátt. Fjo-ir nokkmm ámm hafi verið fengið nýtt gras á miðju vallarins en það hafi ekki dugað til og því hafi verið ákveðið að skipta um allt grasið núna. Völlurinn var líka missiginn og í leið- inni verður hann réttur af. Vellirnir tveir sem yngri flokkarnir æfa á vom teknir í gegn á þennan hátt í vor og í sumar og er því bara stóri völlurinn eftir. Hann segir framkvæmdir ganga vel þó Morgunblaðið/Rax að rigningin sé nú samt svo- lítið ergjandi. Heilbrigðisráðuneytið, borgin og SÁÁ í samstarf um forvarnarstarf 1 vesturbæ Samvinna er mikilvæg í öllu forvarnarstarfí Vesturbær Morgunblaðið/Árni Sæberg Helgi Hjörvar forseti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar, Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra og Einar Gylfí Jónsson forvarnarfulltrúi SÁÁ undirrituðu í gær sam- starfssamning um forvarnarstarf í vesturbænum. FORVARNARDEILD SÁÁ og heilbrigðisráðaneytið bjóða sveitarfélögum sam- vinnu í forvamarstarfi fyrir börn og unglinga. Mörg sveitarfélög víðsvegar um landið hafa tekið þátt í sam- vinnu af þessu tagi og í gær undirrituðu Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra, Helgi Hjörvar forseti borgarstjómar Reykjavíkur og Einar Gylfi Jónsson for- vamarfulltrúi SÁA samning um slíkt samstarfsverkefni í vesturbæ. Hverfisbundið samstarf um forvarnir hefur áður gef- ist vel og er verkefnið Gra- varvogur í góðum málum, sem hófst haustið 1996 dæmi um verkefni sem skil- aði góðum árangri. Markmið verkefnisins í vesturbænum eru meðal annars þau að hverfið marki sér heildstæða og margþætta stefnu í for- vörnum og að forvarnir verði efldar á forsendum hverfisins með samstarfi þeirra aðila sem sinna mál- efnum barna og unglinga þar. Einnig að sú þekking sem hljótist af handleiðslu SÁÁ nýtist til áframhald- andi þróunar forvarnar- starfs og að fram fari mat á árangri fornvarnarstarfsins sem verði svo grundvöllur til endurbóta. Umburðarlyndi gagnvart u nglingadrykkj u Stýrihópur verkefnisins hélt námsstefnu í gær þar sem meðal annars voru kynntar niðurstöður stöðu- mats sem fór fram í hverfinu á þessu ári. I stöðumatinu var meðal annars talað við fulltrúa skólanna, heilsu- gæslunnar, kirkjunnar, fé- lagsþjónustunnar, lögregl- unnar, ITR, Rauða krossins, skátanna, KR og foreldra og þeir beðnir um mat sitt á stöðu þessara mála í hverf- inu. Guðrún Arna Gylfadóttir forstöðumaður í Frosta- skjóli er verkefnisstjóri stýrihópsins og sagði hún í samtali við Morgunblaðið að helstu niðurstöður þessa stöðumats væru þær að vandinn virðist ekki al- mennt vera þekktur. „Það kom í ljós að vandinn er ekki almennt þekktur í hverfinu og því er mjög mik- ilvægt að fræða bæði ung- linga og fullorðna. Við- horfskönnun leiddi í ljós að nokkuð umburðarlyndi virð- ist ríkja gagnvart neyslu- venjum unglinga á áfengi." Hún segir ennfremur að meðal þeirra aðila sem rætt var við sé sterkur vilji fyrir því að breyta viðhorfi til unglingadrykkju. Einnig virðist þeir hafa góða þekk- ingu á forvamarverkefnum og vilja til að framkvæma slík verkefni. Á námsstefnunni var framkvæmd verkefnisins rædd og var ákveðið að þrír þættir verði teknir sérstak- íega til athugunar í upphafi. I fyrsta lagi það umburðar- lyndi sem virðist ríkja gagn- vart unglingadrykkju, í öðru lagi eftirlitsleysi með böm- um og unglingum og í þriðja lagi auðvelt aðgegni ung- linga að áfengi. Guðrún seg- ir samvinnu af þessu tagi gífurlega mikilvæga í öllu forvarnarstarfi og segist hún bjartsýn á að góður ár- angur hljótist af verkefninu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.