Morgunblaðið - 13.10.1999, Side 23

Morgunblaðið - 13.10.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 23 Þrír sérfræðingar í peningamálum seg;ja nauðsynlegt að stöðva þensluna Viðskíptahallinn drifínn áfram af einkageiranum TÓMAS Ottó Hansson, forstöðu- maður rannsókna hjá Islandsbanka F&M, segir það nýja sögulega stað- reynd að viðskiptahallinn við útlönd sé drifinn áfram af einkageiranum í raunverulegu markaðsumhverfi. Þetta kom fram í erindi Tómasar á hádegisverðarfundi Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga í gær, þar sem ræddar voru ýmsar hliðar hagstjómar á þenslutímum. Auk Tómasar héldu erindi Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, og Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. „Til samanburðai’ var mikill við- skiptahalli fyi’ir um aldarfjórðungi samfara verulegum halla í rekstri hins opinbera og ójafnvægi á fjár- magnsmarkaði vegna miðstýrðrar vaxtaákvörðunar en sá tími markaði upphafið að verðbólguáratugnum,“ sagði Tómas í erindi sínu. Tómas ræddi um erlenda skulda- byrði hins opinbera. ,A sama tima og viðskiptahallinn er mikill eru ís- lensk stjórnvöld að komast i hóp landa með minnsta skuldabyrði." Tómas sagði þetta áhugaverða stað- reynd fyrir þær sakir að á Islandi væri lífeyrissjóðakerfið mun betur statt en víða erlendis þar sem skattekjur framtíðar þurfi að standa undir lífeyri. „Slæm staða í ríkisfjármálum landanna í kringum okkur hefur líklega aukið spamað- arhneigð og hugsanlega má rekja minni sparnaðarhneigð almennings hér á landi til góðrar stöðu.“ Þar vísaði Tómas bæði til stöðu lífeyris- sjóða og ríkissjóðs. „Eg vil einnig nefna að sumir telja að ójafnvægi á milli spamaðar og neyslu heimilanna megi að ein- hverju leyti skýra með aldurssam- setningu íslendinga. Þjóðin telst nokkuð ung miðað við nágranna- þjóðimar og því gæti spamaður ver- ið minni fyrir þær sakir. Annað sem ég vil nefna í þvi sambandi er aukin menntun. Hún eykur að meðaltali væntingar um tekjur í framtíðinni auk þess sem hún dregur úr átt- hagafjötram varðandi tekjuöflun." Aukið fjármálaeftiriit Tómas ræddi áhrif sveiflna á er- lendum fjármagnsmörkuðum á ís- lenskar fjármálastofnanir. „A síð- ustu þremur árum hafa í raun tvær fjármálakreppur gengið yfir alþjóð- legan fjármagnsmarkað. Þrátt fyrir það hefur gengið vel að afla lang- tímalánsfjár þó kjörin hafi eitthvað hækkað. Þetta skýrist af góðri stöðu íslenskra fjármálastofnana, sem fengið hafa góða einkunn al- þjóðlegra matsfyrirtækja auk þess sem staða efnahagslífsins og ríkis- sjóðs er sterk,“ sagði Tómas. Að hans mati er ljóst að óvissa um framtíðarskipulag á fjármagns- markaði hefur skapað spennu þar. „Það hlýtur að vera meginmarkmið stjórnvalda að koma á varanlegu skipulagi á fjármagnsmarkaði sem fyrst. Þar vil ég nefna einkavæð- ingu og samrana viðskiptabanka, skýrara hlutverk Seðlabanka með nýjum lögum, endurskoðun á hlut- verki stjórnvalda á húsnæðismark- aði og eflingu fjármálaeftirlits. Meðvitað og eðlilegt fjármálaeftirlit er nauðsynlegt, fremur en að það fari fram á rangan hátt. Megin- markmiðið er að styrkja enn stoðir íslenska fjáimálakerfisins," sagði Tómas. Lítil verðbólga í viðmiðunarlöndunum Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunai’, ræddi í erindi sínu m.a. um jafnvægisvöxt þjóðar- búsins. „Langtímahagvaxtargeta þjóðarbúsins er öragglega undir 5%. Hagvöxturinn er um þessar Morgunblaöiö/Ásdís Tómas Ottó Hansson, forstöðumað- ur rannsókna hjá Islandsbanka F&M: „Efling fjármálaeftirlits er nauðsynleg." mundir meiri en samræmist jafn- vægi í þjóðarbúskapnum en það er jafnframt ei’fitt að segja nákvæm- lega til um hver jafnvægishagvöxt- urinn er. Hann er þó augljóslega minni en vöxturinn er nú. Aðalatrið- ið er að ná vextinum niður um tíma. Ég hef ekki trú á nýjum hagkerfis- kenningum sem boða skilyrði sem leitt gætu af sér 5% hagvöxt til frambúðar. Við höfum ekki slíkt svigrúm," sagði Þórður. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar gerði verðbólgu í viðmiðunarlönd- unum að umtalsefni en í OECD- löndunum er verðbólga hvergi meiri en 3%. Þórður vísaði til leiðara Fin- ancial Times þar sem fram kemur að stærstu hagkerfi heimsins hafi náð verðstöðugleika og þar ríki lægsta verðbólga síðan á sjötta ára- tugnum. „Ef verðbólga hér á landi verður til lengdar yfir 3% eram við einfaldlega ekki lengur í sömu deOd og þessi ríki og það eigum við ekki að sætta okkur við,“ sagði Þórður. Hann talaði um fjóra mælikvarða á þenslumerki: Verðþróun, vinnu- markað, peningaþróun og viðskipta- jöfnuð. „Þenslumerkin eru ótvíræð á alla mælikvarða,“ sagði Þórður. Auk verðbólgunnar ræddi Þórður minnkandi atvinnuleysi og aukin út- lán og sagði viðskiptahallann afleið- ingu þenslunnar sem verið hefur. „Það er nauðsynlegt að stöðva þessa þróun,“ sagði Þórður. Kjarasamningar stór þáttur í verðbólguþróun Þórður talaði um lánsfjárjöfnuð ríkissjóðs og sagði æskilegt að stefna að meiri afgangi á ríkissjóði en gert er. „Pólitískur veruleiki vinnur hugsanlega gegn þessum hagrænu rökum. Það er erfitt fyrir stjórnmálamenn að sannfæra sig og aðra um að nauðsynlegt sé að herða aðhaldið í ríkisfjármálum." Þórður sagði lánsfjárjöfnuðinn nú notaðan í að greiða innlend lán en æskilegt væri að greiða niður erlend lán til að taka fjármagnið úr umferð. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka íslands, gerði m.a. grein fyrir stefnunni í peninga- málum og gerði þrjár mismunandi verðbólguspár fyrir árið 2000 þar sem breytumar vora mismunandi launahækkanir í febrúar, gengi krónunnar, kaupmáttur og raun- gengi. Miðað við 4% launahækkun og óbreytt gengi yrði verðbólga milli áranna 1999 og 2000 4% og kaupmáttur myndi aukast um 2%. Ef samið yrði um 8% launahækkun og 3% gengissig yrði í framhaldinu, færi verðbólgan upp í 6% á milli ára en ef launahækkanir yrðu 2% myndi verðbólgan verða rúmlega 3%, að sögn Más. Ekkert gerðist þrátt fyrir viðvaranir Már sagði viðvaranir Seðlabank- ans í haustskýrslu 1998 hafa verið sterkar og að fundir hafi verið haldnir með forsvarsmönnum lána- stofnana. „Það gerðist ekkert í framhaldinu og því var lausafjár- kvöðin sett á, auk þess sem Seðla- bankinn hefur hækkað vexti þrisvar á þessu ári um samtals 1,8 pró- sentustig og era 9% nú.“ Már sagði áhrif þessa á útlánaaukningu blend- in. „Við höfum þó vísbendingu um að nú fari að draga úr aukningunni. Það er mikilvægt að útlánageta lánastofnana í eigu ríkisins verði ekki aukin með eiginfjáraukningu og hvati til útlánaaukningar minnki." Aðstoðarforstjóri Kaupþings Ekki flög'gun- arskylt HREIÐAR Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Kaupþings hf., segir það ekki rétt sem kemur fram í 'Æíimm fréttum Búnaðarbankans Verðbréfa á mánudag og birtist í Morgun- blaðinu í gær að flöggunar- reglur hafi verið brotnar í hlutafjárútboði Össurar hf. sem Kaupþing hafði umsjón með. Enginn einn viðskipta- vinur með yfir 5% „Útboðs- og skráningarlýs- ingin var samin í samræmi við reglur Verðbréfaþings Is- lands. Samkvæmt upplýsing- um frá Kaupthing Luxembo- urg SA. á enginn einn við- skiptavinur Kaupthings Lux- embourg meira en 5% í félag- inu enda væri þá skylt að flagga þeim eignarhluta," seg- ir Hreiðar Már. í VUimm fréttum Búnaðar- bankans kemur fram að at- hygli hafi vakið að í útboðslýs- ingu kom fram að Kaupthing Luxembourg SA. var skráð fyrir 8% hlut. Ekki hafi feng- ist uppgefið hver raunveru- legur eigandi að þeim hlut er þrátt fyrir að samevrópskar flöggunarreglur kveði á um að eignist aðili yfir 5% í félgi beri að tilkynna slíkt. STOR OG GOÐ VIN N U AÐSTAÐA ÞARF £KKI AÐ KOSTAÞIG MIKIÐ «IM—I Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 27.724 kr. á mánuSi Fjármögnunarleiga Utborgun 312.449 kr. 19.269 kr. á mánuði Rekstrarleiga er miðuft við 36 mánufii og 20.000 km á ári. Fjármögnunarieiga er miðuð viS 5 ár og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk. ieggst ofan á leigugreiðslur en viSkomandi fær hann endurgreiddan sé hann meS skattskyldan rekstur. Öll verS eru án vsk. Grjótháls 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1225/575 1226 ATVINNUBILAR FyRiRTftKJAÞJÓNUSTA HYunDni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.