Morgunblaðið - 13.10.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 27
LISTIR
Notkun ljóss
og lita
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Benedikt Gunnarsson með gestum sínum í Gerðarsafni
BENEDIKT Gunnarsson mynd-
listarmaður bauð gestum í
Gerðarsafni sl. sunnudag upp á
leiðsögn um sýningu sína Sköp-
un, líf og ljós sem lauk þann
dag.
Töluverður hdpur gesta þáði
boðið og fylgdi Benedikt um
sýninguna. En listamaðurinn
fræddi gesti um tilurð verk-
anna, inntak þeirra og tækni-
þætti eins og efnisnotkun, auk
þess að drepa niður í listasög-
unni með umræðu um bæði
Rembrandt og Michelangelo.
I umfjöllun sinni fræddi
Benedikt þannig gesti um
hvernig ákveðin hugsun lægi
oft til grundvallar verkum sín-
um, þótt hvert og eitt þeirra
tengdist síðan ákveðnu við-
fangsefni enn nánari böndum.
Hann sagði sköpunina vera eitt
slikra viðfangsefna. En sum
verka Benedikts byggja á
trúarlegum grunni og hefur
hann unnið töluvert fyrir
kirkjuna. Ein þeirra hugsana
sem gjarnan liggur til grund-
vallar verkum hans er fyrsta
Mósebók. Augnablikið þegar
fyrsta ljósið kviknar og dreifíst
síðan um himingeiminn og
verður forsenda lífs.
En þetta sagði Benedikt vera
grunnstef margra þeirra verka
sem dreifðust um salinn. Hann
sagði sköpunina þó að fínna
víðar og t.d. byði íslensk nátt-
úra með sinni sífelldu endur-
sköpun í formi eldgosa og jökla
upp á mikla fjölbreytni. Enda
gætu listamenn fundið sér fjöl-
breytt viðfangsefni í hinu stóra
sköpunarverki væru þeir á ann-
að borð vakandi.
Benedikt tók sem dæmi mynd
sína Eftir jökulhlaup. En þar
má sjá jöklana veltast úfna
fram á sanda og gefa gagnsæir
olíulitirnir myndinni sérkenni-
lega birtu. Túlkunin er siðan af
köldum klaka sem valt fram á
sandinn og bíður þess nú að
bráðna og hverfa.
Öreindabrautir og atómöldin
voru annað viðfangsefni sem
Benedikt kynnti fyrir gestum
og sagði hann það hafa reynst
sér hvati til myndsköpunar. En
í leit sinni að nýjum sjónarhorn-
um drekki hann í sig upp-
lýsingar um hönnun himins og
hafdjúpa og nái þannig vonandi
að spegla samtíðina. Það var
myndin Nótt í Hvalfjarðargöng-
um sem Benedikt sýndi gestum
sem dæmi um þessa vinnu sína
sem hann sagði einkennast af
geómetrískri abstraksjón. Við-
fangsefnið þar væri í raun andi
mannsins sem bryti sér leið í
gegnum bergið á meðan ekkert
fengfi brotið anda mannsins.
Þótt verk Benedikts ein-
kennist oft af ákveðinni ab-
straksjón, þá mara þau ekki síð-
ur á mörkum fígúratívrar
listar. Enda sagði Benedikt að
myndin Við sundin blá væri
gott dæmi um þau einkenni
myndlistar að ekki liggi alltaf
allt ljóst fyrir, heldur verði
menn stundum að geta í eyð-
urnar.
Notkun Ijóss og lita voru
listamanninum þó ekki síður
hugleikið umræðuefni í leið-
sögn sinni en hans eigin verk.
En að mati Benedikts vinna
listamenn stöðugt með ljós í lit-
anotkun sinni. Og Ijós og liti
segir hann það samtengda hluti
að án þeirra væri í raun ekkert
líf.
LEIKHÖFUNDUR
ÞÓR TULINIUS
TÓNLIST) GUÐNI FRANZSON
TÓNLIST) HALLUR INGÓLFSSON
TÓNLISt) SKÁRREN
EKKERT
Afslðttur fyrir Námu- og Vörðufélaga Landsbankans og TALsmenn ( T3L Tónlistin úr sýningunni verður fáanleg á geisladiski
Landsbanki íslands
AÖalsamstarfsaðili
íslenski dansflokkurinn
Borgarleikhúsinu
www.id.is
Miðasala
568 8000
Frumsýning
á morgun
næstu sýningar:
fðstudagur 32. október
sunnudagur 24. oktöber
takmarkaður sýningafjöltll
íd