Morgunblaðið - 13.10.1999, Page 44
-Aj MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HARALDUR
* HERMANNSSON
+ Haraldur Her-
mannsson fædd-
ist að Klungur-
brekku í Stóra-
Langadal á Skógar-
strönd 16. júlí 1928.
Hann lést í Land-
spítalanum þriðju-
daginn 5. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Hermann
^piafsson frá Ólafsey
á Hvammsfirði, f.
18. september 1897,
d. 1. nóvember
1960, og Halldóra
Daníeisdóttir frá Klettakoti,
Stóra-Langadal á Skógarströnd,
f. 1. júní 1899, d. 10. ágúst 1991.
Systkini Haraldar eru: Unnur
Lilja, f. 29. apríl 1924; tvíburar
fæddir 8. september 1925, d. 8.
september 1925 og Anna Elín, f.
28. júlí 1938.
Haraldur kvæntist 16. desem-
ber 1951 eftirlifandi konu sinni,
Pálínu Kjartansdóttur, f. 12.
mars 1931. Foreldrar Pálínu
Halli, tengdafaðir minn, var
fæddur að Klungurbrekku í Stóra-
Langadal á Skógarströnd. Þar af-
marka Narfeyrarfjall dalinn að
vestan, en Grásteinsfjall að austan.
I botni dalsins rísa Ljósufjöll með
tindana Hest, Stóru- og Litlu-
Skyrtunnu. Dalurinn opnast út í
Breiðafjörð með útsýn út á
Hvammsfjörð. Á Klungurbrekku
elst Halli upp hjá foreldrum sínum,
þeim Halldóru og Hermanni, þar
sem hann lagði stund á almenn
‘^seitastörf og þótti laginn við dýr.
Snemma komu í Ijós þeir hæfi-
leikar Halla sem má kalla hugvit og
handlagni. Hann lagði t.d. rafmagn
frá vindmyllu bæði í fjósið og bæ-
inn. Þessa hæfileika sótti hann
bæði í föðurætt sína og ekki síður í
móðurætt, en móðurbróðir hans
Óskar og sonur hans Skarphéðinn
voru sannkallaðir hagleiksmenn.
Þegar Halli er 18 ára bregða for-
eldrar hans búi og flytja til Reykja-
víkur og skömmu síðar hóf Halli
nám í rafvirkjun og lýkur sveins-
prófi vorið 1951. Fljótlega fer Halli
að sérhæfa sig í uppsetningu og
viðhaldi röntgentækja, fyrst á veg-
um Rafvers hf. sem hann var einn
stofnendum að og síðar sem
starfsmaður tæknideildar Land-
spítalans. I þessu starfi nutu eðlis-
kostir Halla sín vel, enda hef ég
heyrt að fáir hafi staðið honum á
sporði. Árið 1978 verður Halli fyrir
miklum heilsubresti er hann fær
slæmt hjartaáfall. Hann fer til
Bandaríkjanna í hjartaaðgerð og
kemst til nokkuð góðrar heilsu en
þrek hans skertist þó mikið.
Sama ár og Halli lýkur sveins-
prófi kvænist hann Pálínu Kjartans-
dóttur sem varð llfsförunautur hans
Skilafrestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi), er
skilafrestur sem hér segir: í
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir hádegi
á föstudag. í miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og
laugardagsblað þarf greinin að
, ^berast fyrir hádegi tveimur
1 ^zirkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir að
útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er
takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna
' *%kilafrests.
voru hjónin Kjartan
Guðjónsson frá
Svarfhóli, Geiradals-
hreppi, A-Barða-
strandarsýslu og
Bergþóra Skarphéð-
insdóttir frá Gunn-
arseyri, Skötufirði v.
Isafjarðardjúp. Börn
Haraldar og Pálínu
eru: 1) Halldóra,
skrifstofumaður, f.
30.9. 1951, gift
Ingólfi Arnarsyni,
tannlækni. Dóttir
Halldóru er fna
Hrund. Sonur ínu
Hrundar: Brynjar Ingi Antons-
son. 2) Sigrún, skrifstofumaður,
f. 14.5. 1954, gift Jóni Ástvalds-
syni, húsasmíðameistara. Börn:
Haraldur Páll og Ólafur. 3) Berg-
þóra, leikskólakennari, f. 1.10.
1958, gift Guðmundi Ómari Þrá-
inssyni, aðstoðaryfirlögreglu-
þjóni. Börn: Þuríður, Halldóra og
Daníel Ómar. 4) Herdís, kennari,
f. 25.3. 1963, gift Birni Hjálmars-
syni, lækni. Börn: Hjálmar, Gísli
upp frá því. Samband þeirra hjóna
var einstaklega gott og samheldni
mikil. Halli var mikill fjölskyldufað-
ir og var afar annt um böm sín og
fjölskyldur þeirra. Hann var ætíð
boðinn og búinn ef á þurfti að halda.
Dóra, kona mín, spurði hann einu
sinni: „Pabbi, hvenær ætlarðu að
hætta að hafa áhyggjur af okkur
krökkunum?" Halli svaraði að
bragði: „Aldrei.“
Þegar um hægðist á heimili þeirra
Halla og Inu hóf ína kona hans nám
í Námsflokkunum, fór síðan í öld-
ungadeild Menntaskólans við
Hamrahlíð og lauk stúdentsprófi
þaðan 1991. Halli hvatti og studdi
konu sína óspart í námi en meðan
hún var í öldungadeildinni veikist
hún alvarlega en lét þó engan bilbug
á sér finna. Hún innritaðist síðan í
Háskóla íslands og hóf þar nám í ís-
lenskum bókmenntum. I legu sinni á
Landspítalanum nú undir það síð-
asta hafði Halli miklar áhyggjur af
lokaáfanga konu sinnar í námi en til
stóð að hún brautskráðist um það
leyti er hann lést. Halli hafði ætíð
yndi af góðum bókum. Hann las alla
tíð mikið og voru bækur Halldórs
Laxness honum sérstaklega hug-
leiknar. Sparsemi og nýtni voru
hans aðalsmerki. Bruðl og óhóf var
honum á móti skapi, en hann var
góður gestgjafi og sparaði í engu
þegar tilefni var til. Það lýsir Halla
vel að með því síðasta sem hann bað
Inu um var að greiða ógreidda
reikninga sem borist höfðu rétt áður
en hann lagðist á spítalann. Hann
vildi aldrei skulda neinum neitt.
Nú er Halli allur og margir eru
harmi slegnir. Mestur er þó harmur
eiginkonu hans og bama. En þegar
harmurinn dvín þá lifnar minningin
um góðan mann og skín björt og hlý
eins og sólin sem vermir bæjarhól-
inn á Klungurbrekku sumarlangt.
Ingólfur.
Tengdafaðir minn, Haraldur Her-
mannsson, hefði trúlega frábeðið
sér þessi fátæklegu minningarorð
og sagt þau óþarft umstang. Hann
var sjálfgerður maður, feiminn og
fámáll. Sjálfsagi var sterkur og
lundin ósérhlífin. Hann var spar-
samur og nýtinn. Sérlund átti hann
nokkra og var á stundum stríðinn.
Haraldur lét rétt annarra manna í
friði. Hann var hleypidómalaus þótt
hann héldi fast í gömul gildi. Sterk
náttúrugreind mætti kröfum tækni-
aldar. Hann var strangur og góður
faðir. Við fráfall föður míns gekk
hann mér í föðurstað.
Nám Haraldar og störf ljómuðu
af vandvirkni og metnaði. Fjölhæf-
ur var hann og allt lék í höndum
hans. Hann hafði næmt auga fyrir
fallegri smíð og listilegri hönnun.
Augu hans tindruðu meðan hann
handlék góða gripi, hvort sem það
og Freyr. 5) Kjartan, skrifstofu-
maður, f. 14.10. 1965, kvæntur
Sigríði E. Magnúsdóttur, hár-
snyrti. Börn: Magnús Arnar og
Bergþór.
Haraldur flutti ásamt foreldr-
um sínum til Reykjavíkur 1946
og hóf stuttu síðar nám í raf-
virkjun og lauk sveinsprófi hjá
Bræðrunum Ormsson vorið
1951. Starfaði hann hjá því fyr-
irtæki til vors 1954 er hann
stofnaði fyrirtækið Rafver hf.
ásamt bræðrunum Jóni og Ein-
ari Ágústssonum, Þórði Þor-
varðarsyni, Sigurði Sveinssyni,
nú látinn, og Guðmundi Han-
sen, nú látinn. Frá stofnun Raf-
vers hf. og fram til 1980 sá Har-
aldur um uppsetningu og við-
hald röntgentækja á sjúkrahús-
um landsins ásamt þeim Þórði
Þorvarðarsyni og Gunnlaugi
Jóhannssyni. Á árunum 1955 til
1960 starfaði Haraldur í afleys-
ingpim sem rafvirki á skipum
Eimskipafélagsins. Árið 1972
seldi Haraldur sinn hlut í Raf-
veri hf. og hóf störf á tækni-
deild Landspitaians og starfaði
þar uns hann lét af störfum síð-
ari hluta árs 1996.
Útför Haraldar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
voru margbrotin röntgentæki, hald-
gott verkfæri eða fagurt húsgagn.
Amátlegustu tæki kveiktu honum
innblástur og vilja til að koma þeim
í gagnið aftur. Hann hélt gömlum,
nánast úreltum tækjakosti gang-
andi. Fyrir næmt innsæi, samvisku-
semi og verklagni varð tengdafaðir
minn farsæll í starfi.
Stuðningur Pálínu var Haraldi
dýrmætur, því hann gekk nærri sér
með mikilli vinnu. Þau hjónin
kynntust skini og skúrum en aldrei
brá skugga á samheldni og úrræða-
semi þeirra. Hann hvatti hana með
ráðum og dáð, þegar hún hóf bók-
nám á fullorðinsárum. í illvígum
veikindalotum þeirra stóðu þau
þétt saman. Þótt ráð hefðu leyft
hætti Haraldur ekki að vinna fyrr
en heilsu hans var svo hrakað, að
ekkert varð úr hagleikssmíðum síð-
ustu æviárin. Þennan harm bar
hann í hljóði. Það átti ekki við hann
að íþyngja öðrum með sorgum sín-
um.
Haraldur hafði sívökula gát á
hjörð sinni. Verk fremur en orð
tjáðu bömum hans umhyggju og
fórnfysi. Honum leið ávallt illa ef
eitthvað bjátaði að hjá þeim og
hljóp undir bagga, þegar með
þurfti. Það virtist honum heilagt
markmið, að forða fólki sínu frá
þeirri fátækt, sem æskuárin
skenktu honum sjálfum. Sér til
handa gerði hann alla tíð hógvært
tilkall til lífsgæða. Hann tók nærri
sér að fleygja hlutum og fann gat-
slitnum munum nýtt hlutverk, til að
forða þeim frá glötun. Þá kímdi
hann yfir kænsku sinni.
Haraldur hafði tóneyra og lék á
harmóníku. Hann var bókelskur og
hafði dálæti á verkum skáldsins frá
Gljúfrasteini. Sérstaklega þótti hon-
um vænt um „Sjálfstætt fólk“ enda
andlegur skyldleiki tengdaföður
míns og Bjarts í Sumarhúsum ótví-
ræður. Sjálfstæði sitt fengu báðir
fyrir ósérhlífni, útsjónarsemi og
vinnu; óþrjótandi vinnu. Frelsið var
þeim dýrmætara en lofthæðin í
bænum. Báðum þótti nefnilega illt
að skulda og vera öðrum háðir.
Góður maður er genginn, svolítið
sérvitur og hæglátur úr hófi fram;
með hjarta úr skíra gulli. Hann var
svo örlátur, raungóður, óeigingjam,
hreinskiptinn og yndislega hjarta-
hlýr að það voru forréttindi að eiga
hann að. Hann var íslenskur sveita-
maður í bestu merkingu þess orðs
og betri vinir eru vandfundnir.
Mannkostir Haraldar verða mér
ævarandi fyrirmynd og veganesti
inn í nýja öld. Þakklæti mildar
trega minn.
Bjöm Hjálmarsson.
Far þú í friði,
ftíður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkstþú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Mig langar í nokkrum orðum til
að minnast frænda míns, Haraldar
Hermannssonar. Hann var bróðir
móður minnar sem heitir Unnur og
er elst þeirra systkina, en yngst er
Anna. Þau héldu mikla tryggð
hvert við annað. I áratugi bjuggu
Haraldur og móðir mín í sama húsi,
meira að segja á sömu hæð, með
sínar fjölskyldur og ekki var Anna
langt undan. Það var því mikill
samgangur milli þessara fjöl-
skyldna og oft líf og fjör. Haraldur
og Pálína kona hans eignuðust
fimm börn og átti ég mikla samleið
með tveimur yngstu börnum hans.
Mér fannst ég stundum tilheyra
þessum stóra systkinahópi og ekki
var ég skilin útundan þegar þau
hjónin Haraldur og Pálína komu er-
lendis frá. Eitt sinn gaf Haraldur
mér húllahopp-hring sem hann
hafði sett saman úr mjóu rafmagns-
röri og var ég mjög ánægð með
þennan hring. Þegar börnin hans
voru hætt að nota reiðhjól sem þau
áttu gaf hann mér það og hjólaði ég
mikið á því og er það enn til í mín-
um fórum. Mér fannst Haraldur
löngum vinna mikið, enda hafði
hann fyrir stórri fjölskyldu að sjá.
Haraldur tók nokkuð í nefið hin síð-
ari ár, en aldrei sá ég hann með
stóra bláa eða rauða vasaklúta,
heldur notaði hann smá miða sem
hann reif niður úr eldhúsbréfum og
var hann óvenju snyrtilegur við
þessa iðju sína. Undir það síðasta
var Haraldur orðinn illa haldinn af
parkinson-veiki og hefur hann nú
fengið hvíld úr þjáðum líkama.
Honum hefur verið tekið opnum
örmum þar sem hann dvelur nú.
Eg kveð hann með þakklæti.
Hvíl í friði.
Una Guðlaug Haraldsdóttir.
SIGURJÓN
SIG URÐSSON
+ Sigurjón Sig-
urðsson var
fæddur á Hraun-
bóli, Vestur-Skafta-
fellssýslu, 12. ágúst
1910. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógabæ 7. október
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Sigurðar Jónssonar,
f. 11. nóvember
1872, d. 30.
1964, og Guðleifar
Jónsdóttur, f. 5.
desember 1878, d.
27. október 1967.
Systkini Sigurjóns voru: Jóel,
f. 21. júní 1904, látinn; Ólöf, f.
12. nóvember 1906; Steinunn, f.
6. janúar 1909, látin; Magnús
Þorbergur, f. 27. nóvember
1913; Gróa, f. 28. maí 1916, lát-
in; Jón, f. 26. desember 1917, og
Gróa, f. 3. september 1923.
Eiginkona Sigurjóns var Lilja
Þorgeirsdóttir, f. 13. febrúar
1908, d. 30. mars 1992. Börn
þeirra eru tvö: 1) Guðleif Fríður
Sigurjónsdóttir, f. 20. ágúst
1945, gift Ólafi Ólafssyni, f. 12.
febrúar 1949.
Þeirra synir eru
Hjörtur Ólafsson, f.
10. mars 1975, og
Jónas Örn Ólafsson,
f. 13. nóvember
1977. 2) Sigurgeir
Sigurjónsson, f. 4.
nóvember 1948,
kvæntur Helgu
Jennýju Gísladótt-
ur, f. 11. nóvember
1948, þeirra börn
eru Helga Jenný
Sigurgeirsdóttir, f.
15. ágúst 1971, Sig-
urjón Sigurgeirs-
son, f. 13. febrúar 1977, og
Benjamín Sigurgeirsson, f. 19.
desember 1978. Langafabarn
Siguijóns er Benjamín Liam
Adrianson, f. 5. júlí 1997, sonur
Helgu Jennýjar Sigurgeirsdótt-
ur og Adrians Rayboulds, f. 15.
apríl 1970.
Sigurjón var garðyrkjumaður
og vann við ræktun matjurta í
Fossvogsdal.
Útför Sigurjóns verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Sigurjón ólst upp á Hvoli í Vest-
ur-Skaftafellssýslu en fluttist til
Reykjavíkur sem ungur maður og
hóf þar grænmetisrækt sem hann
stundaði í um það bil 50 ár eða á
meðan aldur og heilsa leyfðu.
Fyrstu árin var garðurinn hans í
Kringlumýrinni en þegar byggðin
teygði sig þangað fluttist hann í
Fossvoginn sunnan við Sjúkrahús
Reykjavíkur. Grænmtisræktin átti
hug hans allan og naut hann virð-
ingar sem garðyrkjumaður. Marg-
ir sóttu til hans fróðleik sem áhuga
höfðu á grænmetisrækt. Oft var
líflegt á uppskerutíma í garðinum
hjá Sigurjóni og mikill fjöldi barna
og unglinga þar við vinnu. Flestir
þessir krakkar höfðu aldrei unnið
áður en Sigurjón hafði lag á þeim
og kenndi þeim að vinna. Hann lét
þau vita þegar illa var gert en
einnig þegar þau stóðu sig vel og
fengu menn þá oft bónus á kaupið í
lok vinnudags.
Eg var ein þeirra sem var svo
lánsöm að alast upp í garðinum
hjá Sigurjóni. Tólf ára byrjaði ég
að vinna í garðinum og var þar öll
sumur til 20 ára aldurs. Á þessum
árum var bónusinn á kaupið land-
skiki af garðinum til eigin afnota.
Við tvítugsaldurinn hafði ég ásamt
Helgu systur minni lagt undir mig
stóran hluta garðsins og vorum
við eftir það orðnar aðalsam-
keppnisaðilar Sigurjóns á græn-
metismarkaðinum. Oft var metist
um hvor helmingur garðsis væri
betur hirtur og skilaði meiri upp-
skeru og hafði Sigurjón oftast
vinninginn.
Sigurjón kenndi okkur og sýndi
svart á hvítu að maður uppsker
eins og maður sáir. Natni hans og
umönnun fyrir plöntunum skilaði
sér í 1. flokks afurðum sem komu
fyrstar íslensks grænmetis á
markað á hverju sumri. Vinátta
hans og væntumþykja leiddi af sér
samstarf tveggja kynslóða í ára-
tugi og vináttubönd er entust ævi-
langt.
Með virðingu kveð ég þennan
sómamann. Blessuð sé minning
hans og Lilju konu hans.
Guðrún Þórarinsdóttir.
Hinsta hvíldin er ekki öllum
jafn kærkomin. Hinsta hvíld Sig-
urjóns var honum hins vegar kær-
komin. Hann var orðinn vel full-
orðinn ekkjumaður, sem saknaði
konu sinnar dag hvern. Þótt sjö ár
væru liðin frá því hún yfirgaf
þennan heim gat hann vart nefnt
nafn hennar eða heyrt á hana
minnst án þess að vikna. Svo kært
var með þeim og þau hinir mestu
mátar.
Heimili þeirra var fábrotið og
látlaust. Bar þess vott að þar
byggi vinnusamt alþýðufólk. Hlýj-
an var mikil sem lagði frá þeim.
Þau voru svo mikil hjón, voru eins
og sinn hvor helmingurinn á sama
hlutnum. Þess vegna var afar
erfitt fyrir Sigurjón að vera Lilju-
laus. Hann beið þess dags að hann
fengi að hitta hana á ný og þau
yrðu eitt að nýju. Nú hefur hann
fengið ósk sína uppfyllta. Að verða
vitni að svona vináttu, virðingu og
ást er hverjum manni hollt og gott.
Betra ef allir væru sem þau
voru.
Hvíl þú í friði, Sigurjón minn.
Sigrún Jónsdóttir.