Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 1
251. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ratsjárstöð Bandaríkjanna á Grænlandi Mikil neyð á Austur- Indlandi ÍBÚAR í þorpi á Austur-Ind- landi bíða þess að bátar ind- verska hersins komi til að flytja þá yfir fljót sem rofið hefur skarð í veginn. Fljótið myndað- ist í stórrigningum sem fylgdu fellibylnum sem gekk yfir land- ið í síðustu viku. Þúsundir manna fórust í óveðrinu og mikið tjón varð á mannvirkjum. Að minnsta kosti 2.000 manns eru heimilislausir. Mikil neyð ríkir á svæðinu og er óttast að hungursneyð og farsóttir kunni að fylgja í kjölfar náttúruham- faranna. ■ Öngþveiti/26 Minni líkur taldar á að biluð knývenda hafi valdið EgyptAir-flugslysinu Otti við að leit muni tefjast Kairö, Washington. AP, AFP. SLÆMT veður og öldugangur held- ur áfram að hamla leit að braki Boeing-767 farþegaþotunnar sem fórst skammt undan ströndum Bandaríkjanna á sunnudag. Leitar- menn óttast að frekari leit muni frestast fram á laugardag vegna slæmra skilyrða. Hingað til hafa að- eins fundist líkamsleifar eins þeirra sem voru um borð í vélinni. Forstjóri egypska flugfélagsins EgyptAir, Mohhammed Shaeen, sagði á fréttamannafundi í gær að knývendur farþegaþotunnar hefðu verið gerðar óvirkar í vikunni áður en slysið varð. Upplýsingarnar þykja draga úr líkum á því að bilun í kný- vendu annars af hreyflum vélarinnar hafi valdið slysinu. Meira en tvö- hundruð manns fórust með þotunni sem var á leið til Kaíró frá New York. Forstjóri EgyptAir tók ekki fram af hverju knývendurnar hefðu verið gerðar óvirkar en þær munu ekki vera skyldur búnaður á þotum af þessari tagi. Knývendur beina afli þotuhreyfla í gagnstæða átt miðað við flugstefnu og þjóna þannig hlut- verki hemlunarbúnaðar við lendingu. Upplýst hefur verið að einn áhafnar- meðlimur EgyptAir þotunnar til- kynnti um bilun í knývendu annars af hreyflum vélarinnar áður en hún hélt áleiðis til New York frá Los Angeles á laugardag. Vegna þessa vöknuðu grunsemdir um að kný- venda annars hreyfils þotunnar hefði vegna bilunar farið í gang skömmu eftir flugtak frá New York. Það hefði þýtt að hreyflar vélarinnar hefðu farið að vinna hvor á móti öðrum, með þeim afleiðingum að vélin hefði orðið stjórnlaus og „skrúfað sig“ nið- ur til jarðar. Kom eitthvað fyrir áhöfnina? Það þykir einnig mæla gegn „kný- vendukenningunni" að þotan hrapaði í beinni stefnu. Upplýsingar Flutn- ingaeftirlits Bandaríkjanna (NTSB) gefa til kynna að vélin hafi hrapað úr 33.000 feta hæð og náð 97% hljóð- hraða áður en hún skall í heilu lagi í hafið. Samkvæmt þessum upplýsing- um mun fallið hafa tekið innan við eina og hálfa mínútu. Rannsókn slyssins beinist nú með- al annars að þeim möguleika að eitt- hvað hafi komið fyi-ir flugmenn eða áhöfn þotunnar. Komið hefur fram að flugstjórinn keypti sér líftrygg- ingu fyrir jafnvirði nokkurra millj- óna bandaríkjadollara skömmu áður en slysið varð. ■ Skall heil/31 Motzfeldt setur þrjú skilyrði Kaupmannahöfn. AFP. GRÆNLENDINGAR vilja heimila endurbætur á ratsjárstöð banda- ríska hersins í Thule svo hún geti nýst sem hluti af fyrirhuguðu eld- flaugavarnakerfi Bandai’íkjanna, séu Rússar því ekki andvígir, samkvæmt frétt í danska blaðinu Berlingske Tidende Jonatan Motzfeldt, fonnaður grænlensku landstjórnarinnar, segir í samtali við blaðið að Grænlending- ar setji þrjú skilyrði fyrir því að Bandaríkjamenn fái að endurnýja stöðina. I fyrsta lagi krefst hann þess að landstjórnin fái að vera við- stödd hugsanlegar viðræður banda- rískra og danskra ráðamanna um málið, í öðru lagi vill hann að tryggt verði að Rússar séu ekki á móti endurnýjun, og í þriðja lagi setur hann það skilyrði að framkvæmdir valdi ekki skaða á náttúru eða lífríki landsins. Boris Jeltsín, forsæti Rússlands, hefur sent Clinton Bandaríkjafor- seta bréf þar sem hann varar Banda- ríkin við afleiðingum þess að koma upp eldflaugavarnakerfi sem verji þau fyrir kjarnorkuvopnaárás. Jonatan Motzfeldt Nýr áfangi hafínn í viðræðum um gróðurhúsaáhrif Búast má við hörðum deilum á fundinum Bonn. Reuters. NÝR áfangi alþjóðlegra viðræðna á vegum Sameinuðu þjóðanna um gróðurhúsaáhrif hófst formlega á þriðjudag, er umhverfisráðherrar frá 173 ríkjum komu saman til fund- ar í Bonn í Þýskalandi. Markmið fundarins er að undirbúa jarðveginn fyi-ir endanlegt samkomulag um að draga úr gróðurhúsaáhrifum, en stefnt er að því að það verði undir- ritað á næsta ári. Ymsir óttast að ef mengun heldur áfram að aukast muni hitastig í and- rúmslofti jai’ðar hækka enn frekai’, sem gæti haft afar alvarlegar afleið- ingar fyrir lífríkið. Búast má við að á ráðstefnunni í Bonn, sem er fram- hald Kyoto-viðræðnanna árið 1997, verði hart deilt um hvernig draga megi úr mengun án þess að það komi niður á hagvexti. Ólík sjdanarmið Þróunarríki krefjast þess að hin auðugu riki á Vesturlöndum taki forystu í baráttunni gegn gróður- húsaáhrifum með því að draga úr út- losun mengandi lofttegunda. Banda- ríkjamenn, sem menga mest allra þjóða, vilja hins vegar að þróunar- lönd fallist á ákveðin hámörk meng- unar, sem hefði það í för með sér að þau gætu ekki aukið iðnað sinn og náð forskoti Vesturlanda. Þá hafa ýmis aðildarríki samkomulagsins gagnrýnt að útblástur hættulegra lofttegunda hefur aukist í Banda- ríkjunum síðan Kyoto-bókunin var undirrituð, en Bandaríkjamenn eiga sök á nær þriðjungi koltvísýrings- mengunar í heiminum. Einn helsti ásteytingarsteinninn er deila Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins um hvort takmarka eigi heimildir auðugra landa til að kaupa rnengunarkvóta fátækari ríkja sem menga minna. ESB telur að ef ekki verði settar takmarkanir sé fyrirsjáanlegt að Bandaríkja- menn muni kaupa mikið magn slíkra kvóta af þróunarlöndum og komast þannig hjá því að setja á óvinsælar mengunai’hömlur heima fyrir. Mörg þróunarríki eru á bandi ESB. Flóð, þurrkar og hungursneyð „Hitabreytingar eru orðnar að al- varlegustu ógninni við tilveru sam- félaga manna, jui’ta- og dýrateg- unda og vistkerfa um heim allan,“ sagði Klaus Töpfer, yfirmaður um- hverfisáætlunai- Sameinuðu þjóð- anna, í viðtali við AP-fréttastofuna við upphaf ráðstefnunnar. John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng og sagði að ekki væri lengur spurning um hvort heldur hvænær alvarlegar afleiðingar gróðurhúsaáhrifa kæmu í ljós. Nefndi hann eyðingu regn- skóga, þurrka og hungursneyð á harðbýlum svæðum og flóð á lág- lendi. Morðárás í Seattle BYSSUMAÐUR í dökkum frakka hóf í gær skothríð á skrifstofu fyrirtækis í Seattle í Bandaríkj- unum með þeim afleiðingum að tveir létust og tveir særðust. Árásin átti sér stað um klukkan 10:30 að staðartíma, eða um hálf sjö leytið í gærkvöldi að íslensk- um tíma. Lögregla leitaði enn árásarmannsins seint í gær- kvöldi. Sjónarvottar segja að maður- inn hafi komið inn um bakdyr skrifstofunnar og skotið á þá sem urðu á vegi hans án þess að til orðaskipta hafi komið. Árásin var gerð aðeins einum degi eftir að maður skaut sjö manns til bana á Hawaii. Á myndinni má sjá þegar komið er með eitt fórn- arlamba árásarinnar á sjúkrahús í Seattle.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.