Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 53 , UMRÆÐAN/SAMKYNHNEIGÐ leg. Talsmenn samtaka samkyn- hneigðra minnast oft á það að bandarísku geðlæknasamtökin APA (American Psyciatric Association) og sálfræðingasamtökin APA (Am- erican Psychology Association) hafa numið samkynhneigð burt af lista yfir sjúkdóma. Þetta var gert eftir áralöng hörð ofbeldisfull mótmæli samtaka samkynhneigðra sem trufl- uðu fundi APA á ýmsan hátt. Og án þess að nokkrar nýjar staðreyndir lægju fyrir og þrátt iyrir viður- kenndan árangur meðferða fyrir samkynhneigða var þetta tekið út af listanum. Margir virtir sálfræðingai' og geðlæknar hafa náð umtalsverð- um árangri með þá samkynhneigðu einstaklinga sem leitað hafa til þeirra (t.d. Van den Aardweg, 65% árangur, Ross et al., 73% árangur, A. Freud, 50% árangur). En eru þessi virðulegu APA-sam- tök alltaf góð íyrirmynd. Fyrir rúmu ári birtist rannsókn í einu af vísind- aritum sálfræðisamtakanna APA (American Psychology Association) þar sem því var haldið fram að í sum- um tilfellum væri hollt fyrir börn að hafa kynferðislegt samræði við full- orðna ef að bömin samþykktu kyn- lífið. Þetta vakti að sjálfsögðu hörð viðbrögð í Bandaríkjunum en APA- samtökin neituðu að draga rann- sóknina til baka og það var ekki íyrr en ári seinna eftir að Bandaríkjaþing fordæmdi rannsóknina með 355 at- kvæðum gegn engu, að þeir gerðu það. Vissulega lifum við á tímum þai- sem það er vinsæl kenning að telja það afstætt hvað sé eðlilegt og óeðli- legt, og menn eigi ekki að taka sér það vald að skera úr um það. En ein- hvemtíma þarf að draga línur í því sambandi. Það hlýtur að vera hverj- um manni frjálst að gera það fyrir sig. Ég fyrir mitt leyti læt ekki APA- samtökin í Bandaríkjunum gera það fyrir mig.___________________ Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Ritningin talar skýrt TILEFNI þessarar greinar eru snarpar umræður um samkyn- hneigð á síðum Morg- unblaðsins. Nokkuð hefur hins vegar borið á því að greinahöfund- ar hafi dregið Biblíuna inn í skrif sín til að sýna fram á að sam- kynhneigð sé eðlilegur hluti af sköpunarverk- inu. Sá skilningur er byggður á rangtúlkun sem er erfitt að koma heim og saman við þá ritningatexta sem tala beram orðum um samkynhneigð. Einnig hafa greinahöfundar bent á ritn- ingavers sem fjalla um kærleikann. Að sjálfsögðu er það vilji Guðs að allir menn lifi í kærleika hver til annars, því kærleikurinn gerir ekki náunganum mein. En kærleikurinn hylur samt ekki þær reglur og boð sem Drottinn sjálfur setur og sett eru í kærleika, því hann er sjálfur Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu (1. Mósebók 1.27). Þess vegna yfirgef- ur maður föður sinn og móður sína og býr við eiginkonu sína, svo að þau verði eitt hold (1. Mósebók 2.24). Hér er, svo ekki verður um villst, átt við karl og konu en ekki tvo karla eða tvær konur. Jesús vitnar í þessa ritninga- staði í Matteusarguðspjalli 19.4 og Markúsarguðspjalli 10.7. Einnig Boðskapur Biblíunnar, segir Finnbogi Björns- son, er náðarboðskapur. Finnbogi Björnsson kærleikurinn. Hann setur okkur boð, okkur til vemdar, líkt og faðir barni sínu svo ekkert illt hendi það. Þau era ekki til að íþyngja okkur á nokkurn hátt, heldur til að við get- um lifað heilbrigðu og hamingjur- íku lífi samkvæmt hans góða vilja. Ég ætla mér ekki að kveða upp nokkra dóma heldur vil ég aðeins varpa lítillega ljósi á þá skýru mynd sem Ritningin gefur um þessi mál. Fyrir það fyrsta á Ritningin ávallt við karl og konu er hún talar um hjónabandið: gerir Páll postuli slíkt hið sama í Efesusbréfinu 5.31. Miklu víðar er hægt að bera niður til að varpa Ijósi á skýra afstöðu Biblíunnar um stofnun hjónabandsins. En þetta nægir til að sjá, að ekki er um að ræða önnur afbrigði af hjónaband- inu. Vera má að menn telji það ekki nægjanleg rök að Guð hafi aðeins séð fyrir sér karl og konu þegar hann stofnaði hjónabandið. Hann gleymdi e.t.v. að taka „fjölbreyti- leika“ mannlífsins með í reikning- inn. Það er harla langsótt enda tek- ur Ritningin af öll tvímæli og þar er varað mjög ákveðið við þessum lífs- stíl. í þriðju bók Móse 18.22 segir: Eigi skalt þú leggjast með karl- manni sem kona væri. Það er við- urstyggð. Það er óumdeilt að hér er um mjög sterkt orðalag og afdráttar- laust að ræða og margir munu vilja kenna þýðingunni um. Það dugar skammt því að granntexti hebresk- unnar er jafnvel enn skýrari, tow’ebah á hebresku merkir eitt- hvað sem er siðferðilega viðurs- tyggilegt. Orðið viðurstyggð merk- ir skv. orðabók menningarsjóðs „eitthvað sem vekur viðbjóð, and- styggð“. I fyrsta kafla Rómverja- bréfsins er talað á svipuðum nótum og ekki þarf háfleyga biblíutúlkun til að skilja þessi vers: Bæði hafa konur breytt eðlileg- um mökum í óeðlileg, og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brannið í losta hver til annars (Róm. 1.26-27). Nú munu eflaust margir spyrja: „Hvað um kærleika Guðs og um- burðarlyndi?" Það er vissulega til staðar því Guð elskar einstakling- inn í veikleika hans en þó hefur hann ekki umburðarlyndi gagnvart því sem er andstætt hans kærleik- sríka vilja. Orðin í Jesaja 59.2 varpa ljósi á þetta ástand. Það á við um alla menn „því allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“ (Róm. 3.23). Boðskapur Biblíunnar er náðar- boðskapur. Allir menn þurfa á þessari náð að halda, þar er enginn undanskilinn, heldur ekki samkyn- hneigðir. Þessi náðarboðskapur er um fyrirgefninguna og endurlaus- nina í Jesú Kristi. Við erum öll á sama báti í þessum efnum. Það kemst enginn framhjá augliti hans við endi daganna. Orð hans hafa ekki liðið undir lok heldur staðist tímans tönn. Þau gilda ekki fyrir einhverja sérhópa eða sérvitringa. Þau gilda fyrir alla. Jesús er lausn- in fyrir okkur öll. Hann er dyr sauðanna og hjálpræðið sem Gujð v hefur sent okkur til bjargar. Páll postuli skrifar til Korintu- manna og minnir þá á það líf sem þeir lifðu áður en þeir tóku við Kristi. Hann nefnir þar sérstaklega kynvillu (9. vers) en svo segir hann: Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð laugast, þér erað helg- aðir, þér erað réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Rrists og fyrir anda vors Guðs (1 Kor. 6.11). Af þessu er augljóst að um var að ræða lækningu fyrir samkyn- , hneigða í frumkirkjunni. Ekki ætla ég að deila við menn um það hvort-ý- Biblían er Guðs orð eða ekki, sann- leikur eða ósannindi. Hitt má þó vera ljóst að hún verður ekki notuð til að upphefja þennan lífsstíl né veita honum eins konar lögmæti frá kristilegu sjónarhorni. Það verður að leita í aðrar bókmenntir eftir þeirri viðurkenningu. Að lokum vil ég þakka séra Ragnari Fjalari Lárussyni fyrir ágæt skrif um þessi mál og harma þær óréttmætu ásakanir og jafnvel hótanir sem hann og þjóðkirkjan hafa mátt þola. Höfundur er húsasmiður. rannsóknir hafa leitt í ljós að sam- kynhneigðir unglingar séu í meiri hættu á að einangrast tilfinninga- lega, vera misnotaðir kynferðis- lega eða verða fyrir öðrum árás- um, líkamlegum og andlegum. Þeim or oft afneitað af foreldram og verða í kjölfarið vegalausir. Þeir eru líklegri en aðrir til að flosna úr námi og leiðast út í vændi sér til framfærslu. Sam- kynhneigð ungmenni eru aukin- heldur mun líklegri til að fremja sjálfsmorð heldur en gagnkyn- hneigðir jafnaldrar þeirra. Þetta sýnir rannsókn sem heilbrigðis- ráðuneyti Bandaríkjanna lét gera fyrir fáum árum. Þar kom fram að allt að 30% þeirra ungmenna sem svipta sig lífi séu samkynhneigð. Þetta er ansi hátt hlutfall þegar talið er að innan við 10% fólks sé samkynhneigt. Það er því ljóst að bæta þarf sjálfsmynd samkynhneigðra ung- menna. Það verður ekki gert með „afhommun" eða með umfjöllun um samkynhneigð sem óæskilega og hana beri að forðast. Eingöngu með jákvæðri umfjöllun um sam- kynhneigð, þ.e.a.s. að samkyn- hneigt fólk sé hluti af samfélaginu og eigi að vera það, með öllum þeim réttindum og skyldum sem fylgja, tekst okkur auka tækifæri þessara ungmenna til lífsham- ingju. Eða eins og Gunnþór orðar það: „Hamingjunnar hljótum við að leita þar sem hana er að finna.“ Höfundur er grunnskólakennari. danstónlist fáanleg á geisladiski Afsláttur fyrir Námu- og Vördufélaga Landsbankans og TALsmenn , iat. Sídustu sýningar: í kvöld og sunnudagskvöld 7. nóvember AðaUamstarfsaðilí Islenski dansílokkurinn Borgarieikhúsinu www.id.is ""BSeíðafl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.