Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vísir að hönn- unarsafni MYNÐLIST Garðatorg 7, Garðabæ ISLENZK HÖNNUN 1950- 1970 HÖNNUNARSAFN ÍS- LANDS Opið alla daga frá 14-18. Til 15. nd- vember. Aðgangur ókeypis. Sýn- ingarskrá 500 krónur. ÞAÐ telst drjúgur viðburður að stofnað hefur verið til Hönnunar- safns og kannski enn meiri að það skuli staðsett í Garðabæ, einu út- hverfa borgarinnar. En staðsetning safna, og að gefnu tilefni einnig listaskóla, er ekki höfuðatriðið, öllu frekar viðgangur starfseminnar innan veggja þeirra, jafnframt sú virkt sem borin er að þeim á hverj- um stað. Hvorki stærð né staðsetn- ing getur komið í staðinn fyrir brennandi áhuga og rennandi blóð, sem eiga að vera grunneiningar og meginásar slíkra stofnana. Fyrst í stað mun safnið vera deild í Þjóðminjasafni Islands, í raun er það ennþá einungis til á pappírnum og þannig kannski full snemmt að fagna. Reynslan segir okkur, að skrifræði, fundahöld og framtíðar- ályktanir séu lengstum þau föng í grunn og burðargrind slíkra bygg- inga á landi hér sem helst vilja prýða þær. A sama tíma hafa al- mennir bóknámsskólar og íþrótta- mannvirki þotið upp eins og spútn- ikar í öllum landsfjórðungunum. Fullmargt mætir afgangi er for- gang hefur í grónum menningar- löndum sem undirstaða og burðarás lifandi þjóðfélagsheildar, jafnvel svo álykta mætti að metnaðurinn og hugsjónirnar séu meira á yfirborð- inu og í skónum en höfðinu. Hið mikilvægasta gerist iðulega síðast, sem er að bretta upp ermamar og hefjast handa, láta verkin sýna merkin. Minni enn einu sinni á, að ein nafnkenndasta myndlistaraka- demía á Norðurlöndum um langt skeið var lengstum í fjórum her- bergjum, sem rúmuðu u.þ.b. 12-15 Stdll eftir Gunnar Magnússon, 1961, og veggteppi eftir Júlionu Sveinsddttur, 1957. nemendur hvert, og var þar þröng á þingi, og sú hefur sett stórlega ofan við margfalda stækkun og innrás skólafræðinga, bendiprika og fund- arhaldafíkla. Ennfremur að Bau- haus í Dessau var ekki í ýkjastórri byggingu, en þar rann blóðið og þaðan komu hugmyndimar. I tilefni stofnunar safnsins hefur á Garðatorgi 7, í nýbyggingu í mið- bæ Garðabæjar, verið efnt til kynn- ingar á sýnishomi listhönnunar tímabilið 1950-70. Þetta mun ekki vera framtíðarhúsnæði, einungis um einn og nokkuð hráan sal að ræða, hins vegar er meira en greini- Frá kynningarsýningu Hönnunarsafns Islands. legt, eins og allir innvígðir vita, að ómæld þörf er á slíku safni. Sýning- in undirstrikar það líka svo ekld verður um villst, og opnar vonandi augu margra fyrir vægi innlendrar hönnunar. Hefði safnið verið stofnað á lýð- veldisári og meðan við voram rík- asta þjóð Evrópu, rækilega hlúð að listmennt, hönnun og listiðnaði, þ.e. sjónmenntum, að hætti fyrrum herraþjóðar okkar, ekki síst innan almenna menntakerfisins, væri ekki óraun- verulegt að ætla að arður af út- flutningi skilaði hagnaði nokk- urra álvera í dag. Og það sem meira er um vert, án nokkur- rar mengunar og hemaðar __ gegn landinu. Arlegur útflutningur Dana á listiðnaði og hönnun mun skila meiri arði en allar þjóðartekjur okkar. í þessu skrifi er naumast þörf á að telja upp einstaka gripi frá þess- ari fallegu sýninu, um margt hefur verið fjallað áður og svo sætir sjálf stofnun safnsins mestum tíðindum. En því ekki að nefna safnið einfald- lega Listiðnaðarsafn íslands og láta það spanna breitt svið líkt og Kunstindrastimuseet í Kaup- mannahöfn, sem er fágætlega gott safn sem batnar með hverju ári sem líður, þótt ekki sé það ýkja stórt. I öllu falli ekki við hliðina á Victoria og Aibert-safninu í Lundúnum eða Kunstgewerbemuseum í Berlín, sem bæði era mikil um sig og mikil- fengleg, næsta auðvelt að gleyma sér í sölum þeirra heilu dagana. Hér má auðvitað einnig nefna Musée des Arts Decorativs í París með sína 50.000 hluti. Það hefur verið í upp- stokkun og endurskipulagningu, en hefur þó verið opnað að hluta og er undursamlegt. Að minni hyggju felst nokkur hætta á einangrun og stöðlun með því að tengja safnið nafninu hönnun, þótt óumdeilan- Tvíburar, leirvasar eftir Ragn- ar Kjartansson. US1ASJ0ÐUR PENNANS Auglýsing um umsóknir úr sjóðnum áríð 1999 Styrkir úr Listasjóði Pennans verða veittir í áttunda sinn um nk. áramót. Umsóknir þurfa að berast stjórn Lsjóðsins fyrir 11. desember 1999. Sérstök umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást í verslunum og á skrifstofu Pennans. . CM3>- Hallarmúla 4, pósthólf 8280, 128 Reykjavík, sími 540 2000, fáx 568 0411. lega sé hönnun yfirmáta víðtækt hugtak. Meinbugurinn er þó sá, að sé meiningin að sinna öllum grein- um hönnunar yrði safnið annað tveggja lítið tölvugagna- og fræða- setur með fáum munum eða mjög stórt safn hvers konar hluta, sem lítið bæjarfélag gæti naumast ráðið við. En hvaða leið sem valin verður mun vænlegast að ganga út frá nálguninni og notalegheitunum, svo gestir geti átt þar ánægjulega stund, fari þaðan í góðu skapi og sjái ástæðu til að snúa þangað aftur og aftur. Tölvur era orðn- ar þýðingarmikill þáttur í uppbygg- ingu nútímalista- safna, vel að merkja til útskýr- ingar um sögu og vinnuferli þess sem tál sýnis er, en geta aldrei komið í stað milliliða- lausrar sjón- reynslu eins og ör- tölvufræðingar bentu á í upphafi tölvualdar. Þeir hafa reynst sann- spáir, sömuleiðis um stóraukna að- sókn á söfn. Þá er rétt að vísa til þess hve nútíma hönnun fer iðulega vel í gömlum húsakynnum, en hætt- ir um leið til að missa marks í sér- hönnuðum og mjög nútímalegum byggingum, sem draga athyglina frá sýningarmununum, eru jafnvel í samkeppni við þá. Á líkan hátt og byggð hafa verið hús með ofhlæði af tilgangslausu skreyti, t.d. á rókókó- tímabilinu, hafa verið byggð hús í nútímanum sem era einfaldlega of- hönnuð og steingeld. Einhver yfir- þyrmandi tómleikatilfinning fylgir manni lengi eftir að hafa skoðað sýningar í slíkum húsum, hve glæsi- legt ytri sem innri byrði bygging- anna annars er og hversu merkileg- ir hlutimir. Marga gryfjuna ber þannig að varast, en hvaða leið sem valin verð- ur fylgja safninu heilar óskir, að það megi lifa, vaxa og dafna. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.