Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 39 LISTIR Sýningum lýkur Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýningu Höllu Har. lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslita- og aki'ílmyndir ásamt glerverkum. Viðfangsefnið í myndum Höllu er íslensk náttúra, fólkið og mannlífið. Listasetrið er opið daglega frá kl. 15-18. Þj óðarbókhlaðan Dagskrá í tilefni afmælis Jöhann- esar úr Kötlum Lesið úr nýrri Ijóðabók ARTHÚR Björgvin Bollason les úr nýrri ljóðabók sinni, Okkar á milli, og fleiri verkum sínum á vegum Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðar- safni, í dag, fimmtudag, kl. 17. Nýjar bækur • JÁ, RÁÐHERRA - gamansögur af íslenskum alþingismönnum, er eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Hjaltason. Þetta er sjálfstætt fram- hald af Hæstvirtur forseti og er innihaldið sem fyrr skoplegar sög- ur af landsfeðrum vorum í gegnum tíðina, svo sem: Davíð Oddssyni, Jóni Baldvini Hannibalssyni, Steingrími Hermannssyni, Salome Þorkelsdóttur, Halldóri Blöndal, Sverri Hermannssyni, Lúðvík Jós- epssyni, Bjarna Benediktssyni, Olafi Thors, Páli Péturssyni, séra Hjálmari Jónssyni, Stefáni Jóns- syni (fréttamanni), Steingrími J. Sigfússyni. Útgefandi er Bókaútgáfan Hól- ar. Kápu teiknaði Krístinn G. Jó- hannsson. Bókin er 180 bls. Unnin í Ásprent/POB ehf. Verð: 2.890 kr. í TILEFNI af því að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóhann- esar úr Kötlum í dag, 4. nóvember, verður efnt til dagskrár í Þjóðarbókhlöðunni í kvöld kl. 20. Einar Sigurðsson, lands- bókavörður, flytur ávarp; Eysteinn Þor- valdsson, prófessor heldur erindi; Bald- vin Halldórsson, leik- ari, les ljóð; Háskóla- kórinn flytur lög við Ijóð skáldsins; Svan- ur Jóhannesson af- hendir Landsbóka- safni skjalasafn Jóhannesar úr Kötlum. Guðni Franzson leikur á klarínettu og Þór Magnússon, þjóðminjavörður, flyt- ur lokaorð. Það eru Lands- bókasafn Islands -Háskólabókasafn og Þjóðminjasafn ís- lands sem standa að þessari dagskrá, í samvinnu við Félag íslenskra fræða og Mál og menningu. Ennfremur verður opnuð sýning á bók- um og handritum skáldsins, munir sem fjölskylda hans hefur lánað, hátíðabúningi sem Jóhannes klædd- ist á Alþingishátíðinni 1930 o.fl. Sýningin verður opin til ára- móta. Pétur Gunnarsson flytur ljóð á Austurvelli PÉTUR Gunnarsson rithöfund- ur les ljóð á Austurvelli í dag, fimmtudag, kl. 13. Það er ljóða- hópurinn og áhugafólk um vemdun hálendisins sem stend- ur fyrir upplestrinum og vill með ljóðalestrinum minna alþingis- menn á sína ábyrgð gagnvart af- komendum okkar og mótmæla því að óviðjafnanlegri náttúru ís- lands sé fómað í þágu stóriðju, segir í fréttatilkynningu. Jóhannes úr Kötlum Sigrún Pálmadótt- ir hlýtur styrk til söngnáms STJÓRN Minningarsjóðs Guð- laugar Bjargar Pálsdóttur hefur veitt Sigrúnu Pálmadóttur frá Bolungarvík styrk til söngnáms. Sigrún lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík síð- astliðið vor og er nú við fram- haldsnám í Stuttgart. Minningarsjóður Guðlaugar B. Pálsdóttur var stofnaður árið 1986 til minningar um Guðlaugu Björgu Pálsdóttur sjúkraþjálfara sem lést af slysförum í Bolungar- vík fyrir aldur fram árið 1986. Foreldrar Guðlaugar, þau Ólöf Karvelsdóttir og Páll Pálsson, stofnuðu sjóðinn og er markmið hans að styrkja tónleikahald Kórs Langholtskirkju en Guð- laug var félagi í kórnum. Minningarsjóðurinn kostar tónlistarflutning við fyrstu guðs- þjónustu nóvembermánaðar ár hvert, á allrasálnamessu, en þá hefur kórinn fengið liðsauka frá ýmsum tónlistarmönnum má þar nefna m.a. Blásarakvintett Reykjavíkur og Caput-hópinn. Auk þess að styrkja Kór Lang- holtskirkju við kostnaðarsöm verkefni hefur sjóðurinn styrkt marga efnilega söngvara til frek- ara náms. Við guðsþjónustu í Langholts- kirkju hinn 7. nóvember nk. mun sjóðurinn kosta flutning Kamm- erkórs Langholtskirkju og Jóns Stefánssonar á verkum eftir m.a. eftir Gabriel Fauré. En Jón mun leika á nýja orgel Langholts- Sigrún Pálmadóttir hlaut styrk úr Minningarsjóði Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur. kirkju auk þess að stjórna Kammerkórnum. Sjóðurinn gefur út minningar- kort og fást þau hjá Ólöfu Kar- velsdóttur og í Langholtskirkju. Stjórn minningarsjóðsins skipa Guðlaug Guðmundsdóttir íslensk- ukennari, Jón Stefánsson organ- isti og Kristján Pálsson alþingis- maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.