Morgunblaðið - 04.11.1999, Page 39

Morgunblaðið - 04.11.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 39 LISTIR Sýningum lýkur Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýningu Höllu Har. lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru olíumálverk, vatnslita- og aki'ílmyndir ásamt glerverkum. Viðfangsefnið í myndum Höllu er íslensk náttúra, fólkið og mannlífið. Listasetrið er opið daglega frá kl. 15-18. Þj óðarbókhlaðan Dagskrá í tilefni afmælis Jöhann- esar úr Kötlum Lesið úr nýrri Ijóðabók ARTHÚR Björgvin Bollason les úr nýrri ljóðabók sinni, Okkar á milli, og fleiri verkum sínum á vegum Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðar- safni, í dag, fimmtudag, kl. 17. Nýjar bækur • JÁ, RÁÐHERRA - gamansögur af íslenskum alþingismönnum, er eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Hjaltason. Þetta er sjálfstætt fram- hald af Hæstvirtur forseti og er innihaldið sem fyrr skoplegar sög- ur af landsfeðrum vorum í gegnum tíðina, svo sem: Davíð Oddssyni, Jóni Baldvini Hannibalssyni, Steingrími Hermannssyni, Salome Þorkelsdóttur, Halldóri Blöndal, Sverri Hermannssyni, Lúðvík Jós- epssyni, Bjarna Benediktssyni, Olafi Thors, Páli Péturssyni, séra Hjálmari Jónssyni, Stefáni Jóns- syni (fréttamanni), Steingrími J. Sigfússyni. Útgefandi er Bókaútgáfan Hól- ar. Kápu teiknaði Krístinn G. Jó- hannsson. Bókin er 180 bls. Unnin í Ásprent/POB ehf. Verð: 2.890 kr. í TILEFNI af því að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóhann- esar úr Kötlum í dag, 4. nóvember, verður efnt til dagskrár í Þjóðarbókhlöðunni í kvöld kl. 20. Einar Sigurðsson, lands- bókavörður, flytur ávarp; Eysteinn Þor- valdsson, prófessor heldur erindi; Bald- vin Halldórsson, leik- ari, les ljóð; Háskóla- kórinn flytur lög við Ijóð skáldsins; Svan- ur Jóhannesson af- hendir Landsbóka- safni skjalasafn Jóhannesar úr Kötlum. Guðni Franzson leikur á klarínettu og Þór Magnússon, þjóðminjavörður, flyt- ur lokaorð. Það eru Lands- bókasafn Islands -Háskólabókasafn og Þjóðminjasafn ís- lands sem standa að þessari dagskrá, í samvinnu við Félag íslenskra fræða og Mál og menningu. Ennfremur verður opnuð sýning á bók- um og handritum skáldsins, munir sem fjölskylda hans hefur lánað, hátíðabúningi sem Jóhannes klædd- ist á Alþingishátíðinni 1930 o.fl. Sýningin verður opin til ára- móta. Pétur Gunnarsson flytur ljóð á Austurvelli PÉTUR Gunnarsson rithöfund- ur les ljóð á Austurvelli í dag, fimmtudag, kl. 13. Það er ljóða- hópurinn og áhugafólk um vemdun hálendisins sem stend- ur fyrir upplestrinum og vill með ljóðalestrinum minna alþingis- menn á sína ábyrgð gagnvart af- komendum okkar og mótmæla því að óviðjafnanlegri náttúru ís- lands sé fómað í þágu stóriðju, segir í fréttatilkynningu. Jóhannes úr Kötlum Sigrún Pálmadótt- ir hlýtur styrk til söngnáms STJÓRN Minningarsjóðs Guð- laugar Bjargar Pálsdóttur hefur veitt Sigrúnu Pálmadóttur frá Bolungarvík styrk til söngnáms. Sigrún lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík síð- astliðið vor og er nú við fram- haldsnám í Stuttgart. Minningarsjóður Guðlaugar B. Pálsdóttur var stofnaður árið 1986 til minningar um Guðlaugu Björgu Pálsdóttur sjúkraþjálfara sem lést af slysförum í Bolungar- vík fyrir aldur fram árið 1986. Foreldrar Guðlaugar, þau Ólöf Karvelsdóttir og Páll Pálsson, stofnuðu sjóðinn og er markmið hans að styrkja tónleikahald Kórs Langholtskirkju en Guð- laug var félagi í kórnum. Minningarsjóðurinn kostar tónlistarflutning við fyrstu guðs- þjónustu nóvembermánaðar ár hvert, á allrasálnamessu, en þá hefur kórinn fengið liðsauka frá ýmsum tónlistarmönnum má þar nefna m.a. Blásarakvintett Reykjavíkur og Caput-hópinn. Auk þess að styrkja Kór Lang- holtskirkju við kostnaðarsöm verkefni hefur sjóðurinn styrkt marga efnilega söngvara til frek- ara náms. Við guðsþjónustu í Langholts- kirkju hinn 7. nóvember nk. mun sjóðurinn kosta flutning Kamm- erkórs Langholtskirkju og Jóns Stefánssonar á verkum eftir m.a. eftir Gabriel Fauré. En Jón mun leika á nýja orgel Langholts- Sigrún Pálmadóttir hlaut styrk úr Minningarsjóði Guðlaugar Bjargar Pálsdóttur. kirkju auk þess að stjórna Kammerkórnum. Sjóðurinn gefur út minningar- kort og fást þau hjá Ólöfu Kar- velsdóttur og í Langholtskirkju. Stjórn minningarsjóðsins skipa Guðlaug Guðmundsdóttir íslensk- ukennari, Jón Stefánsson organ- isti og Kristján Pálsson alþingis- maður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.