Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 46
. 46 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN/SAMKYNHNEIGÐ ATHS. MORGUNBLAÐIÐ birtir nú þær óprentaðar greinar, sem blaðinu hafa borizt um sam- J kynhneigð. Blaðið hefur birt tugi greina í þessari umræðu, en nú er mál að linni. Þær greinar, sem enn berast um þetta efni verða því settar á Netið (mbl.is), ef þess er óskað, en þá einnig með sömu fyrirvörum og áður, þ.e. að í þeim séu ekki meiðandi ummæli um þá sem hlut eiga að máli. Ritstj. Arangurslausar og skaðlegar „lækningar“ SIÐUSTU vikur hafa birst greinar í Morgunblaðinu sem fullyrða að samkyn- hneigð sé „læknan- leg“. Þessar fullyrð- ingar hafa greinahöfundar notað hver frá öðrum í grein- um sínum án þess að gera frekari grein fyr- ir staðreyndum máls- ins. Öll helstu samtök og stofnanir í heil- brigðisgeira Banda- ríkjanna hafa gefíð yf- irlýsingar um að engin * lækning sé til og vara jafnvel við skaðsemi slíkra tilrauna. Tími ætti að vera kominn til að eyða óvissu lesenda Morgunblaðsins um meinta lækn- ingu og skýra frá staðreyndum og rannsóknum. I Bandaríkjunum eru til hópar sem telja sig geta læknað samkyn- hneigð. Sú stofnun, sem mesta at- hygli hefur vakið, er NARTH (Nat- ional Association for Research and Therapy of Homosexuality). Stofn- 'S unin samanstendur af 850 meðferð- arsérfræðingum af ýmsum mennt- unarstigum. NARTH er sú stofnun sem kirkjur í Bandaríkjunum leita mest til i baráttu sinni gegn sam- kynhneigð enda er hún sú eina skipuð menntuðum sérfræðingum sem halda þvi fram að samkyn- hneigð sé læknanlegur sjúkdómur. Stofnunin hefur sett fram stefnu- skrá þar sem fullyrt er: • að samkynhneigð sé líklega mest misskildi kynferðislegi kvilli sem til er, • að rannsóknum á samkyn- hneigð hafí verið breytt fyrir tilstilli samtaka samkynhneigðra, • að með samsæri hafi rann- , sóknarmenn á sviði kynhneigðar ' verið neyddir til að þegja um rann- sóknir sínar, • að ýmis samtök haldi því fram að afbrigðileg kynhneigð sé eðlilegt lífemi, • að flestum samkynhneigðum megi breyta í gagnkynhneigða með viðeigandi meðferð. Þessar fullyrðingar stangast þó á við yfirlýsingar allra annarra sér- fræðistofnana og samtaka í Banda- ríkjunum. Bandaríska sálfræðingafélagið (APA, American Psychological Association), sem 159 þúsund sál- fræðingar eiga aðild að, hefur sent frá sér þá yfirlýsingu að „engar birtar [útgefnar] rannsóknir styðji ’ þá fullyrðingu að til sé meðferð sem breytt geti kynhneigð fólks. Ónnur fagfélög, s.s. geðlækna, félagsráðgjafa og barnalækna, hafa öll lýst því sama yfir. Tvö þessara samtaka hafa einnig lýst áhyggjum sínum vegna skað- semi slíkra meðferða. Þær valdi sumu fólki alvarlegum skaða. Hjá bandaríska sálfræðingafélaginu og geðlæknafélaginu hafa verið uppi hugmyndir um að bóka þessar að- ferðir siðlausar og svipta hvern þann réttindum sem hana stundar. £ Hér á landi hefur landlæknir, Sigurður Guðmundsson, tekið af allan vafa í grein sinni sem ber yfir- skriftina „Samkynhneigð er ekki sjúkdómur", sem birtist í Morgun- blaðinu 27. október síðastliðinn. Einnig hefur Bandaríska lækna- félagið (American Medical Assoc- iation) mælt gegn meðferð við sam- Akynhneigð. Miklar áhyggjur eru af tilfellum þar sem ósjálfráða ungl- ingar hafa verið neyddir gegn vilja sín- um í meðferð hjá bókstafstrúarhópum. I sumum tilfellum hafa unglingar verið vistað- ir á svokölluðum geð- sjúkrahúsum öfga- hópa í slíkri meðferð. Slíkur er ofstopinn að nauðsynlegt hefur verið að starfrækja hjálparstofnanir sem taka á móti unglingum og börnum sem flýja slíka meðferð. Alfreð Kenning stofnunar- Hauksson innar NARTH er sú að samkynhneigð sé orsök brests í sálarlífi einstaklings- ins og brenglaðar tilfinningar til eigin kyns megi rekja til barnæsku hans. Samkynhneigðir karlmenn reyni t.a.m. að bæta upp þessa Allt virðist benda til að fólk sem haldi öðru fram sé einfaldlega óupplýst um rannsóknir á þessu sviði, segir Alfreð Hauksson, eða haldið fordómum sem má rekja til fáfræði. brenglun með að hafa samneyti við aðra karlmenn. Þetta myndi kyn- ferðislega tengingu við heim karl- manna. Stofnunin staðhæfir að með þetta í huga megi greiða úr þeim sálarflækjum sem hái samkyn- hneigðum. Þessar kenningar eru þó ekki annað en afbakaðar kenningar Sig- mund Freuds lagaðar að stefnu- skrá umræddra samtaka. I hugum sálfræðinga gegna slíkar kenningar Freuds aðeins sögulegu hlutverki. Stofnunin beitir klassískri við- talsmeðferð þar sem viðskiptavin- urinn situr í sófa og ræðir við sér- fræðing í 3-5 klukkustundir á viku. Meðferðin tekur 8 til 11 ár. Sumir innan stofnunarinnar telja sig þó geta náð árangri á styttri tíma. Þótt mikið hafi verið reynt að lækna samkynhneigða með ýmsu móti þá hafa fáar rannsóknir verið gerðar á árangri slíkra tilrauna. Astæðan kann helst að vera sú að allar vandaðar rannsóknir hafa gef- ið til kynna að ekki sé til lækningar- meðferð við samkynhneigð, enda sé orðið viðurkennt að ekki sé um sjúkdóm að ræða. Þó liggja fyrir ýmsar rannsóknir, bæði um árang- ur og mögulega skaðsemi slíkra til- rauna. Þær fáu kannanir sem benda til að hægt sé að lækna samkynhneigð hafa enn ekki verið birtar í neinum virtum vísindatímaritum. Þær hafa ekki þótt uppfylla þau skilyrði sem rannsóknir þurfa að gera til að telj- ast marktækar og hefur þá ýmis- legt verið talið til: • Þátttakendur eru enn í með- ferð þegar könnun er framkvæmd. Má ætla að vonir fólks til árangurs séu miklar á þeim tíma. • Ekki er gerður greinarmunur á samkynhneigðum og tvíkyn- hneigðum. Það er talið til árangurs þegar tvíkynhneigðir einskorða makaval sitt við gagnstætt kyn. • Ekki er gerður greinarmunur á samkynhneigðum tilfmningum fólks og hegðun. Það er talið til ár- angurs þegar fólk hættir að lifa samkynhneigðu lífi en hneigist þó enn tÚ sama kyns. • Fólk sem lifir skírlífi er talið hafa læknast. • Framkvæmdaraðilar rann- sóknanna eru sjálfir sannfærðir um að hægt sé að lækna samkynhneigð og hafa atvinnu af rekstri slíkrar þjónustu. • Hópur þátttakenda er of eins- leitur. T.d. er of margt fólk í trúar- hópum sem leitar lækninga til að frelsast frá syndum sínum. • Arangurerekkimældurjafnt og þétt yfir tímabil meðferðarinnar. • Arangur er ekki staðfestur með mælingum nokkrum árum eft- ir meðferð. • Ekki hefur tekist að endur- taka tOraunirnar af óháðum aðilum með árangri. Þar sem engar marktækar rann- sóknir benda til að hægt sé að lækna samkynhneigð hafa augu manna frekar beinst að hugsanlegri skaðsemi slíkra meðferða. Nokkrar rannsóknir liggja fyrir sem benda til að jafnvel „mannúðlegar" aðferð- ir geti skaðað þátttakendur. Niður- stöður slíkra rannsókna gefa til kynna að mjög oft verði þátttak- endur afar þunglyndir eftir tilraun- ir til lækninga. Slíkt valdi hegðun sem sé þeim skaðleg: sjálfsmorðs- tilraunum, sjálfshatri, eiturlyfja- misnotkun og áhættusömu kynlífi. Einnig veldur það óstöðugleika í fjölskyldum þegar foreldrum er kennt um samkynhneigð barna sinna vegna rangs uppeldis. Flestu fólki er ljóst að samkyn- hneigð er ekki sjúkdómur. Allt virð- ist benda til að fólk sem haldi öðru fram sé einfaldlega óupplýst um rannsóknir á þessu sviði eða haldið fordómum sem má rekja til fáfræði. Aldrei hefur tekist að breyta kyn- hneigð fólks, þó að fólki hafi tekist að breyta hegðun sinni. Það er mannfyrirlitning að ætlast til þess að fólk lifi gegn eigin tilfinningum Höfundur er iölvuníirfræðingur og nemi við Háskóln Islands íraf- magnsverkfræði. Eðli sann- leikans UNDANFARNAR vikur hefur átt sér stað lífleg umræða um samkynhneigð á síðum Morgun- blaðsins þar sem fólk úr hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins hef- ur tjáð skoðanir sínar við mis- góðar undirtektir. Séra Ragnar Fjalar Lárusson hefur t.d. orðið fyrir miklu aðkasti fyrir það eitt að tjá skoðanir sem fyrir honum eru sannleikur. Þeir sem harðast hafa veist að séra Ragnari eru að meirihluta samkynhneigðir (skiljanlega), og, mér til mikillar furðu, prestur. Þeir sem meðal annars hafa sent inn greinar eru fyrrverandi formenn „Samtakanna 78“, þau Guðni Baldursson og Lana Kol- brún Eddudóttir, framkvæmda- stjóri ofangreindra samtaka, Ragnar Ragnarsson og Ólafur Oddur Jónsson prestur. Það er einkum tvennt í skrif- um þessa fólks sem vakið hefur athygli mína. Annars vegar eru það tilvitnanir í Sálfræðingafélag Bandaríkjanna (American Psychological Association) og Geðlæknafélag Bandaríkjanna (American Psychiatric Associat- ion) og hins vegar er talað um samkynhneigða sem „stór hluti þjóðarinnar“ og um „einn tíundi hluti fólks“. Lítum aðeins á hver sannleikurinn er fyrir þessu fólki, þar sem við vitum að sann- leikur séra Ragnars Fjalars er fenginn úr Biblíunni. Geðlæknasamtökin ákváðu á ársþingi sínu 1973 að taka sam- kynhneigð af lista yfir sálræna sjúkdóma. En hvací hafði gengið á árin á undan? Arið 1970 varð að rjúfa ýmsa fundi á þinginu vegna óláta og svívirðinga, inni í fundarsölunum og einnig utan- húss, sem gerðu það ókleift að rökræða málin á skynsemis- grundvelli. Árið 1971 og 1972 var það sama uppá teningnum. Árið 1973, við sömu aðstæður, var loks ákveðið að greiða atkvæði um málið meðal allra 25.000 meðlima APA. Einungis 25% þeirra greiddu atkvæði um málið og einungis 58% þessara u.þ.b. 6.250 meðlima voru sammála því að að taka samkynhneigð út af lista yfir sálræna sjúkdóma. Það voru því innan við 3.700 meðlim- ir APA, eða 15%, sem réðu þess- ari ákvörðun. U.þ.b. 21.300 þeirra stóðu því ekki á bak við þessa ákvörðun. Þetta er í samræmi við niður- stöðu sem tímaritið Time fékk úr skoðanakönnun, sem það lét gera árið 1977 meðal 10.000 meðlima APA, sem valdir voru af handahófi. Niðurstöðurnar voru birtar í Febrúar árið 1978 í grein sem titluð var „Veikir aftur“. Um 69% aðspurðra töldu að samkynhneigð væri að öllu jöfnu áunnin sálsýki, 18% voru ósam- mála og 13% óákveðnir. („Sick again? Psychiatrists Vote on Gays,“ Time, 20. febrúar, 1978, 102.) Samkynhneigðir hafa lengi haldið því fram að 10% mann- kyns séu samkynhneigð, en veit fólk almennt hvaðan sú tala er Seinni tíma rannsóknir benda til þess, segir Kristinn Magnússon, að minna en 1% manna sé einvörðungu sam- kynhneigðir. komin? Hún er fengin úr rann- sókn sem dr. Kinsey gerði og birti niðurstöður hennar 1948 (Sexual behavior in the human male). Rannsókn þessi var mein- gölluð hvar sem á hana var horft en of langt mál yrði að rekja það allt hér. Nægir þar að nefna að úrtakið sem notað var samanstóð af 5.300 manns. Þar af voru u.þ.b. 25% karlkyns fangar, hundruð vændismanna og afgan- gurinn sjálfboðaliðar sem brugð- ust við auglýsingu sem birt var. Þessi hópur átti að standa fyrir þverskurð af bandarísku þjóð- inni. Seinni tíma rannsóknir, eins og sú sem gerð var við Chicaco háskólann árið 1989 og birt árið 1990 á fundi AAAS (American Association for the Advancement of Science), benda til þess að minna en 1% manna séu einvörðungu samkynhneigð- ir. En samt finnst ennþá, árið 1999, fólk á Islandi sem tekur rannsókn Kinsey sem hinum eina sannleik í þessum efnum Læt ég þér nú eftir, lesandi góður, að skoða hvert eðli sann- leikans sé í þeim greinum sem birst hafa um þessi mál. Höfundur er bifvélavirki. U mbur ðar ley si EINS og athugulir lesendur Morgun- blaðsins e.t.v. hafa tekið eftir, þá stóð til að halda málþing í Hafnarfjarðarkirkju um miðjan þennan mánuð undir heitinu „Biblían, kirkjan og samkynhneigð". Að málþinginu standa Hafnarfjarðarkirkja, Samtökin ’78 og fleiri aðilar sem áhuga hafa sýnt á málinu. Ástæða þess að hugmyndin að málþinginu kviknaði Þórhallur var sú umræða sem Heimisson farið hefur fram að undanförnu í fjölmiðlum um stöðu samkynhneigðra innan þjóð- kirkjunnar. Markmið málþingsins er ekki að komast að einni ákveð- inni niðurstöðu í málinu heldur að skapa umræðugrundvöll þar sem hægt er að setja fram ólíkar skoð- anir í bróðerni og þar með eyða for- dómum og misskilningi. Slíkan um- ræðugrundvöll mætti síðan nota til frekari samtala, allt með það að markmiði að auka skilning og ná sáttum. Hið væntanlega málþing var kynnt hér í Morgunblaðinu og eins við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Fjölmargir andstæð- ingar samkyn- hneigðra hafa haft samband við mig til að mótmæla málþinginu. Sömuleiðis hafa and- stæðingar þjóð- kirkjunnar látið í sér heyra og tal- að gegn málþinginu. Það merkilega er að báðir þessir hópar hafa mót- mælt málþinginu á sömu forsend- um, þ.e. þeir vilja ekki að málið sé rætt af fullu umburðarlyndi. Þeir vilja að knúið sé á um niðurstöður. Orkulind þessara hópa er umburð- arleysið í sinni nöktustu mynd. Við höfum ákveðið að fresta málþinginu, segir Þórhallur Heimisson, og skapa því vettvang þar sem tryggt er að umburðarlyndið fái ráðið. Við sem að málþinginu stöndum viljum ekki efla óvinafagnað. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta málþinginu um sinn og skapa því vettvang þar sem tryggt er að um- burðarlyndið fái ráðið en umburð- arleysinu sé úthýst. Því hvar erum við á vegi stödd ef við þolum ekki lýðræðislega umræðu, leyfum ekki frjáls skoðanaskipti, í þessu máli sem öðrum? Höfundur erprestur HafnarQarðar- kirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.