Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Ráðstefna um framtiðarsýn og stefnumótun í fiskeldi á Islandi FISKELDI hefur vaxið hröðum skrefum í heiminum á undaníomum árum og áætlanir gefa til kynna að árið 2010 muni a.m.k. 35% af heildar- framboði á fiski á heimsmarkaði koma úr eldi. Þetta kom meðal ann- ars fram á ráðstefnu um framtíðar- sýn og stefnumótun í íslensku fisk- eldi sem haldin var nýverið. Að ráðstefnunni stóðu Vaki-DNG hf. og Stofnfiskm- hf. Laxeldi er eitt af þeim eldisform- um sem hvað mest hefur vaxið á und- anfórnum árum. Vigfús Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stofnfisks hf., fjallaði á ráðstefnunni um laxeldi í al- þjóðlegu samhengi. Hann sagði lax- eldi í dag standa á ákveðnum tíma- mótum, enda framleiðsla á eldislaxi orðin meiri en á villtum laxi. Stærstu framleiðendur á laxi í heiminum í dag eru Noregur, Chile og Skotland sem hafa framleitt yfir 80% af heims- framleiðslunni á undanfömum árum. Sagði Vigfus að áætlanir til ársins 2010 gerðu ráð fyrir að heimsfram- leiðsla á eldislaxi aukist úr 600 þús- und tonnum í um 2 milljónir tonna. Heildarframboð á ferskum og frosn- um laxi, bæði villtum og eldislaxi, sé áætlað að verði um 2,7 milljónir tonna árið 2010. Sagði Vigfús að á íslandi væri gengið út frá áfram- haldandi tæknilegum útfærslum í strandeldi sem muni standa undir um 9.000 tonna framleiðslu á laxi ár- ið 2010. Vigfus sagði aukningu í laxeldi jafnvel geta orðið enn meiri en áætl- anir gerðu ráð fyrir, enda stefndi heildarframleiðslan á þessu ári í að verða um 850 til 900 þúsund tonn, þar af væri áætluð eldislaxfra- mleiðsla á Islandi á árinu um 4.340 tonn. Laxeldi hafi tekið miklum breytingum, affoll væru orðin minni, einkum í Chile, en þar væri einmitt talið að mesta svigrúmið væri til verulegrar framleiðsluaukningar. Þá hafi fyrirtækjum fækkað, en þau um leið stækkað og þjónustuíyrirtæki í fiskeldi, til dæmis fóðuriyrirtæki, hafi í auknum mæli brugðist við sam- keppni með kaupum og rekstri lax- eldisfyrirtækja. Ólafur Wemersson, hjá íslands- laxi, fjallaði einnig um laxeldi á ráð- stefnunni. Hann sagði að þrátt fyrir áföll í upphafi hafi fiskeldismenn lært mikið á undaníomum ámm og væm nú að ná betri tökum á rekstri og afköstum. Fiskeldi á Islandi hafi hinsvegar búið við aðrar aðstæður en fiskeldi í samkeppnislöndum, svo sem í Noregi og Ameríku, sérstak- lega varðandi verð. íslendingar selji eldisafurðir sínar á svipuðu verði en þurfi hinsvegar að taka á sig gjöld vegna landfræðilegrar stöðu. Nú væri frakt hinsvegar á lægra verði og hagkvæmni í flutningum að auk- Verðmæti eldisafurða 6 milljarðar eftir 10 ár Nokkurrar bjartsýni gætir meðal fískeldismanna hérlendis eftir talsverða erf- iðleika á undangengnum árum. Á ráðstefnu um framtíðarhorfur í fískeldi á íslandi kom meðal annars fram að gert er ráð fyrir að útflutningsverðmæti eldisafurða verði 6 milljarðar árið 2010. Helgi Mar Árnason var á ráðstefn- unni og hlýddi á erindi um stöðu og framtíð helstu eldistegunda hérlendis. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Vigfús Jóhannsson, formaður Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, og Courtney Hough, formaður Evrópusamtaka fiskeldisstöðva, á ráðstefnu um framtíð fiskeldis á Islandi. ast. Hið sama mætti reyndar segja um keppinautana. ísland með 60% bleikjuframleiðslu Bleikjueldi á íslandi hefur vaxið hvað hraðast á undanfömum ámm, en það hófst ekki að nokkm marki hérlendis fyrr en árið 1987. Arið 1989 var heildarframleiðslan 10 tonn en var komin í 680 tonn árið 1998. Verðmæti útfluttra bleikjuafurða var á síðasta ári um 224 milljónir króna en var um 80 milljónir króna árið 1993. Að sögn Benedikts Kii- stjánssonar, hjá Silfurstjömunni hf., má gera ráð fyrir að heildarfram- leiðsla þessa árs verði 900 til 1.000 tonn, eða um 60% af heimsfram- leiðsíunni, en þar af verði um 700 til 800 tonn flutt út. Spáði Benedikt að árið 2001 verði framleiðslan komin í 1.500 tonn og verðmætið yrði þá um 450 milljónir króna. Sagði hann að ef framleiðslan ykist á næstu árum eins og gert væri ráð fyrir, yrðu framleið- endur og söluaðilar að taka höndum saman til að efla markaðssókn fyrir bleikjuafurðir. Markaðurinn væri viðkvæmur og Islendingar mættu ekki sjálfir valda verðhmni, líkt og gerst hafi í laxinum. Taldi Benedikt bleikjueldi^ á íslandi eiga bjarta framtíð ef Islendingar héldu því for- skoti sem þegar hafi náðst. Það sé Mikill samdráttur í verðmæti aflans HEILDARVERÐMÆTI fiskafl- ans í júlí sl. var 4.071 milljónir króna en var 5.882 millj. kr. á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofu Islands. Verðmæti botnfiskaflans var 3.248 millj. kr. í júlí í ár en var 3.787 millj. kr. í júlí 1998. Verðmæti upp- sjávaraflans fór úr 1.300 millj. kr. í 361 millj. kr. og verðmæti skel- og krabbaafla lækkaði úr 795 millj. kr. í júlí 1998 í 462 millj. kr. í lúlí 1999. Heildarverðmæti fiskaflans frá janúar til júlí 1999 var 37.009 millj. kr. en var 36.228 millj. kr. á sama tíma í fyrra. Verðmæti botnfiskafl- ans fór úr 24.920 millj. kr. fyrstu sjö mánuði ársins 1998 í 29.865 millj. frá janúar tU júlí í ár. Verðmæti þorskaflans jókst úr 11.698 millj. kr. í 15.366 millj. kr. og verðmæti ýsuaflans úr 2.358 millj. kr. í 3.275 millj. kr. Samdráttur varð í verðmæti upp- sjávaraflans á umræddu tímabili, fór úr 6.631 mUlj. kr. 1998 í 4.482 rmllj. kr. 1999. Sömu sögu er að segja af verðmæti skel- og krabba- afla, sem fór úr 4.671 millj. kr. í fyrra í 2.655 millj. kr. í ár. Verðmæti fiskaflans janúar-júlí 1998-1999 Botnfiskafli þús. milljón kr. 30 25 20 15 10 5 0 Upp- Skel- og sjávar- krabba- affi og annar afli 19981999 '98 '99 '98 '99 best gert með kynbótum og mUdu og góðu markaðsstarfí. Góður árangur í lúðuseiðaeldi Lúðueldi í heiminum er ennþá á rannsóknar- og þróunarstigi en engu að síður ríkir mikU samkeppni í eld- inu, að sögn Olafs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Fiskeldis Eyja- fjarðar hf., en hann fjaUaði á ráð- stefnunni um eldi á lúðu. Sagði hann seiðaframleiðslu hafa háð eldinu mest tU þessa og í framhaldi af lítilli seiðaframleiðslu hafi matfiskeldi á lúðu þróast hægt og verði vart meira en um 350 tU 400 tonn á þessu ári. Mest sé framleitt í Noregi, en fram- leiðslan fari vaxandi á íslandi og Skotlandi. Sagði Ólafur að góður ár- angur hafi náðst í seiðaframleiðslu hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hf. og fyrir- tækið væri nú stærsti einstaki lúðu- seiðaframleiðandinn í heiminum, með um 40% af heimsframleiðslunni. Sala á matfiski hafi hinsvegar verið lítU, en á næsta ári sé gert ráð fyrir að selja um 100 tonn. Fyrirtækið hefði hinsvegar styrk af forskoti í seiðaframleiðslu, einnig af mikilli hrognaframleiðslu og klakfíski sem hrygnir stóran hluta úr ári. Lúðueldi væri hinsvegar sérhæfður iðnaður og sérhæfð þekking tengd fiskeldi al- mennt væri lítU hér á landi miðað við keppinautana. Tækifærin fælust því í áframhaldandi alþjóðavæðingu, en Fiskeldi Eyjafjarðar á þegar stóra eignarhluti í lúðueldisfyrirtækjum í Kanada og Noregi. Sagði Ólafur að með áherslu á rannsóknar- og þró- unarvinnu og aukna framleiðslu og m ■ TROLLSYEIÐUM Þorsteinn EA 810, er fyrsta flöpið í heiminílflr GLORÍU$antroll > A JSJSm - A ® Þantroll . „Með GLORÍU þantrollinu veiðist mun meiri fiskur en áður, hann fælist síður og streymir jafnt og þétt aftur I pokann. Það helst miklu betur klárt heldur en hefðbundin troll, ekki sist þegar togað er I miklum straumi og þegar snúið er með það. Tæknin felst I þvi að garnið í trollinu er réttsnúið og rangsnúið og þegar straumurinn fer eftir snúningnum á leggjunum myndast kraftur sem þenur út trollið." MfiM PIÐJAN skipstjóri á Þorstcini EA seiðum og matfiski hér á landi hafi fyrirtækið aUa burði til að vera áfram í forystu þeirra fyrirtækja sem stunda lúðueldi í heiminum. Sandhverfa herrtugur eldisfiskur Albert Imsland, frá Háskólanum í Bergen í Noregi, fjaUaði á ráðstefn- unni um eldi á sandhverfu. Sagði hann sandhverfu henta vel í land- og þauleldi, enda hægt að hraða vexti með samspUi umhverfis- og erfða- þátta. Sagði hann sandhverfu þurfa lítið súrefni miðað við aðrar eldisteg- undir og þola mikinn þéttleika. Hann sagði fjarlægð frá mörkuðum hins- vegar há sandhverfueldi hérlendis, auk þess sem stærð markaðarins væri ekki vel þekkt. Samkeppnin væri einnig mikU við tU dæmis Spán- verja og Frakka sem hefðu forskot í tækni- og eldisþekkingu á sand- hverfu. Aftur á móti benti Albert á að hverfur hverskonar væru þekktir matfiskar og víða í miklum metum. Grunnþættir eldisins væru vel þekktir og stöðugt, hátt verð fengist fyrir afurðimar. Hann sagði þauleldi geta skapað forsendur fyrir sand- hverfueldi hérlendis og því nauðsyn- legt að hefja strax þróun slíks eldis í samstarfi erlendra og innlendra að- Ua. Hefð fyrir neyslu á sæeyra Ásgeir Eiríkur Guðnason, stöðv- arstjóri Sæbýlis hf., hélt á ráðstefn- unni erindi um eldi sæeyma á Is- landi, en sæeym era sniglar sem lifa á hlýjum og tempraðum strands- væðum víða um heim. Aldalöng hefð er fyrir neyslu á sæeyra í mörgum Asíulöndum, en að sögn Asgeirs era Japanir manna sólgnastir í þau. Sagði hann ofveiðar á sæeyra hafa valdið gati á markaðnum sem aðeins verði fyUt með eldi. I dag séu veidd um 16 þúsund tonn af sæeyra á ári í heiminum en veiðin hafi mest orðið um 63 þúsund tonn. Eldisframleiðsl- an í dag nemi hinsvegar aðeins um 1.000 tonnum en gert sé ráð fyrir að hún aukist á næstu áram. Fram- leiðsla Sæbýlis á þessu ári nam um 10 tonnum og er gert ráðjýrir að hún verði 40 á því næsta. Ásgeir sagði hinsvegar stefiit að 300 tonna fram- leiðslu á ári. Hann sagði ýmsar ástæður valda því að eldi á sæeyra er kostnaðarsamt víða erlendis. Miklar árstíðabundnar hitasveiflur dragi víða talsvert úr vaxtarhraða og geti valdið miklum affóUum. í eldisstöð Sæbýlis sé hinsvegar hægt að ala sæeyran við kjörhita árið um kring og verið sé að hanna eldiskerfi þar sem áhersla verði lögð á framleiðni og vinnuhagræðingu. Sæeyra era al- in á þörangum og sagði Ásgeir ís- lenska þörgunga henta mjög vel tU framleiðslunnar og fóðumýtingu betri en tU dæmis í Japan og Banda- ríkjunum. Því bendi aUt tU þess að nýting á íslenskum auðUndum og nú- tíma eldistækni muni veita SæbýU sterka stöðu gagnvart erlendum keppinautum. Þorskeldi ekki arðbært Bjöm Bjömsson, hjá Hafrann- sóknastofnun, fjaUaði á ráðstefnunni um tilraunir sem gerðar hafa verið með matfiskeldi á þorski í Noregi, Skotlandi, Kanada og á íslandi. Sagði hann aUmarga hafa gert tU- raunir hériendis með söfnun og áfra- meldi á þorski í sjókví á Austfjörðum og Vestfjörðum. Þær hafi sýnt að þorskur geti vaxið vel og afföU verið lítU. Verð á sláturfiskinum hafi hins- vegar ekki verið nægUega hátt til að halda tilraununum áfram. Arðsemis- útreikningar bendi auk þess ekki tU þess að unnt sé að stunda arðbært þorskeldi á íslandi í sjókvíum eða í strandeldi miðað við núverandi rekstrarumhverfi. Hinsvegar bendi útreikningar tíl þess, að gefnum ákveðnum forsendum, að það geti verið arðbært að fóðra hluta af ís- lenska þorskstofninum með ódýra fóðri. Bjöm sagði hinsvegar að frek- ari rannsókna væri þörf, auk þess sem koma þyrftu tU ný lög og reglu- gerðir sem kveði á um rétt til fóðrun- ar og veiða á friðuðum fóðranar- svæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.