Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 6$ FRÉTTIR Frumvörp vegna Schengen- samstarfs lögð fram fljótlega SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra, var í forsæti fundar í samsettri nefnd dóms- og innanríkisráðherra Evrópusam- bandsríkjanna með dómsmálaráð- herrum Islands og Noregs í Lúxem- borg í síðustu viku. Var á fundinum rætt um mál er varða undirbúning að aðild íslands og Noregs að Schengen-samkomulaginu en það kveður á um ferðafrelsi miUi aðildar- rílqanna og samstarf um landamæra- eftirlit á ytri landamærum þess svæðis, sem aðildarríkin mynda. Þá var á fundinum íjallað um samræm- ingu á tölvukerfum, sem ætlað er að nota við landamæravörslu Norður- landanna og þeirra sem þegar eru í notkun á Schengen-svæðinu. í fréttatilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu segir að Norðmenn hafi að mestu lokið nauð- synlegri lagasetningu er lýtur að framkvæmd Schengen-samkomu- lagsins þar í landi. Lagafrumvörp þar að lútandi verða hins vegar lögð fram á Alþingi íslendinga á næstu dögum. Jafnframt er hafinn undirbúning- ur að skipulagi landamæragæslu í samræmi við samkomulagið sem m.a. kallar á breytingar á flugstöðv- unum í Keflavík og á Gardemoen í Noregi, þar sem aðskilja þarf far- þega frá öðrum Schengen-ríkjum frá farþegum sem koma frá ríkjum utan svæðisins. Þá er unnið að gerð tölvu- hugbúnaðar sem tengist gæslukerfí Evrópusambandsins, en Norður- löndin buðu það verk sameiginlega út. Fræðslufundur um geðræn einkenni hjá öldruðum FRÆÐSLUFUNDUR, sá fjórði í röð Læknafélags Reykjavíkur fyrir almenning, undir yfirskriftinni „Heilsufarsvandamál í Reykjavík í lok tuttugustu aldar“, verður hald- inn í dag, fímmtudaginn 4. nóvem- ber kl. 20.30 í húsnæði læknasam- takanna á 4. hæð, Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Fjallað verður um geð- ræn einkenni hjá öldruðum. Fyrir- lesarar eru María Ólafsdóttir heilsu- gæslulæknir og geðlæknarnir Sig- urður Páll Pálsson og Ólafur Þór Ævarsson. í fréttatilkynningu segir: „Sam- fara aukinni lífslengd hafa ýmis heilsufarsvandamál meðal aldraðra aukist mjög í tíðni. Heilabilun og þunglyndi aldraðra eru nú meðal stærstu verkefna heilbrigðisþjón- ustunnar og valda miklu álagi á að- standendur. Efla þarf fræðslu meðal almennings um þessa sjúkdóma t.d. hvemig ættingjar geti þekkt fyrstu einkenni heilabilunar og hvenær meðferðar er þörf á þunglyndi." Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Aðrir fyrirlestrar verða: 11. nóv- ember um mengun og lungnasjúk- dóma, 18. nóvember um tíðahvörf og breytingaskeið kvenna og að lokum, 25. nóvember, um offitu og leiðir til megrunar. Ræða viðbrögð við veikindum geðsjúkra barna FORELDRAFÉLAG geðsjúkra barna og unglinga boðar til fræðslufundar fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20.30 í sal B.U.G.L., Dalbraut 12. Þar mun sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur á Landspítalan- um, halda fyrirlestur um „Andleg viðbrögð foreldra við veikindum geðsjúkra bama“. Eftir kaffihlé verða almennar umræður. Ráðstefna um atvinnumál fatlaðra ÖRYRKJABANDALAG íslands heldur ráðstefnu um atvinnumál fatlaðra í Borgartúni 6 föstudaginn 5. nóv. og hefst hún kl. 13 með ávarpi félagsmálaráðherra. í fréttatilkynningu segir: „Ráð- stefnan er ekki sízt haldin til að fá gleggri yfirsýn varðandi hinar ýmsu lausnir sem þurfa að vera fyr- ir hendi í atvinnumálum fatlaðra og sérstaklega verður fjallað almennt um gildi vinnunnar í fyrirlestri á ráðstefnunni. Fyrir dyrum standa breytingar varðandi atvinnumál fatlaðra þar sem væntanleg er yfirfærsla mál- efna fatlaðra frá ríki til sveitarfé- laga en þar ráð fyrir því gert þó, að atvinnumál fatlaðra og hvers konar úrlausnir þar falli með sérstökum ákvæðum inn í lög um vinnumark- aðsaðgerðir. Framsögumenn koma með einum eða öðrum hætti að atvinnumálum fatlaðra og úrræðum þar svo og verða framsöguerindi frá Samtök- um atvinnulífsins og Vinnumála- stofnun og fatlaður einstaklingur mun segja frá sinni reynslu af at- vinnuþátttöku.“ A eftir framsöguerindum verða almennar umræður. Ráðstefnan er öllum opin. Sigraðií keppni þjóna FORKEPPNIN Ruinart Trophy á vegum Samtaka íslenskra vínþjóna og RJC var haldin í Menntaskólan- um í Kópavogi hinn 31. október. Alls tóku sex manns þátt frá Perlunni, Argentínu, Rex og Hótel Holti. Keppnin var hörð og spennandi en á endanum voru það Sævar Már Sveinsson frá veitingastaðnum REX, Þorleifur Sveinbjörnsson frá Perlunni og Stefán Guðjónsson frá Argentínu sem komust í úrslit. Eft- ir stranga keppni var það Stefán Guðjónsson, yfirþjónn á Argentínu sem sigraði. Verðlaunaafhending fór fram á Hótel Holti - Þingholti um kvöldið. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, en allir þátttakendur hlutu að launum viðurkenningar- skjal ásamt flösku af Ruinart- kampavíni. Ótrúlegt verð á hinum geisivinsælu Hewlett Packard 710 prenturum 1 / enginn trúir, aöeins krónur 12.501 Algengt verð á HP 710C prenturum er 17.900 krónur. Oll verð eru staðgreiösluverð með viröisaukaskatti. . ( f- f # % | 1 f f I 1 y 1 Þeir fljúga út! Enda núna á verði sem Tölvulistinn • Nóatúni 17 • Simi562 0730 Apótehinu Smiðjuvegi, Kópavogi 4. nóv. Apótehinu í Hiýhaup, Kringlunni, 5. nóv. Wré 14.M m l&JMB Brautryðjendur aó lœgra lyfjaverði gardeu dömu- fafnaður kl. 10—18, laugardaga kl. 10—14. Þá er E. Finnsson pizzusósan góður grunnur á pizzuna þína. Ljúfur ítalskur keimur sem stenst væntingar þeirra kröfuhörðustu á heimilinu. & VOGABÆR 190 Vogar Sími: 424 6525
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.