Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ —Á4 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 „Þá getur skrattinn komist í prjónana“ ÞAÐ var/er til sú þjóð- trú að ekki sé gott að „skilja eftir prjóna með húlfkláraðri umferð því að þá getur skrattinn komist í prjónana". Flestir brosa eflaust í kampinn og hugsa með sér að sem betur fer séu nú allir hættir að trúa slíku, ef því hefur þá nokkurn tíma verið raunverulega trúað. Þegar farið er að velta nánar fyrir sér þessari þjóðtrú tkemur í ljós að í henni er mikill og forvitnilegur tilgangur. Til að mynda er hér um greinilega kennslu að ræða eða innrætingu. Þ.e.a.s. verið er að kenna að ekki megi láta frá sér pijónlesið með hálfkláraðri umferð því að þá gerist eitthvað slæmt þ.e. skratt- inn gæti birst og rakið upp lykkj- urnar. Eins og flestir vita, sem á annað borð kunna að prjóna, vilja lykkj- urnar renna fram af prjóninum sé prjónlesið lagt til hliðar með hálf- kláraðri umferð og þar með geta lykkjurnar raknað upp. Sem sagt eitthvað slæmt gerist ef þú hagar vinnu þinni svona og þar sem allt ^slæmt kom frá „skrattanum" sjálfum var hann gerður að söku- dólgi og það átti ekki undir nein- um kringumstæðum að gera hon- um kleift að athafna sig. Birting skrattans kemur þarna inn sem viðvörun við ákveðnu háttalagi sem þá væntanlega hvetur við- komandi til að taka þessa lexíu al- varlega og fara eftir henni. Hér eru því skýr skilaboð um að klára skuli hlutina og engan trassaskap, ellegar hljótist verra af. Það er ekki ólíklegt að upphaf- sé það að þegar verið var að kenna börnum að prjóna hafí þetta verið til að hræða þau til að meðtaka þennan lærdóm. Það hefur ekki verið nóg að segja við börnin að ef þau Iegðu frá sér prjónlesið með ókláraðri umferð á prjónunum gætu lykkjurnar runn- ið út af og þær raknað upp. Afleiðingin var ekki nógu kröftug til að koma í veg fyrir að þau hlýddu því sem kennt var. Það var nefnilega ekki ólíklegt að ef lykkjurnar röknuðu upp kæini einhver fullorðinn til hjálpar hvort eð er og málið þar með leyst. Skrattinn er því hér settur inn í dæmið sem „grýla“ til að hræða börnin til ákveð- innar breytni, sem var mjög algeng uppeldisað- ferð. Onnur svipuð trú var/er til en þó mildari við fyrstu sýn og með öðr- um formerkjum því í henni er frekar höfðað til ákveðinna siðferðisþátta og er hún þar með þró- aðri en hin fyrri. Hún er sú að: Sagt var að ills viti væri að skilja eftir prjóna með hálfkláraðri um- ferð því það var kallað „að skilja eftir álfkonu í barnsnauð". Hér er um sömu kennsluna að ræða en viðurlögin önnur. Samviskan býð- ur fáum ef nokkrum upp á að skilja konu eftir í barnsnauð enda slíkt á móti Guðs og manna lög- um. Það sem meira er er að hér er um að ræða álfkonu og allir vissu að ef sliku fólki var gert eitthvað illt var ekki von á góðu. Hér er því höfðað til samvisku, hjálpfýsi og samlíðunar með öðr- um til að framkalla rétta breytni. Þó ber þessi trú í sér líka, eins og hin fyrrnefnda trú, ákveðinn hræðsluáróður því enginn vildi eiga refsingu álfa yfír sér, en fyrrnefna trúin um skrattann er eingöngu beinn hræðsluáróður. Sem betur fer hafa slíkar uppeld- isaðferðir verið lagðar af og ef- laust er fyrstu tilraunina um að slíkt hafi verið reynt að fínna í Húsagatilskipun Kristjáns 6. Danakonungs frá árinu 1746 um tilhögun uppeldis, menntunar og trúarlífs á Islandi: „Sá heimsku- legi vani sem hér og þar skal hafa verið brúkanlegur í landinu, að hræða börn með jólasveinum eður vofum, [skal] aldeilis vera af- straffaður." Þegar farið er að rýna í hvers konar þjóðtrú kemur oft í Ijós að hún hefur haft mikinn tilgang fyrir það samfélag sem hún spratt upp í. Munnleg geymd hefur varðveitt vel ýmsa vitneskju um þjóðtrú og fært þar með fram í tímann stöðu ýmissa samfélags- Iegra menningarfyrirbæra á öðr- um tímum. Spuni nóvembermán- aðar býður upp á klassíska húfu og vettlinga í stíl úr 100Ú Peer Gynt-ull sem vonandi fær að hlýja köldum fingrum og eyrum í kuld- anum framundan. Svo er bara að muna að lengi lifír í gömlum glæðum og ekki taka neina áhættu varðandi álfa og skratta. Húfa og vettlingar Hönnun: Alice Berbres PEER GYNT Kremað 664/1012: 4 dokkur Stærð húfa: (barn) dömu Fitjið upp á prjóna nr. 3 (102) 112 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og prjónið (9) 11 prjóna slétt prjón (= rúllukant) fram og til baka (slétt á réttu brugðið á röngu). Skiptið yfir á prjóna nr. 3,5 ög perluprjón. Þeg- ar perluprjónið mælist (9) 10 sm Sagt var að ills viti væri að skilja eftir prjóna með hálfkláraðri umferð því það var kallað „að skilja eftir álfkonu í barnsnauð". er fellt af í toppinn: 1 kantlykkja * 8 sléttar, 2 brugðnar saman * . Endurtakið * - * endið á kant- lykkju. Affellilykkjan prjónast alltaf slétt á röngu og brugðin á réttu. Endurtakið affellinguna í 4. hverri umferð 3 sinnum og á 2. hverri umferð 5 sinnum = (12) 13 lykkjur eftir á prjóninum. Það fækkar um 1 lykkju á milli úrtöku við hverja úrtökuumferð. Prjónið 3 sm slétt prjón yfir síðustu lykkj- urnar og fellið af. Saumið húfuna saman að aftan. Eyru: Fitjið upp (21) 25 lykkjur á prjóna nr. 3,5 og prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið perluprjón (5) 6 sm. Fellið nú af 1 lykkju fyrir inn- an kantlykkju sitt hvorum megin = 2 brugðnar saman. Endurtakið á 4. hverjum prjón 2 sinnum og svo á 2. hverjum prjón þar til (11) 11 lykkjur eru eftir og að lokum á hverjum prjón þar til 5 lykkjur eru eftir. Klippið á þráðinn, dragið hann í gegnum lykkjurnar, herðið vel að og gangið vel frá enda. Prjónið hitt eyrað eins. Saumið eyrun á húfuna fyrir ofan rúllu- kantinn, hafið u.þ.b. (7) 8 sm milli- bil á milli þeirra að aftan. Búið til snúrur u.þ.b. 25-30 sm langar og festið í hvort eyra. Vettlingar: Stærðir: (6) 8 og 10-12 ára (dömu) Fitjið upp (36) 40 (40) lykkjur á sokkaprjóna nr. 3,5 og prjónið 7 umferðir slétt prjón. Prjónið munstur A 9 umferðir. Haldið áfram með slétt prjón. ATHUGIÐ að í 1. umferðinni er aukið út um 1 lykkju á 1. og 3. prjón = (38) 42 (42) lykkjur. Þegar slétta prjónið mælist (3) 4 (5) sm prjónast munst- ur C ofan á miðjan vettlinginn = (19) 21 (21) lykkja og slétt prjón áfram undir. Takið eftir að þegar slétta prjónið mælist (6) 7 (8) sm er merkt fyrir þumli: Prjónið með öðrum lit (hjálparþræði) (6) 7 (7) lykkjur fyrir innan 1. lykkjuna á prjón nr. 3, setjið þessar lykkjur aftur yfir á prjóninn og prjónið áfram sem fyrr. Þegar slétta prjón- ið frá byrjun mælist (14) 16 (18) sm er fellt af í toppinn: Á prjón nr. 1 og 3 eru fyrstu 3 lykkjurnar prjón- aðar = 1 slétt, takið næstu lykkju óprjónaða, prjónið 1 slétta og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. A prjón nr. 2 og 4 eru lykkjurnar 3 prjónaðar í enda prjónsins = 2 lykkjur saman, 1 slétt. Þessi úr- taka er endurtekin í 3. hverri um- ferð 3 sinnum enn og svo i hverri umferð þar til 10 lykkjur eru eftir á 7 7 7 7 V V V V V V V V y y X m perluprjón, endurtekið A endurtekið 7 V V V V V V V V V V V V V V. y V V V V V V v V V V V V V V V V V V V V V V V V V V v V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V )L C = 19 lykkjur og 19 umferðir I j = slétt á réttu brugðið á röngu (Vl = brugðið á réttu slétt á röngu = (réttan) Prjónið fyrst aðra lykkjuna slétta án þess að fyrri lykkjan fari af prjónin- um, prjóiúð fyrri lykkjuna slétta, sleppið báðum lykkj- unum yfir á hægri prjóninn. = (réttan) Prjónið aðra lykkjuna slétta fyrir aftan, prjónið fyrri lykkjuna slétta, sleppið báðum Iykkjunum _____yfír á hægri pijóninn. P*-^[ = (rangan) Setjið 1 lykkju á kaðlapijón fyrir framan, prjónið næstu lykkju brugðna, pijónið lykkjuna af kaðlaprjóninum slétta. [•>^1 = (rangan) Setjið 1 lykkju á kaðlapijón fyrir aftan, prjónið 1 slétta, pijónið lykkjuna af kaðlaprjóninum brugðna. hringnum. Klippið á þráðinn, drag- ið í gegnum lykkjurnar og herðið vel að, gangið vel frá endanum. Þumall: Takið hjálparþráðinn úr og setjið lykkjurnar á sokkaprjóna nr. 3,5, takið upp 1 lykkju sitt hvor- um megin. Prjónið slétt prjón (4) 5 (6) sm. Prjónið þá 2 lykkjur saman út umferðina. Klippið á þráðinn, dragið í gegnum lykkjurnar, herðið að og gangið vel frá endanum. Prjónið vinstri þumalinn eins og takið eftir að munstur C prjónast á prjón nr. 3 og 4. Hjálparþráðurinn fyrir þumalinn er prjónaður í fyrir innan endalykkjuna á prjón nr. 2. ♦. # -. . .# Fimmtudags Holtakjúklingur barbecue íauksósu w *r ~: Þ I 1 I Ví t- w y? yrr r y----------1 Fimmtudagskjúklingur Einn Holtakjúklingur í bitum u.þ.b. 1 ka • 1/2 bolli tómatsósa • 1/4 bolli vatn • 1/4 bolli puöursykur • 1 pk. púrrulauksúpa (1 ds sveppasúpa) Hitið ofninn í 175 °C. Raðið kjúklingabitunum í olíusmurt eldfast mót. Blandið saman tómatsósu, sykri, vatni og lauk- súpunni. Hellið hrærunni vel yfir bitana, bakið í 50 mín. Kryddið örlítið með salti og pipar __• ■ i iL • ; . * ..... . •„( ! Rétt meðferð á hráu iíjöti i Fjarlægið umbúðir og gætið þess að blóðvökvi úr kjötinu berist ekki i í önnur matvæli eða áhöld. Notið hrein áhöld svo sem hnífa og i skurðarbretti við undirbúning matreiðslunnar. Þrífið vandlega öll ■ áhöld og borð, sem komast í snertingu við hrátt kjötið, áður en farið i er að vinna með annað hráefni til matargerðar. Sápuþvoið hendur i eftir að hafa meðhöndlað hrátt kjöt. Hreinlæti er forsenda öruggrar i matreiðslu á öllu hráu kjöt. Reykjagarður kf v &■♦>«?♦ «£♦ ♦*♦ jtœ W. ■ W: v: Wr:: > W: '.W :; W ■ ■. .W>: • • -W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.