Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfsmenn Vegagerðarinnar ljúka hér framkvæmdum við brúna yfir Laxá í Kjós. Morgunblaðið/Kristinn Skipt um brú- argólf LOKIÐ hefur verið við að skipta um brúargólf í brúnni yfír Laxá í Kjós og sjást starfsmenn Vega- gerðarinnar hér ganga frá brú- arendunum. Gamla timburgólf brúarinnar var orðið slitið og var því skipt um timbur í gólfinu, auk þess sem járnklæðning var lögð til að verja brúna sliti. Vinna brúarsmiðanna tók um vikutíma, enda veður gott og fátt til að tefja vinnu þeirra. Víða um land vinna menn nú að því hörðum höndum að Ijúka vegaframkvæmdum fyrir vetur- inn. Unnið er þó lengra fram á veturinn við slíkar framkvæmdir en áður var gert og vinnu ekki hætt fyrr en Vetur konungur gerir vart við sig. Góð síldveiði úr stórri torfu út af Garðskaga Lungnalæknir fær rannsóknastyrk 70 milljónir króna til rannsóknar á astma og ofnæmi NOKKUR síldarskip fengu afla í fyrrinótt í Jökultungu, um 60 mílur norðvestur af Garðskaga, en urðu að hætta veiðum í gærmorgun vegna veðurs. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum í fyrrinótt og brast óveðrið mjög skyndilega á að sögn skipstjórnarmanna. Skipverji á Húnaröst SF skarst á handlegg þegar brot kom á skipið og braut brúarglugga og þótti mildi að ekki fór verr. Ekki urðu aðrar skemmd- ir á skipinu. Að sögn skipstjórnarmanna er síldin góð, stór og jöfn og lítið eða ekkert af smælki. Engin áta er í sfldinni og vonuðust þeir til að hægt yrði að vinna hana til mann- eldis en langt er að fara fyrir sum skipin. Þannig voru Jóna Eðvalds SF og Húnaröst SF á leið til Hornafjarðar í gær, Jóna með rúm 300 tonn en Húnaröst með tæp 400 tonn. Þá var Arney KE á leið til hafnar í Vestmannaeyjum í gær- kvöldi með um 280 tonn. Að sögn AF ÝMSUM verkefnum sem framundan eru á dagskrá einka- væðingarnefndar ber hæst fyrir- hugaða sölu á hlut ríkisins í íslensk- um aðalverktökum og Stofnfiski. í næstu viku verða opnuð tilboð í hlut rfldsins í Islenska menntanetinu. Guðmundur Ólafsson, starfs- maður einkavæðingarnefndar, seg- ir að átta áhugasamir aðilar hafi lýst áhuga sínum á Islenska menntanetinu. Til sölu eru allar eignir svo og reksturinn sjálfur, sem mestu verðmætin eru fólgin í. Verðmæti íslenska menntanetsins Húnaröstin fékk á sig brotsjö í vonskuveðri Óskars Þórhallssonar, skipstjóra, var töluvert að sjá af sfld á svæð- inu. „Þetta var stærsta torfa sem við höfum séð í haust. Við gátum kastað á hana tvisvar en urðum síðan frá að hverfa vegna veðurs. Vonandi getum við sótt þangað vestur eftir fljótt aftur en þarna er mikið veðravíti og sjaldan skaplegt veður,“ sagði Óskar. Sfldin vanaföst Jakob Jakobsson, fiskifræðing- ur, sagði að vert væri að rifja upp að á sama tíma í fyrra hefði orðið vart við sfld á svipuðum slóðum en að vísu nokkuð dýpra. „I fyrra fannst hún 1. nóvember svo hún eru talin geta legið á bilinu 15-40 milljónum króna. í framhaldi verða boðin út tvö minni fyrirtæki. Heimild er tfl að selja um 20% hlut ríkisins í Is- lensku internetþjónustunni, INTÍS, sem er metinn á 7-20 millj- ónir króna, og hlutur ríkisins í skógræktarstöðinni Barra á Hér- aði, sem nýlega sameinaðist Skóg- ræktarstöð Reykjavíkur, verður boðinn í næstu viku eða þar næstu. Ríkið á 20% hlut í þessum samein- uðu fyrirtækjum sem metinn er á um 10-20 milljónir króna. virðist vera nokkuð stundvís," sagði Jakob. „I fyrra virtist vera ganga inn á miðin út af Snæfellsnesi og Faxa- flóa fram eftir hausti og vonandi verður sama upp á teningnum nú þó enginn viti hvað verður. í fyrra mældum við megnið af stofninum, sem við höfum verið að mæla, fyrir vestan í byrjun nóvember og ör- ugglega verður reynt að mæla síld- armergðina bæði fyrir austan og vestan síðar í mánuðinum en við höfum verið að bíða eftir því að hún þéttist." Að sögn Jakobs er ekki hægt að segja til um framhaldið en hins vegar virðist sfldin vera vanaföst. „Þegar sfld tekur upp á því að velja sér vetursetu er mjög algengt að hún kemur í þó nokkur ár, saman- ber hvað hún hefur verið þaulsetin fyrir austan í mörg ár þar til núna. Því yrðum við ekki undrandi þó sfld yrði á þessum slóðum eitthvað framvegis á þessum árstíma." Guðmundur segir að samkvæmt heimildum á fjárlögum megi selja hlut ríkisins í ýmsum öðrum smærri fyrirtækjum en fyrir liggur að hlutur rfldsins í íslenskum aðal- verktökum og Stofnfiski verði seld- ur á næstunni. Ríkið á tæplega 40% hlut í báð- um fyrirtækjum en fyrir liggur að ekki verði seldur allur hluturinn í íslenskum aðalverktökum. Verð- mæti hlutar ríkisins í íslenskum aðalverktökum er í heild um 1,5 milljarðar króna en um 60-80 millj- ónir króna í Stofnfiski. ÍSLENSKUM lækni, Hákoni Há- konarsyni, var nýlega veittur um 70 milljón króna rannsóknastyrk- ur frá hjarta- og lungnadeild Bandarísku heilbrigðisstofnun- innar (National Institute of Health - Heart, Lung and Blood Institute). Styrkurinn, 1 milljón bandaríkjadala, er veittur Há- koni einum til 4 ára til grunn- rannsókna á astma og ofnæmi. Hákon, sem er barnalungna- læknir að mennt, sérmenntaði sig á lungna- og öndunarfæra- deild Barnaháskólasjúkrahússins í Ffladelfíu eftir almennt barna- læknanám við Háskólaspitalann í Connecticut. Hann starfaði siðan sem sérfræðingur og aðstoðar- prófessor við fyrrnefnd háskóla- sjúkrahús í Ffladelfíu í þijú ár áður en hann sneri heim. Hann starfar nú sem lungnasérfræð- ingur við barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og sem rannsókna- læknir hjá íslenskri erfðagrein- ingu. Mikil og hörð samkeppni mun vera um styrki Bandarisku heil- brigðisstofunarinnar, en um er að ræða stærstu styrki sem veitt- ir eru til einstaklinga innan Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað. Rannsóknir Hákons felast í því að skilgreina meingerð þeirrar tegundar astma sem tengist of- næmi og öndunarfærasýkingum. „Þessi styrkur er veittur mér til rannsókna á sviði astma og of- næmis, sérstaklega með tilliti til orsakaleitar að meingerð astnia,1 segir Hákon. „Ég er eini styrkþeginn, en síðan er ég með í fólk í vinnu. Heilbrigðisstofnunin veitti mér leyfi til þess að vinna að þessum styrk að hluta hér heima en styrknum er stjórnað frá Barna- háskólasjúkrahúsinu í Ffladelfíu, en þar eru tveir starfskraftar á mfnum vegum.“ Óvenjulegt, mun vera að Bandarfska heilbrigðisstofunin veiti styrkinn einstaklingi sem ekki býr í Bandaríkjunum, en Hákon sneri heim fyrir ári. „Ég sendi inn umsóknina dag- inn sem ég flutti heim, en þeir veittu mér samt styrkinn þótt ég hefði flust úr landi. Ég stýri starfinu héðan og flýg út annað veifið.“ Hákon segist vonast til að rannsóknirnar komi til með að varpa Ijósi á það hvaða þættir or- saki bólgusvörunina sem á sér stað í öndunarvegi og lungum astmasjúklinga. Þær upplýsingar geti sfðan skilað nýjum og betri meðferðum á þessum algengasta langvinna sjúkdómi hjá börnum og ungu fólki. mmmmwmmmm ...í GSM símann þinn! Láttu senda þér upplýsingar um stöðuna textask'ílaboð ® BÚNAÐARBANKINN Traustur banki Ríkið undirbýr sölu á hlut í Islenskum aðalverktökum & ^ Atta aðilar lýsa áhuga á Islenska menntanetinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.