Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hörmulegar afleiðingar mjög öflugs fellibyls sem gekk yfír Orissarflri á Indlandi Eyöilegging af völdum fellibylsins er gífurleg og telja sumir, aö allt að 10.000 manns hafi látið lífíð. Reuters • • Ongþveiti og skelfíng í Orissa Bhubaneswar. Reuters. MIKIÐ öngþveiti og skelfíng ríkir meðal íbúa í Orissaríki á Indlandi en fyrir sex dögum gekk þar á land mjög öflugur fellibylur. Olli hann miklum flóðum og talið er, að nokkrar þúsundir manna hafi farist. Farið er að skorta mat og drykkjarvatn og óttast er, að hættulegar farsóttir séu á næsta leiti. Segja má, að stríðsástand ríki í Orissa en þar vinna meira en 5.000 hermenn við að hreinsa vegi og koma vistum til nauðstadds fólks. Ekki er enn vitað hve margir týndu lífí af völdum fellibylsins, sem er sá öflugasti frá 1971, en embættis- menn telja, að þeir séu að minnsta kosti 3.000. I gær var búið að finna a.m.k. 350 lík. Indverska blaðið The Statesman sagði í gær, að margir óttuðust, að allt að 10.000 manns hefðu farist en bylurinn olli um 20 milljónum manna meiri eða minni búsifjum. Eru þúsundir þorpa ein- angraðar vegna flóða og haft er eft- ir embættismönnum, að vatns- flaumurinn hafi hrifið með sér allt að 1.500 þorp. Birgðum varpað úr lofti Vindhraðinn í fellibylnum komst mest í um 260 km á klukkustund og öldurnar, sem skullu á strönd Orissa, voru allt að sex metra háar. Var þetta annað fárviðrið í i-íkinu á tveimur vikum. Ekki er vitað hvernig ástatt er með hrísgrjóna- ræktunina eða hrísgrjónabirgðirn- ar en þótt Orissa sé mjög fátækt ríki framleiðir það um sjö prósent af indverskum hrísgrjónum. Indverskar fréttastofur sögðu í gær, að hungrað og örvæntingar- fullt fólk hefði látið greipar sópa um matvæli þar sem þau væri að hafa en herinn hefur varpað til fólks birgðum úr lofti. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið að senda matvæli og önnur hjálpar- gögn fyrir um 150 millj. ísl. kr. og Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn ætla að leggja tvöfalt meira af mörkum. Julian Francis, fulltrúi Alþjóða Rauða krossins, sagði í Bhubanes- hwar í gær, að hann teldi, að 5.000 manns eða fieiri hefðu látið lífið í hamförunum en hann varð vitni að afleiðingum fellibylsins 1971, sem kostaði 10.000 manns lífið. Fréttamenn segja, að á mestu hamfarasvæðunum megi sjá lík á víð og dreif og voru hræfuglar komnir í mörg þeirra. Er óttast, að alls kyns sjúkdómar í meltingar- færum og malaría gjósi upp á næst- unni. Friðarviðræðurnar á N-írlandi Stöðu- skýrslu að vænta Lundúnum. AP, Rcuters. GEORGE Mitchell, fyrrverandi öld- ungadeildarþingmaður í Bandaríkj- unum og sáttasemjari í viðræðum um frið á N-írlandi, sagðist í gær vonast til að ljúka í næstu viku end- urskoðun þeirri sem honum var falið að gera á friðarsamningnum, sem kenndur er við föstudaginn langa en ekki hefur komizt til framkvæmda vegna ágreinings um afvopnun skæruliða lýðveldissinna. Hann vildi þó ekki ýta undir bjartsýni um að samkomulag um framkvæmd friðar- samningsins væri í nánd. „Eg hef ekki dregið dul á að ég vil ljúka þessu eins fljótt og auðið er,“ tjáði Mitchell blaðamönnum fyrir ut- an Downingstræti 10 í Lundúnum, þar sem hann átti viðræður um stöðu mála við Tony Blair forsætis- ráðherra. „Eg fer aftur til Belfast um helg- ina og hitti deiluaðila á mánudag og þriðjudag,“ sagði Mitchell. „Ég von- ast til að Ijúka skýrslu minni fljót- lega eftir það.“ Hann hefur ekki sagt hvort hann muni í skýrslunni leggja fram eigin tillögur til lausnar deilunni, eða hvort hann muni í henni eingöngu benda á ástæður þess að ekki hafí tekizt að brúa bilið milli deilenda. Sagði Mitchell málamiðlunarvið- ræðurnar milli fulltrúa pólitískra fylkinga mótmælenda og lýðveldis- sinna tvímælalaust vera mikilvæg- asta hluta endurskoðunar sinnar, en þær væru þó aðeins hluti hennar. Mitchell gerði hlé á viðræðunum í Belfast á þriðjudag, eftir níu vikna þrotlaust samningaþref, til að fara á fund ráðamanna í Dyflinni, Lundún- um og Washington. Möguleikar metnir á afvopnun fyrir umsaminn frest Mitchell sagðist hafa beðið John de Chastelain, formann fjölþjóðlegr- ar nefndar sem hefur yfirumsjón með því að taka vopn úr umferð á N- Irlandi, um mat hans á því hvort raunhæft sé að ætla að mögulegt sé að ljúka afvopnun skæruliða fyrir maílok á næsta ári. I friðarsam- komulaginu umdeilda er kveðið á um að afvopnun skuli lokið innan þessa frests; enn sem komið er hef- ur írski lýðveldisherinn (IRA) þó enn ekki látið eitt einasta vopn af hendi. Rússnesk stjórnvöld segjast ekki ætla að hætta hernaðaraðgerðunum í Tsjetsjníu Ætla sér að ná allri Tsjetsjníu á sitt vald AP Rússneskur hermaður reynir að hafa hemil á flóttafólki frá Tsjetsjníu við landamærin að nágrannahéraðinu Ingúsetíu. Moskvu. Reuters. ÍGOR Sergejev, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði í gær að Rússar hygðust ná allri Tsjetsjníu á sitt vald og ekki kæmi til greina að stöðva hemaðaraðgerðirnar sem hafa staðið í sex vikur. Þúsundir ör- væntingarfullra flóttamanna biðu enn við rússneska varðstöð milli Tsjetsjníu og Ingúsetíu í gær þótt Rússar hefðu lofað að hleypa þeim yfir landamærin. Rússar lokuðu landamærum Tsjetsjníu fyrir tæpum hálfum mán- uði eftir að hartnæ'r 200.000 Tsjetsjenar höfðu flúið til nágranna- héraðanna vegna hernaðaraðgerð- anna. Rússar sögðust hafa opnað landamærin fyrr í vikunni en í gær höfðu þeir aðeins hleypt fimm rútum yfir þau. Rúslan Aushev, forseti Ingúsetíu, kvaðst hafa krafist þess að dóms- málaráðuneytið og ríkissaksóknari , Rússlands hæfu rannsókn á lokun landamæranna þar sem hún gengi í berhögg við lög. Ibúi þorps í Tsjetsjníu sagði í gær að þorpsbúarnir dveldu í kjöllurum allan sólarhringinn af ótta við sprengjuárásir Rússa sem hefðu ráð- ist nokkrum sinnum á þorpið. „Hér eru útfarir á hverjum degi og alltaf verið að grafa fólk,“ sagði hann. Sendinefnd kannar ástandið Rússar segja að hernaðaraðgerð- irnar beinist aðeins að stöðvum tsjetsjenskra skæruliða, sem þeir saka um að hafa orðið hartnær 300 manns að bana í nokkrum sprengju- tilræðum í rússneskum borgum fyrr á árinu. Sjónarvottar hafa þó stað- fest að Rússar hafi gert árásir á sak- lausa borgara, meðal annars hafi rússneskar herþotur varpað sprengjum á bílalest flóttafólks sem reyndi að fara yfir landamærin en var gert að snúa við. Rússar segja að skæruliðar hafi verið í bílalestinni. Sendinefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hélt í gær til Ingúsetíu til að kanna aðstæður 175.000 Tsjetsjena sem hafa flúið þangað. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa átt í erfiðleikum með að hjálpa flóttafólkinu, meðal annars vegna árása á starfsmenn þeirra. Pútín ver árásirnar Borís Jeltsín Rússlandsforseti, sem var í fríi við Svartahaf, flýtti heimferð sinni til að ræða við Vladímír Pútín forsætisráðherra, sem sneri aftur til Moskvu í fyrradag eftir að hafa varið hernaðaraðgerðir Rússa í Tsjetsjníu á fundi með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Ósló. Bandarískir embættismenn sögðu að Clinton hefði skorað á Pútín að leita pólitískra lausna á deilunni við Tsjetsjena en rússneski forsætisráð- herrann hefði óskað eftir stuðningi Bandaríkjastjórnar við baráttu Rússa við tsjetsjenska hermdar- verkamenn. Leiðtogar Vesturlanda viðurkenna ekki Tsjetsjníu sem sjálfstætt ríki og telja að Rússar hafi fullan rétt til að grípa til aðgerða gegn tsjetsjenskum skæruliðum. Bandarískir og evr- ópskir embættismenn hafa hins veg- ar sagt að Rússar hafi beitt of miklu hervaldi og það geti torveldað hugs- anlegar friðarviðræður. Rússneskar hersveitir hafa um- kringt tvær stærstu borgir Tsjetsjníu, Grosní og Gudermes, og haft var eftir Sergejev vai-nannálaráðhen-a í gær að herinn ætti að ná allri Tsjetsjníu á sitt vald. „Herinn veit að enginn mun stöðva hann. Verkefnið hefur verið ákveðið, stuðningm' stjórnarinnar og einkum forsetans er tryggur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.