Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Eiríkur P. Þegar bömin litu við í handavinnustofunni voru þar komnir jóladúkar og skraut á borð og greinilegt að heimilisfólkið var farið að hugsa til jólanna. Nemendur í Olduselsskóla heimsóttu heimilisfólkið á Hrafnistu Guðrún Samsonardóttir gladdist þegar barnabarn hennar, Brynjólfur, mætti í heimsókn með heilan bekk á eftir sér. Hún varð nýlega 85 ára gömul og lét nýlega gamlan draum rætast um að læra að synda. Enda segir hún, að þótt Iíkam- inn sé hálfníræður, sé andinn ekki degi eldri en 25 ára. Börnin fylgdust áhugasöm með vinnubrögðum í handavinnustofunni. Kynslóðir mætast Hafnarfjörður RÚMLEGA 60 nemendur í 6. bekk Olduselsskóla heimsóttu í gær heimilis- fólkið á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Að sögn Lovísu Einarsdóttur er þetta lík- lega einhver stærsti barna- hópur sem heimsótt hefur Hrafnistu. Heimsóknin var hluti af þemaverkefni sem börnin eru að vinna í til- efni af ári aldraðra og ber heitið „Kynslóðir mætast". Mörg barnanna höfðu aldrei fyrr komið á dvalar- heimili aldraðra og kynnt- ust þar ýmsu sem þeirra bíður á efri árum. EFtir að Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafn- istu, hafði sagt börnunum lítillega frá starfseminni, fóru þau í skoðunarferðir um heimilið. Börnin litu meðal annars við í sjúkra- þjálfuninni og sundlaug- inni, kynntust hjúkrunar- deildinni og skoðuðu síðan í handavinnustofuna þar sem verðandi jóladúkar og I sjúkraþjálfuninni fengu börnin að kynnast ýmsum hjálpartækjum sem notuð eru í þjálfuninni, og þá var um að gera að prófa. skraut voru á borðum. Heimsókninni lauk siðan með því að börnin tóku lagið fyrir heimilisfólkið. Ekki var annað að sjá og heyra en að eldra fólkinu þætti vænt um heimsókn- ina og ekki mátti síður merkja að börnunum þótti fróðlegt, og jafnframt nokkuð skemmtilegt, að skoða heimkynni þeirra sem elstir eru. Að sögn Sigrúnar Þórisdóttur kennara hafa þau verið að vinna með verkefni er tengjast öldruðum í tilefni af ári aldraðra. Hún segist verða vör við að börnin hafi mörg hver lítil tengsl við elstu kynslóðina, sem sé miður þar sem þeir eldri hafi oft nægan tíma fyrir börnin og hafi miklu að miðla til þeirra. Hjalti Einarsson og Arndís Magnúsdóttir starfa af krafti í Félagi eldri borgara Fjölskyldan og1 bjart- sýnin er mikilvæg Gardabær Morgunblaðið/Eiríkur P. Arndís Magnúsdóttir og Hjalti Einarsson starfa saman í Félagi eldri borgara í Garðabæ. HJALTI Einarsson og Arn- dís Magnúsdóttir starfa bæði í Félagi eldri borgara í Garðabæ. Hún sem fyrrver- andi fomiaður og varafor- maður, en Hjalti er formaður félagsins. Hann segir starf félagsins blómlegt og margt sem félagið bryddi upp á til gagns og gamans fyrir fé- lagsmenn. Arndís hefur starfað í félaginu frá upphafi og segir að bjartsýnin sé mikilvægust, þegar fólk þarf að takast á við tilveruna á efri árum. Margt gert til gagns og gamans Félag eldri borgara í Garðabæ var stofnað 12. nóv- ember fyrir 6 árum. í dag eru í félaginu hátt í 200 manns og það stækkar ört. Gjaldgengir eru þeir sem hafa náð 60 ára aldri, en að sögn Hjalta gengur yfirleitt enginn í félagið fyrr en líður að starfslokum undir sjötugt. Hann segir að fáir undirbúi sig fyrir starfslokin og standi oft uppi aðgerðalausir þegar vinnan hættir að kalla. Að sögn Hjalta eru mark- mið félagsins að stórum hluta þau að hlúa að áhugamálum eldra fólks og skipuleggja námskeið, hópvinnu, tóm- stundir og skemmtanir. Einnig að stuðla að líkams- rækt, þjálfun og útivist hjá félagsmönnum. Hjalti segir að gríðarlega margt sé gert til að ná þess- um markmiðum fram. Nokkrir félagsfundir eru haldnir á hverju ári og þá koma oft í heimsókn fyrirles- arar og skemmtikraftar. A þriðjudögum er opið hús í að- stöðu félagsins í Kirkjuhvoli og þar er spilað brids og vist. Spilakvöldin eru alltaf mjög vel sótt. Arndís segir að það megi gjarnan koma fram að óhætt sé að hrósa bæjaryfir- völdum í Garðabæ fyrir framlag þeirra, en fólk fær fríar ferðir á spilakvöldin. Arndís segir það mikilvægt vegna þess að talsverður hópur af fólki komist ekki nema fyrir tilstuðlan þessara ferða. Þá segir hún að hin ýmsu félagasamtök í bænum bjóði til skiptis upp á veiting- ar á spilakvöldunum, sem séu eins og í fínustu brúðkaups- veislum. Leikfimitímar eldri borg- ara í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum eru geysi- lega vel sóttir, að sögn Arn- dísar, og á þriðjudögum þarf að skipta fólki í tvo hópa vegna þess að það komast ekki allir fyrir í salnum í einu. Tölvunámskeiðin tókust vel Hjalti segir að einnig séu vinsæl námskeið haldin, t.d. í glerlist, leirvinnu og mynd- list. Það námskeið sem þó hefur slegið mest í gegn er tölvunámskeið í meðferð tölvupósts og Netsins. Að sögn Hjalta reyndist það óskaplega vel og aðsókn var mikil. „Áhuginn var miklu meiri en við reiknuðum með, og þetta hefur vakið tals- verða athygli um allt land. Þarna kom fólk sem þekkti eitthvað til tölvuvinnu, en síð- an voru margir sem rétt höfðu af þessu nasasjón. Á námskeiðinu aðstoðuðu þeir, sem voru lengra komnir, við kennsluna og það gafst ein- staklega vel,“ segir Hjalti. Námskeiðin voru haldin að frumkvæði félagsins í sam- vinnu við Fjölbrautaskóla Garðabæjar, með styrk frá bæjarfélaginu. Ætlunin er að halda þeim áfram eftir ára- mótin. Og svo era auðvitað ferða- lögin segja þau Hjalti og Amdís. Á hverju ári er farið í ferðalög og þá er gjarnan góð mæting. Einnig fara félags- menn á hverju ári á jólahlað- borð upp í Skíðaskála, og það er mjög vel sótt. Bjartsýnin er mikilvæg Nýlega stóð Félag eldri borgara, ásamt öðrum aðilum í Garðabæ, að ráðstefnu um málefni eldra fólks. Á þeirri ráðstefnu kom fram hjá í einu erindanna að heilsa eldra fólks fari batnandi en depurð aukist jafnframt. Arndís telur að það geti staf- að út frá því að stórfjölskyld- ur eru ekki lengur til. Áður fyrr hafi eldra fólkið verið meira inni á heimilunum hjá því yngra, en það sé nú eigin- lega að leggjast af. „Þar af leiðandi verður fólkið leitt og hefur jafnvel lítið samband við börn sín sem vinna allan daginn. Því má finna þennan einmanaleika og depurð víða hjá eldra fólki. Það má held- ur ekki gleyma því að það er einnig stór hópur fólks sem kemst ekki neitt án hjálpar," segir Arndís. Hún segist eiga því láni að fagna að fara allra sinna ferða á eigin bíl, og tel- ur það hálfgerða fötlun að vera bfllaus. Sjálf segist Arndís hafa upplifað eldri árin svolítið skrýtin að sumu leyti. „Eg vann nú alveg til sjötugs og mánuði eftir það missti ég manninn minn. Því myndi ég segja að ég hafí þurft að takast á við tvennt í einu, sem era nú dálítil átök hjá hverjum og einum. En ein- hvern veginn vann ég mig út úr þessu og er komin þetta langt áleiðis. Það hefur óskaplega mikið að segja að vera bjartsýn," segir Arndís. Hélt að mér myndi hundleiðast Hjalti segist hafa verið ákaflega heppinn hvað starfs- lok og eldri árin snertir. Hann var framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna um langt skeið og lét af því starfi þegar hann varð 65 ára gamall. Þá vai' hann beðinn að taka að sér ýmis sérverkefni, og var m.a. beðinn um að aðstoða Olaf Hannibalsson við ritun á sögu SH. „Ég var í því til árs- loka 1997, en þá hætti ég að mæta í vinnuna og ég verð að segja það, að ég hélt að mér myndi hundleiðast. En það varð ekki reyndin. Ég hef alltaf nóg að gera og finn mér alltaf eitthvað til að dunda við,“ segir Hjalti. Þau Arndís og Hjalti eru því sammála að það breyti af- skaplega miklu að eiga góða fjölskyldu þar sem gott sam- band sé á milli einstaklinga. Þau hafa bæði átt því láni að fagna, en segja að því miður sé það ekki raunin hjá öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.