Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 66
> 66 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ * Dýraglens Grettir > i LÆKNIRINN ", ) ÞA£>ERLÍKLEGA MINN SASfil MER^ ÞJÓt) AÐ BORÐA MEIRA AFSRÆN- /5 Smáfólk Hvers vegna Ef þú veist það stend ég hér? ekki, þá ættirðu ekki að vera hérna? Ef ég á ekki að Hvar sem er, vera hér, hvar það er undir þér ætti ég þá að vera? sjálfri komið. o WHY DID I A5K YOU WHY l'M 5TANPIN6 HEKE ? Af hverju var ég að spyrja þig af því hvers vegna ég er hér? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Það gleymdist víst eitt- hvað, var það ekki? Frá Grími Atlasyni: MIKIÐ ljómandi er gaman að fylgj- ast með sýnileika uppeldisstétta á borð við kennara og stöllur þeirra leikskólakennara. Að sama skapi er sorgin stór þegar kemur að vesaling- unum þroskaþjálfum og okkur veíka málstað. Annars samgladdist ég stéttarsystkinum mínum fyrir u.þ.b. tveimur árum þegar til stóð að blása til sóknar og verða sýnileg - rétt eins og kennarar og leikskólakennarar hafa verið í nokkur ár. Menn voru farnir að tala um verkfall og æ oftar mátti heyra: „Við látum ekki bjóða okkur þetta lengur“ - jafnvel alla leiðina til mín í mína pedagógísku paradís í Danmörku. í stutta stund var ég stoltur yfir fagheiti mínu og þorði jafnvel að nefna það innan ætt- arinnar að ég væri ekki á sjónum heldur væri ég að vinna með fólk! En því miður varð ekkert af fyrirhuguð- um aðgerðum og voru prófessjónal samningamenn ekki lengi að plata vesalings amatörana við samninga- borðið og handónýtir kjarasamning- ar litu dagsins ljós. Undanfarið hefur íslenska þjóðin legið á enn einu kreditfylleríinu og sem oftar er sukkið kallað þensla eða góðæri. Ríkisvaldið baðar sig í fram- kvæmdum og iðnaðarmenn og ýmsir „athafnamenn“ muna vart annað eins. Það hafa risið fjölmargar stofnanir og ýmis konar úrræði til handa hópum sem minna mega sín í þjóðfélaginu, hópum sem m.a. þroskaþjálfar eiga að „gæta“. En hver er ávinningurinn af öllum þessum framkvæmdum? í rauninni minni en enginn. Ailai’ þess- ar stórkostlegu stofnanir er risið hafa á stuttum tíma eru ekki annað en Sjá- seskúhallir sem lítið gagn má hafa af annað en til áhorfs og arkitektúr- rannsókna. Það gleymist nefnilega eitt lykilatriði: A stöðum eins og sam- býlum og meðferðarheimilum á að vinna faglegt starf í þágu þjónustu- þega. Þess í stað eiga flestir þessara nýju staða, og einnig þeii’ eldri, í vandræðum vegna manneklu og ef einhver fæst til þessara starfa er oft> ar en ekki um að ræða reynslulítið ungt fólk sem ætlar sér að staldra stutt við. Enda er hæpið að draga björg í bú til langframa við slík eymd- arkjör. Þessi staða er algerlega að ganga að stéttinni dauðri og álagið sem starfsmenn eru undir er hrein- lega ómennskt. Því fínnst mér eðli- legt að spyi’ja sjálfan mig spurningar eins og: Hvemig stendur á því að rík- isvaldið pumpar peningum í gíruga verktaka er aftur reisa mahóníhallir fyrir ófagleg og frústererandi vinnu- brögð sem ekki skila teljandi betri ár- angri en Fávitahæli ríkisins í Kópa- vogi gerði fyrir 40 árum? Væri ekki ráð að endurskoða undarlega og alls- endis ósparandi stefnu ríkisins í launamálum í stað þess að byrja sí og æ á byrjunarreit. Það er hreinlega allt of dýrt að vera heimskur. Nú er tímabært húsfreyjan hvái: „Gvendur minn, er ekki komið nóg?“. Stéttir eins og þroskaþjálfar verða að hætta að gefa færi á því að láta hlunnfara sig. Það er einnig kominn tími til að við hættum okkar lands- frægu Kiwanismeðvirkni en gerum heldur eins og kollegar okkar úr röð- um kennara og leikskólakennai’a: Lokum vegna manneklu og sendum þjónustuþegana út! Það má einnig benda hinum ýmsu hagsmunasam- tökum fatlaðra og aðstandenda þeirra á, að vænlegast gæti verið, í stað þess að sinna mammónskum hliðum tilverunnar, að styrkja og styðja þroskaþjálfa/starfsmenn í bar- áttu þeiira við Golíat. Annars verður ætíð hægt að nota orð meistara Bond: „Þetta er fallegt lítið ekkert sem þú ert næstum því í“. GRÍMUR ATLASON, þroskaþjálfí, Grettisgötu 77, Reykjavík. Lítil saga Frá Daða Þorkelssyni: LÍTIL stúlka stendur ein, hún finnur ekki mömmu og pabba. Hún stendur ein í öi’tröðinni við Hlemm, eitt augna- blik leið og nú sér hún hvorki mömmu né pabba. En hvað er þama, andlit sem hún kannast við, það er vagn- stjórinn sem keyrir strætóinn sem hún, mamma og pabbi fara alltaf með til að fara heim. An þess að hugsa eltir hún hann, fer á eftir honum yfir göt- una en hann er of snöggur, hann hverfur inní bíl sem er ekið burt. Og hvar erum við og litla stúlkan stödd núna, foreidrar stúlkunnar hlaupa í hringi hvor í sínu lagi inni á Hlemmi að leita stúlkunnar, stúlkan stendur ein við Hverfisgötuna beint fyrir framan löggustöðina. Fullt af löggum, hugsar litla stúlk- an, en hún vill ekki tala við lögguna, hún er hrædd við lögguna. Litla stúlkan stendur fyrir framan lög- reglustöðina við Hverfisgötu og hún þarf ekki að gera mikið til að henni sé hjálpað en hún þorir ekki að tala við lögguna, hvað þá að fara inn á löggustöðina. Ung lögreglukona sem var á leið inn á lögreglustöðina kemur auga á litlu stúlkuna sem stendur þarna ein, hún gengur að litlu stúlkunni, en litla stúlkan fer að skæla, þetta er löggan sem er að tala við hana, löggan er VOND, lögreglukonan lítur í kring- um sig og er fljót að átta sig, hún sér foreldra stúlkunnar sem hlaupa um hinum megin við götuna en eru í of miklu uppnámi til að átta sig á að líta yfir götuna. Lögreglukonan kallar yfir götuna og foreldrarnfr líta til hennar og sjá með henni litlu skælandi dóttur sína. Þegar yfir götuna er komið faðma foreldrarnir dóttur sína að sér og þakka lögregluþjóninum fyrir um leið og hún er að ganga burt, móðir stúlkunnar horfir stíft í augu dóttur sinnar og segir við hana í boðunar- tón: „Þú mátt ekki hlaupa svona burtu frá mér, næst læt ég lögguna bara taka þig.“ Og stúlkan grætur síðustu tárunum, en allt gert til að kenna henni, hugsar móðirin og faðmar hana að sér aftur. Kæra foreldri, hvað kennfr þú barninu þínu? Sem betur fer er sag- an hér að ofan ekki sönn, en hún gæti verið það, það eru foreldrar sem treysta á lögguna sem vonda kallinn og grýluna þegar ekki eru jól, hvað heldur barnið þitt? DAÐIÞORKELSSON, lögreglumaður í Vestmannaeyjum. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.