Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 30
(StENSKA AUCITSINCASTOFAN EHF. / SÍA.IS 30 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 fimmtudaginn 4/11 og föstudaginn 5/11 frá kl. 14 til 18. Ttlboðsverð Verð áður Dalabrie, 150 g 199 228 Mandarínukaka, 600 g 598 733 Lúxus-yrja, 150 g 199 248 Bónda-brie 129 144 Ostarúlla m/hmtlauk og steinselju, 125 g 159 182 Ostarúlla, píkant, 125 g 159 182 HAGKAUP Meira úrvaf - betri kaup MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tamflar leggja herbúðir á Sri Lanka 1 rúst Hundruð féllu í árás skæruliða Colombo. Reuters. • jðr ; mM TAl.lD er að hr.nrlrinl mámrrhafi fallið í árásum skæruliða tamílsku Tígranna á tvær herstöðvar á norðurhluta Sri Lanka í gær. Svo virðist sem skæruliðum hafi tekist að sækja lengra suður í landið, í átt að höfuðborginni Coiombo. Háttsettir menn innan hersins sögðu að tamílsku Tígrarnir hefðu nánast lagt Nedunkerni-herbúð- irnar í rúst í gær, en í fyrradag höfðu þeir náð nágrannabænum Oddusuddan á sitt vald. Átökin áttu sér stað 300 km frá Colombo. „Manntjónið er ekki eins mikið og við bjuggumst við, en hugsanlegt er að hundruð manna hafi látið líf- ið,“ hafði Reuters eftir yfirmanni í hernum. AP-fréttastofan hafði eft- ir öðrum yfirmanni að um 600 her- menn væru annaðhvort fallnir, særðir eða týndir eftir átökin, langt inni í Wanni-frumskóginum. Óstaðfestar fregnir herma að yfir 1.000 menn hafi fallið úr báð- um fylkingum í átökunum, en erf- itt er að henda reiður á mannfalli, þar sem aðgangur fréttamanna að átakasvæðum er takmarkaður. I yfirlýsingu ft-á varnarmálaráðun- eyti Sri Lanka í gær kom ekkert fram um árásirnar á herbúðirnar, en þess var getið að 59 hermenn og 63 skæruliðar hefðu beðið bana í bardögum sem blossuðu upp á þriðjudag. Skæruliðar segjast hafa fellt „hundruð" stjórnarher- manna í bardaganum um Oddus- uddan á þriðjudag. Staða forsetans óviss Chandrika Kumaratunga sækist eftir endurkjöri sem forseti Sri Lanka í kosningunum 21. desem- ber næstkomandi og heitir hún því að binda enda á átökin sem ríkt hafa undanfarna þrjá áratugi milli þjóðernishópa í landinu og komast að pólitískri lausn. Hefur Kumara- tunga lagt til að samþykkt verði ný stjórnarskrá, er geri ráð fyrir héraðsstjórnum sem hafi ákveðið sjálfræði. Par af hafi ein hérað- sstjórn lögsögu á svæðum á valdi skæruliða í norður- og austurhluta landsins. Þannig sé að hluta til komið til móts við kröfur Tígranna um stofnun sjálfstæðs ríkis Ta- míla. Staða Kumaratunga þykir hins vegar óviss eftir ófarir hersins gegn skæruliðum. „Ef herinn hefði unnið stóran sigur á skæru- liðum, hefðu sigurlíkur Kumara- tunga aukist verulega. Að sama skapi mun tap Oddusuddan hafa öfug áhrif,“ sagði stjórnmála- skýrandinn Ketheshwaran Log- anathan í samtali við Reuters. Samið um málamiðlun í kjötdeilunni Frakkar vilja fara yfír eftirlitsaðferðir London, Bonn. The Daily Telegraph, AFP. BRESK og frönsk stjórnvöld hafa samið um málamiðlun sem vonast er til að geti leyst kjötdeiluna svok- ölluðu. Deilan snýst um innflutn- ingsbann Frakka á bresku nauta- kjöti sem enn er í gildi þrátt fyrir úrskurð vísindanefndar á vegum Evrópusambandsins þess efnis að mönnum stafi ekki hætta af neyslu þess. Bretar hafa fallist á að frönsk yf- irvöld fái að fara vandlega yfir þær aðferðir sem Bretar nota til að ganga úr skugga um að þarlent nautakjöt sé ekki sýkt af veirunni sem veldur Creutzfeldt Jakob- sjúkdóminum svokallaða. Mála- miðlunin var niðurstaða þriggja klukkustunda fundar landbúnaðar- ráðherra Frakka og Breta í Bruss- el á þriðjudag. Ekki er ljóst hvenær athugunum Frakka mun verða lok- ið né hefur verið nefnt hvenær hugsanlegt er að innflutningsbann- inu verði aflétt. Talið er að samkomulagið sé gert í því augnamiði að gera Frökkum kleift að „halda andlitinu" en rök- um þeirra fyrir áframhaldandi inn- flutningsbanni á bresku nautakjöti var algjörlega hafnað af vísinda- nefnd framkvæmdastjórnar ESB síðastliðinn fostudag. Ihaldsmenn á breska þinginu gagnrýndu í gær ríkisstjóm Verka- mannaflokksins fyrir undanláts- semi við Frakka. „Það eru engin vísindaleg rök sem réttlæta frekari prófanir á bresku nautakjöti eftir að vísindanefndin kvað upp úrsk- Reuters Jean Glavany, landbúnaðar- ráðherra Frakklands (t.v.), og Nick Brown, landbúnaðarráð- herra Bretlands, takast í hend- ur eftir fund þeirra í Brussel. urð sinn í síðustu viku,“ sagði íhaldsmaðurinn Tim Yeo, sem er skuggaráðherra landbúnaðarmála. „Samkomulagið er eingöngu gert til þess að málið verði ekki eins vandræðalegt fyrir frönsk stjórn- völd og mun gera markaðssetningu bresks nautakjöts í Frakklandi enn erfiðari en nú þegar.“ Nick Brown, landbúnaðarráð- herra Bretlands, varði samkomu- lagið og stóð fast á þeirri skoðun ríkisstjórnarinnar að rétt væri að reyna að leysa málið með sam- komulagi til að koma í veg fyrir að málið þyrfti að koma til kasta Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Þjóðverjar setja svipuð skilyrði Frakkar vilja kanna þær aðferðir sem Bretar nota við að rekja upp- runa nautakjöts. Kerfið sem notað er byggist á umfangsmikilli tölvu- skráningu um hvem og einn naut- grip og er af sérfræðingum talið eitt hið fullkomnasta sinnar teg- undar í heiminum. Frönsk stjórn- völd hafa einnig farið fram á að fá að rannsaka þær aðferðir sem not- aðar eru til að tryggja að ósýkt kjöt fari til útflutnings. Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hefur þegar lagt blessun sína yfir allar þær eftirlitsaðferðir sem notaðar eru í Bretlandi. Kanebo - Ný heildarlausn fyrir augnsvæðið! AFMÆUSKYNNING í Paradís, Laugarnesvegi 82, í dag og á morgun. Sérfræðingur frá Kanebo kynnir CELLULAR augnkremin og veitir faglega ráðgjöf. / Kaneho S E N S A I HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ JAPAN CELLULAR PERFORMANCE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.