Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 55 Helgi Áss sigrar í Tékklandi SKAK Fríbram, Tékklandi Príbram Rapid 1999 30.-31.10. 1999 HELGINA 30.-31. október 1999 var haldið sterkt atskákmót í Prí- bram í Tékklandi. Þar voru mættir 5 stórmeistarar og vel á annan tug al- þjóðlegra meistara. Fyrirkomulagið á mótinu var þannig að tveir skákmenn voru saman í liði og réð samanlagður vinningafjöldi þeiiTa í hvaða sæti þeir lentu. Tefldar voru 9 umferðir og var Helgi Ass Grétarsson í liði með al- þjóðlega meistaranum Michal Konopka. Þeir urðu efstir á mótinu með 1414 vinning ásamt stórmeistur- unum Sergei Movsesian (2.659) og Jan Smejkal (2.526). Sem fyrsta- borðsmaður sveitarinnar fékk Helgi Ass verðlaun fyrir bestan árangur á því borði, eða 8 vinninga af 9 mögu- legum. Jafnframt voru valdar bestu skákir hverrar umferðar og besta skák mótsins, en það var hægt þar sem allir keppendur þurftu að skrifa niður leiki þai' til 5 mínútur voru eftir af umhugsunartímanum. Helgi Ass varð þess heiðurs aðnjótandi að fá verðlaun fyrir bestu skák níundu um- ferðar og bestu skák mótsins. Þrátt fyrir allt telur Helgi þó einu tapskák sína frá mótinu þá áhuga- verðustu. Andstæðingur hans í þeirri skák var áðurnefndur Sergei Mov- sevsian sem er upprunalega Armeni, en hefur búið í Tékklandi í nokkur ár. Hann er einu ári yngri en Helgi, en hefur engu að síður hátt í 2.700 Elo-skákstig. Til gam- ans má geta þess, að hann hefur 9 tungumál á valdi sínu, þó svo að íslenskan sé ekki þar á meðal! Eins og jafnan er um atskákh' urðu miklar sviptingar í skák þeirra og mörg mistök voru gerð sem alla jafn- an myndu ekki sjást í venjulegri kappskák. Engu að síður var tafl- mennskan fjörleg og hugmyndarík. Hvítt: Sergei Movsesi- an Svart: Helgi Ass Grét- arsson Pi-íbram Rapid, 1999 Spánskur leikur C75 I. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. 0-0 Bd7 6. c3 Kge7 7. d4 Rg6 8. Hel Be7 9. Rbd2 h6 10. Rfl Bg5 II. Re3 Bxe3 12. Bxe3 0-0 13. h3 Kh8 Leikið til að undirbúa f7-f5. 14. Rh2 14. Bc2 var betri kostur til að koma í veg fyrir framrás svarts. 14. ... f5 15. ef Bxf5 16. Rfl Rf4 17. Bxf4 Nauðsynlegur leikur því annars hefði d3 reiturinn orðið of góður stökkpallur fyrir riddarann fyrir ut- an árásir hans á g2- og h3-punktana. Peðastaðan sem kemur upp í fram- haldinu er á margan hátt betri fyrir hvítan. Hann hefur traustari stjórn á miðborðinu þar sem líklegra er að hann geti breytt gangi mála þar að vild. Helsti kostur svörtu stöðunnar er sá að f4-peðið heldur hvítum niðri og skapar hættuleg færi á kóngs- væng. Staðan er í dýnamísku jafn- vægi með færum á báða bóga. 17.. .. ef 18. Df3! Góður leikur sem stöðvar framrás f- peðsins og hótar um leið að vinna peð með 19. Bxc6. 18.. .. Hb8! Góður leikur sem kemur í veg fyrir að hvítur vogi sér að drepa á c6 því þá opnast b-línan fyrir hrókinn. 19. Rd2 Dg5 20. Re4 Dg6 21. He2 Ra5 22. Hael b5 23. Bb3 23.. .. b4? Slæm stöðuleg mistök. Svartur teyg- ir of mikið úr peðastöðunni með þessum leik og gefur eftir of mai'ga hvíta reiti. Eftir 23. ... Rc4 mætti halda fram með gildum rökum að svartur standi betur. 24. Rd2! Einfaldur og markviss leikur. Hvítur skemmir ekki peðastöðu sína með 24. cxb4 heldur dregur riddarann til baka og opnar um leið e-línuna fyrir hrókana. 24. ... bc 25. bc Rxb3 26. ab c5 27. d5! Hvítur stendur nú ótví- rætt betur. 27. ... a5 28. Hal Bc2 29. c4?! 29. He6 hefði verið betra. Með næsta leik svarts leggur hann lúmska gildru fyrir hvítan. 29.... Df6!? 30. Hxa5?? Hvítm- bítur á agnið! Eftirfarandi leppun er vægast sagt óvenjuleg! I stað textaleiksins hefði 30. Hael tryggt hvítur frumkvæðið. 30.. .. Bdl! 31. Ha7 Hbe8? Báðir keppendur voru nú orðnir tímanaumir, en svartur þó sýnu verr. Astæða þessa afleiks var að svörtum yfirsást 33. leik hvíts. Eftir 31. ... Bxe2 stendur svartur því sem næst til vinnings þó að tæknilegir örðug- leikar bíði hans. 32. Hxe8 Bxf3 33.He6! Hvítur stendur nú síst lakar sökum sterkra stöðu hrókanna á sjöundu reitaröðinni. 33. ... Dc3 34. Rxf3 Dxb3 35. Hxd6 Hb8!? Leggur lævísa gildru fyrir hvítan. 36. Kh2! En í þetta skiptið féll hvítur ekki í hana: 36. Hdd7 Ddl+ 37. Kh2 Hbl og hvítur er óverjandi mát. 36. ... Dxc4 37. Hdd7 Hg8 Nauðsynlegur leikur því að eftir 37. ... Hbl 38.Re5 Dfl verður svartur mát eftir 39. Rg6+ Kg8 40. Hxg7. 38. Re5 Dfl 39. Rg4?H Enn eru keppendur að leggja gildr- ur fyrir hvor annan og loksins er það sá sem nær að snara þá síðustu sem ber sigur úr býtum. Betra hefði verið að taka jafntefli með 39. Rg6+ Kh7 40. Rf8+ Kh8 41. Rg6+. Hinsvegar í hita leiksins getur allt gerst og því ekki að freista gæfunn- ar? 39. ... h5?? Svartur leggst kylliflatur fyrir brögðum hvíts. Eins og eftirfarandi framhald sýnir þá er það svartur sem stendur til vinnings: 39.... f3! 40. gf h5 41. Re3. Að öðrum kosti tapar hvítur riddai'anum bótalaust. 41. ... Dxf2+ 42. Rg2 h4 43. He7 Dg3+ 44. Kgl Hb8 45. Hab7 Hxb7 46. Hxb7 c4. 40. Rf6 Dxf2 Aðrir leikir leiða einnig til taps: a) 40. ... f3 41. Hxg7 b) 40. ... Hf8 41. Hf7! 41. Hxg7H Svartur er óverjandi mát. Heimsmeistaramót barna Dagur Arngrímsson sigraði í ní- undu umferð og hefur hlotið flesta vinninga íslensku keppendanna. Da- víð Kjai'tansson gerði jaftntefli við Ghonimy Soltan (2.247) og er í 36.-53. sæti í sínum riðli. Harpa Ing- ólfsdóttir og Guðjón Heiðar Val- garðsson gerðu einnig jafntefli. Sig- urður Páll Steindórsson vann sína skák, en Ingibjörg Edda Birgisdóttir sat yfir. Staðan eftir níu umferð: Davíð Kjartansson 4'á Harpa Ingólfsdóttir 4'Æ v. Sigurður P. Steindórsson 3Vz v. Ingibjörg E. Birgisdóttir 3 v. Guðjón H. Valgarðsson 4 v. Dagur Arngrímsson 5Vz v. Skákmót á næstunni Verulegar breytingar hafa orðið á mótadagskránni að undanförnu. Dagskráin hér að neðan hefur verið uppfærð í samræmi við þær tilkynn- ingai' sem hafa borist. Þeir sem voru búnir að skipuleggja þátttöku í mót- um á næstunni ættu því að kanna hvort tímasetningar hafi breyst. 4.11. TR. Mánaðarmót. 5.11. Hellir. Atskákmót Hellis. 5.11. SÞV. Atskákm. Isl. Undanrásir. 7.11. Hellir. íslandsmót í netskák. Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Kynnins 03 námskeiö á Aromatherapy olíum - kjarnaolíum in ÍL _ SKIPHOLTS APÓTEK í somvinnu við Shirley Price Aromolheropy Ltd holdo kynningu og nómskeið um kjornaolíur. Fyrirlesori er Belinda Botes, fræðslustjóri hjó Shirley Price Aromotheropy Ltd, og fer nómskeiðið from ó ensku. Fimmtudasinn 4. nóvember nk. kl. 20.30 til 22.30. Nómskeiðið er ætloð olmenningi eðo byrjendum i nolkun ó kjornoolium. Nómskeiðið er holdið ó Hótel Loftleiðum í Þingsol nr. 7. Þóttlökugjold er kr. 3000. Þóttloko er miðuð við 30 monns. Vinsomlegost tilkynnið þótttöku í Skipholts Apóteki eðo i simo 551 7234. Föstudaginn 5. nóvember nk. kl. 11 til 17. Kynning ó kjornoolium í Skipholts Apóteki. Kynningin er ætluð viðskiptovinum Skipholls Apóteks. Belindo Botes, fræðslustjóri Shirley Price, mun kynno kjornooliur og svaro fyrirspurnum viðskiptovino. 20% kynningarafsláttur SKIPHOLTS APÓTEK Skipholti 50C s. 551 7234 Helena Rubinstein Two Way POWDER CAKE MAKE-UP Nýr púðurfarði, sem nota má þurran eða með rökum svampi. Fljótlegur í notkun og samlagast húðinni fullkomlega. Kynning í dag, fimmtudag, föstudag og laugardag. LÍTTU VIÐ OG FÁÐU RÁÐGJÖF. UttvttQ Glæsilegur kaupauki fylgir þegar verslað er Laugavegi 23 H Y G E A fyrir 4.000 eöa meira. Sími 511 4533 <inyrti»ðruvtr*iun Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn í dag kl. 17.00 sem útvarpað er á /Vær M’SMtMKW Reykjavíkurborg Skrifstofa borgarstjóra ÞREKHJÓL - ÆFINGABEKKIR FRÁBÆRT verð ÞREKHJÓL með tölvumæli. Verð aðeins kr. 15.900. ÞREKHJÓL með 13 kg kasthjóli á kr. 19.900 ÞREKHJÓL magnetic, Verð aðeins kr. 29.900. PÚLSMÆLAR LÆRABANI MAGAÞJÁLFI ÞREKPALLAR TRAMPÓLÍN HANDLÓÐ ÆFINGASTÖÐVAR GEL-HNAKKHLÍFAR HJÓLABUXUR 5% staðgreiðsluafsláttur Upplýsingar um raö- greiöslur veittar í versluninni SPINNING, HJÓL með 19 kg kasthjóli. Verð kr. 29.900. ÆFINGABEKKIR OG LÓÐ. Verðfrákr. 18.800. Ármúla 40. Símar: 553 5320, 568 8860. ALVÖRU SPORTVÖRUVERSLUN - ÓTRÚLEGT VÖRUÚRVAL-VARAHLUTA- OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA ^7M4RK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.