Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 57 r-. varst alltaf svo umhyggjusamur. Þú sagðir einstaklega skemmtilega frá gamla tímanum og öllum ævin- týrunum sem þú lentir í bæði í lofti, á láði og legi. Við erum mjög stoltir af því að hafa átt þig sem afa og sinntir þú afahlutverkinu mjög vel. Við munum sakna þín sárt, en minningin um yndislegan mann mun ávallt lifa innra með okkur og þá minningu munum við taka með okkur hvert sem við förum. Nú er komið að kveðjustund. Við vitum að þú munt fylgjast með okkur og það er gott að vita af því. Hvíl í friði, elsku afí, þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Þínir Jóhann Axel, Skúli Björn og Gunnar Thorarensen. Á stundum sem þessum fá orð ekki lýst þeirri djúpu hryggð og söknuði sem leitar á huga okkar við andlátsfregn míns kæra svila og mágs konu minnar, Axels Thorarensen, vinar míns og minn- ar fjölskyldu í yfír 50 ár. Hann var í eðli sínu einstaklega góður og blíður maður sem elskaði lífíð og lífsins ævintýri en umfram allt, sína kæru fjölskyldu. í meira en 50 ár höfum við notið margra gagnkvæmra og ánægju- og eftirminnilegra heimsókna, jafnt hér hjá okkur í Bandaríkjun- um sem á Islandi. Sú fyrsta var 1949, þegar Axel, þá siglingafræðingur hjá Loftleið- um, kom með lest frá New York til okkar Ásdísar og Bobby sonar okkar sem þá var þriggja ára í Gla- stonbury Connecticut. Þetta var upphafíð að okkar löngu og traustu vináttu. Þegar þau Jóhanna mágkona mín og Áxel komu til Ameríku, bjuggu þau alltaf hjá okkur og þeirra heimili var sem okkar annað heimili þegar við heimsóttum Is- land. Og hvílíkar ánægjustundir sem við áttum með okkar stóru ís- lensku fjölskyldu! Væntumþykja Axels til heima- lands síns smitaði okkur og við nut- um þess með honum á mörgum ferðum um landið. Ein af þessum eftirminnilegu ferðum var viku löng hringferð 1987 sem hann og Villi svili okkar skipulögðu af kost- gæfni, þeir sáu til þess að komið væri við á sem flestum merkilegum stöðum og okkur fannst mikið til koma að sjá Heklu, Skálholt, Gull- foss og Geysi, Þingvelli, Vík, Seyð- isfjörð, Mývatn, Reykholt og Vest- mannaeyjar svo nokkrir staðir séu nefndir. Oft keyrðum við austur á Eyrarbakka og Stokkseyri og að ógleymdum Skíðaskálanum, sem við tengdumst sérstökum böndum og öll fjölskyldan kom oft saman. Síðasta heimsókn okkar var í haust, 28. september til 7. október. Við bjuggum eins og alltaf áður hjá Axel og Blíu og við eigum hlýjar minningar frá þessum síðustu dög- um með honum. Hann kom með okkur til að skoða Bláa lónið og það var mikill gleðidagur, sem ekki gleymist. Við erum þakklát for- sjóninni íyrir að hafa fengið tæki- færi til að kveðja. Við vorum báðir giftir inn í stóra fjölskyldu og sem slíkir áttum við margt sameiginlegt og gátum við rætt saman um hin ólíkustu mál- efni. Hann var mjög kær og náinn vinur. Fjölskylda mín sendir sínar dýpstu samúðarkveðjur til Jó- hönnu, Hannesar og Kristínar og þeirra fjölskyldna og ekki síst til barnabarnabarna, fjölgun þeirra var honum ómælt gleðiefni. Minning hans lifir í hugum okk- ar. John og Ásdis Callaghan og fjölskylda. Við fráfall tengdaföður míns leita á hugann margar góðar minn- ingar um heilsteyptan og góðan einstakling. Axel var á margan hátt einstakur maður, nákvæmur, öruggur og stefnufastur í öllum sínum gjörðum í leik og starfí þannig að eftir var tekið og þurfti ekki við verk hans að bæta í þeim efnum. Þessir eiginleikar hans leiddu hann eflaust til þeirra starfa sem hann valdi sér sem siglinga- fræðingur hjá íslensku flugfélögun- um. Axel lauk námi frá Verzlunar- skóla íslands 1940. Árið 1943 hélt hann til náms í viðskiptafræðum við Northwestern University í Cicago og lauk þar námi 1944. Þá hafði hugur hans hneigst að flug- málum og hélt hann til náms í sigl- ingafræðum við Pan American Na- vigation Service í Los Angeles og lauk þar prófi í siglingafræðum ár- ið 1946 með viðurkenningu CAA (fyrirrennari Federal Aviation Agency) sem siglingafræðingur og kennari í siglingafræðum. Þegar heim var komið starfaði Axel um skamma hríð á skrifstofu Flugfé- lags íslands hf. en árið 1947 hóf hann störf sem siglingafræðingur hjá Loftleiðum og starfaði þar á ár- unum 1947-1950 og aftur frá 1963 til 1970 að hann hætti störfum sem siglingafræðingur. Á fimmta ára- tugnum var starf siglingafræðings mjög krefjandi og tækjabúnaður ófullkominn þá, svo öryggi og ná- kvæmni siglingafræðinganna skipti sköpum í flugi, oft við erfiðar að- stæður. Ég veit að í þessu starfí nutu hæfileikar Axels sín með af- brigðum, sú festa og nákvæmni sem ég gat um hér að framan átti hvergi betur heima en í slíku, þar sem stundum allt var undir því komið að rétt væri á haldið. I 14 ár frá 1950 til 1963 var hann siglinga- fræðingur hjá Flugfélagi Islands jafnt í áætlunarflugi félagsins sem í hinu umfangsmikla Grænlands- flugi sem stundað var á sjötta ára- tugnum oft við misjafnar aðstæður. Hann hafði oft gaman af að rifja upp ferðirnar til Grænlands á þess- um árum sem á stundum voru sannkallaðar „ævintýraferðir" til að þjóna rannsóknarleiðöngrum á Grænlandi eins og landkönnuðanna Lauge Koch á austurströnd Græn- lands og Poul Emile Victors á Grænlandsjökli. Þá var einnig gaman sl. sumar að heyra hann rifja upp fyrstu áætlunarferð Loftleiða til New York sem hann tók þátt í en þá voru einmitt liðin 50 ár frá því flug- vél félagsins Geysir flaug þá ferð. Nokkrum árum áður en Axel lét af störfum sem siglingafræðingur hafði hann gerst meðeigandi í inn- flutningsfyrirtæki í Reykjavík og starfaði hann þar til ársins 1980. Tengdafaðir minn var þó fyrst og fremst mikill fjölskyldumaður og lagði sig allan fram um að vel- ferð hennar yrði sem mest. Þar bar hann fyrir brjósti hag bama og barnabama og dró hvergi af sér til þess að tryggja þeirra hlut og er hans sárt saknað í dag af barna- börnum sem unnu afa sínum mjög. Veikindi þau sem drógu hann til dauða vom síður en svo óvænt því hann greindist með krabbamein fyrir 8 ámm. Lengi vel hélt hann vel sínum hlut í glímunni við þann sjúkdóm svo aðdáunarvert var. Veralega tók þá undan að síga upp úr sl. áramótum og dró úr honum þrótt hægt og bítandi allt yfir- standandi ár, samt naut hann þess að geta dvalið á heimili sínu þar til yfir lauk með styrkri og mikilli al- úð Jóhönnu eiginkonu sinnar ásamt með þeirri aðstoð sem þau hjón nutu frá hjukrunarsamtökun- um Karitas en hjúkrunarfræðingar þeirra veittu þeim ómetanlega að- stoð þessa síðustu mánuði á veik- indaferli Axels og gerðu honum kleift að vera heima til hinstu stundar og halda sinni reisn og sínu góða og glaða geði í gegnum alla þá göngu. Tengdafaðir minn gerði sér fulla grein fyrir því nú síðsumars að farið var að draga að lokum hjá honum og óhætt er að segja að hann hafi verið reiðubúinn að mæta dauða sínum af sömu festu og æðruleysi sem hann tókst á við lífíð. Blessuð sé minning hans. Víglundur Þorsteinsson. + Jóhanna Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júlí 1918 og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalanum 29. október siðastlið- inn. Foreidrar hennar voru hjónin Jónina G. Elíasdótt- ir, f. 14.7. 1897, d. 24.12. 1966, og Björn Jónsson, bak- arameistari, f. 29.3. 1881, d. 4.8. 1972, sem bjuggu í Reykjavík. Systkini Jóhönnu í aldursröð eru Hauk- ur Björn, f. 3.6. 1920, Þorbjörg Ragna, f. 25.5.1923, Sigríður, f. 13.10. 1925, Birgir, f. 1.4. 1932. Jóhanna giftist 27. maí 1939 Sigfúsi Ólafi Sigurðssyni, húsa- smið, f. 7. apríl 1907 í Árkvörn í Fljótshlíð, d. 24. desember 1995. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru í aldursröð: 1) Sigfríð Elín Sigfúsdóttir, f. 8. ágúst 1939, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Marinó Bóas Þegar við systkinin kveðjum móður okkar Jóhönnu Björnsdótt- ur hinstu kveðju kemur margt upp í hugann, bæði frá bernsku- og full- orðinsámm, sem veldur trega og eftirsjá og minnir okkur á hve mik- ils við höfum misst við andlát henn- ar. Kærleikur og óeigingirni, já fórnfýsi vora þeir mannkostir sem hún var ríkust af í gnægð hjarta síns í smáu sem stóru. Börnin og eiginmaðurinn, og síðar barnabörn og tengdabörn, eftir að þau komu til sögunnar vora hennar hjartans mál, því hún lifði alla tíð fyrir fjöl- skyldu sína. Ógleymanlegar era samverustundirnar með mömmu á jólum, afmælisdögum og öðrum há- tíðisdögum og ekki síst undirbún- ingurinn undir þá, því þá var hún í essinu sínu. Hún saumaði dýrindis kjóla á okkur systurnar sem era varðveittir á gömlum myndum, og reyndi að gera allt sem fallegast. Heimilið var hennar helgidómur og þar var fjölskyldan í öndvegi. Hún elskaði okkur og umvafði með hlýju sinni og örlæti og það fáum við aldrei fullþakkað. Hún var móð- ir í besta sldlningi þess orðs, en móðurheitið er mesta sæmdarheiti sem til er. Þegar við systkinin vor- um ung fóram við í árlegar heim- sóknir með mömmu og pabba aust- ur í Fljótshlíð, á æsku- og ættar- slóðir föður míns, og eru þær ferðir einnig ógleymanlegar. Pabbi ók okkur í Tötranni sinni, sem var skrýtinn og skemmtilegur bíll, austur í Arkvörn fæðingarstað sinn, og hafði viðkomu og nætur- dvöl á Neðri-Þverá, þar sem systir hans, Sigríður, bjó ásamt manni sínum Guðjóni. Eftir sitja minning- ar um gott veður alla daga og vegi sem eiginlega voru bara troðning- ar. Ég undirrituð minnist lítils tjalds með lausum botni þar sem reimað var fyrir dyrnar og fjöl- skyldan reyndi að láta fara vel um sig, þó að þröngt væri setið. Já, þetta voru yndislegar stundir þó að engir stórviðburðir væru þar á ferðinni. En þegar árin liðu og við systkinin uxum úr grasi fór mamma að víkka sjóndeildarhring- inn og fara í lengri og stærri ferðir. Forldrar okkar höfðu gaman af að ferðast og þau fóru nokkrum sinn- um í siglingu með Gullfossi til Norðurlandanna, einnig í sólar- landaferðir til Kanaríeyja og Benidorm eftir að slíkar ferðir fóru að tíðkast, og einnig til Grikklands og Rínarlanda. Af öllu þessu hafði mamma yndi og ánægju, þó að hún væri að vísu ekki eins mikill ferða- garpur og pabbi veitti það henni ánægju að rifja það upp síðar á æv- inni. Mamma og pabbi héldu alltaf góðu sambandi við ættingja sína og vini, bæði hér í Reykjavík og aust- ur í sveitum og gestakomur voru Karlssyni, f. 25. október 1941, slökkviliðsmaður hjá Flugmálastjórn og eiga þau fjögur börn, eina dóttur og þrjá syni. 2) Þór- unn Jóna Sigfús- dóttir, f. 6. maí 1941, fulltrúi, ógift. 3) Jóhanna Edda Sigfúsdóttir, hús- móðir, f. 16. nóv. 1945, d. 16. apríl 1999, hún var gift Sveini Hafdal, f. 7. júlí 1940, og áttu þau tvö börn saman, son og dóttur. Þau slitu samvistum. Fyrir átti Edda einn son. 4) Sig- urður Gylfi Sigfússon, f. 19. mars 1950, húsasmiður, kvænt- ur Björgu Gunnarsdóttur, hús- móður, f. 20. jan. 1951, og eiga þau þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Ömmubörnin eru tíu og langömmmubörnin 14. Utför Jóhönnu fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in kl. 13.30. tíðar á heimili þeirra í Stórholtinu og síðar í Selvogsgranni. Þau tóku öllum vel og þó að húsrými væri af skornum skammti meðan þau bjuggu í Stórholti 43 var alltaf til reiðu uppbúið rúm fyrir gesti utan af landi. Oft var tekið í spil og spil- að brids eða tefld skák og fylgdist mamma vel með öllu sem fram fór og var tilbúin með bakkelsi og veit- ingar sem hún bar fram af rausn og myndarskap. Mamma og pabbi hófu búskap sinn við Bragagötu, en bjuggu síðan í sjö ár í Stórholti 43 uns þau fluttu í Selvogsgrann 12, Reykjavík. Fyrstu minningar mín- ar um mömmu eru úr Stórholtinu, þar sem hún stóð í vaskahúsinu að sjóða tau og síðan að búa til slátur og ég fylgdist með af undrun og áhuga. Þá á ég einnig ógleyman- legar minningar um dugnað henn- ar og áhuga á velferð fjölskyldunn- ar, þegar við fluttum í kjallarann í Selvogsgranni 12, hálfldárað og varla íbúðarhæft eins og algengt var á þessum árum og hún studdi pabba með ráðum og dáð til að koma upp þaki yfir höfuðið. Hún var góði engillinn í lífi föður okkar, elskaði hann og studdi og vakti yfir honum allt til elliára að hann lést farinn að heilsu. Mamma fór að kenna heilsubrests um sjötugsald- ur, en þá hafði hún ætlað sér að hugsa alfarið um föður okkar sem var ellefu árum eldri en hún. Þau fluttust úr Selvogsgranninu í íbúð fyrir aldraða í Jökulgrunni 23 og huguðust eyða efri árunum þar. En pabbi átti þá ekki langt eftir ólifað og heilsa hans var á þrotum. Þá var hlutskipti mömmu erfitt en hún bar það eins og hetja og lét engan bilbug á sér fínna. En eftir andlát föður okkar hrakaði henni, þó að hún væri andlega ern og fylgdist vel með öllu sem fram fór í kring- um hana. Og fráfall Eddu, yngstu systur okkar, fyrr á þessu ári, var móður okkar þungt áfall, þó að allir hefðu raunar lengi vitað hvert stefndi. Eftir það smádró af móður okkar, uns kallið kom í lok október. Mamma var þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert, en hún vildi samt ekki vera upp á aðra komin. Hún vildi vera hún sjálf og ekki láta aðra hafa of mikið fyrir sér. Hún var heilsteypt og sönn mann- eskja allt til hinstu stundar og við megum vera þakklát fyrir að hafa fengið að njóta hennar svo lengi. Við börn hennar, afkomendur og venslamenn, biðjum guð að varð- veita hana í nýjum heimkynnum. Vertu sæl, elsku mamma. Þín dóttir Elín. Það er komið að kveðjustundinni, elsku amma mín. Mikið er ég þakk- lát fyrir að hafa átt 40 góð ár með þér. Það auðnast ekki öllum að eiga ömmu svo lengi, hvað þá tvær eins og ég. Það er svo skrítið að allar mína bernskuminningar era tengd- ar þér. Kannski vegna þess að við bjuggum í sama húsi fyrstu níu árin mín, kannski vegna þess að enginn er mér minnisstæðari en þú fyrir svo ótalmargt. Þú kenndir mér flesta hluti fyrstu árin. Ekki skrítið þar sem ég sótti svo mikið til þín, ~ enda stutt að fara. Fyrst hljóp ég niður, síðan upp til ömmu og afa og svo tók ég strætó þegar við flutt- umst í annað hverfi. Það var alveg sama hvert erindið var, alltaf var tekið vel á móti mér. Fyrst var sest við eldhúsborðið í Selvogsgrannin- um en amma sá um að enginn færi svangur frá því. Síðan var farið í eitthvert af herbergjunum og eitt- hvað skemmtilegt eða fallegt skoð- að, gjaman eitthvað sem amma hafði búið til sjálf. Aldrei fór ég tómhent heim frá ömmu. Hún átti alltaf eitthvað til að gefa frá sér. Ef það var ekki handavinna, þá vora það ávextir eða smákökur. Hún var annáluð hannyrðakona og sá öllum í fjölskyldunni fyrir sokkum, vettlingum og húfum. Barnabörnin fengu peysui' að auki og langömmubörnin gammosíur. Einnig saumaði hún mokkajakka á alla, loðhúfur og vettlinga eins og fínasti hönnuður. Allt stenst þetta tímans tönn og nú er dóttir mín í mokkajakkanum sem amma saum- aði á mig fyrir 24 áram. Hann er ennþá í tísku og frágangurinn þannig að ekki sér fyrir endann á notkuninni. ' Ég er þakklát þér fyrir margt, elsku amma mín. Upp úr stendur þó það sem hefur verið lífsviðurværi mitt að hluta en það er handavinn- an. Allt varðandi handavinnu lærði ég af þér. Prjón, hekl, útsaum og fatasaum. Þær vora margar stund- imar sem við sátum og ég horfði á þig vinna. Þannig lærði ég af þér. Margir hafa furðað sig á því að þótt ég sé örvhent, þá geri ég suma handavinnu eins og rétthent. Það er vegna þess að ég sat og gerði eins og þú. Notaði sömu hendi og sömu hreyfingar. Þessar stundir era ómetanlegar og koma alltaf upp í hugann þegar ég sit og geri handa- vinnu. Þannig era góðar minningar. Umburðarlynd og æðralaus varstu alla tíð. Þú hjálpaðir mér oft í gegnum erfiðar stundir með sam- tölum og dæmisögum. Ég reyni eft- ir fremsta megni að miðla því áfram til minna barna og barnabarnanna þegar þau koma. Ég man svo vel eftir mömmu þinni, langömmu minni. Ég veit að mín börn munu minnast þín eins og ég minnist hennai’. Með hlýju og eftirsjá. Langömmubörnin þín fengu að njóta þín mislengi eins og gengur. Þú varst stór þáttur í þeirra lífi og þau eiga eftir að sakna þín mikið. Kallið er komið. Okkur sem eftir f sitjum finnst oft að það komi of fljótt og óvænt. Ég veit að þú ert ánægð með að þitt kom og ég ætla að vera ánægð með þér. Þú ert komin til afa og Eddu, langömmu og langafa. Nú getið þið setið saman og spjallað um liðna tíma og ég veit að ykkur líður vel. Þið fylgist líka með okkur sem eram hérna megin við hliðið og vakið yfir okkur. Elsku amma, vertu sæl að sinni og þakka þér fyrir allt. Við sjáumst síðar. Þín elskandi dótturdóttir og ^ nafna, Hanna. Handrit afmœlis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 v, slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. JOHANNA BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.