Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning > ---------------------------------- Astand í fjárvörslu og bókhaldi ríkisstofnana ekki viðunandi Athugasemdir ríkisendurskoðunar við endur- skoðun á bókhaldi og fjárvörslu , 10„ 54 ríkisstofnana Hlutfalli Hlutfalli ekki á 1998 Áfátt sem var sem var endur- ekki lagi áfátt áfátt skoðað við 1. Sjóðir og bankareikningar 40 10 20% 24% 1 3 2. Viðskiptakröfur 28 21 43% 34% 2 3 3 Birgðir 9 6 40% 43% 9 30 4. Varanlegir rekstrarfjármunir 12 3 20% 50% 2 37 5. Eignaskrá 36 11 23% 71% 5 2 6. Viðskiptaskuldir 37 15 29% 25% 2 7. Virðisaukaskattur 19 7 27% 46% 13 15 8. Langtímaskuldir 5 2 29% 11% 1 46 9. Tekjur/Tekjuskráning 38 12 24% 43% 1 3 10. Framlög og styrkir 28 3 10% 4% 2 21 11. Kaup á vöru og þjónustu 46 6 12% 23% 1 1 12. Ferðakostnaður 30 21 41% 37% 1 2 13. Risnukostnaður 38 13 25% 24% 1 2 14. Launakosn./viðveruskráning 32 19 37% 52% 3 15. Aksturskostnaður 35 1 3% 22% 14 4 16. Fjárheimildir/fjárhagsstaða 30 22 42% 40% 2 ÁSTANDIÐ í fjárvörslu og bókhaldi ríkisstofnana hefur batnað frá árinu 1996, en er þó ekki viðunandi, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um endurskoðun ríkis- reiknings. Þannig voi-u gerðar at- hugasemdir við ferðakostnað hjá 41% stofnana í úrtaki Ríkisendur- skoðunar, sem náði til 54 stofnana, og hjá 37% stofnana voru gerðar at- hugasemdir vegna launakostnaðar og viðveruskráningar, auk þess sem athugasemdir voru gerðar við risnu- útgjöld stofnana í 25% tilfella og hjá 24% stofnana voru gerðar athuga- semdir við tekjur og tekjuskráningu. Ríkisendurskoðun gerði samsvar- andi athugun vegna endurskoðunar á ríkisreikningi ársins 1996, en náði sú athugun að stórum hluta til ann- arra stofnana en skoðaðar voru nú. Fram kemur að hjá 43% stofnana var eftirliti með stöðu við- skiptakrafna ábótavant, en þetta hlutfall var 34% vegna ársins 1996. Athugasemdirnar lutu meðal annars að því að gamlar kröfur höfðu ekki verið innheimtar eða þær ekki af- skrifaðar, þó fullreynt væri um inn- heimtu. Gerðar voru athugasemdir hjá 42% stofnana við slæma fjárhags- stöðu og var hlutfallið mjög svipað eða 40% árið 1996. Var eitthvað um það að stofnanir höguðu rekstrinum í samræmi við eigin áætlanir í stað þess að aðlaga starfsemina raun- verulegum fjárveitingum samkvæmt fjárlögum og segir Ríkiendurskoðun að bæta þurfí áætlanagerð og stjórn- unarlegt eftirlit hjá viðkomandi stofnunum. Þá voru gerðar athugasemdir við ferðakostnað hjá 41% stofnana en hjá 37% vegna ársins 1996. Ríkis- endurskoðun segir að hún geri sömu athugasemdir og þá og þrátt fyrir það hafi ástandið í þessum málum versnað. Fylla þurfi út sérstakt eyðublað, ferðareikning, vegna utan- landsferða, þar sem fram komi til- efni ferðar, sundurliðun á ferða- kostnaði og skriflegt samþykki for- stöðumanns. Einnig eru gerðar athugasemdir vegna viðveruskráningar og launa- kostnaðar hjá 37% stofnana en at- hugasemdir voru gerðar hjá 52% stofnana vegna ársins 1996. Fram kemur að athugasemdir eru þær sömu og áður, að eftirliti með við- veru starfsmanna sé áfátt vegna þess að stimpilklukka sé ekki til staðar eða aðeins notuð af hluta starfsmanna. Þá sé fjarvistarskrán- ing ófullnægjandi og starfsmenn fái greitt fyi-irfram upp í laun umfram samningsbundinn rétt. Fram kemur í skýrslu Ríkisend- urskoðunar að í 29% tilfella voru gerðar athugasemdir vegna við- skiptaskulda, en í 25% tilvika vegna ársins 1996. Hjá 27% stofnana voru gerðar athugasemdir við virðis- aukaskatt en hlutfaliið var 46% í at- huguninni árið 1996. í 25% tilvika voru gerða athugasemdir vegna risnuútgjalda en hlutfallið var 24% árið 1996. Sömu athugasemdir eru gerðar nú og þá að ekki er gerð full- nægjandi grein fyrir tilefni risnunn- ar og hverjir njóta hennar og eins vantaði skriflegt samþykki for- stöðumanns. Verða að taka sig á Loks voru athugasemdir í 24% til- vika gerðar við tekju- og tekjuskrán- ingu og í 23% tilvika við eignaskrán- ingu, en samsvarandi hlutfall var 43% og 71% árið 1996. Loks segir: „Þegar heildarniður- stöður þessara tveggja ára eru born- ar saman kemur í ljós að ástandið hefur batnað, en eftir sem áður er það ekki viðunandi. Ríkisstofnanir verða því að taka sig á og lagfæra þessi mál. Ríkisendurskoðun á ekki að þurfa að gera athugasemdir við að ferðareikningar séu ekki gerðir, að það vanti farseðla, að það vanti skriflegt samþykki forstöðumanns fyrir ferðinni og hvert sé tilefni hennar, að það vanti skriflegt sam- þykki forstöðumanns fyrir risnuút- gjöldum og hvert sé tilefni risnunn- ar, og að viðveruskráningu starfs- manna sé ábótavant." Andlát SR. KRISTJÁN EINAR ÞORVARÐARSON SÉRA Kristján Einar Þorvarðarson, sóknar- prestur í Hjallakirkju í Kópavogi, er látinn. Hann lést á Landspítal- anum sl. þriðjudag 41 árs að aldri. Séra Kristján Einar var fæddur 23. nóvem- ber 1957. Foreldrar hans voru Þorvarður Júlíusson, bóndi á Söndum í Miðfirði, og Sigrún Kristín Jóns- dóttir húsfreyja. Kristján Einar lauk stúdentsprófi frá Flens- borgarskóla 1978. Hann lauk prófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1979 og prófi frá guðfræðideild Há- skóla íslands 1986 og var það ár vígður til að gegna prestsþjónustu. Séra Kristján Einar var einn vetur prestur á Eskifirði og Reyðar- firði, en haustið 1987 tók hann við sóknar- prestsembætti í Hjalla- sókn í Kópavogi og gegndi því starfi til dauðadags. Hann vann ötullega að uppbygg- ingu kirkju og safnað- arstarfs í nýrri sókn. Eftirlifandi eigin- kona séra Kristjáns Einars er Guðrún Lára Magnús- dóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 6-18 ára. Laugavegí 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 BÚK30% rT.'i'W'"lf2"99tr Hrein skemmtilesning Höskuldur skipherra bregður upp svipmyndum frá langri starfsævi í Landhelgisgæslunni, björgunarferðum á úthöf í fárviðri og brotsjó og átökum við herskip hennar hátignar. Leiftrandi frásögn þar sem skoplegu hliðar tilverunnar fá að njóta sín. Mí Mál og menning I W| malogmenning.is l|r|l Morgunblaðið/Ásdís Mörg handtök ENN hafa iðnaðarmenn í nógu gangur á bflastæðum er meðal að snúast, við Kringluna og skipt- þess sem unnið hefur verið að ir þá litlu hvernig viðrar. Frá- síðustu daga. Seinagang- ur hjá toll- stjóra gagn- rýndur í NÝRRI úttekt Ríkisendur- skoðunar á innheimtusviði tollstjóraembættisins í Reykjavík, þar sem kannað var úrtak fimmtíu gjaldenda, kemur fram að meðaldaga- fjöldi frá álagningu virðis- aukaskattkröfu og þar til fjár- námsbeiðni er send hafi á sl. ári verið 110 dagar. I handbók um innheimtu opinberra gjalda er gert ráð fyrir því að innheimtumaður skuli hefja innheimtuaðgerðir, þar með taldar lokunarað- gerðir, í síðasta lagi þrjátíu dögum eftir ákvörðun eða endurákvörðun virðisauka- skatts. Ríkisendurskoðun gagnrýn- ir einnig að langur tími líði oft milli fjárnáms og þar til því er þinglýst, eða allt að 76 dagar, samkvæmt úrtakinu. Telur stofnunin að hætta sé á því að réttindi tollstjóra glatist á þeim tíma sem líður fram að þinglýsingunni. í úttektinni kemur enn- fremur fram að algengt sé að frestir séu veittir á innheimtu krafna hjá embættinu, en mis- munandi sé hvort gert sé fjár- nám til tryggingar kröfum eins og krafist er í Handbók um innheimtu opinberra gjalda. Telur Ríkisendurskoð- un að samræma þurfi meðferð mála að þessu leyti. Athugasemd- ir við bók- hald fram- haldsskóla RÍKISENDURSKOÐUN hef- ur gert alvarlegar athugsemd- ir við færslu og frágang bók- halds Fjölbrautaskólans í Breiðholti. í skýrslu stofnun- arinnar um endurskoðun ríkis- reiknings árið 1998 kemur fram að við endurskoðun á bókhaldi skólans hafi komið fram mismunur á bókfærðri stöðu og bankareiknigum sem skiptu milljónum króna. Staða á einum hlaupareikningi hafi þannig numið 11,3 milljónum króna samkvæmt bókhaldi en á reikningum var í reynd ríf- lega 1,5 milljóna króna inn- stæða. í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar segir að gera hafi þurft um- talsverðar leiðréttingar á bók- haldi skólans til þess að það sýndi rétta stöðu. Þannig var t.d. ófærður kostnaður að fjár- hæð 13,3 milljónir króna. Tekjuskráning hefur verið ófullnægjandi og ekki rekjan- leg tengsl á milli innborgana á bankareikningga of færslu í bókhaldinu. Þá segir í skýrslunni að ekki hafi fengist skýring á hluta út- borgana af bankareikningum en að sögn fyrrverandi fjár- málastjóra skólans sé hluti þeirra vegna endurgreiðslu á skóla- og efnisgjöldum en eng- in gögn liggja fyrir um þetta. Gerðar eru athugsemdir við rekstur fleiri framhaldsskóla: Menntaskólans að Laugar- vatni, Kvennaskólans og Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, m.a. vegna ófullnægjandi uppgjörs á ferðakostnaði. Þá segir í skýrslunni að innra eftirlit Há- skólans á Akureyri sé veikt og er bent á vankanta sem talið er brýnt að verði lagfærðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.