Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Dómur þjóðarínnar er fallinn: Við viljum Dorrit skoðanakönnun DV sýnir mikinn meirihluta þjóðarínnar. rúm 78%. styðja Dorrit Moussaieff til heiðurssætis á Bessastöðum \U" ^ <fr 'L Þér getið hætt þróunarstarfinu hr. forseti, þjóðin er búin að taka af yður ómakið. Magnús Jónsson veðurstofustjóri um miðlun veðurfrétta Nýjar leiðir en sjón- varpið enn mikilvægt VEÐURFRÉTTUM er nú miðlað með ýmsum öðrum leiðum en í út- varpi og sjónvarpi og birtist spá Veðurstofu Islands jafnóðum og hún er gerð, bæði á textavarpinu og heimasíðu veðurstofunnar á Net- inu. Magnús Jónsson veðurstofustjóri segir í grein í Morgunblaðinu á þriðjudag að þar sem ný miðlunar- tækni ryðji sér nú ört til rúms og menn geti sótt upplýsingar þegar þeim henti sjálfum, hyggist Veður- stofan endurskoða framleiðslu sína og miðlun. Magnús sagði í samtali við Morgunblaðið að hægt sé að sjá ýmsa þróun í miðlun veðurfrétta er- lendis, víða séu sérstakar upplýs- ingaútvarpsrásir þar sem fjallað sé um veður, umferð og fleira sem æskilegt sé að koma á framfæri samstundis. Hann bendir einnig á að ein mest sótta síðan á textavarp- inu hér sé veðursíðan og að veður- spáin sé líka mikið skoðuð á heima- síðu Veðurstofunnar. Mikilvægi veðurfrétta í sjón- varpi enn töluvert Þó bendir hann á að á Netsíðunni og textavarpinu séu fyrst og fremst textaupplýsingar en styrkur sjón- varpsins sé að geta miðlað hlutum myndrænt og skýrustu veðurfrétt- imai' séu í sjónvarpinu. A meðan tölvan, sjónvarpið og síminn séu ekki runnin saman í einn miðil sé mikilvægi veðurfrétta í sjónvarpi enn töluvert. Hann segir veðurfregnir í sjón- varpi auk þess hafa mikið fræðslu- gildi og eftir að sjónvarpið hafi far- ið að sýna veðurfréttir hafi þekking fólks á veðri aukist til muna. Að- spurður segir hann ekki leika vafa á því að veðurfréttir hér á landi séu ítarlegri og fræðilegri en annars staðar og finnst þeim á Veðurstof- unni mikilvægt að fræða fólk vel um veðrið. Aðstæður á íslandi séu líka sérstakar, hér sé vindurinn höfuðatriði í sambandi við veður og á veturna skipti vindhraði miklu meira máli en hitastig, þess vegna sé svo miklum tíma eytt í umfjöllun um hæðir og lægðir, svo dæmi sé nefnt. Tímasetning veðurfrétta sjón- varpsstöðvanna gagnrýnd Magnús gagnrýnir einnig Sjón- varpið og Stöð 2 fyrir að hafa aðal veðurfréttatíma sína á meðan aðal- fréttatími hinnar stöðvarinnar stendur yfn og því sé ekki hægt að horfa á veðurfréttimar án þess að sleppa hluta af öðram hvorum fréttatímanum. Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki hafa neitt um gagnrýni Magnúsar að segja; hann hafi vitaskuld mik- inn metnað fyi'ir hönd Veðurstof- unnar og vilji að sjálfsögðu vera á besta áhorfstíma, en bendir á að dagskrá Sjónvarpsins verði að skoða í heild. Sigmundur Ernir Rúnarsson, að- stoðarfréttastjóri Stöðvar 2, segir í samtali við Morgunblaðið að hann skilji áhyggjur Magnúsai’ að vissu leyti, enda skipti veðrið miklu máli hér á Islandi og fréttir af því geti jafnvel verið lífsspursmál. Honum finnst sjálfsagt að fréttastofurnar veiti veðurfréttunum viðhlítandi sess og telur að þeir sem vilji horfa á veðurfréttir eigi auðvelt með að bera sig eftir þeim á hvorri frétta- stofunni sem er. Hann telur Stöð 2 sinna veðurfréttum með viðunandi hætti, ekki hafí komið til tals að breyta veðurfréttatímanum en seg- ist hins vegar tilbúinn í alla góða samvinnu við veðurstofuna. Fyrirlestur um tölvunotkun unglinga Kynjamunur mikill Idag klukkan 17 verð- ur haldinn opinber fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í stofu 101 í Odda. Þar flytur Sólveig Jakobsdóttir fyr- irlesturinn; A „uppleið“ með upplýsingatækni: Eru stelpur og strákar samferða á þeirri leið? Hvaða niðurstöðu skyldi Sólveig hafa komist að eftir að hafa skoðað þetta mal? „Ég gerði rannsókn í níu grunnskólum og einum framhaldsskóla til þess að skoða hvort fram kæmi kynjamunur í færni og viðhorfum sem tengdust tölvum og upp- lýsingatækni. Ég safnaði einnig gögnum um ýmsa sem skýrt gætu mun Sólveig Jakobsdóttir þætti ef kæmi fram eða ekki. I ljós kom mikill kynjamunur í sjálfmetinni færni, sem fór reyndar eftir aldri. Hjá yngstu börnunum í fimmta til sjötta bekk var lítill sem enginn munur á hvað nemendur töldu sig kunna, en á unglinga- og framhaldsskólastigi breytist þetta, þá fóru strákarnir fram úr stelpunum á þessu sviði. I við- horfum þegar á heildina er litið kemur kynjamunur líka fram, sérstaklega hvað varðar sjálfs- traust. Stelpur eru yfirleitt ósammála því að þær séu klárar að nota tölvur en strákar eru sammála þeirri fullyrðingu. Ef litið er á tölvunotkun utan skóla sést að strákar eru í miklum minnihluta þeirra sem nota tölv- ur lítið sem ekkert en í miklum meirihluta af þeim sem nota tölv- ur mikið eða mjög mikið.“ - Hverjar eru ástæður fyr- ir því að við sjáum svona kynja- rnun ífærni, notkun og viðhorfum ? „Ég safnaði gögnum sem gætu skýrt þennan mun sem tengdust tölvunotkun utan skóla, nemend- unum sjálfum, svo sem aldri þeirra, reynslu, námsgetu, að- gangi að tölvum heima og í skóla, félagslegum þáttum, hugbúnaði og námsefni og hvernig tölvur væru nýttar innan og utan skóla. Það sem virtist tengjast færnimuninum mest var fjöldi forritategunda, sem notaður var heima, sem var mun hærri hjá strákum en stelpum. Einnig til- greindu strákar sig mun oftar sem aðalnotanda heima fyrir og um tvöfalt fleiri piltar en stúlkur era með tölvur í sínu eigin her- bergi. Þá eru fleiri strákaheimili með nettengingu. Það er hins vegar í raun mun jafnari notkun kynjanna á tölvum í skólum, en sú notkun er hins vegar mun minni en heimanotkun. Skólinn gegnir eigi að síður mjög mikil- vægu hlutverki í að reyna að jafna þennan að- stöðumun kynjanna. T.d. er hærra hlutfall stúlkna en pilta sem hafa notað tölvur síð- ast í skólanum og þá mun oftar í tengslum við nám. I gangi er mikið átak til þess að bæta og auka tölvunotk- un í skólum og þyrfti þá að hafa jafnréttismálin í huga svo að notkun innan skólanna stuðli að því að draga úr kynjamun í færni og viðhorfum fremur en auka hann.“ -Hvernig er ástandið í þess- um efnum ínágrannalöndunum? „Ég er nýkomin af ráðstefnu í ► Sélveig Jakobsdóttir fæddist í Reykjavík 26.11. 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1978. Árið 1983 lauk hún BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands svo og kennslu- réttindum. M.Ed. prófi lauk hún 1989 frá Minnesotaháskóla í fræðum sem lýtur að tölvunotk- un í skólastarfi. Doktorsprófi lauk Sólveig 1996 á sama sviði. Hún er nú lektor við Kennarahá- skóla Islands þar sem hún hefur umsjón með tölvu- og upplýs- ingatæknibraut innan framhalds- deildar. Sólveig er gift Jóni Jó- hannesi Jónssyni, lækni við Landspitalann, og eiga þau þrjú börn. Strákar nota tölvur meira heima Ósló - Damer og data, sem hald- in hefur verið í nokkur ár á veg- um norska menntamálaráðu- neytisins. Þar virðast menn komnir skrefi lengra en við að því leyti að menn gera sér grein fyrir að kynjamunur í tölvunotk- un sé víða vandamál og eru farn- ir að prófa ýmsar leiðir til þess að leiðrétta þennan mun á milli kynjanna. Sem dæmi má nefna verkefni í einum grunnskóla þar sem sérstök jafnréttisáætlun í upplýsingatækni hefur verið í gangi með góðum árangri í nokk- ur ár. Þar er t.d. lögð áhersla á að hluti af kennslu í upplýsinga- tækni fari fram í kynskiptum hópum. Haldin eru sérstök stelpu- og mæðrakvöld í tölvu- notkun í skólanum. Lögð er áhersla á tölvusamskipti af ýms- um toga og skapandi vinnu. Svo má nefna tækniháskólann í Þrándheimi, en þar höfðu menn miklar áhyggjur þegar hlutfall kvenna í tölvunarfræðideild var komið niður í 8%. Með sérstöku átaki tókst mönnum að koma þeirri tölu upp í 36% á skömmum tíma. Margir hér á landi hafa áhuga á að halda sambærilega ráðstefnu og Damer og data, og koma af stað svipuðum rann- sóknar- og þróunar- verkefnum og ég gat um hér á undan. Nýj- ar námsskrár kalla á aukna og bætta notk- un upplýsingatækni í námi og kennslu og skólar eru nú í óðaönn að vinna að gerð nýrra skólanámskráa. Mikilvægt er að þeir geri sér grein fyrir að huga verður að jafnréttismálum og reyna t.d. að tryggja að stelpur velji sig ekki frá valgreinum á sviði upplýs- ingatækni og að þær verði ekki síður færar en strákar að nýta sér tæknina sér og öðrum til hagsbóta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.