Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morggunblaðið/Ásdís Ok á ljósastaur PILTUR innan við tvítug’t var fluttur á slysadeild með minni- háttar meiðsl eftir að bifreið hans hafnaði á ljósastaur við Kringtuna um hádegisbil í gær. Tildrög þess að bifreiðin hafn- aði á ljósastaurnum, sem stendur nokkuð utan vegar við Kringl- una, eru óljós. Pilturinn var einn í bifreiðinni sem skemmdist tals- vert og þurfti því að draga hana á brott með kranabifreið. Fyrirlestur forsetans við Brown-háskóla Þrjú íslensk tónverk frumflutt á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur í dag, fimmtudag- inn 4. nóvember, hinn árlega Odgen-fyrirlestur um alþjóðamál við Brown-háskólann í Bandaríkj- unum og er heiti fyrirlestrarins „Norðursvæðin: Ný vídd í alþjóða- tengslum“. Meðal þeirra sem á undanförnum árum hafa flutt slíka Félag um stofnun tækniháskóla SAMTÖK iðnaðarins hafa undanfarnar vikur átt í við- ræðum við ýmsa aðila um stofnun félags um rekstur nýs tækniháskóla. Háskóli Islands og Háskólinn á Akureyri hafa lýst áhuga á að taka þátt í stofnun slíks félags en beðið er viðbragða frá Alþýðusambandi íslands og Rannsóknarstofnun atvinnulífsins. Fyrir nokkru sendu Samtök iðnaðarins menntamálaráð- herra tilllögur um stofnun tækniháskóla. I kjölfar þess gaf ráðherra samtökunum um- boð til að kanna jarðveg fyrir tillögunum. fyrirlestra eru Mary Robinson, Eduard Shevardnadze og Richard C. Holbrooke, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu. A undan fyrirlestrinum frum- flytur Baltneska fílharmonían frá Riga í Lettlandi undir stjórn Guð- mundar Emilssonar tónverk fyrir hljómsveit og sögumann eftir Ger- ald M. Shapiro, forseta tónlistar- deildar Brown-háskóla. Verkið heitir Vínlandssögurnar og er helg- að landafundum íslenskra manna í Vesturheimi. Föstudaginn 5. nóvember hefst svo í Brown-háskólanum íslensk- baltnesk tónlistarhátíð og mun Baltneska fílharmonían undir stjórn Guðmundar Emilssonar m.a. frumflytja verk eftir þrjú ís- lensk tónskáld: Atla Heimi Sveins- son, Mist Þorkelsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Á fóstudagskvöld- ið mun hljómsveitin frumflytja verkið Doloroso sem Atli Heimir Sveinsson samdi í minningu Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar og tileinkaði forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og fjölskyldu hans. Forseti Islands verður viðstadd- ur tónleika á föstudagskvöldið en síðan mun íslensk-baltneska tón- listarhátíðin halda áfram í Wash- ington, New York, Pennsylvaníu, Connecticut og Kentucky. FRETTIR Fyrirspurn um uppbyggingu fjarskipta á landsbyggðinni og sölu Landssímans Ekki selt fyrr en jafn aðgangur er tryggður Á NÆSTU dögum er von á niður- stöðum úttektar sem unnin hefur verið á burðargetu fjai’skiptakerfa, bæði innanlands og milli landa, og væntanlegri þörf í framtíðinni. Ut- tektin er unnin á vegum samgöngu- ráðuneytisins og verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið. Þetta kom fram í svari Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra við fyrir- spum ísólfs Gylfa Pálmasonar, þingmanns Framsóknarflokks, um uppbyggingu fjarskipta á lands- byggðinni. Isólfur Gylfi spurði ráðherrann á hvern hátt hann hygðist stuðla að uppbyggingu fjarskiptanets á landsbyggðinni á kjörtímabilinu þannig að sem flestir landsmenn geti á sem bestan og auðveldastan hátt nýtt tölvu-, síma- og _sam- skiptatækni nútímans. Hvatti Isólf- ur Gylfi jafnframt samgönguráð- herra til að ljá ekki máls á sölu Landssímans fyrr en tryggt hefði verið að allir hefðu jafnan aðgang. „Komi til sölu Landssímans er það algert skilyrði stjórnvalda að tryggja að fjarskiptalínur séu í lagi sem allra víðast á landinu. Þetta er hluti af byggðastefnu nútímans." Isólfur Gylfi sagði að í nýliðinni kjördæmaviku hefðu sveitarstjóm- armenn á Suðurlandi gert miklar at- ALÞINGI hugasemdir við stöðuna í fjarskipta- málum. Lýsti hann fjarskiptaæðum víða á landsbyggðinni sem moldar- slóða, gamaldags símalínulagnir yllu oft á tíðum miklum töfum og ljóst væri einnig að fjarkennsla og fjar- vinnsla gæti ekki farið fram eftir slíkum moldarslóðum. Um mikilvægt samgöngu- mál að ræða Fleiri þingmenn lýstu þeiiTÍ skoðun sinni að mikilvægasta atrið- ið í þessum málum væri að tryggja að allir landsmenn hefðu jafnan að- gang að nýjustu fjarskiptatækni. Sagði Svanfríður Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingar, m.a. að hér væri um mikilvægt samgöngumál að ræða, tryggja yrði að upplýs- ingahraðbrautin yrði allra. Jafnframt var nokkuð rætt um fyrirhugaða einkavæðingu Lands- símans og sagði Árni Steinar Jó- hannsson, þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnai’ - græns framboðs, að í því sambandi væri rétt að fram kæmi að víða í strjálbýli óttuðust menn fyrirhugaða einkavæðingu Landssímans. í svari Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra kom fram að erfitt væri að spá fyi’ir um hvers konar samskiptanet væri hagkvæmast að byggja upp á landsbyggðinni enda hefði þróun fjarskiptaneta verið af- ar hröð á undanförnum árum. Hann tók hins vegar undir mikilvægi þess að tryggja jafna aðstöðu fyrirtækja á landsbyggð og rakti hann ýmsar breytingar sem lagðar eru til í nýju fíumvarpi til fjarskiptalaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Sturla sagði að auðvitað þyrfti að tryggja að uppbygging þjónustu- kerfis yrði alls staðar til staðar áður en Landssíminn yrði seldur. Hann lagði hins vegar mesta áherslu á að aukin samkeppni, sem komið hefði verið á í símaþjónustu, hvetti til uppbyggingar fjarskiptakerfa og nefndi í því sambandi að eftir að Tal kom til skjalanna hefði Landssím- inn hert á uppbyggingu GSM-sím- kerfisins. Langtímaáætlun í jarðgangagerð til umræðu á Alþingi Hendur ekki bundnar varðandi staðsetningu STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagðist á Alþingi í gær ekki líta svo á að hendur hans eða Alþingis væru bundnar hvað varðaði staðsetningu jarðganga en sagði þó að auðvitað hlyti alltaf að vera unnið á grundvelli fyrra starfs í sam- göngumálum. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, hafði lagt fram fyrir- spurn til ráðherrans um langtímaá- ætlun í jarðgangagerð og vísaði hann til þingsályktunar sem Alþingi sam- þykkti í vor um byggðamál, þar sem m.a. var kveðið á um slíka áætlun. Kom fram í svari samgönguráðherra að Vegagerðinni hefði verið falið að vinna að undirbúningi að gerð lang- tímaáætlunar í jarðgangagerð, en skv. ályktun Alþingis ætti áætlun þessi að fela í sér úttekt á þeim kost- um sem taldir eru á jarðgangagerð á landinu, auk kostnaðarmats og arð- semismats einstakra framkvæmda Alþingi ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 10.30. Eftirfarandi mál verða þar á dagskrá: 1. Kosning umboðsmanns Alþingis. 2. Kosning sérnefndar um stjórnarskrármál. 3. Kosning eins manns í stað Árna Þórs Sigurðssonar í orkuráð. 4. Kosning eins varamanns í stað Vilhjálms H. Vilhjálms- sonar í útvarpsráð. 5. Kosning eins varamanns í stað Marðar Árnasonar í útvarpsréttarnefnd. 6. Fjáraukalög 1999, 1. umræða. 7. Lausafjárkaup, 1. umræða. 8. Þjónustukaup, 1. umræða. 9. Þróunarsjóður sjávarútvegsins, 1. umræða. 10. Rekstur almenningssam- göngukerfis í Eyjafirði, fyrri umræða. og forgangsröðun verkefna. Er gert ráð fyrir að Vegagerðin ljúki þessu starfi um næstu áramót. Margir landsbyggðarþingmenn kvöddu sér hljóðs í gær og tóku und- ir að hér væri um mikið hagsmuna- mál að ræða. Hjálmar Jónsson, Sjálfstæðisflokki, fullyrti t.a.m. að jarðgöng milli Sigluíjarðar og Olafs- fjarðar væru lífsspursmál fyrir framtíð Siglufjarðar, auk þess sem slík samgöngubót myndi styrkja byggð á stóru svæði. „Þessi jarð- gangagerð þarf því að befjast alveg á næstu árum. Ef ekki þá verður þjóðin einum Siglufirði fátækari," sagði Hjálmar. Jónas Hallgn'msson, þingmaður Framsóknarflokks á Austurlandi, minnti hins vegar einnig á að mikil- ÞINGMENN lýstu áhyggjum af orðspori Ríkisútvarpsins í umræðum á Alþingi í gær en tilefni þeirra voru tvær fyrirspurnir til menntamála: ráðherra um kostun þátta í RÚV. í svari Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra kom hins vegar fram að hann teldi tiltekna þingmenn stunda smásmyglilega afskiptasemi af einstökum dagskrárliðum stofn- unarinnar. Þær Svanfríður Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingar, og Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri- hreyfíngarinnar - græns framboðs, höfðu báðar lagt fram fyrirspurnir um kostun þátta í Ríkisútvarpinu og var tilefnið morgunútvarpsþáttur Rásar tvö 14. október síðastliðinn, sem tileinkaður var opnun viðbygg- ingar Kringlunnar, en sem var jafn- framt kostaður af Kringlunni. í ræðu sinni sagði Svanfríður að tilefni væri til að efast um hlutleysi Ríkisútvarpsins þegar þættir væru vægt væri að byggja jarðgöng á Austfjörðum. Spurði Kristján L. Möller þá í framhaldinu hvort eitt- hvert samkomulag lægi fyrir frá fyrri tíð um hvar næst ætti að byggja jarðgöng og hvort hendur þingmanna hefðu þannig í raun ver- ið bundnar í þessu efni. I svari við þeirri spm’ningu sagð- ist samgönguráðherra ekki líta svo á að hendur hans sem samgönguráð- herra eða Alþingis væru bundnar þegar taka ætti ákvarðanir um vegamál. Hins vegar gætu menn ekki vikið sér undan fyrri vinnu í samgöngumálum og að ekki væri hægt að horfa framhjá því hvar ár- angur hefði náðst, hvar hefðu orðið úrbætur og hvar ætti enn eftir að vinna mikilvæg verk. kostaðir með þessum hætti og Kol- brán taldi það fyrir sitt leyti vanvirð- ingu við störf dagskrárgerðarmanna hjá RÚV þegar fastir þættir þeirra væru keyptir út úr dagskránni, en venjubundin dagskrá Rásar tvö mun hafa riðlast nokkuð við umrædda út- sendingu írá Kringlunni. í fyrra svari sínu rakti Björn Bjarnason hvaða reglur giltu um kostun þátta í RÚV en í þeim kemur m.a. fram að kostandi megi ekki hafa nein áhrif á efnistök þáttar, auk þess sem með öllu er óheimilt að kosta fréttatengt efni. í svari við fyrirspurn Kolbrúnar sagði Björn að viðkomandi dagskrár- deild á Rás tvö hefði tekið sjálfstæða ákvörðun um að senda út frá Kringl- unni og kvaðst ráðherrann ekki ætla að taka þátt í svo smásmyglilegri af- skiptasemi af starfsemi RÚV, sem íyrirspurnirnar fælu í sér, hann myndi leyfa starfsmönnum stofnun- arinnar að sinna starfi sínu í friði. Gerðu athugasemd við kostun þátta í RÚV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.