Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Islandssagan á einu bretti í kvöld verður frumsýnt í Kaffileikhúsinu --------------------------7--- nýtt leikverk með söngvum eftir Karl Agúst --7-----7--------------------- Ulfsson. 0, þessi þjóð nefnist verkið og ----------7------------------- tekur fyrir Islandssöguna frá landnámi til lýðveldisstofnunar. „FJÁRHAGSRAMMI þessarar sýningar er slíkur að við erum lík- lega komin niður í fimmtíukall á tímann þessa síðustu sólarhringa fyrir frumsýningu," segir Brynja Benediktsdóttir leikstjóri þegar blaðamaður fylgdist með æfingu einn daginn í vikunni. Verið er að æfa nýtt leikrit með söngvum sem Kari Ágúst Ulfsson hefur smíðað og Hjálmar H. Ragnarsson samið tónlistina við. „Þetta er ósvikin rev- ía,“ segir Brynja. íslandssagan séð í spéspegli Karis Ágústs og stöðugt er vísað í nútímann með ýmsum spaugilegum tilfæringum eins og t.d. því að Hjörleifur og Ingólfur lenda í vandræðum með greiðslu- matið þegar þeir ætla að reisa sér hús og einnig er spurt hvort sé mik- ilvægara öndvegissúlur eða borð- stofusett þegar létta þarf víkinga- skipið í óveðri. Súlurnar fá að fjúka. Annars er rétt að segja ekki meira, því annars yrði skemmtunin tekin af áhorfendum þegar Ó, þessi þjóð verður frumsýnt í kvöld í Kaffileik- húsinu.“ Tónskáldið Hjálmar slær því fram í hálfkæringi að ekki þurfi að eyða meira púðri á landafundi eða kristnitöku eftir þessa sýningu. „Hér er Leifur heppni endanlega afgreiddur." Leikstjórinn fórnar höndum og segist rétt ætla að vona ekki. Hún sé að leggja upp í leik- ferð um Bandaríkin eftir áramótin með sýninguna sína um Guðbjörgu Þorbjarnardóttur. Karl Ágúst dregur úr af meðfæddri hógværð og segir engu vera gerð endanleg skil í sýningunni, þó sé tæpt á ýmsu og annað gefið í skyn. „Þetta verk hefur verið lengi í gerjun þó hand- ritið liggi ekki endanlega fyrir fyiT en á frumsýningardag. Það er alltaf eitthvað að breytast. En hugmynd- inni var fyrst fleygt fram fyrir tveimur árum þegar þáverandi stjómandi Kaffileikhússins, Ása Richardsdóttir, leitaði til okkar um verk. Af ýmsum ástæðum hefur þó ekki orðið af þessu fyrr en núna,“ segir Karl Ágúst. Skrautlegur stflbúningur Þau lýsa vinnubrögðunum þann- ig að Karl Ágúst hafi fyrst samið allan texta verksins, bundið mál og laust, og síðan hafi Hjálmar samið tónlistina. „Það er alveg ótrúlega auðvelt að semja tónlist við textana hans Kalla,“ segir Hjálmar. „Ég er búinn að skemmta mér mikið við þetta. Það er undantekning ef ég hef beðið hann um að færa til, eða bæta við. Hann er líka svo vanur þessu. Þetta rennur allt svo skemmtflega saman, talaður texti og sunginn, en nær helmingur sýn- ingarinnar er sunginn, svo það þarf að ganga upp. Tóplistin vísar auð- vitað í allar áttir. Islensk sönglaga- hefð, karlakórasöngur, suðræn tónlist, popp og svo auðvitað hefð- bundin kabaretttónlist. Stíllinn hans Kalla er beittur og minnir á þýska kabaretthefð frá því á þriðja áratugnum. Það er grunnurinn sem ég set í tónlistina og gerir þetta svo skemmtilegt að semja við.“ I þessu sambandi má ekki gleyma að nefna hlut Óskars Einarssonar tónlistar- stjóra, en Hjálmar segir Óskar eiga heiðurinn af öllum útsetningum og söngæfingum og leiki auk þess á flygilinn í sýningunni. „Hann er al- gjör lykilmaður og mikill snilling- ur,“ segja þau einum rómi og líta til Óskars við flygilinn sem lyftir kúlu- hattinum og spilar eina strófu til að ljá þessumeiri þunga. Karl Ágúst gerir glögga grein fyrir stíl sýningarinnar. „Stíllinn er fólginn í því að blanda saman eins mörgum stíltegundum og okkur dettur í hug, bæði í textanum þar sem ég hef farið um víðan völl í leit að bragarháttum og Hjálmar hefur leitað víða fanga í lagasmíðunum. Brynja leikstjóri færir svo sýning- una í skrautlegan stílbúning, þar „Ósvikin revía,“ segja Hjálmar, Brynja og Karl Ágúst. Morgunblaðið/Sverrir Landvættirnir fjórir stilla sér upp fyrir eftirtöku skjaldarmerkisins. sem bregður fyrir ólíkum leikað- ferðum, allt frá hefðbundnum Shakespírskum leik yfir í þöglan kvikmyndaleik, ýktan trúðsleik og raunsæjan sjónvarpsleik." Brynja bætir því við að einfaldleiki sýning- arinnar sé unninn upp og ríflega það með fjölhæfni leikaranna og höfundanna. Karl Ágúst á svið Fjórmenningarnir sem hafa þessi brögð á valdi sínu leika í upp- hafi landvættina fjóra, bergrisann, drekann, öminn og griðunginn, en bregða sér síðan í allra kvikinda líki og leika hvert um sig fjölmörg hlut- verk, syngjandi, dansandi og leik- andi. Nokkur viðburður verður það að teljast að Karl Ágúst er hér að stíga á leiksvið í fyrsta sinn í tíu ár, en hann hefur ekki leikið á leiksviði síðan hann hvarf af sviðinu í ’Is- lensku Óperunni í Örfá sæti laus haustið 1989. Hann hefur þó eins og alþjóð veit leikið heil reiðinnar býsn síðan og verið vikulegur gest- ur á sjónvarpsskjánum alla vetur síðan (nema þá tvo vetur sem hann dvaldi erlendis) svo fjarvera hans af leiksviðinu hefur ekki fundist jafn sárt og ella. Hann segir þetta Leikarar og listrænir stjórnendur Ó, þessi þjóð eftir Karl Ágúst Ulfsson við tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Leikarar: Vala Þórsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Agnar Jón Egilsson, Erla Ruth Hai-ðardóttir. Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir Tónlistarstjórn: Óskar Ein- arsson Leikmynd og búningar: Rannveig Gylfadóttir Lýsing: Ævar Gunnarsson Fi-amleiðandi.-Kaffileikhúsið. tíu ára sviðsbindindi stafa af hreinni tiiviljunv„Hlutirnir æxluð- ust bara svona. Á sínum tíma hent- aði mér ekki nógu vel vinnutíminn sem sviðsleikarar verða að búa við. Ég hef líka verið svo önnum kafinn við annað að spurningin um hvort ég vildi eða vildi ekki leika á sviði var bara ekki til umræðu. Nú var lag og ég ákvað að slá til. Þetta hef- ur verið óskaplega gaman og ég á von á að það verði enn skemmti- legra þegar við fáum áhorfendur í salinn." Fréttir frá Lundunum Morgunblaðið/Kristinn Áhugaverðasta verktö frá Önnu hendi er hins vegar lítið gæludýr sem mótað er eins og Island og líkist helst smáhundi, segir í umfjöll- uninni. MYNDLIST IVýlístasafnið BLANDAÐEFNI SEX LISTAKONUR Sýningin er opin frá 14 til 18 alla daga nema mánudaga og stendur til 14. nóvember. í NÝLISTASAFNINU sýna nú sex listakonur frá Noregi, Danmörku og íslandi sem allar hafa verið við nám í Lundúnum. Sýningin er að vonum fjölbreytt og framlag þeirra sex sem sýna er mismikið að um- fangi, allt frá því að vera tvær litlar myndir upp í innsetningar sem stað- ið gætu sem sjálfstæðar sýningar. Cathrine Evelid lærði í Bergen og Stokkhólmi áður en hún hélt til Lundúna og verk hennar á sýning- unni í Nýlistasafninu eru af hug- myndafræðilegum' toga, annars vegar eins konar framsýn listasaga þar sem rakið er í texta „dæmigert" listmyndband frá tuttugustu öldinni og hins vegar veggspjald sem virð- ist ætlað að laða sýningargesti til þátttöku í samtökum sjálfselskra undir yfirskriftinni FTW (Fuck the World). Ingvill Gaarder sýnh' líka frekar lítið, eða aðeins tvær smáar myndir sem hún segir í texta vera afrakstur rannsókna siijna á gotn- eskum bókmenntum og skrifum fræðimannsins og rithöfundarins Bataille, en vart er hægt að meta hvernig til hefur tekist út frá þess- um myndum einum. Stine Berger sýnir aftur á móti mörg og fjölbreytt verk sem dreift hefur verið um sali safnsins. Þar er að finna hljóðverk sem spilar þrumuveður og getur áhorfandinn fylgst með atganginum á sveiflu- skjá, í SÚM-salnum má sjá fótspor listakonunnar og einnig sýnir hún Jarðneskan hlut sem varpað hefur verið út í geim“. Verk Stine Berger benda til áhuga á myndmáli og framsetningarmáta raunvísinda- manna en þar er einmitt að finna mikið efni til úrvinnslu fyrir myndl- istina, bæði hvað varðar sjónræna framsetningu og hugmyndafræði- legt inntak. Framlag íslensku þátttakend- anna í sýningunni er að vonum um- fangsmikið og er gaman að sjá hvemig þessar þrjár íslensku lista- konur hafa unnið úr Lundúnadvöl sinni. Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir hefur búið sér til merkilega persónu sem verk hennar á sýningunni segja frá. Það er Ullarmeyjan (Wool- enmaiden á ensku), eins konar ofur- andhetja sem lýsir eðli íslendings- ins, hins eilífa en þó göfuga sveita; manns úr Norðm'hafinu. I skyggnumyndasýningu í SÚM- salnum birtist Ullarmeyjan sem heimasætan frá Bakka - systir þeirra Gísla, Ehíks og Helga - í samfellu úr íslenskri ull á ferð um stórborgina þar sem hún reynir að láta eins og heima hjá sér en lendir í vandræðum. En í innsetningu í saln- um sjáum við Ullarmeyna í sínu rétta umhverfi: Á gólfinu bærast ullarlagðar á stöngum eins og fífu- breiða í blænum og á veggnum sjá- um við Ullarmeyna bera við kvöld- sólina, keika og stolta, með peysufataklædda konu sér til hvorr- ar handai'. I persónu ullarmeyjar- innar hefur Ólöfu tekist að sameina á skapandi hátt uppruna og fjölþjóð- leg áhrif, tilfinningu Islendingsins íyrir landi sínu og þrá hans eftir út- löndum, og hafa vart aðrir gert bet- ur. Helga G. Óskarsdóttir vinnur aft- ur á móti með skrásetningu og heimildir. Annars vegar sýnir hún myndband af gangstéttum í Lund- únum og hins vegar tvö hundruð smáhluti í jafnmörgum plastköss- um, ýmiss konar brot og rusl sem hefur fallið til og hún hefur bjargað og gert að heimild. Verk hennar eru einföld en markviss og til vitnis um furðumikið sjálfsöryggi í sköpun og framsetningu. Anna Júlía Friðbjömsdóttir er þriðji íslenski þátttakandinn í þess- ari sýningu og verk hennar eru af ýmsum toga. Anna sýnir textamál- verk sem dreift er um safnið og þar má lesa - á ensku - auglýsingar úr einkamáladálkum sem flestar em nokkuð fyi-irsjáanlegar en leyna þó á sér. Þá sýnir hún ljósmyndir sem lýsa lífinu í Englandi með því að skrásetja hluti og staði úr hvers- dagslegu umhverfi, meðal annars hinn afar-enska málsverð „bangers, beans, chips and mash“ (pylsur, bakaðar baunir, kartöflumús og franskar kartöflur). Áhugaverðasta verkið frá Önnu hendi er hins vegar lítið gæludýr sem mótað er eins og ísland og líkist helst smáhundi. Á sýningunni má sjá þetta litla Island liggja í hundakörfu en jafnframt má sjá myndband af Önnu á ferð um götur Lundúna með íslandshund- inn í bandi. Líkt og Ólöf og Helga vinnur Anna þannig úr reynslu Is- lendingsins af Englandsdvölinni á frumlegan og húmorískan hátt. Jón Proppé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.