Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 30
(StENSKA AUCITSINCASTOFAN EHF. / SÍA.IS 30 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 fimmtudaginn 4/11 og föstudaginn 5/11 frá kl. 14 til 18. Ttlboðsverð Verð áður Dalabrie, 150 g 199 228 Mandarínukaka, 600 g 598 733 Lúxus-yrja, 150 g 199 248 Bónda-brie 129 144 Ostarúlla m/hmtlauk og steinselju, 125 g 159 182 Ostarúlla, píkant, 125 g 159 182 HAGKAUP Meira úrvaf - betri kaup MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tamflar leggja herbúðir á Sri Lanka 1 rúst Hundruð féllu í árás skæruliða Colombo. Reuters. • jðr ; mM TAl.lD er að hr.nrlrinl mámrrhafi fallið í árásum skæruliða tamílsku Tígranna á tvær herstöðvar á norðurhluta Sri Lanka í gær. Svo virðist sem skæruliðum hafi tekist að sækja lengra suður í landið, í átt að höfuðborginni Coiombo. Háttsettir menn innan hersins sögðu að tamílsku Tígrarnir hefðu nánast lagt Nedunkerni-herbúð- irnar í rúst í gær, en í fyrradag höfðu þeir náð nágrannabænum Oddusuddan á sitt vald. Átökin áttu sér stað 300 km frá Colombo. „Manntjónið er ekki eins mikið og við bjuggumst við, en hugsanlegt er að hundruð manna hafi látið líf- ið,“ hafði Reuters eftir yfirmanni í hernum. AP-fréttastofan hafði eft- ir öðrum yfirmanni að um 600 her- menn væru annaðhvort fallnir, særðir eða týndir eftir átökin, langt inni í Wanni-frumskóginum. Óstaðfestar fregnir herma að yfir 1.000 menn hafi fallið úr báð- um fylkingum í átökunum, en erf- itt er að henda reiður á mannfalli, þar sem aðgangur fréttamanna að átakasvæðum er takmarkaður. I yfirlýsingu ft-á varnarmálaráðun- eyti Sri Lanka í gær kom ekkert fram um árásirnar á herbúðirnar, en þess var getið að 59 hermenn og 63 skæruliðar hefðu beðið bana í bardögum sem blossuðu upp á þriðjudag. Skæruliðar segjast hafa fellt „hundruð" stjórnarher- manna í bardaganum um Oddus- uddan á þriðjudag. Staða forsetans óviss Chandrika Kumaratunga sækist eftir endurkjöri sem forseti Sri Lanka í kosningunum 21. desem- ber næstkomandi og heitir hún því að binda enda á átökin sem ríkt hafa undanfarna þrjá áratugi milli þjóðernishópa í landinu og komast að pólitískri lausn. Hefur Kumara- tunga lagt til að samþykkt verði ný stjórnarskrá, er geri ráð fyrir héraðsstjórnum sem hafi ákveðið sjálfræði. Par af hafi ein hérað- sstjórn lögsögu á svæðum á valdi skæruliða í norður- og austurhluta landsins. Þannig sé að hluta til komið til móts við kröfur Tígranna um stofnun sjálfstæðs ríkis Ta- míla. Staða Kumaratunga þykir hins vegar óviss eftir ófarir hersins gegn skæruliðum. „Ef herinn hefði unnið stóran sigur á skæru- liðum, hefðu sigurlíkur Kumara- tunga aukist verulega. Að sama skapi mun tap Oddusuddan hafa öfug áhrif,“ sagði stjórnmála- skýrandinn Ketheshwaran Log- anathan í samtali við Reuters. Samið um málamiðlun í kjötdeilunni Frakkar vilja fara yfír eftirlitsaðferðir London, Bonn. The Daily Telegraph, AFP. BRESK og frönsk stjórnvöld hafa samið um málamiðlun sem vonast er til að geti leyst kjötdeiluna svok- ölluðu. Deilan snýst um innflutn- ingsbann Frakka á bresku nauta- kjöti sem enn er í gildi þrátt fyrir úrskurð vísindanefndar á vegum Evrópusambandsins þess efnis að mönnum stafi ekki hætta af neyslu þess. Bretar hafa fallist á að frönsk yf- irvöld fái að fara vandlega yfir þær aðferðir sem Bretar nota til að ganga úr skugga um að þarlent nautakjöt sé ekki sýkt af veirunni sem veldur Creutzfeldt Jakob- sjúkdóminum svokallaða. Mála- miðlunin var niðurstaða þriggja klukkustunda fundar landbúnaðar- ráðherra Frakka og Breta í Bruss- el á þriðjudag. Ekki er ljóst hvenær athugunum Frakka mun verða lok- ið né hefur verið nefnt hvenær hugsanlegt er að innflutningsbann- inu verði aflétt. Talið er að samkomulagið sé gert í því augnamiði að gera Frökkum kleift að „halda andlitinu" en rök- um þeirra fyrir áframhaldandi inn- flutningsbanni á bresku nautakjöti var algjörlega hafnað af vísinda- nefnd framkvæmdastjórnar ESB síðastliðinn fostudag. Ihaldsmenn á breska þinginu gagnrýndu í gær ríkisstjóm Verka- mannaflokksins fyrir undanláts- semi við Frakka. „Það eru engin vísindaleg rök sem réttlæta frekari prófanir á bresku nautakjöti eftir að vísindanefndin kvað upp úrsk- Reuters Jean Glavany, landbúnaðar- ráðherra Frakklands (t.v.), og Nick Brown, landbúnaðarráð- herra Bretlands, takast í hend- ur eftir fund þeirra í Brussel. urð sinn í síðustu viku,“ sagði íhaldsmaðurinn Tim Yeo, sem er skuggaráðherra landbúnaðarmála. „Samkomulagið er eingöngu gert til þess að málið verði ekki eins vandræðalegt fyrir frönsk stjórn- völd og mun gera markaðssetningu bresks nautakjöts í Frakklandi enn erfiðari en nú þegar.“ Nick Brown, landbúnaðarráð- herra Bretlands, varði samkomu- lagið og stóð fast á þeirri skoðun ríkisstjórnarinnar að rétt væri að reyna að leysa málið með sam- komulagi til að koma í veg fyrir að málið þyrfti að koma til kasta Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Þjóðverjar setja svipuð skilyrði Frakkar vilja kanna þær aðferðir sem Bretar nota við að rekja upp- runa nautakjöts. Kerfið sem notað er byggist á umfangsmikilli tölvu- skráningu um hvem og einn naut- grip og er af sérfræðingum talið eitt hið fullkomnasta sinnar teg- undar í heiminum. Frönsk stjórn- völd hafa einnig farið fram á að fá að rannsaka þær aðferðir sem not- aðar eru til að tryggja að ósýkt kjöt fari til útflutnings. Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hefur þegar lagt blessun sína yfir allar þær eftirlitsaðferðir sem notaðar eru í Bretlandi. Kanebo - Ný heildarlausn fyrir augnsvæðið! AFMÆUSKYNNING í Paradís, Laugarnesvegi 82, í dag og á morgun. Sérfræðingur frá Kanebo kynnir CELLULAR augnkremin og veitir faglega ráðgjöf. / Kaneho S E N S A I HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ JAPAN CELLULAR PERFORMANCE

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.