Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Ráðstefna um framtiðarsýn og stefnumótun í fiskeldi á Islandi FISKELDI hefur vaxið hröðum skrefum í heiminum á undaníomum árum og áætlanir gefa til kynna að árið 2010 muni a.m.k. 35% af heildar- framboði á fiski á heimsmarkaði koma úr eldi. Þetta kom meðal ann- ars fram á ráðstefnu um framtíðar- sýn og stefnumótun í íslensku fisk- eldi sem haldin var nýverið. Að ráðstefnunni stóðu Vaki-DNG hf. og Stofnfiskm- hf. Laxeldi er eitt af þeim eldisform- um sem hvað mest hefur vaxið á und- anfórnum árum. Vigfús Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stofnfisks hf., fjallaði á ráðstefnunni um laxeldi í al- þjóðlegu samhengi. Hann sagði lax- eldi í dag standa á ákveðnum tíma- mótum, enda framleiðsla á eldislaxi orðin meiri en á villtum laxi. Stærstu framleiðendur á laxi í heiminum í dag eru Noregur, Chile og Skotland sem hafa framleitt yfir 80% af heims- framleiðslunni á undanfömum árum. Sagði Vigfus að áætlanir til ársins 2010 gerðu ráð fyrir að heimsfram- leiðsla á eldislaxi aukist úr 600 þús- und tonnum í um 2 milljónir tonna. Heildarframboð á ferskum og frosn- um laxi, bæði villtum og eldislaxi, sé áætlað að verði um 2,7 milljónir tonna árið 2010. Sagði Vigfús að á íslandi væri gengið út frá áfram- haldandi tæknilegum útfærslum í strandeldi sem muni standa undir um 9.000 tonna framleiðslu á laxi ár- ið 2010. Vigfus sagði aukningu í laxeldi jafnvel geta orðið enn meiri en áætl- anir gerðu ráð fyrir, enda stefndi heildarframleiðslan á þessu ári í að verða um 850 til 900 þúsund tonn, þar af væri áætluð eldislaxfra- mleiðsla á Islandi á árinu um 4.340 tonn. Laxeldi hafi tekið miklum breytingum, affoll væru orðin minni, einkum í Chile, en þar væri einmitt talið að mesta svigrúmið væri til verulegrar framleiðsluaukningar. Þá hafi fyrirtækjum fækkað, en þau um leið stækkað og þjónustuíyrirtæki í fiskeldi, til dæmis fóðuriyrirtæki, hafi í auknum mæli brugðist við sam- keppni með kaupum og rekstri lax- eldisfyrirtækja. Ólafur Wemersson, hjá íslands- laxi, fjallaði einnig um laxeldi á ráð- stefnunni. Hann sagði að þrátt fyrir áföll í upphafi hafi fiskeldismenn lært mikið á undaníomum ámm og væm nú að ná betri tökum á rekstri og afköstum. Fiskeldi á Islandi hafi hinsvegar búið við aðrar aðstæður en fiskeldi í samkeppnislöndum, svo sem í Noregi og Ameríku, sérstak- lega varðandi verð. íslendingar selji eldisafurðir sínar á svipuðu verði en þurfi hinsvegar að taka á sig gjöld vegna landfræðilegrar stöðu. Nú væri frakt hinsvegar á lægra verði og hagkvæmni í flutningum að auk- Verðmæti eldisafurða 6 milljarðar eftir 10 ár Nokkurrar bjartsýni gætir meðal fískeldismanna hérlendis eftir talsverða erf- iðleika á undangengnum árum. Á ráðstefnu um framtíðarhorfur í fískeldi á íslandi kom meðal annars fram að gert er ráð fyrir að útflutningsverðmæti eldisafurða verði 6 milljarðar árið 2010. Helgi Mar Árnason var á ráðstefn- unni og hlýddi á erindi um stöðu og framtíð helstu eldistegunda hérlendis. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Vigfús Jóhannsson, formaður Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, og Courtney Hough, formaður Evrópusamtaka fiskeldisstöðva, á ráðstefnu um framtíð fiskeldis á Islandi. ast. Hið sama mætti reyndar segja um keppinautana. ísland með 60% bleikjuframleiðslu Bleikjueldi á íslandi hefur vaxið hvað hraðast á undanfömum ámm, en það hófst ekki að nokkm marki hérlendis fyrr en árið 1987. Arið 1989 var heildarframleiðslan 10 tonn en var komin í 680 tonn árið 1998. Verðmæti útfluttra bleikjuafurða var á síðasta ári um 224 milljónir króna en var um 80 milljónir króna árið 1993. Að sögn Benedikts Kii- stjánssonar, hjá Silfurstjömunni hf., má gera ráð fyrir að heildarfram- leiðsla þessa árs verði 900 til 1.000 tonn, eða um 60% af heimsfram- leiðsíunni, en þar af verði um 700 til 800 tonn flutt út. Spáði Benedikt að árið 2001 verði framleiðslan komin í 1.500 tonn og verðmætið yrði þá um 450 milljónir króna. Sagði hann að ef framleiðslan ykist á næstu árum eins og gert væri ráð fyrir, yrðu framleið- endur og söluaðilar að taka höndum saman til að efla markaðssókn fyrir bleikjuafurðir. Markaðurinn væri viðkvæmur og Islendingar mættu ekki sjálfir valda verðhmni, líkt og gerst hafi í laxinum. Taldi Benedikt bleikjueldi^ á íslandi eiga bjarta framtíð ef Islendingar héldu því for- skoti sem þegar hafi náðst. Það sé Mikill samdráttur í verðmæti aflans HEILDARVERÐMÆTI fiskafl- ans í júlí sl. var 4.071 milljónir króna en var 5.882 millj. kr. á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofu Islands. Verðmæti botnfiskaflans var 3.248 millj. kr. í júlí í ár en var 3.787 millj. kr. í júlí 1998. Verðmæti upp- sjávaraflans fór úr 1.300 millj. kr. í 361 millj. kr. og verðmæti skel- og krabbaafla lækkaði úr 795 millj. kr. í júlí 1998 í 462 millj. kr. í lúlí 1999. Heildarverðmæti fiskaflans frá janúar til júlí 1999 var 37.009 millj. kr. en var 36.228 millj. kr. á sama tíma í fyrra. Verðmæti botnfiskafl- ans fór úr 24.920 millj. kr. fyrstu sjö mánuði ársins 1998 í 29.865 millj. frá janúar tU júlí í ár. Verðmæti þorskaflans jókst úr 11.698 millj. kr. í 15.366 millj. kr. og verðmæti ýsuaflans úr 2.358 millj. kr. í 3.275 millj. kr. Samdráttur varð í verðmæti upp- sjávaraflans á umræddu tímabili, fór úr 6.631 mUlj. kr. 1998 í 4.482 rmllj. kr. 1999. Sömu sögu er að segja af verðmæti skel- og krabba- afla, sem fór úr 4.671 millj. kr. í fyrra í 2.655 millj. kr. í ár. Verðmæti fiskaflans janúar-júlí 1998-1999 Botnfiskafli þús. milljón kr. 30 25 20 15 10 5 0 Upp- Skel- og sjávar- krabba- affi og annar afli 19981999 '98 '99 '98 '99 best gert með kynbótum og mUdu og góðu markaðsstarfí. Góður árangur í lúðuseiðaeldi Lúðueldi í heiminum er ennþá á rannsóknar- og þróunarstigi en engu að síður ríkir mikU samkeppni í eld- inu, að sögn Olafs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Fiskeldis Eyja- fjarðar hf., en hann fjaUaði á ráð- stefnunni um eldi á lúðu. Sagði hann seiðaframleiðslu hafa háð eldinu mest tU þessa og í framhaldi af lítilli seiðaframleiðslu hafi matfiskeldi á lúðu þróast hægt og verði vart meira en um 350 tU 400 tonn á þessu ári. Mest sé framleitt í Noregi, en fram- leiðslan fari vaxandi á íslandi og Skotlandi. Sagði Ólafur að góður ár- angur hafi náðst í seiðaframleiðslu hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hf. og fyrir- tækið væri nú stærsti einstaki lúðu- seiðaframleiðandinn í heiminum, með um 40% af heimsframleiðslunni. Sala á matfiski hafi hinsvegar verið lítU, en á næsta ári sé gert ráð fyrir að selja um 100 tonn. Fyrirtækið hefði hinsvegar styrk af forskoti í seiðaframleiðslu, einnig af mikilli hrognaframleiðslu og klakfíski sem hrygnir stóran hluta úr ári. Lúðueldi væri hinsvegar sérhæfður iðnaður og sérhæfð þekking tengd fiskeldi al- mennt væri lítU hér á landi miðað við keppinautana. Tækifærin fælust því í áframhaldandi alþjóðavæðingu, en Fiskeldi Eyjafjarðar á þegar stóra eignarhluti í lúðueldisfyrirtækjum í Kanada og Noregi. Sagði Ólafur að með áherslu á rannsóknar- og þró- unarvinnu og aukna framleiðslu og m ■ TROLLSYEIÐUM Þorsteinn EA 810, er fyrsta flöpið í heiminílflr GLORÍU$antroll > A JSJSm - A ® Þantroll . „Með GLORÍU þantrollinu veiðist mun meiri fiskur en áður, hann fælist síður og streymir jafnt og þétt aftur I pokann. Það helst miklu betur klárt heldur en hefðbundin troll, ekki sist þegar togað er I miklum straumi og þegar snúið er með það. Tæknin felst I þvi að garnið í trollinu er réttsnúið og rangsnúið og þegar straumurinn fer eftir snúningnum á leggjunum myndast kraftur sem þenur út trollið." MfiM PIÐJAN skipstjóri á Þorstcini EA seiðum og matfiski hér á landi hafi fyrirtækið aUa burði til að vera áfram í forystu þeirra fyrirtækja sem stunda lúðueldi í heiminum. Sandhverfa herrtugur eldisfiskur Albert Imsland, frá Háskólanum í Bergen í Noregi, fjaUaði á ráðstefn- unni um eldi á sandhverfu. Sagði hann sandhverfu henta vel í land- og þauleldi, enda hægt að hraða vexti með samspUi umhverfis- og erfða- þátta. Sagði hann sandhverfu þurfa lítið súrefni miðað við aðrar eldisteg- undir og þola mikinn þéttleika. Hann sagði fjarlægð frá mörkuðum hins- vegar há sandhverfueldi hérlendis, auk þess sem stærð markaðarins væri ekki vel þekkt. Samkeppnin væri einnig mikU við tU dæmis Spán- verja og Frakka sem hefðu forskot í tækni- og eldisþekkingu á sand- hverfu. Aftur á móti benti Albert á að hverfur hverskonar væru þekktir matfiskar og víða í miklum metum. Grunnþættir eldisins væru vel þekktir og stöðugt, hátt verð fengist fyrir afurðimar. Hann sagði þauleldi geta skapað forsendur fyrir sand- hverfueldi hérlendis og því nauðsyn- legt að hefja strax þróun slíks eldis í samstarfi erlendra og innlendra að- Ua. Hefð fyrir neyslu á sæeyra Ásgeir Eiríkur Guðnason, stöðv- arstjóri Sæbýlis hf., hélt á ráðstefn- unni erindi um eldi sæeyma á Is- landi, en sæeym era sniglar sem lifa á hlýjum og tempraðum strands- væðum víða um heim. Aldalöng hefð er fyrir neyslu á sæeyra í mörgum Asíulöndum, en að sögn Asgeirs era Japanir manna sólgnastir í þau. Sagði hann ofveiðar á sæeyra hafa valdið gati á markaðnum sem aðeins verði fyUt með eldi. I dag séu veidd um 16 þúsund tonn af sæeyra á ári í heiminum en veiðin hafi mest orðið um 63 þúsund tonn. Eldisframleiðsl- an í dag nemi hinsvegar aðeins um 1.000 tonnum en gert sé ráð fyrir að hún aukist á næstu áram. Fram- leiðsla Sæbýlis á þessu ári nam um 10 tonnum og er gert ráðjýrir að hún verði 40 á því næsta. Ásgeir sagði hinsvegar stefiit að 300 tonna fram- leiðslu á ári. Hann sagði ýmsar ástæður valda því að eldi á sæeyra er kostnaðarsamt víða erlendis. Miklar árstíðabundnar hitasveiflur dragi víða talsvert úr vaxtarhraða og geti valdið miklum affóUum. í eldisstöð Sæbýlis sé hinsvegar hægt að ala sæeyran við kjörhita árið um kring og verið sé að hanna eldiskerfi þar sem áhersla verði lögð á framleiðni og vinnuhagræðingu. Sæeyra era al- in á þörangum og sagði Ásgeir ís- lenska þörgunga henta mjög vel tU framleiðslunnar og fóðumýtingu betri en tU dæmis í Japan og Banda- ríkjunum. Því bendi aUt tU þess að nýting á íslenskum auðUndum og nú- tíma eldistækni muni veita SæbýU sterka stöðu gagnvart erlendum keppinautum. Þorskeldi ekki arðbært Bjöm Bjömsson, hjá Hafrann- sóknastofnun, fjaUaði á ráðstefnunni um tilraunir sem gerðar hafa verið með matfiskeldi á þorski í Noregi, Skotlandi, Kanada og á íslandi. Sagði hann aUmarga hafa gert tU- raunir hériendis með söfnun og áfra- meldi á þorski í sjókví á Austfjörðum og Vestfjörðum. Þær hafi sýnt að þorskur geti vaxið vel og afföU verið lítU. Verð á sláturfiskinum hafi hins- vegar ekki verið nægUega hátt til að halda tilraununum áfram. Arðsemis- útreikningar bendi auk þess ekki tU þess að unnt sé að stunda arðbært þorskeldi á íslandi í sjókvíum eða í strandeldi miðað við núverandi rekstrarumhverfi. Hinsvegar bendi útreikningar tíl þess, að gefnum ákveðnum forsendum, að það geti verið arðbært að fóðra hluta af ís- lenska þorskstofninum með ódýra fóðri. Bjöm sagði hinsvegar að frek- ari rannsókna væri þörf, auk þess sem koma þyrftu tU ný lög og reglu- gerðir sem kveði á um rétt til fóðrun- ar og veiða á friðuðum fóðranar- svæðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.