Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svona, svona, Búkolla mín, ég er nú ráðherra, góða. Nfi borgar sig að kaupa tölwu tölva HEWLETT PACKARO prentari Kodai PhótoREt li FUjlTSU Myricia • Pentium III 450 MhZ • Góður 17" skjár • 64MB innra minni • 8,4GB harður diskur • 8MB skjákort • 40 hraða geisladrif • 16 bita hljóðkort • 80W hátalarar • 56KB mótald • 2 mánaða netáskrift • Myricia lyklaborð • Mús með skrunhjóli • Öflugur hugbúnaður: Word 97, Works, Publisher, Encarta World Atlas ofl. • HP 710C Ijósmyndprentari • PhotoREt II Ijósmyndagæði • Pr. á pappír umslög eða glærur • Allt að 6 síður á mín. í s/h • Allt að 3 sfður á mfn. f lit Gildir meðan birgðir endast Geisla diskar Topp diskar á botn verði. Verð miðast við 10 diska I pakka. Mvndlesari Paralell j kapallinn cSy fylgir! ColorPageVi Frábaer hugbúnaður fylgir: Photolmpact 3.02 SE +WebExtensions Recognita OCR iPhoto f 7.490, Ótrúlega fullkominn: Full A4 stærð 1200 x 600 pát raunupplausn 36 bita litadýpt Auka inng. fyrir prentara BT Skeifunni - Simi 550-4444 • BT Hafnarfirði - Sími 550-4020 BT Kringlunni - Sími 550-4499 • BT Reykjanesbæ 421-4040 • BT Akureyri 461-5500 Express Málþing um starfsumhverfi Örar breytingar Þórunn Sveinsdóttir STARFSUMHVERFI við síbreytilegar að- stæður er yfirskrift málþings sem Vinnuvist- fræðifélag Islands (VINNÍS) gengst fyrir á morgun í Norræna húsinu og hefst þingið klukkan 13. Þórunn Sveinsdóttir sjúkraþjálfari er formaður þessa félags og hefur ásamt öðrum í stjórn fé- lagsins annast undirbúning fyrir málþingið. Hún var spurð hvað bæri hæst í um- ræðum þessa málþings. „I fyrirtækjum nútímans eru breytingar örar og miklu máli skiptir að hafa í huga hinn mannlega þátt í því sambandi. Það þarf að gæta að því að búa starfs- mönnum góðar og heilsu- samlegar aðstæður og að þeir hafi verkefni sem eru við hæfi. Mikilvægt er að vinnustaðir séu heilsusamlegir og þar sé gætt að því að samspil manns og um- hverfis sé í samræmi við getu og takmarkanir mannsins. Með það að leiðarljósi er stuðlað að vellíð- an og árangri til hagsbóta íyrir alla. Á þessu þingi fjalla um þessi efni sex fyrirlesarar og þeir ræða þau frá margvíslegum sjónarhornum. Jón Gunnar Jónsson, framleiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, mun ræða um breytingar á rekstrar- umhverfi fyrirtækja og erfið- leika á að manna verksmiðju- störf. Jón Ólafur Ólafsson, arki- tekt hjá Batteríinu, mun fjalla um skrifstofuna á ferð og flugi - nýja tíma og breyttar hönnunar- forsendur. Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari hjá ERGÓ-vinnu- vernd, mun ræða um hvort vinnutengd álagseinkenni séu óumflýjanleg. Ásgeir Beinteins- son, skólastjóri í Háteigsskóla, fjallar um hvernig við getum sótt í innsta eðli okkar til að takast á við síbreytilegt um- hverfi í vinnunni. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræð- ingur hjá Vinnueftirliti ríkisins, mun fjalla um hátækni og vinnu- skipulag og að lokum fjallar Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sál- fræðingur hjá Sálfræðistofunni, um hlutverkin í lífinu og mörkin á milli þein-a. Að erindum lokn- um verða pallborðsumræður. Málþingið er öllum opið en ekki síst vildum við sjá stjórnendur og fulltrúa starfsmanna í fyrir- tækjum á þessu þingi. Við höf- um raunar þegar haft samband við aðila vinnumarkaðarins í þessu sambandi svo og fagaðila sem koma að mótun vinnuum- hvei-fis. - Hvenær var Vinnuvistfræði- félag Islands stofnað og hver eru markmið þess? „Það var stofnað í apríl 1997 og mark- mið þess eru að efla og kynna vinnuvistræði á ís- landi og stuðla að því að vinnu- vistfræðileg þekking sé nýtt við nýhönnun og endurhönnun hús- næðis og aðstöðu, við skipulag vinnu og vinnuferla, við hönnun búnaðar og tækja og ýmissa framleiðsluvara. Tilgangur fé- lagsins er auk þess að tengja saman ólíka fagaðila sem koma að mótun vinnuumhverfisins. Fyrirmyndir að svona félagi voru fyrir hendi á hinum Norð- urlöndunum og fyrir ári gekk fé- lagið okkar í norrænu Vinnu- vistfræðisamtökin og það opnar nýja möguleika á sviði sam- vinnu, upplýsinga og tengsla við norræna kollega. í VINNÍS eru 79 félagar úr tólf faggreinum, ► Þórunn Sveinsdóttir er fædd 7. október 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1974 og prófi í sjúkraþjálfun frá Statens Fysioterapiskole í Bergen í Noregi 1978. Fram- haldsnám stundaði hún í fyrir- byggjandi sjúkraþjálfun/ vinnuvistfræði í Svíþjóð og lauk því 1992. Hún hefur starfað sem sjúkraþjálfari við Borgarspítalann frá 1979 til 1986, þar af lengst af sem starfsmannasjúkraþjálfari. Jafnhliða þessum störfum vann Þórunn hjá Vinnueftirliti ríkisins frál983 og vinnur þar enn í dag. Árin 1988 til 1993 starfaði Þórunn við starfs- mannaheilsuvernd í Svíþjóð. Þórunn er formaður Vinnu- vistfræðifélgs fslands. Hún er gift Magnúsi Guðmundssyni, matvælafræðingi hjá Iðn- tæknistofnun, og eiga þau þrjú börn. heilbrigðis-, félagsvísinda- og tæknistéttum. Auk þess eru ell- efu fyrirtæki og fagfélög í félag- inu. Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa fyrir vinnuvist- fræði. VINNÍS hefur tvöfaldast að stærð frá stofnun þess og hefur starfið verið blómlegt frá fyrstu byrjun. -Er vinnuumhverfi ábóta- vant á íslandi yfirleitt? „Erfitt er að svara þessu ját- andi eða neitandi, en ljóst er að frá því að við fengum lög um að- búnað, hollustuhætti og öryggi árið 1980 hafa orðið margar já- kvæðar breytingar til bóta. Ýmislegt hefur áunnist í sam- bandi við þætti eins og öryggi og fleira sem lýtur að vinnu- vernd en hins vegar er oft ekki hugað enn nægilega að ýmsu sem lýtur að hönnun vinnuað- stöðu og vinnuskipu- lags. - Eni opinbenr aðilar og stjórnendur fyrirtækja sér nægi- lega meðvitandi um mikilvægi góðs aðbúnaðar og vinnuaðstöðu á vinnustöðum? „Óhætt er að segja að þarna hafi átt sér stað framfarir og menn séu í auknum mæli farnir að átta sig á mikilvægi þess að fólki líði vel í vinnunni og búi við góðar aðstæður og þetta sé ná- tengt velgengni fyrirtækjanna. Setja þarf þetta inn í stefnu fyr- irtækja. Mikilvægt er að vinnu- vemd verði eðlilegur hlutur í daglegu starfi fyrirtækja. Þetta er nokkuð sem krefst náins samstarfs milli þeirra sem hanna húsnæði og vinnuaðstöðu og stjórnenda. Einnig er mikil- vægt að starfsmenn taki þátt í að móta sitt eigið vinnuum- hverfi.“ Vill efla og kynna vinnu- vistfræði hér fcf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.