Morgunblaðið - 10.11.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 10.11.1999, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Greinargerð um öryggismál á leiðinni milli fsafjarðar og Suðavíkur IsaQörður. Morgunblaðið. RÁÐAMENN Súðavíkur- hrepps eru mjög ósáttir við að ekki skuli ráðist í fram- kvæmdir við ofanflóðavarnir á leiðinni milli Súðavíkur og ísafjarð- ar. I apríl síðastliðnum birti Vega- gerðin „Greinargerð um öryggismál á Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð ásamt tillögum um úrbætur", sem tveii- verkfræðingar stofnunarinnar unnu. Agúst Kr. Bjömsson, sveitar- stjóri Súðavíkurhrepps, segir að greinargerðin sé að mörgu leyti mjög góð og vel unnin en kveðst ekki sætta sig við að ekki skuli vera tekið á þeim málum er varða snjóflóð á Súðavíkur- hlíð. „Hreppsnefndin fékk skýi-sluna til umsagnar á vinnslustigi og sam- þykkti umsögn um hana og gerði sín- ar athugasemdir í marsmánuði síð- astliðnum. Þegar skýi'slan birtist síð- an í endanlegu formi var hún hins vegar efnislega óbreytt“, segir Agúst. Hreppsnefnd hafnar tillögunum Á fundi 28. september sl. tók hreppsnefnd Súðavíkurhrepps skýrsluna í endanlegri mynd til form- legrar afgreiðslu. Þar áréttaði hreppsnefndin, að hún „hafnar tillög- um um snjóflóðavamir í skýrslu Vegagerðarinnar um öi’yggismál á Súðavíkurhlíð og krefst þess að nú þegar verði hafnar aðgerðir til að auka öryggi vegfarenda fyrir snjó- flóðum og grjóthmni á hlíðinni. Jafn- framt ítrekar hreppsnefnd fyrri um- sögn sína frá 18. mars.“ Ágúst Kr. segir að engar raunhæf- ar tillögur hafi komið fram varðandi varnir gegn snjóflóðum á þeim hluta Súðavíkurhlíðar þar sem hætta sé af þeim. Aftur á móti séu tillögur Vega- gerðarinnar varðandi grjóthrun ásættanlegar. „Hvað varðar tillögur Vegagerðar- innar um úrbætur á Básum og Kirkjubólshlíð, þá hafnar hrepps- nefndin þeim. Hreppsnefndin telur einu raunhæfu úrbætur þar að skera veginn innai' í hlíðina til að skapa gott vegstæði og nauðsynleg örygg- issvæði beggja vegna vegarins eða flytja hann niður í fjöra. Við höfum átt fundi með þingmönnum Vestfírð- inga um þessi mál og það er þá kannski að gerast í fyrsta skipti núna, að það era einhverjar tillögur til, þó að við séum í sjálfu sér ósáttir við þær. í greinargerðinni era tillög- ur um að gera endurbætur vegna grjóthrans fyrir tíu milljónir króna á eins kílómetra löngum kafla, að breikka öxl á tveimur stöðum á Súðavíkurhlíð fyrir tvær milljónir og fleira í þeim dúr, en hreppsnefndin hafnar algerlega framsetningu Vegagerðarinnar hvað varðar þessi snjóflóðamál. Við teljum það haldlitl- ar tillögur að leggja til viðvörunar- búnað sem er ekki til og hefur ekki verið hannaður. Að vísu hafa verið gerðar tilraunir með slíkan búnað en hann ekki virkað. Við eram undrandi á metnaðarleysi vegagerðarmanna og vitum að fagmennska þeirra er hér meiri og metnaðarfyllri og þeir geta gert betur.“ Gagnrýndum skipan nefndarinnar „Þarna sannast gagiuýni okkar á skipan nefndarinnar. Hreppsnefndin gerði veralegar athugasemdir við skipan hennar. Það var hreppsnefnd- in sem stuðlaði að því að þessi nefnd var sett á laggimar með því að beina erindum sínum til samgönguyfir- valda, til vegamálastjóra, samgöngu- nefndar Alþingis og samgönguráð- herra og óskaði eftir að eiga aðild að henni. Þegar verið var að fara yfir þessi mál á Óshlíðinni, átti Bolungar- víkurkaupstaður þar fulltrúa, en í þessa nefnd var skipað án okkar að- ildar. Það koma greinilega í ljós gallar á greinargerðinni vegna þess að þar heyrist ekki rödd okkar í þessu máli. Þama hefði að sjálfsögðu einnig átt að sitja fulltrúi Súðavíkurhrepps, þannig að rödd hans hefði getað kom- ið inn í skýrsluna, öðruvísi en í ein- hveiju umsagnarfyrirkomulagi sem svo kemur í Ijós að Vegagerðin tekur ekkert tillit til í greinargerðinni. Skýrsluhöfundar gefast upp fyrir vandamálinu og sitja því undir þeirri gagnrýni, að sem starfsmenn Vega- m ■ Ifllllp® I p Morgunblaðið/RAX Snjóflóð falla iðulega á veginn milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar og vilja forráðamenn Súðavíkurhrepps að gripið sé til aðgerða til að auka öryggi. „Úrræðaleysi verður að skilja sem ábend- ingu um jarðgöng“ ✓ Agúst Kr. Björnsson, sveitarstjóri Súða- víkurhrepps, gagnrýnir skýrslu um örygg- ismál á veginum um Súðavíkurhlíð. Telur hann að verja þurfí sem fyrst talsverðum fjármunum til úrbóta þar. gerðarinnar, hafí þeir átt erfitt um vik að koma með kostnaðarsamar til- lögur til úrbóta. Ég veit að þessir ágætu skýrsluhöfundar eru miklir fagmenn og þekkja þessi mál vel og er sannfærður um að þeir kunna miklu betur og geta betur, það hefui- vinna þeirra á Öshlíð sannað. Vega- gerðin, sem mesti fagaðili og sérfræð- ingur á sviði vegamála, á auðvitað að vera í fararbroddi hvað öryggismál og öryggisúrræði varðar.“ Greining vandans góð „Ég vil gjama að það álit mitt komi skýrt iram, að skýrslan er góð um margt. Þeir greina leiðina mjög vel, skipta henni mjög nákvæmlega niður í kafla og fara mjög vel yfir hana. Þeir eiga mælingar á snjóflóðum langt aft- ur í tímann og fara ágætlega yfír grjóthran á þessari leið, þannig að gi-einingin sjálf er ágæt. Enda gerð- um við ekki miklar athugasemdir við greininguna að öðru leyti en því, að það vantar algerlega að leggja mat á þykkt, magn og kraft snjóflóðanna. Þegar verið er að telja snjóflóðin, þá er lella sem kemur aðeins upp á veg- kantinn lögð að jöfnu við flóð sem spýtist langt út á sjó. Vegagerðin hef- ur um nokkurn tíma mælt þykkt og magn og því er undarlegt að ekki séu settai' fram slíkar upplýsingar í greinargerðinni." Tilmæli yfírvalda um að krefjast jarðganga „Vandamálið er alveg þokkalega vel greint, en það era engar viðun- andi tillögur um að taka á því og það er óviðunandi. Ef Vegagerðin og yfír- völd samgöngumála ætla að ganga fram með þessum hætti, hlýtur það einfaldlega að vera tilmæli til hrepps- nefndar Súðavíkurhrepps, að fara fram á að það verði boruð göng á þessari leið. Það er óviðunandi iyrir íbúa á svæðinu að búa við þessa stöðu í öryggismálum og úrræðaleysið verður ekki túlkað nema sem lítils- virðing við búsetu og atvinnu íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. Hér er um að ræða þjóðleið íbúa á norðan- verðum Vestfjörðum og aðalvegteng- ingu þeirra við þjóðvegakerfi lands- ins. Svæðið er eitt atvinnu- og byggð- arsvæði og samgöngur era forsenda búsetu. Það er skiitin Ella að á sama tíma og ekkert er gert í máli sem þessu, hafa menn verið tilbúnir til að láta á þremur áram um 200 miljónir króna til reksturs gamallar og ófull- kominnar ferju á Djúpinu. í skýi'slunni koma fram 1.112 flóð á tuttugu ára tímabili og allt upp í 163 flóð á einu ári. Annaðhvort gera menn úrbætur og gera um það ein- hverja langtímaáætlun - ég geri mér grein fyrir að þetta klárast ekki á næsta ári og ekki þar næsta, heldur yrðu menn sáttir við að það yrði gert á á fimm til sjö árum - eða menn hreinlega bora gat. Það er aðeins um þetta tvennt að velja. Og það er ábyrgðarhluti af yfirmönnum Vega- gerðar og samgöngumála að fara fram í þessari greinargerð með eins miklu úrræðaleysi og þar birtist hvað varðar snjóflóðaþáttinn." „Óskiljanlegt. úrræðaleysi" „Mér þykir líka einkennilegt að Vegagerðin skyldi ekki bæta þessa skýrslu eftir að umsögn hrepps- nefndarinnar kom fram, hvað varð- ar stærð flóðanna, magn og þykkt. Við þetta er sérstaklega gerð at- hugasemd í umsögn hreppsnefndar- innar, vegna þess að ég veit, að Vegagerðin er búin að mæla þykkt og magn um nokkurn tíma. Það er alveg ljóst, að af þeim 22 flóðafar- vegum sem tilgreindir eru myndi vel grafinn skápur gagnast ágæt- lega og myndi að mínum dómi leysa vandann á líklega 10-15 stöðum af þeim 22 sem um ræðir. Slíkur skáp- ur kostar um eina til eina og hálfa milljón króna. Þess vegna skil ég ekki dugleysi og úrræðaleysi til- löguhöfunda hvað þetta varðar. Ég fagna öllum vegabótum hvar sem er á norðanverðum Vestfjörðum og öll- um framkvæmdum til þess að auka og styrkja samgöngur á svæðinu, hverjar sem þær eru. Á hverju ein- asta ári fara tugmilljónir króna til sambærilegra verkþátta á Bolung- arvíkurvegi og það er mjög gott. En einn slíkur skammtur, eins og fer á einu ári í Óshlíðarveginn, myndi leysa stóran hluta af þessum 22 far- artálmum á Súðavíkurhlíð.“ Ójafn samanburður við Óshlíð „Ef við tökum leiðina um byggða- svæðið við utanvert Djúpið, frá Súða- vík og til ísafjarðar, út í Hnífsdal og um Oshlíðarveginn til Bolungarvíkur, hafa á þessari leið verið gerðar ágæt- ar umbætur í lýsingu og öryggis- svæðum og öðru. Síðan era þessar sérstöku og góðu og miklu öryggis- ráðstafanir á Óshlíðinni, sem hafa kostað 500-600 milljónir. Þess vegna er það ekki lengur ásættanlegt að engar fjáiveitingar komi til slíkra þátta á Súðavíkurhlíð. Krafa okkar er að nú þegar verði hafist handa, sér- staklega varðandi snjóflóðin og veg- inn á Básum. Það eru fjórir farvegir sem eru sýnu langverstir af þessum tuttugu og tveimur, þ.e. Djúpagil, Fjárgil, Skjólhamravík og Tungugil. Þeir skera sig alls ekki úr hvað fjölda snjó- flóða snertir, en eins og áður sagði er það ekki fjöldinn sem gildir heldur hversu stór og öflug þau era“, sagði Ágúst Kr. Björnsson sveitarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.