Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fjölmennt á kynningarfundi um tillögur að nýju miðbæjarskipulagi í Hafnarfírði Mynd/Aðsent Fjölmcnnt var á kynningarfundi í Hafnarborg á tillögum að nýju miðbæjarskipulagi í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Golli. Richard Abrams, arkitekt frá ráðgjafarfyrirtækinu Bemard Engle á Bret- landi. leika sem verslunarmiðstöð, en hún hafi verið byggð að- skilin frá Strandgötunni. Með því að tengja betur saman þessi tvö svæði muni þau Tillögur Richards Abrams að uppbyggingu miðbæjarins umhverfis Strandgötuna. Á myndinni má sjá bláar byggingar sem lagt er til að verði reistar í framtíðinni til að þétta miðbæinn og stuðla að betri heildarsýn. Samkvæmt þessari tillögu er gert ráð fyrir land- fyllingu framan við verslunarmiðstöðina Fjörðinn og smábátabryggju með vita, tákm Hafnarfjarðar, fremst. vinna saman og verða sterkari sem verslunarsvæði. Varðandi Strandgötuna sjálfa telur Abrams nauðsyn- legt að afmarka götuna betur og þétta húsaraðirnar með nýjum byggingum. Honum líst vel á húsið sem nú er verið að byggja á móts við Einars- búð, og telur að þessar tvær byggingar verði líkt og hlið á þessum enda Strandgötunnar. Þá sér hann fyrir sér að styrkja götumyndina með ný- byggingum á þann hátt að Miðbærinn er andlit bæjarins Hafnarfjördur HAFNFIRÐINGAR fá að- eins eitt tækifæri til að skipu- leggja eitt besta lausa svæði á höfuðborgarsvæðinu, sem til verður þegar öll hafnarstarf- semi flyst af norðurbakka hafnarinnar á nýja hafnar- svæðið. Þetta kom fram í máli Richards Abrams frá breska ráðgjafarfyrirtækinu Bernard Engle, á fjölmennum kynn- ingarfundi í Hafnarborg um framtíðarskipulag miðbæjar Hafnarfjarðar. Hann leggur áherslu á að menn temji sér nýja hugsun í skipulagsmál- um og horfi vel á heildar- myndina áður en ráðist er í framkvæmdir. Á fundinum lagði Abrams fram nýstárleg- ar tillögur um uppbyggingu verslunar og menningar í mið- bænum, og var ekki annað að heyra á fundargestum en til- lögurnar féllu í góðan jarðveg. Richard Abrams sagði í samtali við Morgunblaðið að sér líkaði vel við Hafnarfjörð og hefði dvalið þar mikið áður en hann hóf vinnu við að móta tillögur að framtíðarskipulagi miðbæjarins. Hann telur að Hafnarfirði hafi tekist" að við- halda aðdráttarafli sínu og sérkennum, og að það sé góð- ur grunnur til að byggja framtíðarskipulagið á. Hann segir að sitt verk hafi verið að aðstoða bæjaryfir- völd við að skoða vel miðbæ- inn og kortleggja þá mögu- leika sem þar eru fyrir hendi varðandi framtíðarþróun hans. í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir talsverðum vaxtarmöguleikum bæjarins og hugmyndin á bak við skipulagið er að koma auga á hverjir kostir bæjarins eru og sjá til þess að bærinn glati ekki þeim kostum þegar hann stækkar. Að sögn Abrams er notkun húsnæðis stórt vandamál á ís- landi. Það felst í því að ein- hver byggir iðnaðarhúsnæði og byrjar síðan að selja hluta af því sem búð, og fyrr en var- ir er húsið orðið eitt stórt verslunarhúsnæði. Hann nefnir Skeifuna sem gott dæmi um slíka þróun í Reykjavík og að það sama hafi átt sér stað á Reykjavík- urveginum í Hafnarfirði. Mið- bærinn hafi m.a. mátt líða fyr- ir þessa þróun, þegar verslan- ir hafi færst í aðra hluta bæj- arins, þar sem auðveldara og ódýrara hafi verið að byggja og fá fleiri bflastæði. Til að koma í veg fyrir slíka þróun segir Abrams nauðsyn- legt fyrir bæjaryfirvöld að sýna pólitíska staðfestu varð- andi ákvarðanatöku í skipu- lagsmálum. Það verði að vera hægt að treysta á að það skipulag sem búið er að sam- þykkja gildi, og að hagsmuna- aðilar geti ekki komið síðar og fengið skipulagi breytt til að það samrýmist þeirra fyrir- ætlunum. Tengja þarf Fjörðinn við Strandgötuna Til að efla verslun í mið- bænum telur Abrams mikil- vægt að tengja betur saman verslunarmiðstöðina Fjörðinn og Strandgötuna, sem verið hefur aðalverslunargata Hafnarfjarðar í gegnum tíð- ina. Hann álítur að þannig eigi Fjörðurinn betri mögu- ALLIR ERU MEÐ EITTHVAÐ MILU TANNANNA Ákvörðun um byggingu knattspyrnuhúss sunnan Reykjavíkur tekin fyrir áramót Kostar um 500 milljónir Grafarvogur VONAST er til að tekin verði ákvörðun um það á þessu ári hvort Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Kópavogur og Bessastaðahreppur muni í sameiningu ráðast í byggingu knattspyrnuhúss, en áætlaður kostnaður vegna byggingar slíks húss er um hálfur milljarður króna. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Þorberg Karlsson, for- svarsmann Knatthúsa ehf., félags sem stofnað var til að meta þörf á knattspyrnuhúsi, en í því eiga sæti fulltrúar frá Breiðabliki, HK, Hauk- um, FH, Stjörnunni og Ungmenna- félags Bessastaðahrepps. „Ef sveitarfélögin taka ákvörðun um það fyrir áramót að leggja út í framkvæmdir sé ég ekkert því til fyrirstöðu að þær geti hafist strax á næsta ári,“ sagði Þorbergur. Þegar er búið að kynna sveitarfé- lögunum áætlun um stofnkostnað og nýtingu knattspyrnuhúss og sagði Þorbergur að nú væri verið að vinna við frekari athugun á rekstarskilyrð- um slíks húss. Hann sagði að sú vinna myndi klárast innan tveggja vikna og að þá yrði málið aftur lagt fyrir stjórnir sveitarfélaganna, með von um að þau gefi svar fyrir áramót. Að sögn Þorbergs eru menn komnir með ákveðna hugmynd að tilhögun framkvæmda og fjármögn- unar, en ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um það hvers konar hús verður reist ef lagt verður í fram- kvæmdir. Hann sagðist gera ráð fyr- ir því að völlurinn yrði af fullri stærð, eða 68x105 metrar, en að menn hefðu ekki tekið neinar ákvarðanir um það frekar en annað. Til samanburðar má geta þess að völlur Reykjaneshallarinnar, sem er nú í byggingu, verður 64x100 metr- ar. Þorbergur sagði að töluverður fjárahagslegur munur væri á þess- um tveimur stærðum, þar sem stærri völlurinn væri um 50 til 70 milljónum krónum dýrari. Land Vífilsstaða, við Reykjanes- braut norðan Vífilsstaðavegar, hefur verið nefnt sem líkleg lóð undir sam- eiginlegt knattspyrnuhús og í skýrslunni, sem kynnt var sveitarfé- lögunum í sumar, kom fram að lík- lega yrði hægt að ná sátt um það staðarval. Ný skolp- lögn við Eiðsvík Grafarvogur FRAMKVÆMDIR við lögn um 300 metra langrar bráðabirgðaútrásar fyrir skolp út í Eiðsvík við Grafarvog munu hefjast upp úr miðjum mánuð- inum, en töluverð skolpmengun hef- ur verið við ströndina á þessum stað. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Stefán Hermannsson borgarverkfræðing, en hann sagði að framkvæmdunum myndi líklega ljúka um mánaðamótin. Að sögn Stefáns er aðeins um bráðabirgðalausn að ræða, en ráð- gert er að ný skolphreinsistöð við Laugarnes, sem tekin verður í notk- un árið 2002, muni leysa skolpvanda austurborgarinnar til frambúðar. Hverfísnefnd Grafarvogs og um- hverfis- og heilbrigðisnefnd Reykja- víkur hafa óskað eftir því að settar verði upp merkingar við strand- lengjuna í Grafarvogi, þai' sem var- að verði við menguninni. Stefán sagði að sérstök skilti yrðu sett upp við Eiðsvíkina, sem og annars staðar þai' sem bráða- birgðaútrásir væru til staðar, en auk Eiðsvíkur eru slíkar útrásir við Laugames, á móts við Gufunes og í fjörunni fyrir vestan Hamrahverfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.