Morgunblaðið - 10.11.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 31
Sinfóníuhljómsvcit Islands
Sibelius á
vinsældalistann!
TONLIST
Geislaplötur
JEAN SIBELIUS
Jean Sibelius - hljómsveitarverk:
Finlandia op. 26. Karelia, svita op.
11. Lemminkainen, svíta op. 22_.
Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Is-
lands. Einleikur: Daði Kolbeinsson
(englahorn), Richard Talkowsky
(selló). Hljómsveitarsljóri: Petri
Sakari. Útgáfa: Naxos 8.554265.
Lengd: 72’50. Verð 690 kr. (Japis).
HLJÓÐRITANIR á þessum vin-
sælustu verkum Sibelusar skipta
hundruðum á alþjóðlegum markaði
og Finlandia er talið eitt þeirra
verka tónlistarsögunnar sem oftast
hefur verið hljóðritað. Þess vegna
þykir ýmsum ábyggilega lítil
ástæða til þess að bæta nýrri útgáfu
við þær sem fyrir eru. Hljómsveit-
arstjórarnir Karajan, Ashkenazy,
Jarvi, Vánská, Mravinsky, Toscan-
ini, Previn, Bernstein og Ormandy,
svo fáir einir séu taldir, hafa allir
hljóðritað þessi verk einhvern tíma
á ferli sínum og allir hafa þeir sett
mark sitt á túlkunarmáta á þessum
stríðsfákum tónlistarinnar.
En á þá Sinfóníuhljómsveit Is-
lands og Petri Sakari nokkurt er-
indi í þennan fríða hóp glæstustu
hljómsveita heims og stórstima
meðal hljómsveitarstjóra sem geta
leikið sér að því að framkalla ofvax-
inn, sírópshjúpaðan ofurhljóm? Það
finnst þeim sem þetta skrifar. Hik-
laust! Og verður nú tíundað hvers
vegna.
Styrkur okkar manna er sem fýrr
mikil spilagleði og ákafi - það eitt er
ákaflega mikils virði. Og sannfær-
andi túlkun Sakaris. Flutningurinn
er ávallt markviss, endirinn er í
augsýn frá íyrstu nótu og öll fram-
vinda rökrétt. Hér ráða engar til-
viljanir eða hugdettur. Sakari kýs
jafnan nokkuð líflegt tempó í hröð-
um köflum sem oft á tíðum skapar
skemmtilegar andstæður.
Finlandia er sannanlega ofspilað
verk og ekki datt mér í hug að þar
gæti eitthvað komið á óvart. En hjá
Sakari er verkið ferskt og óneitan-
lega mjög glæsilegt. Sérstaka at-
hygli manns vekur stórbrotinn blás-
arahljómur upphafsins, þéttur
strengjahljómurinn og dramatísk
túlkun Sakaris. Hlustið t.d. á 3’30 til
5’14 og finnið fyrir adrenalíninu.
Sakari forðast allar uppblásnar (og
allt of algengar) „Karajan-tilhneig-
ingar“ í meginstefinu sem tréblás-
arar kynna fyrst og strengirnir taka
síðan við ( 5’15-6’57). Stórglæsileg-
ur hljóðfærasláttur hjá SI.
Karelíasvítan er eitt af glaðleg-
ustu verkum Sibeliusar og undir-
strikar Sakari þennan fremur
óvenjulega léttleika tónskáldsins
með líflegu hraðavali og þá einkum í
upphafskaflanum Intermezzo. I
millikaflanum, Ballade, rís leikur
hljómsveitarinnar vafalaust hvað
hæst. Þessi gullfallegi kafli er hér
sérlega vel fluttur og hefur greini-
lega verið undirbúin af mikilli natni
jafnt af hljómsveitarstjóra sem
hljómsveit. Að öðrum ólöstuðum
hljóma strengimir hér hreint frá-
bærlega. Lokakaflinn, Alla marcia,
þekktasti hluti svítunnar, er sann-
kallaður gleðibolti og örlar ekki
einu sinni á „finnska þunglyndinu".
Lemminkáinen - svítan er miklu
stærra í sniðum en hin verkin tvö.
Þekktasti hluti svítunnar, Svanur-
inn í Tuonela, veldm- sannarlega
ekki vonbrigðum. Sakari mótar
tónlistina afar fallega og einleikur
Daða Kolbeinssonai- á englahorn
vandaður eins og við mátti búast. I
þessum kafla og í Lemminkáinen í
Tuonela leikur Richard Talkowsky
einnig einleiksstrófur á selló og
skilar hann sínu með miklum sóma.
Aftan á umslagi er Talkowsky
reyndar gerður nokkuð ættstór og
nefndur í höfuðið á Tchaikovsky,
hvorki meira né minna. Einnig er
rangt farið með nafn Daða Kol-
beinssonar. Það verður að segja að
svona mistök eru heldur hallærisleg
og hljóta vægast sagt að verka afar
illa á hlutaðeigandi listamenn. Von-
andi sér útgáfan sóma sinn í því að
leiðrétta mistökin og prenta nýja
bakhlið á diskinn.
Upptakan er í góðu jafnvægi og
hefur góða fyllingu og er hljóð-
myndin öll hin eðlilegasta - enda
þungavigtarmenn frá RÚV þar á
ferð.
Heils hugar má mæla með þess-
ari nýju plötu SI bæði fyrir þá sem
þekkja þessi verk og þá sem enn
eiga eftir að kynnast Sibeliusi og
vilja eignast þekktustu hljómsveit-
arverk hans á einum diski. Ekki
spillir verðið fyrir. Tæpar 73 mínút-
ur af fallegri tónlist í flutningi Sin-
fóníuhljómsveitar Islands - hljóm-
sveitarinnar okkar allra - fyrir
litlar 690 krónur.
Valdemar Pálsson
Vetrar-
ferðin á
Súfístanum
DAGSKRÁ helguð Ólafi
Gunnarssyni rithöfundi og út-
komu bókar hans Vetrarferð-
in verður á Súfistanum, bóka-
kaffi í verslun Máls og
menningar, Laugavegi 18, í
kvöld kl. 20.,
Þar mun Ólafur lesa upp úr
bókinni og Vésteinn Ólafsson
prófessor spjalla við hann um
verkið.
Djasstón-
leikar í
Smáraskóla
SKÓLAHLJÓMVEIT Kópa-
vogs heldur árlega hausttón-
leika sína í samkomusal
Smáraskóla í Kópavogi í kvöld,
miðvikudagskvöld, kl. 20. Tón-
leikamir eru nokkurskonar
þematónleikar þar sem djass-
tónlist af ýmsum toga verður í
hávegum . höfð. Dixieland-,
gospel-, blús- og swing-tónlist
mun þá hljóma um salinn,
gömul tónlist og ný, fjörug lög
og róleg.
AIls munu um 120 böm og
unglingar koma fram á tón-
leikunum í þremur hljómsveit-
um auk þess sem brasskvintett
sveitarinnar fær að spreyta
sig. Aðgangur er ókeypis.
Stjómandi skólahljómsveit-
arinnar er Össur Geirsson.
SPAR SPORT
NÓATÚN 17
Þjóðkvæði Letta og Lit-
háa í Norræna húsinu
í NORRÆNA húsinu stendur yfir
dagskrá um finnska þjóðkvæða-
bálkinn Kalevala. Yfirskrift dag-
skrárinnar er Kalevala um veröld
víða, en í ár em liðin 150 ár síðan
Dr.Ójars Lams frá Lettlandi held-
ur fyrirlestur um þjóðkvæðabálk
Lettlands, Lacplesis, um hetjur
þess og goðsagnir, í kvöld, miðviku-
dagskvöld kl. 20.
Virginija Stommiene heldur fyr-
irlestur um goðsagnir og tákn
ásamt kynningu á samtímasögu Lit-
háens á morgun, fimmtudag, kl. 20.
Ennfremur verður smiðja í
pappírklippi á morgun, fimmtudag,
frá kl. 9-12 og kl. 14-18. Þar mun
Virginija Stommiene kynna fyrir
þátttakendur tákn og goðsögur frá
Litháen og notar hún pappírsklipp
til þess. Hún mun skýra fyrir þátt-
takendum hvernig gamlar hefðir
hafa viðhaldist og heiðin og kristin
tákn samtvinnast í alþýðulistinni.
I þessari smiðju verður þessi
hefð kynnt með virkri þátttöku
gesta og fer kennslan fram á
ensku.
Kanarí-
sprengja
Heimsferða
frá kr.
39.
80 viðbótarsæti
Heimsferðir kynna nú
sjöunda árið í röð hausterðir
sínar til Kanaríeyja, en eyjamar eru langvinsæl-
asti vetraráfangastaður okkar og þúsundir íslendinga ferð-
ast þangað á hveijum vetri til að njóta eins besta veðurfars
heimsins og stytta veturinn hér heima. Heimsferðir hafa nú
tryggt sér viðbótargistingu á hreint frábærum kjömm og
geta nú boðið 200 sæti í sólina á lægra verði en áður hefur
sést til þessa vinsæla áfangastaðar.
Paraiso Maspalomas
JOLAFERÐ
12. desember.
1,2 eða 3 vikur
ALDAMÓTAÆVINTÝRI
26. desember.
1 eða 2 vikur.
39.855
Verð frá kr.
Gisting á Tanife/Paraiso, 12. des.,
vikuferð, m.v. hjón meö 2 böm.
Aukavika frá kr. 7.700.
39.855
Verð frá kr.
Gisting á Tanife/Paraiso, 26. des.
vikuferð, m.v. hjón með 2 böm.
Aukavika frá kr. 7.700.
Verð kr.
49.990
Verð kr.
49.990
Miðað við 2 í íbúð, 1 vika.
2. janúar
Verð frá kr. 39.990
Gisting á Tanife/Dunaflor.
M.v. 2 í íbúð/smáhýsi.
Aukavika kr. 10.500
Miðað við 2 í íbúð, 1 vika.
Flug alla fimmtudaga
og mánudaga í oktober
og nóvember.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is