Morgunblaðið - 10.11.1999, Side 36

Morgunblaðið - 10.11.1999, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Friðum ekki samviskuna „Hvað efokkurhefur nú skjátlast, efsá sem við höfum líflátið reynist síðar vera saklaus?“ FYRSTU viðbrögð mín við frásögnum af grimmdarverk- um nasista gegn gyðingum voru vafalaust þau að fyllast viðbjóði á mönnunum sem höfðu hagað sér svona. Sumir forkólfanna voru hengdir, aðrir fengu langa fangelsisdóma. Ekkert sem ég hef séð eða heyrt síðan breytir því að mér finnst enn að þeir hafi átt skilið makleg málagjöld. En hafi ég sagt þá að það hafi verið rétt að taka þá af lífi verð ég að viðurkenna sinnaskipti. Aftökur eru einfaldlega refsing sem siðað samfélag á að ekki að nota og þá skiptir engu hvað viðkomandi hefur gert af sér. Dauðarefsing er aldrei „rétta“ lausnin. Hvað ef okkur hefur nú skjátlast, ef sá sem við höfum líflátið reynist síðar vera sak- laus? Hvað ef hann hefur verið sak- UIAUADC laus en samt VIUnUKr játaðogfyrir Eftir Kristján játningunni Jónsson reynast siðar vera floknar, sálfræðilegar ástæður, aðstæð- ur hafi með einhverjum hætti þvingað sakborninginn til að segjajá? Þá vil ég ekki vera í hópnum sem segir að vissulega sé það slæmt en ekki fari hjá því að mistök séu gerð. Þá vil ég frek- ar að sálardauð illmenni fái að lifa. Annað mál er að við getum neyðst til þess í sjálfsvarnar- skyni að læsa þau inni fyrir lífs- tíð. Fyrstu viðbrögð mín (og áreiðanlega margra annarra sem þetta lesa) þegar þeir heyra um fullorðið fólk sem misþyrmir börnum kynferðis- lega eru máttvana sorg og síðan bræði. Eitthvað verður að gera. Ekkert er varnarlausara en ungviði. Lítið bam sem treystir okkur, getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér, skortir afl. Það kann heldur ekki að varast klækina í okkur. En hvernig leysum við vand- ann þegar við heyrum frásagnir tveggja, barnsins og fullorðna aðilans, sem oftast er karl og þeim ber ekki saman? Staðhæf- ing gegn staðhæfingu? Hafi barnið orðið fyrir slíkum fantaskap, reyni síðar að ná rétti sínum en geti ekki sannað mál sitt, er líklegt að það verði aftur fyrir andlegu tjóni vegna sama máls. I þetta sinn vegna þess að það missir trú á réttlæti fullorðna fólksins, getur ekki sætt sig við að því sé ekki trúað. Það sem eftir er lífsins treystir það engum nema það fái því betri hjálp og tíma til að græða sárin. Við getum valið létta og þægilega leið og sagt að barn geti ekki tekið upp á því að segja ósatt um svona mál. En því miður þurfum við ekki að grandskoða margar lög- regluskýrslur til að átta okkur á að þannig er heimurinn ekki. Börn og unglingar geta, ann- aðhvort af eigin hvötum, með stuðningi félaga sinna eða jafn- vel foreldris, ákveðið að skrökva upp á fullorðið fólk sökum sem ekki eiga sér stoð í veruleikan- um. Samt erum við oft tortryggin á kerfið. Við veltum fyrir okkur hve mikil virðing sé yfirleitt borin fyrir börnum í heimi full- orðinna. Er alveg víst að þeir sem spurðu hafi verið jafn reiðubúnir að trúa barninu og fullorðna manninum? Hvernig leysum við svona sið- ferðisvanda? Við gerum það auðvitað flest með því að segja að þetta sé mál dómskerfisins og bendum á að við höfum ekki forsendur til að meta hvert ein- stakt mál. En þá getum við ekki ílúið óþægilega, nagandi tilfinn- ingu fyrir því að þannig séum við að bjarga okkur á fiótta. Og í þessu tilviki erum við að tala um málefni sem snertir allt full- vaxið fólk. Allir þekkja barn eða börn sem þeim þykir vænt um. Svo getur líka verið að fólki finnist allt í einu að hinir há- lærðu dómarar séu á villigötum, að þeir skilji ekki að beita þurfi óvenjulegri hugsun, nýjum rök- um þegar um níðingsverk gegn börnum sé að ræða. Þau eigi það skilið í vanmætti sínum. Rétt sé að sönnunarbyrðin geti verið óleysanlegur vandi í gömlum málum þar sem aðeins tveir séu til frásagnar. En ef ekki sé hægt að sanna eitt eða neitt verði að snúa gamalli hefð við og sakborningur verði að sanna að hann hafi ekki brotið af sér. Ekki efast ég um að mörgum gengur gott eitt til þegar þeir mæla með slíkum aðferðum. Með illu skuli illt út reka. Og kannski verður mér núið því um nasir að ég hafi ekki nógu mikið ímyndunarafl til að skilja þján- ingarnar sem barn geti gengið í gegnum ef það verði fórnarlamb barnaníðings. En ef við ákveðum nú allt í einu að láta sakborninga ekki njóta vafans í slíkum málum ættum við að hafa í huga að við værum að búa til fordæmi. Úti- lokað er að láta þessa reglu gilda um aðeins eitt mál, allir sem sakaðir eru um að vera barnaníðingar verða þá í fram- tíðinni að sanna sakleysi sitt. Takist þeim það ekki munu hinir seku taka út réttláta refs- ingu - og aðrir, sem dæmdir verða saklausir, geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þeir sjá líf sitt hrynja til grunna og taka jafnvel með sér í fallinu aðra ná- komna. Kannski liði mér eitthvað bet- ur ef ég þekkti sakborning sem ég væri innst inni sannfærður um að væri sekur og sæi hann dæmdan. Fá makleg málagjöld. En það má ekki vera og er von- andi ekki hefndarþorsti sem ræður þegar við viljum svipta hann réttinum til að sleppa ef ekki sannast á hann sök. Nei, það er umhyggjan fyrir öðrum börnum, drengjum og stúlkum, sem við viljum að geti lifað án ótta við að þeim verði mis- þyrmt. Misþyrmt núna. En börn vaxa og verða stór. Með því að krefjast þess að sá sem sakaður er um glæp sanni sakleysi sitt erum við áreiðanlega að dæma sum litlu barnanna sem við vilj- um vernda núna til að þola síðar á ævinni annars konar mis- þyi-mingu, útskúfun fyrir glæpi sem þau hafa ekki framið. Það gerum við ef við styttum okkur leið núna til að friða samviskuna og sanna að við séum reiðubúin að fórna öllu, jafnvel sjálfu rétt- arkerfinu, til að koma lögum yf- ir barnaníðinga. Þróun sagnfræðirannsdkna á fslandi Morgunblaðið/Davíð Logi mg ÉjA 1 ■ Sagnfræðingar hlýða á framsögu á ráðstefnunni í Reykholti. Mikið verk verið unnið í íslenskri sagnfræði síðan 1970 Alger straumhvörf urðu í íslenskum sagnfræði- rannsóknum um 1970, segir Davíð Logi Sig- urðsson, sem sat um helgina ráðstefnu um sýn íslenskra sagnfræð- inga á fræðigreinina í árþúsundalok. ALGER umskipti hafa orðið í ís- lenskri sagnfræði og iðkun hennar undanfarin þrjátíu ár og hefur mik- ið og gott verk verið unnið á þess- um tíma þótt enn séu stórar glufur sem fylla þarf í. Það er hins vegar til marks um þær miklu breytingar, sem orðið hafa í fræðigreininni, að meginviðfangsefni hennar á undan- förnum árum er gjarnan sagnfræð- in sjálf í stað atburða í fortíðinni eða skrifa um þá. Þetta er meðal þess sem fram kom á ráðstefnu Sögufélags og Sagnfræðistofnunar Háskóla ís- lands um sýn sagnfræðinga á íslandssöguna í árþúsundalok, sem haldin var í Reykholti í Borgarfirði um helgina. Komu þar saman u.þ.b. fjörutíu sagnfræðingar og áhuga- menn um íslenska sagnfræði og reyndu að leggja mat á þróun og stöðu sagnfræðirannsókna við þau tímamót sem framundan eru en það var mál manna að sagnfræðirann- sóknir og skrif hefðu tekið miklum breytingum á þessari öld. A ráðstefnunni héldu ellefu sagn- fræðingar framsöguerindi og jafn margir fluttu síðan stutta umsögn um framsöguerindin, auk þess sem almennar umræður fóru fram. Af- raksturinn verður síðan birtur í Sögu árið 2000. Athygli vakti að það virðist alveg sama hvort um er að ræða sagn- fræðirannsóknir á sögu þjóðveldis- aldar eða nútímasögu, hagsögu eða byggðasögu, alger bylting varð í hvers kyns sagnfræðirannsóknum eftir 1970. Þannig eru mun fleiri sagnfræðirit gefin út í seinni tíð og umfang þeiiTa er margfalt á við það sem áður var, vísindaleg vinnu- brögð hafa rutt sér til rúms í fræð- unum og ýmsar undirgreinar jafn- framt skotið rótum á Islandi. Þessa þróun röktu menn til þeirrar stað- reyndar að um það leyti varð sagn- fræðin fyrst kennd sem sérstök há- skólagrein á Islandi en fram að því hafði ekki verið hægt að helga sig sagnfræðinni einvörðungu sem fræðigrein við Háskólann. Sagan notuð sem vopn í sjálf- stæðisbaráttu Ingi Sjgurðsson, prófessor við Háskóla Islands, flutti í byrjun yfir- litserindi um þróun sagnfræðinnar frá miðöldum til samtímans. Eins og gefur að skilja hafa miklar breytingar orðið á þessum tíma, kirkjusöguritun og annálaskrif hafa vikið fyrir þjóðernislegri söguritun, sem í seinni tíð hefur síðan sjálf komið til endurskoðunar. Jón Viðar Sigurðsson dósent fjallaði í erindi sínu um skrif fræði- manna á nítjándu og tuttugustu öld um hámiðaldir, Helgi Þorláksson prófessor ræddi um síðmiðaldir (1300-1550) og Gísli Gunnarsson, prófessor um sagnfræðirannsóknir á íslensku samfélagi 1550-1830. Loks gerði Gunnar Karlsson pró- fessor grein fyrir því hversu sýn sagnfræðinga á tímabilið 1830-1944 hefur breyst og sagði Gunnar m.a. að sagnfræðingar hefðu á fyrstu áratugum þessar aldar verið að heyja sjálfstæðisbaráttu með sögu að vopni, ekki verið að skrá sögu hennar. I seinni tíð hafa menn hins vegar horft gagnrýnni augum á tímabilið og reynt að beita vísinda- legri vinnubrögðum við söguskrifin. Landnám undirgreina eftir 1970 I erindi Margrétar Guðmunds- dóttur sagnfræðings um iðkun kvennasögu hér á Islandi kom fram að þótt kvennasagan hefði alls ekki sprottið upp fullsköpuð í kvenna- hreyfíngum áttunda áratugarins, heldur verið stundum síðan á nítj- ándu öld, þá hófst landnám hennar ekki hér á landi fyrr en þá. Sagði Margrét að sagnfræðinámskeið, sem Sigríður Th. Eriendsdóttir kenndi við háskólann í fyrsta sinn veturinn 1982-1983, hefði skipt sköpum og fætt af sér miklar og góðar rannsóknir á þessu sviði. Loftur Guttormsson prófessor ræddi um iðkun félags- og fólks- fjöldasögu á Islandi og sagði að ekki þyrfti að koma á óvart að flest helstu verka á þessu sviði stæðu mönnum nærri í tíma, í raun væri yfirlit um iðkun þessarar undir- gj'einar sagnfræðinnar saga þeirra sagnfræðinga sem sóttu ráðstefn- una í Reykholti. Guðmundur Hálfdanarson dós- ent sagði í sínu erindi að það væri helsta einkenni menningar- og hug- arfarssögu á Islandi hversu rýr hún væri að vöxtum. Þetta stæði þó til bóta og m.a. sagði Guðmundur að erlend hugmyndaáhrif væru í aukn- um mæli farin að gera vart við sig í skrifum manna. Staða hagsögunnar á Islandi var til umræðu í erindi Guðmundar Jónssonar lektors en að hans mati hefur þessi grein sagnfræðinnar eflst mjög á undanfömum árum. Á hinn bóginn væri vart hægt að segja að hagsaga hefði verið iðkuð hér á landi íyrr en á áttunda ára- tugnum. Valur Ingimundarson sagnfræð- ingur reifaði sögu utanríkismála á 20. öld og sagði Valur að það hefði nokkuð staðið sagnarituninni fyrir þrifum hversu erfitt var lengi vel að fá aðgang að skjölum um utanríkis- mál. Helstu rit um þessi mál væru fram á níunda áratuginn ævisögur ýmissa stjórnmálamanna en nú ber hins vegar loks nokkuð á heildstæð- um rannsóknum á helstu deilumál- um í sögu utanríkismála. Að síðustu gerði Friðrik Olgeirs- son sagnfræðingur grein fyrir byggðasöguskrifum hér á landi en þau hafa í seinni tíð orðið lífsviður- væri fjölda sagnfræðinga. Sagði Friðrik m.a. að eftir 1983 hefðu fáir aðrir en þeir sem menntaðir eru sem sagnfræðingar stundað slíkar rannsóknir. Þarf að fylla í margar glufur í rannsóknum á Islandssögunni Þótt sagnfræði hafi vitaskuld verið iðkuð á Islandi frá miðöldum, og ýmis verk sem nú eru komin til ára sinna standi enn fyllilega fyrir sínu mátti draga þá ályktun af máli manna á ráðstefnunni að straum- hvörf hafi orðið í faginu þegar tekið var að kenna sagnfræði við Háskóla íslands sem sérstakt fag. Ljóst var að vísu að enn vantar rannsóknir á viðamiklum þáttum sagnfræðinnar og að sagnfræðingar munu ekki þurfa að sitja aðgerðalausir næstu áratugina. I umræðum að loknum fram- söguerindum lýsti Svanur Ki'ist- jánsson, prófessor í stjórnmála- fræði, engu að síður mikiili ánægju með ráðstefnuna og þakkaði fyrir að hafa gefist tækifæri til að sækja hana sem áhugamaður um sagn- fræði. Sagði Svanur að ráðstefnan hefði leitt vel í ljóst hversu mikið verk hefði verið unnið í íslenskri sagnfræði síðan 1970 og að sagn- fræðingar gætu borið höfuðið hátt við upphaf nýs árþúsunds.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.