Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 37 LISTIR Laun vænting- anna MYNDLIST G a 11 e r í i 8, I n g ó I f s - slræti 8 BLÖNDUÐ TÆKNI MAGNÚS PÁLSSON Til 5. desember. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Að- gangur ókeypis. SJALDAN hefur Magnúsi Páls- syni tekist betur upp ef þetta er þá ekki hans meistaraverk til þessa. Salurinn í i8 er svo til tómur nema hvað meðfram endilöngum veggn- um hægra megin er hilla með stensluðum smástólum úr blikki liggjandi á tvist og bast eins og hráviði. Á ferhyrndum stöpli vinstra megin er meira af litlu blikkstólunum. Sumir hafa kraimst undir fallinni rauðvínsflösku. Ur henni hefur dumbrauður vökvinn spillst um pappírsörkina og þomað á stöplinum. Á veggnum andspænis dyrunum rennur myndband af sal með sams konar stólum og þeim sem liggja stenslaðir á hillunni. Listamaður- inn gengur inn á svið lotlegur og hikandi og sest hokinn á einn stól- inn. Hann horfir fram fyrir sig eins og móðir Whistlers í Louvre-safn- inu og byrjar svo að tala. Orðræðan er í nokkrum köflum með dágóðum þögnum inni á milli. Gamall maður lítur yfir farinn veg og lýsir þröngum kosti; hinum dæmigerðu kjöram fyrri tíðar, þeg- ar allt var naumt skammtað og öll- um frávikum frá reglum samfélags- ins jafnfálega tekið. Stundum er eins og minninu um niðursetning- inn á fletinu í baðstofunni - sem finnst hann fái ekki í askinn sinn það sem honum ber - sé blandað saman við hitt minnið - um neðan- málsmanninn á dvalarheimilinu, sem á í sífelldum erjum við starfs- fólkið; einkum ráðskonuna eða matseljuna - eða eiginmanninn, sem uppsker ekki annað en ónot og hneykslun frá eiginkonunni þegar slær út í fyrir honum. Og þó gerir hann sér grein fyrir sögulegum sess sínum sem hluta þeirrar eitilhörðu umbyltingar- kynslóðar sem ýtti tæknivæddum nútímanum úr vör og glæddi vonir landa sinna um betra mannlíf og notalegri heim. En orðræða hans er einræða sem enginn nennir lengur að ljá eyra frekar en örvasa rugli kalkaðs manns hversu mjög sem ákefð hans eykst og rómurinn hækkar. Væntingarnar sem við bindum við tæknilegar framfarir skila sér seint í formi aukinnar nærgætni eða virkari athygli. Verk Magnúsar snýst einmitt um fáfengileik tæknivæntinganna. I staðinn fyrir að refurinn afgreiði vínberin sem súr af því hann nær ekki til þeirra, kemst hann að raun um að þau eru gallsúr þegar tæknin hefur gert honum kleift að ná þeim. Marshall McLuhan og aðrir fram- tíðarfræðingar sem eftir honum komu hafa ekki getað haldið vatni yfir þeirri útópísku sýn sem þeir eygja í upplýsingabyltingunni. Hugmyndin um hnattþorpið - the Global Village - hefur vissulega ræst, en án þeirra bóta í mannleg- um samskiptum sem áttu að fylgja í kaupbæti með forritapakkanum. Við erum ekkert nær því marki að yfírstíga fangelsismúra einkalífsins og einmanaleikans. Tölvan, farsím- inn og gervihnattasjónvarpið hafa öðru nær gert okkur kleift að slíta naflastrenginn endanlega við sam- félagsheildina. Með þessum nýju vopnum þurfum við ekki lengur að hittast í bankanum. Og brátt heyra Alltaf rífandi sala! Ránargata 6,6a og 8. Höfum verið beðnir um að afla tilboða í þessi fallegu steinhús í hjarta Reykjavíkur. Um er að ræða þrjú samliggjandi hús með inng. á milli húsa. Hægt að loka á milli og selja sem þrjár einingar. Fráb. möguleikar fyrir iðnaðarmenn eða bara dugmikið fólk. Hægt er að ná nokkrum íbúðum út úr eignini, góðu sérbýli eða bara hótel eða gistiheimili. Húsin þarfnast endurbóta og má segja að þau séu nánast tilb. til innréttinga. Teikningar á skrifstofu. Húsin er laus nú þegar. Lyklar á Hóli. Sýning Magnúsar er einhver sú magnaðasta, sem hér hefur sést á árinu segir m.a. í umfjöllun um sýningu Magnúsar Pálssonar í Galleríi8, Ingólfsstræti 8. óvæntir samfundir í jólainnkaupun- um til fortíðinni. Við munum geta keypt allar gjafir á vefnum án þess að yfirgefa nokkurn tíma kjallara- holuna. Vínflaskan sem kremur stólana undir sér og veldur flóði með fjólu- litum vökva sínum er aðeins ein af birtingarmyndum Babelturnsins; sem er ein margra birtingai-mynda syndaflóðsins. Vínandinn sem goð- sagan segir að liðki um málbeinið skekkir í raun öll vitræn boðskipti. Fyllirísrausið sem liðast upp af krám landsmanna um helgar er ámóta skiljanlegt og bablið, tungu- tak Babýlóna, eftir að turninn þeiri’a fór að rísa. Þannig er úti- lokað að þeir skiptist á haldbærum skoðunum þá sjaldan þeim tekst að rífa sig frá tölvu- og/eða sjónvar- psskerminum og slaka á hver í náv- ist annars. En fátækleg orð duga skammt til að lýsa sýningu sem er einhver sú magnaðasta sem hér hefur sést á árinu. Ef eitthvað má gagnrýna eru það síst myndgæði myndbandsins eða skurður hurðarinnar sem felld er inn í endavegg salarins. Það er miklu fremur hljóðið úr slæmum hátalararæflinum, sem gerir -, Magnús Pálsson þvoglumæltan svo erfitt er að fylgja eftir margslung- inni orðræðunni. Betri hljómgæði mundu bjarga textaflutningnum og sjálfsagt skerpa á klippitækninni sem listamaðurinn hefur tamið sér í skrifum sínum fyrir leikhús. Mark- sæknari tvinnun myndlistar og leikhúss minnist ég ekki að hafa séð á mínum langa áhorfandaferli. Halldór Björn Runólfsson * LANGAR ÞIG AÐ NALGAST VERKEFNIN FRÁ NÝRRI HLIÐ? Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 29.086 kr. ó mánuði Fjármögnunarleiga Utborgun 270.000 kr. 16.582 kr. á mánuði Rekstrarleiga er miSuS viS 24 mánuSi og 20.000 km akstur á ári. FjármögnunaHeiga er mÍSuS viS 60 mánuBi og 25% útborgun, greiSslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiSslur en viSkomandi f«r hann endurgreiddan ef hann er meS skattskyldan rekstur. Allt verS er án vsk. ATVINNUBÍLAR FyRI RT/CKJ AÞJÓNUSTA Grjótháls 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1225/575 1226 RENAULT 'T. f
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.