Morgunblaðið - 10.11.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 10.11.1999, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN > KJARTANSSON + Jón Kjartansson fæddist 24. apríl 1945. Hann lést af slysförum 26. októ- ber siðastliðinn. tit- för Jóns fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. nó- vember sl. Mig langar í fáum orðum að minnast vin- ar míns og vinnufélaga til margra ára Jóns Kjartanssonar, síma- verkstjóra á Húsavík, sem lést af slysförum 26. f.m. aðeins 54 ára að aldri. Þetta örlagaríka kvöld þegar þrír menn létust við skyldustörf norður á Mývatni er atburður sem aldrei mun líða mér úr minni og maður spyr sig hver sé tilgangurinn, þrír menn á besta aldri. En svona er líf- ið, við fáum víst engu um það ráðið hver örlögin verða. Tveir af þessum mönnum voru góðir vinir mínir, þeir Jón og Böðvar Björgvinsson starfsmenn Landssímans. Með báð- um þessum mönnum hafði ég unnið í lengri eða skemmri tíma og þekkti "V þáþvível. Við Jón kynntumst fyrst árið 1963 er við vorum í símavinnu norð- ur í Húnavatnssýslu þá ungir menn og var það upphafíð að vináttu okk- ar sem hélst alla tíð síðan. Við unn- um síðan saman í mörg ár í loftlín- uvinnu sem þá var enn við lýði hjá Landssímanum og fórum víða um land og upplifðum margt saman. Eg minnist sérstaklega línutúranna sem við fórum austur í Oræfasveit sem þá var verulega einangruð af Skeiðarársandi. Þá lá Landssíma- línan yfir sandinn og þurfti að yfir- fara hana á hverju ári. Þetta voru oft á tíðum hinar mestu slarkferðir og íljótin oft erfið yfirferðar. Komu þá strax í ljós hæfileikar Jóns við að takast á við erfið verkefni. Að vera með Jóni á ferðalögum veitti manni alltaf vissa öryggistilfinningu. Mað- ur hafði það á tilfinningunni að allt yrði í lagi þegar Jón réð ferðinni, enda aðgætinn og yfirvegaður og anaði aldrei út í neina vitleysu. Þeg- ar maður lítur til baka furðar maður sig reyndar á því að ekki hafi orðið fleiri slys hjá Lanssímanum þó vissulega hafi það komið fyrir. Menn eru oft á tíðum að leggja sig í lífshættu við erfiðar aðstæður, oft í ~ r vitlausum veðrum bæði í byggð og óbyggð við að koma á símasamb- andi þegar bilanir verða. Þetta vitum við sem störfum hjá Landssímanum en al- menningur gerir sér oft á tíðum ekki grein fyrir þeim þrekraun- um sem menn eru að leggja á sig, ekki fyrr en svona slys verður sem nú hefur átt sér stað. Eg minnist líka ferðar sem við fórum í saman í okkar frítíma upp á hálendið og lág- um þar við í kofa í fjóra daga og stunduðum veiðiskap. Það var ógleymanleg ferð sem ég mun alltaf minnast. Ár- ið 1972 fluttist Jón norður á Húsa- vík og gerðist símaverkstjóri yfir báðum Þingeyjarsýslunum og er það stórt og mikið svæði að þjón- usta og oft erfítt yfirferðar. Það voru þá oft erfiðar og langai- ferð- imar sem þurfti að fara. Þá var eng- inn betri en Jón og alltaf var hann sjálfur í fremstu víglínu. Eg held ég megi fullyrða að öllum öðrum ólöst- uðum að Jón var einn af okkar al- bestu og reyndustu verkstjórum. Hann hélt sama mannskap ámm og jafnvel áratugum saman og sýnir það hversu vinsæll hann var af sín- um undirmönnum. Eins og einn manna hans sagði við mig um dag- inn. „Jón var miklu meira en verk- stjóri, hann var líka leiðtogi, vinur og félagi.“ Síðastliðin fjórtán ár höf- um við Jón verið í nánu samstarfi um verklegar framkvæmdir í Þing- eyjarsýslu og hefur aldrei skuggi fallið á það samstarf. Góður vinur og félagi er fallinn í valinn og ég mun sakna hans sárt. En minningin um góðan dreng lifir og mun ylja mér um hjartarætumar. Elsku Berta, við Día sendum þér og börn- unum þínum og öðrum aðstandend- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að leiða ykkur og styrkja í ykkar milda missi. Sérstakar kveðjur sendum við mínum gamla verkstjóra Kjartani Sveinssyni og biðjum honum Guðs blessunar. Sverrir Halldórsson. Jóni Kjartanssyni frænda mínum kynntist ég nokkuð vel þegar við vorum saman í símavinnu fimm sumur frá og með árinu 1967. Kjart- an Sveinsson föðurbróðir minn og EIRÍKUR JÓNSSON + Eiríkur Jónsson fæddist 12. sept- ember 1931. Hann varð bráðkvaddur aðfaranótt mánu- dagsins 1. nóvem- ber. Útför Eiríks var gerð frá Hvera- gerðiskirkju laug- ardaginn 6. nóvem- ber síðastliðinn. „Einstakur“erorð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagieðasólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“áviðþá sem eru dáðir og' dýrmætir ogþeirraskarðverður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Jerri Femaandez.) Nú hefur einstakur, góður og hraustur maður hvatt þennan heim of fljótt. Elsku- legi afi okkar í Rósa- koti lést hinn 1. nó- vember, aðeins 68 ára gamall. Fréttin um brottför þína úr þess- um heimi kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, því þú varst alltaf svo heilsuhraustur. Þú og amma-Lóló voruð alltaf svo ung í anda og til Þýskalands fóruð þið oft til að heimsækja börn og barna- börn og eiga góðar stundir. Minn- ingar ykkar þaðan eru margar og góðar og við vorum að enda við að skoða myndir frá seinustu ferð ykkar sem var í sumar og báru þær vott um hreysti, lífsgleði og ástúð ykkar beggja. I hvert skipti sem farið var í heimsókn til afa og ömmu í Rósakot var tekið á móti manni með faðmlagi og kossi á kinn. Að sýna ættingjum væntum- faðir Jóns var símaverkstjóri og sá um vinnuflokk sem annaðist nýla- gnir og viðhald á loftlínum um allt Vesturland, frá Borgarfjarðardöl- um vestur í Isafjarðardjúp. Jón var bílstjóri og verkstjóri í vinnuflokki föður síns þar til hann gerðist síma- verkstjóri á Norðausturlandi. Jón ákvað ungur að hasla sér völl hjá Pósti og síma og feta í fótspor föður síns og afa, Sveins Þorláks- sonar símstöðvarstjóra í Vík í Mýr- dal, sem báðir höfðu helgað síma- málum krafta sína. Jón var mörgum hæfileikum gæddur og hefði getað tekið sér margt fyrir hendur. Verk- stjórn fórst honum vel úr hendi. Vinnuflokkinn skipuðu 10-12 menn, aðallega skólastrákar úr Reykjavík. Flokkurinn skiptist í þrjá til fjóra minni hópa þegar gengið var með símalínum til viðgerðar og viðhalds. Jón skipti verkum réttlátlega niður milli manna. Atti það við hvort sem farið var snemma út að vinna, út í leiðinlegt veður eða til erfiðra verka. Sjálfur brá hann sér jafnan undir þyngri enda símastaura sem oft þurfti að bera langar leiðir út í mýii eða út í hraun, enda sterkur vel. Jón var því vel liðinn af sam- starfsmönnum. Jón var verklaginn og átti auðvelt með að sýna öðrum hvemig leysa ætti tiltekið verk af hendi, jafnvel þótt margir þyrftu að koma að því. Hann gerði stundum létt grín að strákum sem hugðust leggja fyrir sig verkfræði, en gátu ekki leyst einfalt verk af hendi. Jón gat verið hrókur alls fagnaðai’ og stytt okkur stundir hinn langa vinnudag, en hann gat einnig verið þungur í skapi. I slæmu veðri borðuðum við nesti og drukkum kaffi inni í bíl hjá Jóni. Þar réð hann ríkjum og hvatti jafn- an til umræðna um hin ýmsu mál sem ofarlega voru á baugi í samfé- laginu. Bíllinn var alltaf mjög vel þrifinn og bónaður og ekki að sjá að Jón gengi öðruvísi um bíl fyrirtæk- isins en sinn eigin, enda snyi-ti- menni. Hann var góður og varkár bilstjóri og áhugamaður um bíla. Jón var vel minnugur og sérstak- lega fróður um ömefni. Þekkti hann nöfn á öllum bæjum, fjöllum, ám og vötnum, ekki aðeins á vinnusvæði símaflokksins, heldur um nær allt land. Menntaskólastrákar, fegnir að vera lausir úr skóla, stóðu oft á gati þegar Jón fór að hlýða þeim yf- ir örnefni á Vesturlandi. Landið og óbyggðirnar kölluðu Jón til sín. Hann eignaðist snemma jeppa og fór að kanna hálendi landsins á meðan aðrir stunduðu útihátíðir og sveitaböll. Hann átti m.a. þátt í því að flytja gamalt tim- burhús af Laufásvegi 15 í Reykja- þykju og að hjálpa þeim á erfiðri stundu var ávallt aðalmál afa. Elsku amma, við öll eigum þann heiður að hafa átt þennan mann að, afa-Eirík, og mun minning hans áv- allt lifa. Við munum gera allt sem í okkai’ valdi stendur til að styðja við bak þér í þessari sorg. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér, Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Pórunn Sig.) Astar- og saknaðarkveðjur. Páll, Harpa, Anton, Sigurður, Katrín og Óskar. Þegar englamir stríða um stormsinsvilltasker mannsandans mikilmenni tilhimnannafer. Viðlifumvið sorg,\ við lifumviðtár, viðbiðjumGuðsnáð að lækna okkar sár. Hannlifiríokkur hannafiminn. Hann lifir hjá Guði. Blessaðurséandiþinn Sæunn Hrund Bjömsdóttir. vík inn í Þóristungur þar sem það var notað sem sæluhús. Að leggja net í fjallavatn og skoða landið á meðan fiskur ánetjaðist átti huga Jóns. A þessum árum kom Bertha Steinunn Pálsdóttir, eiginkona Jóns, inn í hans líf. Anægjulegt var að fá Berthu í heimsókn til símaf- lokksins því hún tók þátt í okkar daglega Hfi og gleðistundum. Jón var okkar fremstur í flestum íþrótt- um öðrum en fótbolta, sem hann lagði ekki fyrir sig. Þrátt fyrir að hann væri þyngri en við hinir stökk hann samt mun hærra í hástökki, og enginn atti kappi við hann í kúlu- varpi eða öðrum kastgreinum sem hann hafði nokkurt dálæti á. Ný tækni leysti á síðustu árum loftlínur og símastaura af hólmi. Sí- mavinna í þeirri mynd sem við kynntumst hjá Jóni og Kjartani föð- ur hans heyrir nú sögunni til. Jón fylgdist vel með nýrri tækni og síð- ast sá ég frænda minn í vor þegar hann var á námskeiði hér fyrir sunnan að læra á nýjar símstöðvar. Við skyldustörf, að koma heilli sveit í fjarskiptasamband, lagði Jón upp í sína hinstu för. Innilegar samúðarkveðjur til Berthu, Kjartans, bama og systk- ina. Drottinn, veit honum eilífa hvíld, og lát hið eilífa ljós lýsa hon- um. Magnús Guðmundsson. Miðvikudagsmorguninn 27. okt. sl. þegar ég var að losa svefninn og heyrði fréttir um að leit hafi staðið yfir alla nóttina að þremur mönnum sem voru að leggja ljósleiðara á Mývatni, spratt ég upp og stóð stjarfur við útvarpið og sagði við konu mína, þetta er þó ekki Jón vin- ur minn Kjartans, jú það kom á daginn að Jón Kjartansson var einn þessara manna sem fórust í þessu hörmulega slysi á Mývatni. Fyrstu kynni mín af Jóni vora veturinn 1973-4 þegar við gerð- umst stofnfélagar í Kiwanisklúbbn- um Skjálfanda en þar starfaði Jón í tíu ár og gegndi ýmsum trúnaðar- stöi’fum fyrir klúbbinn. Þennan sama vetur gekk ég í Skíðaráð íf. Völsungs ásamt fleiri félögum, við leituðum til Jóns og báðum hann að koma til liðs við okkur þar sem okk- ur vantaði tæknimann. Jón svaraði með sinni hógværð, ég skal líta á þetta með ykkur, strákar mínir, upp frá því var ekki aftur snúið og þessi ótrúlega samstæði hópur starfaði saman í um tíu ár. Minning- arnar eru ekki síst þær, þegar við vorum að basla í Húsavíkurfjalli, að leggja línur um allt fjall fyrir tíma- tökm’ og talsamband, gera við lyft- ur, moka frá þeim snjó eða að, eftir því hvernig viðraði, og alla fundina með forsvarsmönnum Húsavíkur- bæjar um gerð rekstrarsamninga um skíðamannvirkin og áform um kaup á toglyftum og snjótroðara, allt þetta gekk eftir, svo ég tali nú ekki um skíðamótin sem tókust mjög vel vegna góðrar skipulag- ningar. Allar þessar ótöldu stundir sem við áttum í fjallinu hefðum við ekki getað sinnt nema með góðum stuðningi fjölskyldna okkar. En leiðir okkar Jóns og fjölskyldu lágu víðar saman. Þegar við fórum að byggja okkur hús, var okkur úthlut- að lóðum sem lágu saman en hvor í sinni götunni, og fluttum við inn í janúar og maí 1978. Upp frá því vorum við heima- gangar hvor hjá öðrum allt fram til 1990 þegar breyting varð á fjöl- skylduhögum mínum. Strákarnir okkar, Alli og Frikki, sem eru jafn- aldrar, hafa alla tíð verið sem bræð- ur enda hefur Litlagerði 2 verið Alla mínum sem hans annað heimili. Þegar ég lít yfir þennan tíma sem við Jón störfuðum saman, met ég mest hvað Jón var traustur hlekkur sem gafst aldrei upp og gerði hlut- ina svo vel. En svo kom örlagastun- din. Þótt ótrúlegt sé varð þessi trausti hlekkur að lúta í lægra haldi fyrir náttúruöflunum. Kæri vinur, ég þakka þér fyrir alla þá samferð og vináttu sem við höfum átt í gegnum árin. Eg á eftir að sakna þín mikið hvort sem það er tveggja vina spjall eða samverust- und ættingja og vina. Þegar ég set þessar línur á blað og hugsa til þín koma mér þessar línur í hug. Nú lýkur degi. Sól er sest Nú svefnfrið þráir jörðin mest. Nú blóm og fuglar blunda rótt og blærinn hvíslar. Góða nótt. Hvíl hjarta rótt. Hvíl höndin þreytt. Þér himins styrk fær svefninn veitt. Hann gefur lúnum þrek og þrótt. 0, þreytti maður, sof þú rótt. (V aldemar V. Snævan-.) Elsku Bertha, Robbi, Kjarri, Hilda, Frikki og fjölskyldur, missir ykkar er mikill. Við biðjum góðan guð að gefa ykkur þrek og styrk á þessari sorgarstund. Hugur okkar er hjá ykkur öllum. Sigurgeir, Erla, Regína og Alli. Þar sem Gullblómið grær Ekkert illt þar að fmna Þó að flestum finnist fjær Þávilégáþaðminna. Kærleikans móðurmál erguðíþinnisál. Guðdómsinsviskuskál erhjartansinnstabál. (Garðar Jónsson) Kæri Jón, við fluttum um svipað leyti til Húsavíkur og þið Bertha og höfum átt samleið síðustu 26 árin. Við viljum þakka þér vináttuna og hjálpsemina sem alltaf var til stað- ar. Blessuð sé minning þín. Kahlil Gibran sagði: „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni.“ Elsku Bertha og fjölskylda, guð gefi ykkur styrk í sorginni. Ljótunn og börn. Okkur félagana í Björgunarsveit- inni Garðari í Húsavík langar með nokkrum orðum að minnast vinar okkar og foringja, Jóns Kjartans- sonar. Við vorum svo lánsamir að fá til starfa í Björgunarsveitina Garð- ar á Húsavík mann sem reyndist áhugasamur, traustur og góður for- ingi. Jón var mikill útivistarmaður. Hann sótti á fjöll jafnt sumar sem vetur. Til dæmis fór hann á vélsleða og síðar á gönguskíðum þvert yfir Vatnajökul. Hann var traustur og góður ferðafélagi, þekkti öll kenni- leiti í okkar nágrenni og gat frætt samferðafólk sitt um náttúru lands- ins og veðurfar. Hann kunni skil á öllu sem tengdist fjarskiptum og tæknimálum. Það var hans hjart- ansmál að koma upp endurvarpa fyrir talstöðvar á Herðubreið, svo að bæta mætti fjarskiptasamband björgunarsveitanna á hálendinu. í lok sumars fór Jón ásamt fleiri björgunarsveitarmönnum upp á Herðubreið til að ljúka frágangi við endurvarpann og varð honum þá að orði að nú tækju aðrir við, því þetta væri hans síðasta ferð á fjallið. Það hljómaði sem fjarstæða, þvi enginn var áhugasamari um slíkar ferðir en einmitt hann. Nú er hann farinn í sína síðustu ferð. Við horfum með söknuði á eft- ir foUnum félaga og minnumst hans með virðingu og þökk. Varðstöð líknar valdir þú veröld margra hrynur. Fómina miklu færir nú félagiokkarogvinur. (G.H.) Megi góður guð styrkja Berthu og aðra aðstandendur í þeirra miklu sorg. Félagar í Björgunar- sveitinni Garðari, Húsavik. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.